Bændablaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 16. maí 2000 ISSN 1025-5621 9. tölublað 6. árgangur Vatnsmál á bæjum víða í ólestri: Vatn ðvíOun- andi á allt að helmingi bæja Vatnið sem bændur hafa aðgang að er ekki alltaf eins hreint og menn vilja vera láta. í erindi sem Halldór Runólfsson yf- irdýralæknir hélt á námsstefnu uin smitsjúkdóma kom fram að vatn gæti verið í ólagi á allt að helmingi bæja hér á landi. Halldór segir þetta hafa komið í ljós þegar þessi mál voru könnuð víða um land. Þetta hefur þó ekki verið kannað sérstaklega á Suður- landi. „Það er einkum á einka- vatnsbólum þar sem vatnsmál eru í ólagi. Hins vegar eru stærri vatnsból yfirleitt í lagi,“ segir Halldór. Hann telur að það vanti sérstakan vatnsráðunaut sem veitti bændum ráðgjöf við frágang á vatnsbólum og vatnslögnum. Búnaðarfélag Islands var með slíkan mann á sínum snærum fyrir nokkrum árum í fullu starfi en það starfshlutfall hefur nú verið minnkað. „Við ætlum að kanna þennan þátt nánar og vekja athygli á þessu þannig að það vatn sem er verið að nota sé í lagi,“ segir hann. Yfirleitt mengast vatnið af saurgerlum úr dýrum sem berast í vatnsbólin með yfirborðsvatni þegar ekki hefur verið nægilega vel gengið frá þeim. „Þetta er vandamál þegar menn setja upp einkaveitur fyrir hvem bæ en þetta gerist ekki í stórum veitum með borholum. Það er í raun nauðsyn- legt að gera þjóðarátak í þessum málum, gera könnun á þessu og hjálpa mönnum að laga það sem þarf að laga.“ Samkeppni um bestu sumarmyndina Dragið upp myndavélarnar því Bændablaðið efnir til samkeppni um bestu sumarmyndina. Eina skilyrðið er að myndin sé tekin í sumar í úti í sveit. Vinsamlega sendið myndirnar til blaðsins eigi síðar en 10. ágúst. Glæsileg verðlaun. Nánar í næsta blaði. Starfsmenn og eigendur Norðan2. F.v. Þröstur Pálmason og Sverrir Árnason. Þeir halda á líkani af sýningarbás Bændasamtakanna. Básinn verður engin smásmíði eða um 100 fermetrar. Undirbúningur BU-2000 í fullum gangi: Bændasamtðkin með glæstan bás í anddyri Laugardalshallar Undanfarnar vikur og mánuði hefur staðið yfir undirbúning- ur að uppsetningu á bás Bændasamtaka Islands á landbúnaðarsýningunni BIJ- 2000, sem haldin verður í Laugardalshöll 6.-9. júlí næst- komandi. Bás BÍ verður í and- dyri hallarinnar og mun blasa við sýningargestum þegar þeir ganga inn á svæðið. Þun- gamiðjan í vinnslu bássins fer fram á Akureyri og er lögð rík áhersla á að sýningargestir fái í básnum innsýn í nútímalegan og tæknivæddan íslenskan landbúnað. Almannatengslafyrirtækið Áform ehf. á Akureyri hefur yf- irumsjón með vinnslu bássins og vinnur að verkefninu í nánum tengslum við Upplýsingaþjón- ustu landbúnaðarins. Að verk- efninu koma einnig fyrirtækin Traustmynd á Akureyri, prent- og auglýsingasfyrirtækið Norð- an2 á Akureyri og fleiri. „Eins og fjarskiptatækni háttar í dag þá skiptir það í raun engu máli hvar verkefnin eru unnin á landinu. Þess vegna er allt eins hægt að vinna stórt verkefni af þessu tagi úti á landi þó sýningin sjálf verði í Reykj- avík þegar Jiar að kemur,“ segir Jóhann Olafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Áforma ehf. á Akureyri. „Sú megináhersla sem við ætlum okkur að koma á framfæri í bás Bændasamtakanna er hversu landbúnaðurinn er víð- feðm atvinnugrein og fjölþætt og hefur snertifleti víða í þjóðfélag- inu. Skautfjöður íslenskra landbúnaðarafurða er að þær eru sprottnar úr hreinni og ómeng- aðri íslenskri náttúru og strax á frumvinnslustiginu, þ.e. heima í sveitunum, er lagður grunnur að því að neytandinn fái í hendur hollar afurðir. Ég held að íslenskir neytendur séu með- vitaðir um gæði íslenskra landbúnaðarafurða og hafi mikið traust á hollustuímynd þeirra en sýning af þessu tagi er einmitt kjörinn vettvangur til að draga upp heildarmynd af því hvernig gæðavörur verða til í íslenskum landbúnaði og það astlum við að gera,“ segir Jóhann Ólafur. Hann segir að í básnum verði framsetning kynningarefnis bæði í gegnum tölvur og risa- vaxinn sjónvarpsskjá. „Við velj- um þannig að kynna land- búnaðinn með þeirri nútíma- tækni sem fólk hrærist í á hverj- um degi. Auk heldur munum við kynna notkun tölvuforrita í dag- legum störfum til sveita, vef Bændasamtakanna og fleira. Starfsemi Bændasamtakanna verður kynnt, sem og land- búnaðarráðuneytis og fleiri aðila sem tengjast málefnum land- búnaðarins. Þá munu fulltrúar frá nokkrum af minni aðild- arfélögum BI kynna sína starf- semi í básnum, þannig að fjöl- breytnin verður í fyrirrúmi hjá okkur," segir Jóhann Ólafur Halldórsson hjá almannatengsla- fyrirtækinu Áformum á Akur- eyri. RekstrarrðQgjöl fyrir bændur á vegum búnafiarsambandanna í samningj um verkefni og fjár- framlög samkvæmt búnaðar- lagasamningi er ákvæði um framlög til sérstaks átaks í mark- miðatengdri áætlanagerð í bú- rekstri. Fjármunirnir skulu renna til búnaðarsambandanna og greiðast út á samningsbundn- ar áætlanir sem uppfylla lág- markskröfur sem Fagráð í hag- fræði hefur skilgreint. Á vegum Bændasamtakanna hefur verið unnið að því að þróa hjálpartæki til áætlanagerðarinnar og er brýnustu áföngum í þeim efn- um nú náð. Þessa dagana eru búnaðarsam- böndin að undirbúa og skipuleggja hvemig þau munu standa að fram- kvæmd á þessu verkefni. Sum hafa þegar kynnt það og óskað eftir að bændur skrái sig til þátttöku en önnur eru í þann mund að gera það. Markmiðin með þessu samn- ingsbundna verkefni eru skýr: - að stuðla að bœttum búrekstrí og aukinni arðsemi rekstrarins - að þróa ráðgjafarþjónustu í ríkari mœli yfir í markmiðatengd verkefni - að stuðla að forgangsröðun á verkefnum í búnaðarráðgjöf Gmnnþáttur verkefnisins bygg- ir á því, - að bóndinn og búnaðar- sambandið (ábyrgðaraðili úr hópi ráðunauta) gera 3ja til 5 ára samn- ing um alhliða áætlanagerð í bú- rekstrinum, bæði að því er varðar greiningu á stöðu rekstrarins, rekstraráætlun og áætlun um fram- kvæmdir, ljárfestingar og fjár- mögnun. Til viðbótar er ætlast til að gerðar verði áætlanir á öðmm svið- um búrekstrarins s. s. um jarð- vinnslu, ræktun, áburðamotkun, fóðuröflun, fóðmn og fleiri þætti, eftir því hvaða markmiðum samn- ingurinn kveður á um að ná skuli á hverjum tíma. Til þessa verkefnis verður varið 10 mkr á ámnum 2000 og 2001, 15 mkr á árinu 2002 og 20 mkr á árinu 2003. Hér er ekki beinlínis um nýjung í ráðgjafarstarfi að ræða. Frekar má líta á þetta verkefni sem mikilvægt skref í að þróa ráðgjafaþjónustu í landbúnaði í skilvirkari og ákveðnari farveg. Reikna má með að í byijun taki nokkum tíma að koma festu á framkvæmd verkefn- isins og búnaðarsamböndin em ugglaust misjafnlega vel í stakk bú- in að koma því á fullt skrið. Aðalatriði þessa mikilvæga verkefnis er að vanda eftir föngum undirbúning og framkvæmd, þann- ig að það nýtist bóndanum til betri búrekstrar og meiri árangurs í hans starfi. Búnaðarsamböndin á hverju svæði veita nánari upplýsingar um verkefnið.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.