Bændablaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 16. maí 2000 ðHvanneyri -lagmenntun og háskólamenntun í landinaði- I. Inngangur. Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri starfar á tveim skólastigum. Þannig veitir skólinn bæði starfs- menntun á framhaldsskólastigi og háskólamenntun í landbúnaði og tengdum greinum. Þessi sérstaða gerir það að verkum að umhverfi starfsmenntunar í landbúnaði og háskólamenntunar eru tvinnuð saman í eina heild sem gagnast báðum námsstigunum. Nemendur í almennu búfræðinámi fá nána tilfinningu fyrir því námi sem væntanlegir leiðbeinendur þeirra stunda og á sama hátt verða háskólanemend- urnir betur meðvitaðir en ella um þann raunveruleika sem býður þeirra að námi loknu. Nú er verið að kynna nýja kennsluskrá skólans og verður hér á eftir stuttlega gerð grein námsframboði skólans á komandi skólaári. II. Almennt búfrœðinám- Bœndadeild. Skólinn býður þeim sem óska eftir fagmenntun í landbúnaði upp fjöl- breytta starfsmenntun með áherslu á nautgriparækt og sauðfjárrækt, auk margra valgreina s.s. hross- arækt, landbætur í úthaga, skóg- rækt, búsmíði ofl. Til þess að ger- ast nemandi í Bændadeild, en svo nefnist starfsmenntabraut skólans, þarf viðkomandi að vera 18 ára og hafa nokkra starfsþjálfun við landbúnaðarstörf. Þá þurfa nem- endur að hafa lokið almennum Reglugerð um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunar- efnissambanda: Útieimilt að losa búfjánábupó í yfirborOsvatn Umhverfisráðuneytið hefur geflð út nýja reglugerð um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissam- banda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri. Gildir hún m.a. um notkun áburðar í landbúnaði og köfnunarefn- issambanda í öðrum atvinnu- rekstri. Helstu nýmæli í þessari reglugerð er að losun búfjár- áburðar í yfirborðsvatn er nú óheimil. Lögð er áhersla á að taka mið af starfsreglum um góða búskaparhætti, hvort sem um er að ræða geymslu eða dreifingu áburðarins. Vandaðar og þéttar hauggeymslur eiga að vera við gripahús og þarf stærð hauggeymslunnar að miða við að hægt sé að nýta hauginn sem áburð á skynsamlegan hátt þeg- ar jörðin getur tekið við hon- um. I reglugerðinni er einnig kveðið á um að í starfsleyfi fyr- ir starfsleyfisskylda búfjár- framleiðslu eigi að vera ákvæði um söfnun, geymslu og dreif- ingu búfjáráburðar sem taki mið af starfsreglum um góða búskaparhætti. undirbúningi í framhaldsskóla sem nemur 36 einingum áður en námið hefst á Hvanneyri og er nánar skil- greint í kennsluskrá hvaða eining- um þarf að ljúka. Námstími búnaðamámsins eru fjórar annir, þrjár á Hvanneyri og ein í námsdvöl undir handleiðslu bónda á sérstökum kennslubúum sem skólinn semur sérstaklega við. Það er vert að nefna að búfræðinámið, sem er sambland af bóklegum og verklegum greinum, er í lifandi og nánum tengslum við atvinnuveginn. Það er því traustur undirbúningur undir búskap og góður undirbúningur fyrir háskóla- nám í búvísindum. Auk staðbund- ins náms er boðið upp á starfs- menntanám í fjarkennslu sem miðast við þarfir starfandi bænda. Slíkt nám er skipulagt einstak- lingsbundið fyrir hvem nemanda. Námið í Bændadeild er lánshæft samkvæmt lánareglum LIN. III. Háskólanám í búvísindum Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri býður nám á þremur brautum á háskólastigi. Inntökuskilyrði em þau að nemendur hafi lokið stúdentsprófi eða öðru framhalds- skólaprófi, sem háskólaráð telur jafngilt og mælir með. Nemendur annara háskóla geta einnig tekið hluta af námi sínu við Land- búnaðárháskólann. Þá geta nem- endur sem lokið hafa búfræðiprófi frá Hvanneyri eða Hólum og garðyrkjufræðingsprófi frá Reykj- um fengið metna námsáfanga á fyrstu námsönn að hámarki 14 ein- ingar. Allar námsbrautir skólans hefj- ast með sérstöku starfsnámi þar sem nemendur kynnast af eigin raun þeim atvinnuvegi sem njóta á þjónunstu þeirra að námi loknu og því umhverfi sem síðar verður starfsvettvangur þeirra. Þá era á fyrstu námsönn sérstakir áfangar þar sem fjallað er um nokkur grundvallaratriði er snerta hvert hinna þriggja námssviða. Námið við Landbúnaðarháskólann tekur að lágmarki þijú ár. Að því loknu útskrifast nemendur með B.Sc.- próf (90 einingar) í búvísindum. Að þessu námi loknu eiga nem- endur kost á að bæta við sig 30 eininga sémámi og rannsókna- þjálfun og útskrifast að því loknu með kandidatspróf í búvísindum (120 einingar). Á komandi hausti verður boðið upp á eftirfarandi námsbrautir í háskólanáminu á Hvanneyri. 111.1 Háskólanám íbúfrœði Fjallað er um auðlindir með áherslu á líffræði, jarðvegsfræði, efnafræði o.fl. Veilt er innsýn í tækni er lítur að nýtingu auðlind- anna, s.s. vinnuaðferðir, vinnuum- hverfi, vélar og verkfæri. Fjallað er um efnahagslegar forsendur auðlindanýtingar frá sjónarmiði búrekstrar, almennings og samfélagsins í heild. Námið tekur mið af þörfum þeirra er starfa vilja við búskap, leiðbeiningar, rannsóknir og/eða kennslu í búfræðum og veitir góðan grunn til framhaldsnáms í búfræðum. Náminu lýkur með B.Sc.-90 gráðu eftir 3 ár eða kandidatsgráðu (120 einingar) eftir 4 ár. III.2 Háskólanám í landnýtingu Skipulag landnýtingar í dreifbýli, með áherslu á aðferðir við nýtingu og umhirðu úthaga. Kennslan byggir á vistfræði og öðram und- irstöðugreinum náttúrafræða, skipulagsfræðum, hagfræði og tækni. Náminu er ætlað að veita undirstöðu fyrir sérhæfingu á sviðum úthagafræða, landvörslu, landgræðslu og skógræktar og veitir góðan grann til fram- haldsnáms á sviði landnýtingar og skógræktar. Náminu lýkur með B.Sc.-90 gráðu eftir 3 ár eða kand- idatsgráðu (120 einingar) eftir 4 ár. III.3 Háskólanám í umhverfis- skipulagi I námi í umhverfisskipulagi er tek- in fyrir náttúra landsins og félags- legar aðstæður og miðað að því að nemendur geti þróað og mótað búsetulandslag út frá fagurfræðil- egum og öðram umhverfistengd- um sjónarmiðum. Nám í umhverf- isskipulagi er byggt upp þannig að ákveðnum áföngum er lokið á Hvanneyri með möguleika á beinu framhaldi við háskóla á Norðu- rlöndum. Náminu lýkur með B.Sc.-90 gráðu eftir 3 ár eða kand- idatsgráðu (120 einingar) eftir 4 ár. IV. Framhaldsnám að loknu háskólanámi á Hvaniteyri. Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri hefur náin fagleg tengsl við norrænar systurstofnanir sínar og rekur ásamt þeim Norræna dýralækna- og landbúnaðarháskól- ann - NOVA sem er samræmingar- og samstarfsvettvangur háskól- anna. Nemendur með íslenska B.Sc. gráðu í búvísindum geta gengið beint inn í mastersnám í mörgum greinum við þessa háskóla. Þeir nemendur sem hyggja á framhaldsnám að loknu B.Sc námi á Hvanneyri geta bæði hafið slíkt nám að loknum 90 ein- ingum á Hvanneyri og að loknu kandidatsprófi. Einstaka náms- brautir gera sérstakar kröfur um undirbúning og sem dæmi má nefna að aðeins nemendur sem lokið hafa B.Sc.-90 í Umhverfis- skipulagi geta þannig á grandvelli NOVA samkomulagsins lokið mastersnámi í landslagsarkitektur. Nemendur á fjórða ári B.Sc. námsins á Hvanneyri geta tekið aðra námsönnina við einhvem af þessum skólum, til að auka sérþekkinu sína á þeim sviðum sem ekki er grandvöllur til að bjóða vegna takmarkaðrar þátttöku eða skorts á sérfræðiþekkingu hérlendis. Einnig er Landbúnaðarháskól- inn í samstarfi við menntastofnanir vestanhafs og má þar nefna Agric- ultural College of Nova Scotia og University of Prince Edward Island í Kanada svo og Guelph University og hafa nemendur frá Hvanneyri stundað framhaldsnám þar. V. Lokaorð Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri býður upp á mjög góðar aðstæður til náins. Samband kenn- ara og nemenda er mjög náið. Auðvelt er að nálgast allar upp- lýsingar um námið og fyrirkomu- lag kennslunnar. Bókasafn skólans er samtcngt helstu bókasöfnum hérlendis og einnig í góðu sam- bandi við bókasöfn þeirra skóla sem við eigum nánust samskipti við. Félagslegar aðstæður nem- enda eru fyllilega sambærilegar því besta sem gerist hér á landi. Flestir nemendur geta komist í húsnæði á vegum skólans og aðstaða fyrir fjölskyldur er með ágætum. Innritun nemenda stendur nú yfir og öllum nánari upplýsingum er hægt að afla með sambandi við skrifstofu skólans í síma 437-0000 eða með því að hafa samband bréflega. Umsóknafrestur um háskólanámið er til 15. júní og fyr- ir bændadeild til 30. júní. Magnús B. Jónsson Rektor Búnaðarliáskólans á Hvanneyri SUMARTILBOÐ Á BÚVÉLA- OG VINNUVÉLADEKKJUM FRAMDEKK verðdæmi: 10.00x16 10 pr 11.00X16 10 pr fullt verð 16.561 18.078 tilboð 12.421, ,- 14.462, - án vsk 9.976,- 11.616, fleiri dæmi: fullt verö tilboð án vsk fleiri dæmi: fullt verð tilboð án vsk 12,4-11X24 23.106,- 18.485,- 14.847,- 350X6 3rib 2.121,- 1.485,- 1.193,- 13.6R24 33.575,- 26.860,- 21.574,- 22-8-10C828 6.919,- 5.535,- 4.446,- 18,4x26 64.421,- 51.537,- 41.395,- 24-09-11C828 8.667,- 6.934,- 5.569,- 16,9-14X34 43.421,- 34.737,- 27.901,- 11,5-80X15,3 10PR 13.250,- 10.600,- 8.514,- 480/70R38 79.278,- 59.458,- 47.757,- 13-75X16 10PR 17.840,- 14.272,- 11.463,- 350X6 T510 1.235,- 865,- 694,- . *- w * M JEPPADEKK - FÓLKSBÍLADEKK -GOTT VERÐ oLLnm AKUREYRI, S. 462 3002 FELLABÆ, S. 471 1179

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.