Bændablaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 11. apríl 2000 BÆNDABLAÐIÐ 17 Félagsstotnun um verndun forystuijár Svo sem greint var frá í Bænda- blaðinu 29. febrúar s.l. er verið að undirbúa stofnun félags um verndun og ræktun íslensks for- ystufjár sem er mjög sérstæður fjárstofn. Stofnfundur verður haldinn á Byggðabrúnni, þriðju- dag 18. aprfl n.k. kl. 14.00-15.30 á eftirtöldum stöðum: Reykj- avík, Hvanneyri, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Hornafirði og Selfossi. Guðni Agústsson landbúnaðarráðherra mun flytja ávarp, flutt verður stutt yfirlit um forystuféð í land- inu, kynnt drög að lögum félags- ins og að lokum kosin fyrsta stjórn þess. Undirbúningsnefndin, undir forystu Ólafs R. Dýrmundssonar, Bændasamtökum Islands, leggur hér fram drög að lögum fyrir For- ystufjárræktarfélag Islands og hvetur áhugafólk um málefnið til að sækja stofnfundinn. Drög að lögum Forystufjár- ræktarfélags Islands: 1. gr. Félagið heitir Forystufjárræktarfé- lag Islands. Heimili þess og vam- arþing er hjá Bændasamtökum Is- lands í Reykjavík. 2. gr. Félagar geta orðið þeir sem eiga forystufé, hreinræktað eða blend- inga, svo og aðrir sem hafa áhuga á ræktun og vemdun forystufjár. Félagssvæðið er allt landið. Forystuhrúturinn Garpur, þriggja vetra, Erlings Arnórssonar, Þverá í Dalsmynni, S.-Þing. Fjármnnum varið í upp- hyggingu sveitavega Jón Bjarnason alþingismaður hefur lagt fram þingsályktunar- tillögu þess efnis að Vega- gerðinni verði heimilað að ráðstafa þeirri inneign sem safn- ast hefur upp á síðustu árum vegna hærri tekna af lögboðnum tekjustofnum en reiknað var með í vegaáætlun. Um er að ræða 700 milljónir króna sem leggja á í endurbætur sveita- vega. Tillagan gerir ráð fyrir því að veija 200 milljónum vegna aukins kostnaðar við vetrarþjónustu en kostnaður við snjómokstur hefur farið 200 milljónir fram úr áætlun- um í vetur. 150 milljónum verði varið í uppbyggingu tengivega og annað eins í uppbyggingu safn- vega, 50 milljónir til breikkunar einbreiðra brúa og 150 milljónir til undirbúnings jarðgangagerðar. í greinargerðinni er talin sérstök þörf á auknu fjármagni til „sveitaveganna", þ.e. safnvega og tengivega. Þessar framkvæmdir hafi hlutfallslega dregist aftur úr nýframkvæmdum og viðhaldi en þörfin fyrir góðar samgöngur í sveitum hafi á sama tíma aukist. Gert er ráð fyrir að þetta fjármagn komi til viðbótar þeim ljármunum sem lagt er til að sett verði í þessi verkefni á vegaáætlun 2000-2004. Jón segir safn- og tengivegi hafa setið á hakanum undanfarin ár. „I vegaáætlun hefur verið unnið eftir langtímaskiptingu veg- afjár og það er því erfitt að taka af stofnfénu og færa yfir á þessa vegi. Það væri hins vegar tilvalið að gera það þar sem þetta fé liggur óráðstafað og hefur ekki áhrif á aðrar framkvæmdir." Jón segir ýmsar tillögur hafa verið uppi, bæði á Alþingi og ann- ars staðar, um að sérstakt átak verði gert í að laga þessa vegi og jafnvel hafi þau orð fallið að það varði við bamalög að keyra böm í skóla á slæmum vegum eins og margir safn- og tengivegir eru. „Það er því mikill samhljómur um að leggja aukna fjármuni í þessa vegi en hann þarf að koma fram í verkum og aðgerðum." Jón segir einnig mjög brýnt að breikka einbreiðar brýr því þær séu miklar slysagildmr. Þá hafi engu fjármagni verið ráðstafað í jarðgangagerð en tillögur þess efn- is séu þó uppi. „Undirbúningur jarðgangagerðar hefur gengið allt- of seint og menn verða að fara að vinna betur í þessum málurn." Skágrindur Vélaval - Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 3. gr. Hlutverk félagsins er: a) að stuðla að viðhaldi og vernd- un hins íslenska forystufjár- stofns og vinna að ræktun hans í samvinnu við Bændasamtök íslands, Erfðanefnd búfjár og aðra þá aðila sem vilja leggja málinu lið, svo sem með skýrsluhaldi, leiðbeiningum og rannsóknum. b) að vinna að kynningu á forystu- fé, svo sem söfnun og skráningu heimilda um forystufé á ýmsum tímum, gerð og dreifingu upplýsinga- og fræðsluefnis og með sýningahaldi. c) að kanna leiðir til að nýta hina sérstæðu eiginleika forystufjár við mismunandi búskaparhætti. 4. gr. Tekjuöflun til nauðsynlegra verk- efna skal ákveða á hverjum aðal- fundi samkvæmt áætlun fyrir næsta ár. Félagsgjöld skulu einnig ákveðin frá ári til árs. 5. gr. Stjórn félagsins skipa þrír menn, formaður, ritari og gjaldkeri. Skulu þeir kosnir á aðalfundi til þriggja ára í senn. Ganga þeir úr stjóm þannig að formaður gengur úr eftir eitt ár, ritari eða gjaldkeri eftir tvö ár með hlutkesti, hinn þriðji (ritari eða gjaldkeri) eftir þrjú ár og helst röðin þannig áfram. Þá skal einnig kjósa tvo varamenn og tvo end- urskoðendur til tveggja ára í senn þannig að annar gangi úr eftir eitt ár, með hlutkesti í fyrsta sinn, og síðan sitt árið hvor. 6. gr. Aðalfund skal halda árlega, eigi síðar en 15. nóvember, samkvæmt ákvörðun stjómar. Þar gerir stjórn- in grein fyrir störfum félagsins á liðnu ári, leggur fram tillögur um verkefni næsta árs og leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins. 7. gr. Tillögur um lagabreytingar skulu tilkynntar með aðalfundarboði. 8. gr. Ef slíta skal félaginu skulu eignir þess renna í sérstakan verndunar- sjóð fyrir forystufé, í vörslu Bændasamtaka íslands, og setur síðasta stjóm skipulagsreglur um meðferð sjóðsins. Jl FRAMLEIÐNISJÓÐUR LANDBÚNAÐARINS AUGLÝSIR Framleiðnisjóður landbúnaðarins vill efla sókn fagfólks á sviði landbúnaðar til endurmenntunar og öflunar nýrrar þekkingar. í þessu skyni verða á árinu 2000 boðnir fram nokkrir námstyrkir. Sérstök áherzla verður lögð á að styrkja nám í búfjárrækt, fóðurfræði, jarðrækt, þar með talin garðyrkja, auk náms í hagfræði og greinum sem snerta rekstur og tækni í búrekstri svo og umhverfisfræðum landbúnaðar. Allir starfsmenn við leiðbeininga-, rannsókna- og mennta- stofnanir landbúnaðarins geta sótt um styrk, enda hafi þeir starfað í a.m.k. 5 ár hjá stofnunum landbúnaðarins. Eftirtaldir styrkir eru í boði: I. Tveir styrkir að upphæð kr. 500.000,- sem miðast við að lág- marki 6 mánaða námstíma, er verði að mestu varið til náms við erlenda búnaðarháskóla. II. Sex styrkir að upphæð allt að kr. 300.000,- sem miðast við eins til þriggja mánaða námstíma. Styrkupphæð miðast við kr. 80.000,- 100.000,- á mánuði. * Umsóknarfrestur til 15. maí2000 STYRKIR TIL FRAMHALDSNÁMS í BÚFRÆÐI Stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins hefur ákveðið að veita á næsta skólaári nokkra styrki til framhaldsnáms í búfræði að loknu kandidatsprófi. * Styrkupphæð er kr. 300.000,- fyrir heilt námsár. * Nám er því aðeins metið styrkhæft að það sé stundað við búnaðarháskóla og miði að því að Ijúka framhaldsáfanga. * Sérstök áherzla verður lögð á nám í búfjárrækt, jarðrækt, fóðurfræði, hagfræði og rekstrartæknigreinum. * Umsóknarfrestur til 15. maí 2000 Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Engjaási 2, 310 Borgarnes. Sími 430-4300 - Vefsíða: www.fl.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.