Bændablaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 16. maí 2000 Útgefandi: Bændasamtök íslands Bændahöli við Hagatorg, 127 Reykjavík Síml: 563 0300 Fax á aðalskrifstofu BÍ: 562 3058 Fax hjá Bændablaðinu: 552 3855 Kennitala: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Beinn sími ritstjóra: 563 0375 GSM sími: 893 6741 Heimasími ritstjóra: 564 1717 Netfang: bbl@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 Blaðamaður: Hallgrímur Indriðason. Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fóru 6.519 eintök í dreifingu hjá íslandspósti hinn 15. febrúar sl. Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 3.800 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.800. Umbrot: Prentsnið Prentun: ísafoldarprentsmiðja Nr. 113 ISSN 1025-5621 Banthhlakð ESB aðild Síðustu dagana hefur verið nokkur umræða meðal ráðamanna þjóðarinnar um aðild íslands að ESB. Tilefnið er nýútkomin skýrsla um málið. Utanríkisráðherra sagði í umræðum um málið á Alþingi: „Við eigum samleið um flest sem máli skiptir". Það er Ijóst að nokkur munur er á skoðunum stjórnmálamanna í þessu máli. Hvað sem líður þeim umræðum, þá er Ijóst að innan ekki langs tíma verða íslendingar látnir taka afstöðu í því. Einn kafli áðurnefndar skýrslu fjallar um íslenskan landbúnað. Það er ekki úr vegi að huga þar að nokkrum atriðum Við upphaf Evrópusamstarfsins, sem grund- vallaðist á Rómarsáttmálanum, voru landbúnaðarmálin einn af meginþáttum þess. Landbúnaður naut þar mikils stuðnings og meira en helmingur af útgjöldum þess var variö til landbúnaðar. Landbúnaður hafði all- nokkra sérstöðu gagnvart öðrum atvinnu- greinum. Sérstaðan var og er fólgin í mikilli vernd, þar sem stuðlað er að því að hafa áhrif á verð og framboð með miðstýrðum aðgerðum, ásamt takmörkunum á innflutn- ingi og álagningu tolla. Árið 1992 var gerð róttæk breyting á landbúnaðarstefnu ESB og síðan aftur 1999. Þrátt fyrir þessar breytingar eru enn miklir styrkir og niðurgreiðslur innan ESB og verndarstefnan er enn við lýði og birtist á mörgum sviðum í óbeinum innflutn- ingshömlum. Þetta mættu þeir hafa í huga sem gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir að styðja og styrkja landbúnað hér á landi. Það er nauðsynlegt fyrir okkur bændur að gera okkur grein fyrir því hvaða áhrif aðild íslands að ESB hefði á atvinnugrein okkar. Styrkjaflóran til landbúnaðar hjá ESB er mjög fjölbreytt og erfitt að meta að fullu hvað okkur myndi nýtast. Hér er ekki rúm til að fara yfir allan þann lista. Telja verður þó líklegt að íslenskur landbúnaður mundi heyra undir harðbýl svæði (LFA-greiðslur). Þessir styrkir geta orðið þónokkrir, en færu að sjálfsögðu eftir niðurstöðum samninga okkar við ESB. Hvernig er svo líklegt að einstakar búgreinar standi ef ísland gengi í ESB, samkvæmt áðurnefndri skýrslu? Sauðfjárbændur myndu sennilega halda svipuðum opinberum stuðningi, jafnvel heldur meiri. Nautgrip- abændur gætu haldið svipuðum stuðningi til mjólkurframleiðslu en talið er að tekjur af nautakjötsframleiðslu myndu lækka veru- lega. Svína-, kjúklinga- og eggjabændur stæðu berskjaldaðir gagnvart samkeppni frá ESB og líkur á að sú framleiðsla legðist að mestu eða öllu leyti niður hér. Um bændur í græna geiranum er nokkur óvissa, en leidd- ar eru að því líkur að allmiklir erfiðleikar yrðu hjá þeim. Fyrir liggur að landbúnaður í Svíþjóð og Finnlandi hefur átt við mikla erfiðleika að glíma eftir inngöngu þessara landa í ESB. Því er hæpið að telja að það yrði nokkuð betra hér á landi. Þó að t.d. sauðfjárrækt hér á land nyti svipaðra styrkja og nú, kæmi til aðildar, þá er Ijóst að samkeppni frá öðrum kjöttegundum ykist verulega með auknum innflutningi og sennilega með lægra verði, a.m.k. á meðan innflutningur væri að útrýma innlendri framleiðslu. Nokkuð er öruggt að innlend- ur matvælaiðnaður ætti undir högg að sækja gagnvart frjálsum innflutningi. Þegar fjallað er um þessi mál er einnig rétt að hafa í huga að með stækkun ESB til austurs þá koma inn mjög góð svæði til landbúnaðarframleiðslu, þar sem launakjör eru lægri en í Vestur-Evrópu. Þar gæti því orðið umtalsverð framleiðsluaukning á næstu árum. Flestar þjóðir vilja vera sjálfbjarga um eigin matvælaöflun og eru ESB þjóðirnar þar eng- in undantekning nema síður sé. Reyndar er það nú svo að þær þjóðir, sem kynnst hafa hörmungum stríðsátaka, vita hve matvæli eru mikil nauðsyn, það kann að skýra að nokkru hvað ESB hefur styrkt landbúnað sinn mikið og hve þær þjóðir hafa haldið uppi miklum birgðum af matvælum. Þegar það er skoðaö sem í skýrslunni kemur fram og nokkuð reynt að geta í eyðurnar og jafnframt metið það sem gerst hefur m.a í Finnlandi, þá er það niðurstaða undirritaðs að náðarfaðmur ESB verði íslenskum landbúnaði erfiður ef ekki dauðadómur. íslenskur landbúnaður á því ekki samleið með ESB eins og nú er háttað. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri lilýr skóli á gömlum meifli I: Ný löggjöf um búnaðarfrœðslu Þann 1. júlí s.l. tóku gildi ný lög um búnaðarfræðslu nr. 57/1999 og leystu af hólmi búfræðslulögin frá 1978. Með þessum nýju lögum er formlega stofnaður Landbúnaðar- háskóli á Hvanneyri sem tekur við verkefnum búvísindadeildarinnar og skal áfram hafa á sinni hendi al- menna búfræðimenntun fyrir verðandi bændur. Sú ákvörðun að stofna formlega til Landbúnaðar- háskóla í stað þess að viðhalda hinu fyrra skipulagi sýnir ótvírætt þann metnað sem löggjafinn vill marka um menntun í landbúnaði og eflingu hans í framtíðinni. Margir sjá landbúnað aðeins fyrir sér sem atvinnuveg þar sem færri og færri hendur sífellt tækni- væddari atvinnuvegar fullnægja þörf okkar fyrir matvæli. Frum- framleiðsla matvæla er aðeins hluti landbúnaðar framtíðarinnar. Land- búnaður er miklu víðtækari starf- semi og spannar í raun allt ferlið frá mold til matar og í mörgu tilliti einnig ferilinn frá mat til moldar. Landbúnaður er hverskonar bú- skapur þar sem landið er nýtt sem auðlind. Landbúnaður er einnig varðveisla og vemdun landkosta því fagþekking á sviði landbúnað- ar er nauðsynleg svo unnt sé að skila landinu til komandi kynslóða í jafn góðu eða betra ástandi en tekið er við því. Þessi skilningur kemur ótvírætt í markmiðsgrein nýrra búfræðslu- laga. Þar segir í 3. gr. lagana m.a.: „Með búnaðarfræðslu er átt við skipulegt nám og kennslu, rann- sóknir, fræðslu og aðra leiðsögn er lýtur að vörslu, meðferð, ræktun og nytjun lands, annarra jarðar- gæða og búfjár til framleiðslu mat- væla og hráefna til iðnaðarfram- leiðslu eða annarrar verðmæta- sköpunar og markaðssetningu þeirra afurða, svo og verndun lands og endurheimt landkosta." Um markmið laganna segir svo: „Markmið búnaðarfræðslu er að veita fræðslu, hagnýta starfs- menntun og háskólamenntun studda rannsóknum fyrir sam- keppnishæfan og íjölþættan land- búnað sem byggist á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda landsins svo og endurmenntun á þeim svið- um sem lögin taka til.“ II: Nýjar áherslur. í því skyni tryggja sem skilvirkast- an framgang þeirra markmiða sem fram koma í nýjum lögum um búnaðarfræðslu hefur verið mörkuð heildarstefna um þau fag- legu áhersluatriði sem Landbúnað- arháskólinn á Hvanneyri vinnur eftir á sviði kennslu og í vali rann- sókna- og þróunarverkefna á næstu misserum. Þau skulu vera: 1. Efling búrekstrar og stjómunar með áherslu á auðlindahagfræði og vistbókhald jafnhliða hefð- bundnum búrekstrarfræðum. 2. Umsjá og ræktun landsins bæði innan túns og utan: Ræktun til jarðvegsvemdar og aukins fjöl- breytileika gróðurlendis, ræktun fóðurs og iðnhráefnis svo og hvers konar ræktun til þess að bæta vist þjóðarinnar í landinu. 3. Skipuleg nýting lands til marg- víslegra þarfa, þar sem jöfnum höndum sé gætt gæða landsins og menningarminja, landslags og framtíðarhagsmuna ýmissa landnotenda. Með þessum megináherslum teljum við okkur geta best tekist á við það hlutverk okkar að vera at- vinnuvegatengdur háskóli sem þarf að taka mið af þeim vanda- málum sem atvinnuvegurinn er að glíma við hvetju sinni en jafnframt vera virkur í því að móta hinn nýja tíma þar sem sambýli þéttbýlis og dreifbýlis og umhverfismálin verða æ meira áberandi í um- ræðunni um nýtingu landkosta. Fagþekking á sviði landbúnaðar og umhverfis verður nauðsynleg þeim sem eiga að tryggja fagleg vinnu- brögð í þessum efnum. Hér höfum við því sérstökum skyldum að gegna. III: Nýtt skipulag. Með gildistöku nýrra búfræðslu- laga breyttist allt stjómskipulag skólans. Háskólaráð sem skipað er sjö fulltrúum er nú æðsti ákvörðunaraðili innan háskólans, markar stefnu, m.a. í kennslu og rannsóknum, mótar skipulag hans og samþykkir starfs- og rekstrar- áætianir. í háskólaráði sitja full- trúar kennara og nemenda, fulltrúi Bændasamtaka íslands, fulltrúi landbúnaðarráðuneytis og fulltrúi menntamálaráðuneytis. Rektor skólans er yfirmaður stjómsýslu háskólans og stýrir daglegum rekstri hans og situr jafnframt í há- skólaráði. í tengslum við þessa breytingu hefur verið samþykkt nýtt skipurit fyrir skólann og starfseminni skipt upp í kennslu og rannsóknir annarsvegar og rekstur stoðdeilda hinsvegar. Rekstarstjóri stýrir í umboði rektors stoðdeildum og annast fjárreiður háskólans. A sama hátt em skipaðir millistjóm- endur yfir kennslu og rannsóknir. Kennslustjóri fer með daglega stjóm allrar kennslu við háskólann bæði er tekur til bóklegrar og verk- legrar kennslu og rannsóknarstjóri hefur í umboði rektors umsjón með skipulagningu rannsókna og þróunarstarfs á vegum háskólans. Meginhluti hins faglega starfs fer svo fram í ljómm fagdeildum: Jarðræktar- og landnýtingardeild, Búfjárdeild, Bútækni- og rekstrar- deild og Umhverfis- og skipulags- deiid sem annast munu skipulag rannsókna og kennslu á viðkom- andi fagsviði. IV: Lokaorð. Nú á vordögum emm við að kynna þessar nýju áherslur okkar m.a. með nýrri kennsluskrá sem tekur til bæði starfsmenntunar og háskólanáms við skólann sem og til skipulags námsins og gerir grein fyrir einstökum námsbrautum. Með þeirri skipan sem mörkuð er í nýjum lögum um búnaðar- fræðslu er það skýr vilji að mennt- un á sviði landbúnaðar sé skip- ulögð sem ein heild. Það á að vera hlutverk Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri að vera í forystu fyrir uppbyggingu þessarar heildar á sviði menntunar landbúnaðarins og efla þannig fag-og fræði- mennsku um allt er lítur að því að efla íslenskan landbúnað. Magnús B. Jónsson, rektor Landbúnaðarháskólans á HvanneyrL jr ann 1. júlí s.l. tóku gildi ný lög um Ij búnaðarfrœðslu nr. 57/1999 og A. leystu afhólmi búfrœðslulögin frá 1978. Með þessum nýju lögum erform- lega stofnaður Landbúnaðarháskóli á Hvanneyri sem tekur við verkefnum búvísindadeildarinnar og skal áfram hafa á sinni hendi almenna búfrœðim- enntun fyrir verðandi bœndur. Sú ákvörðun að stofna formlega til Landbúnaðarháskóla í stað þess að viðhalda hinu fyrra skipulagi sýnir ótvírœtt þann metnað sem löggjafinn vill marka um menntun í landbúnaði og eflingu hans íframtíðinni.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.