Bændablaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 18
18 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 11. apríl 2000 fyrirtæki á næsta leiti Aaðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga í lok þessarar viku munu fulltrúar taka afstöðu til samnings sem gerður var milli KEA og samninganefndar mjólkurframleiðenda í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu. Ef fundurinn staðfestir samninginn verður hann lagður í atkvæðagreiðslu meðal mjólkurfram- leiðenda. Samningurinn gerir ráð fyrir að framleiðenda- samvinnufélag mjólkurframleiðenda í Eyjafirði og S-Þin- geyjarsýslu eignist allt að 34% í félagi sem yfirtekur eignir og rekstur samlaganna á Akureyri og Húsavík - gegn því að nýja fyrirtækið fái nánast alla þá mjólk sem framleidd er á svæðinu - um 26 milljón lítra - til vinnslu. Yfirlýstur tilgangur með stofnun félagsins er að tryggja mjólkurvinnslu í breyttu rekstrarumhverfi og að leitast við að skapa sátt um eignaraðild bænda á mjólkurvinnsl- unni. Þá er þarna af hálfu KEA verið að uppfylla forsend- ur í samningi um kaup á Mjólkursamlagi KÞ, en þegar KEA keypti félagið var því lýst yfir að KEA mundi tryggja þingeyskum bændum sambærileg réttindi og starfsbræðrum þeirra í Eyjafirði. Fullyrða má að þama sé verið að reyna leið sem ekki hefur þekkst áður - að fram- leiðendasamvinnufélag eigi afurðastöð í hlutafélagsformi á móti fjármagnseiganda - sem í þessu tilviki er Kaupfélag Eyfirðinga. En hvers vegna framleiðendasam- vinnufélag? Viðmælendur blaðsins sögðu að þessi tegund rekstrarforms hefði reynst afar vel í nágrannalöndum okkar í afurðarsölu bænda. Skiptar skoöanir Haukur Halldórsson, Þórsmörk á Svalbarðsströnd, var einn þeirra sem sat í samninganefnd fram- leiðenda. Hann leggur áherslu á að hér sé verið að tryggja aðkomu mjólkurframleiðenda að mjólkur- félagi við fyrirtækjavæðingu KEA. Ef áætlanir ganga eftir verður hið nýja félag til fyrir júnflok með uppgjörsdegi 1. janúar á þessu ári. Þá munu MS KEA efh. og MS KÞ efh. og Granir ehf sameinast. Framleiðendafélagið, í gegnum eign sína í Grönum, mun gera við- skiptasamninga við mjólkurfram- leiðendur um að leggja inn mjólk hjá hinu nýja félagi, en verðgildi hlutafélagins Grana felst í við- skiptasamningum við mjólkur- framleiðendur. Bændur á núver- andi svæði KEA yrðu með um 20 milljónir lítra mjólkur en Þingey- ingar um 6 milljónir. Til saman- burðar má geta að Mjólkurbú Flóamanna (MBF) er með 38 milljónir lítra. Auðvitað eru skiptar skoðanir meðal bænda um þau skref sem þama er verið að taka og hið sama má segja um starfsmenn samlag- anna tveggja. Starfsmennirnir hafa bent á að stundum vilji það gleym- ast að þekking þeirra á vinnslu mjólkur sé bændum dýrmæt. „Þetta er rétt skref,“ sagði einn viðmælenda blaðsins í bændastétt, „því enn er ekki tímabært að koma mjólkuriðnaði landsins í eitt félag. Það mun hins vegar gerast áður en mjög langt líður en nú þurfum við, bændur í Eyjafirði og í Þingeyj- arsýslu að standa saman um þenn- an samning. Sundraðir náum við engum árangri. Ef við vinnum saman þá er það forsenda þess að Skagfirðingar komi seinna með. Eins og staðan er núna er út í hött að horfa suður yfir heiðar í von um samvinnu. Við yrðum þiggjendur." Annar úr röðum bænda bar saman eiginfjárhag MS KEA og MBF og sagði ljóst að sunnlenska félagið væri mun betur á sig komið. „Reksturinn á nýja, norðlenska félaginu verður að vera mjög góður ef það á að ná árangri. Hjá okkur fara tvær til þrjár krónur á líter í fjármagnskostnað á meðan Sunnlendingarnir hafa nálægt þremur krónum í fjármagnstekjur á líter - og geta greitt þær út. Auðvitað getum við náð árangri en það gerist ekki í hvelli. En við er- um að súpa seyðið af því að hafa ekki haft okkar mál í sérstökum félögum. Bæði í Þingeyjarsýslu og í Eyjafjarðarsýslu var þetta í blönduðum félögum og í Eyjafirði var Mjólkursamlag KEA rekið sem deild í Kaupfélaginu. Sunn- lenskir bændur voru gæfusamari. Þetta er staðreynd og út frá henni ber að vinna. Allt annað eru draumórar.“ Ein mjólkursamsala fyrir allt landiö? Hvað sem öðru líður þá vilja marg- ir eyfirskir bændur sjá Samlagið, húsnæði og rekstur, sem sína sér- eign. Til eru bændur sem hafa hug- leitt þann möguleika að fara í mál til þess að skera úr um eignarrétt en aðrir hafa bent á að slíkur ferill geti tekið mörg ár og þar sem vafi leiki á að málaferli færi mönnum bættan hag sé erfitt að mæla með þeirri leið. „Það ber að skoða hags- muni mjólkurframleiðenda um allt land í þessu sambandi," sagði maður úr bændastétt. „Málaferli gætu tafið fyrir því að iðnaðurinn Haukur Halldórsson. sameinist í einu fyrirtæki." I samningum er tekið á verðlagi á mjólk til framleiðenda en þar segir að félagið skuli leitast við að kaupa mjólk á samkeppn- isfæru verði - þetta verði eins og tíðkast í viðskiptum milli óskyldra aðila. „Hér er átt við allar greiðslur til bænda, hvort sem þær eru greiddar mánaðarlega eða eftir á í formi verðuppbótar og gildir þá einu hvort þær verða til vegna reksturs eða af fjármagnstekjum. Og hafi það markmið forgang fram fyrir greiðslu arðs af hlutafé. Hér er gerð tilraun til að halda í heiðri því markmiði að skila sem bestu verði til framleiðenda. Haft hefur verið í huga það verð sem meirihluti bænda á öðrum svæðum fá í sinn hlut. Ef vel gengur gæti arðgreiðsla komið til en þá gæti framleiðendafélagið vænst þess að fá um þriðjung í sinn hlut - og deilt honum út til framleiðenda sem yf- irverð í réttu hlutfalli við innlögn þeirra, greitt hann í stofnsjóð eða notað arðinn til þess að kaupa sér aukinn hlut. „Með þessum samningi er verið að reyna að setja niður ágreiningsmál sem hefur lengi verið um eignarhald og stjómun á Samlaginu. Framan af var gott samkomulag um málefni Samlags- ins en á seinni árum hefur þetta verið sem fleinn í samstarfi bænda og KEA,“ sagði Haukur. „Þess vegna fjallar þessi samningur um eignarhald, stjórnunarfyrirkomu- lag og markmið.“ Skipting eignarhluta Hér má minnast orða Benedikts Hjaltasonar, sem allt þar til fyrir skömmu var stærsti mjólkurfram- leiðendi landsins. Benedikt er þekkt- ur fyrir allt annað en að liggja á skoðunum sínum og hann sagði um samninginn í Degi fyrir skömmu: „Eg er sáttur við þetta í heild sinni en það eru ýmis smáatriði, sem gætu staðið eitthvað í manni, eins og t.d. hvemig verðið er fundið og hvemig við bændur megum kaupa restina. Það er söluskylda hjá Kaupfélaginu ef við viljum kaupa meirihlutann í fyrirtækinu en ég hef ekki séð útfærsluna á því hvemig á að meta fyrirtækið ef til kaupa kemur. Það er miklu sterkara bæði fyrir okkur bændur og eins fyrirtækið að mjólkursamlögin á Akureyri og Húsavík skuli vera sameinuð undir einum hatti en ég á von á að verkefni Samlagsins á Húsavík verði mun sérhæfðari í framtíðinni." En um hvað er íjallað í þeim samningi sem nú liggur fyrir? Hér að framan er búið að stikla á nokkrum aðalatriðum en skipting eignarhluta skiptir sannarlega máli. Gert er ráð fyrir að KEA eigi 66% hlutaíjár en framleiðendafélagið með eign sinni á Grönum efh. 34%. Þessi skipta- hlutföll byggja á því að Granir ehf. skili fyrir lok ágústmánaðar nk. skuldbindandi viðskiptasamningum við bændur yfir innlögn á mjólk til næstu 5 ára sem nemur 99% af sam- anlögðu greiðslumarki á sam- lagssvæðunum. Marteinn Sigurösson á Kvíabóli sagði að samningurinn sem nú liggur fyrir væri líklcga „það skársta sem hægt var að fá út úr þeirri stöðu sem upp var komin“ og hann bætti því við að ef bændur ætluðu að ná einhverju fram yrðu þeir að standa saman sem einn maður. „Ég hef ekki trú á að aðrir hefðu náð hagkvæmari samningi. Ég tel að það sé skárra að fá þarna 34% hlut í stað þess að fá ekki neitt. Ef við vild- um í framtíðinni kaupa allt - væri þá ekki betra að vera búin að fá þessi 34%?“ Truusti Þórisson, Hofsá, sagðist eiga erfitt með að sjá að nýtt mjólkurfyrirtæki gæti greitt bænduin fyrir mjólkina eins og t.d. MBF en sagði svo: „Ég er þeirrar skoðunar að sjálfsagt sé best fyrir bændur á svæðinu að sameinast um þetta og vona að það gangi. Ég sé ckki að við séum þess umkomnir að umturna öllu og standa svo með pálmann í höndunum.“ Trausti sagði að staðan hefði verið öðruvísi ef menn hefðu borið gæfu til að taka á þessum málum þegar tækifæri gafst fyrir tveimur áratugum eða svo. Haukur Steindórsson, Þríhyrningi, sagðist telja snmninginn sáttaleið milli sjónarmiða sem hafa verið uppi hjá ýmsum bændum sem hafa talið að samlagið ætti að vera eign þeirra og þeirra þéttbýlinga sem hafa talið að þarna sé verið að taka hluta úr KEA og aflienda bændum. „Miðað við kynningu á samningum eru sterkar líkur á að bændur hér fái svipuð kjör og bændur annarsstaðar. Með samningum er bændum líka tryggður aðgangur að stjórnun fyr- irtækisins.“ Sveinbjörn Sigurðsson, Búvöllum, minnti á að fyrir nokkrum árum hefðu fulltrúar allra samlaga á Norðurlandi komið saman og rætt þann mögulcika að stofna sameiginlegt fyrirtæki sem teygði anga sína allt austur á Egilsstaði. „Fljótlega kom í Ijós að þetta mundi ekki ganga upp. Þá taldi ég og tel enn að við ættum að stofna eina mjólkursamsölu sem næði til alls landsins. Það værí eina svarið sem við ættum til þess að draga úr vinnslu- kostnaði og öðru. Gagnrök voru þau að þetta mundi ýta undir innflutning þar sem skorti samkeppni. Bara á síðustu vikum hefur innflutningur mjólkurvara stórau- kist. Við stoppum ekki innflutninginn. Eina svarið sem við eigum er ein mjólkursam- sala fyrir allt landið“. Sveinbjörn sagðist óttast að nýja félagið gæti ekki greitt bændum sambærilegt verð fyrir mjólkina og bændur sunnan heiða fá. „Ég heyri það á æ fleirum að þeir muni ckki sætta sig við þcnnan samning nema þeir fái það sama (og bændur á svæði MS - innsk. Bbl.).“ Leifur Guðinundsson, Klauf, sagðist ekki telja samninginn „mjög aðlaðandi og þá fyrst og fremst fyrir þá sök að skuld- setning nýs félags verður mjög mikil.“ Leif- ur sagði einnig að hann teldi að bændur yrðu að standa saman - annað hvort um að hafna samkomulaginu eða samþykkja það. En verði samningurinn samþykktur „þá fá menn þarna nokkra hlutdeild og geta kannski haft hönd í bagga með stjórnun fyrirtæksins. Við höfum staðið vel og fengið sama verð og aðrir framleiðendur á landinu. Nú bíðum við spenntir eftir því hvort Kaupfélag Eyfirðinga ætlar að borga þrjár krónur eins og þeir fyrir sunnan,“ sagði Leifur og bætti því við að slík greiðsla næstu daga gæti haft áhrif á afstöðu margra til samningsins. Atli Friðbjörnsson, Hóli, sagði að ef öll mjólk á svæðinu skilaði sér í Samlagið ætti eignarprósentan að taka mið af því - ekki hve margir skrifuðu undir. „Mér fínnast

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.