Bændablaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 11
Þríðjudagur 16. rnai' 2000 BÆNDABLAÐIÐ 11 Þingsályktunartillaga: AOIfigunar- stufiningur við lífrænan landbúnað Þuríður Backman, Jón Bjarna- son og Kolbrún Halldórsdóttir alþingismenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um aðlögunarstuðning við líf- rænan Iandbúnað. Þar er skor- að á ríkisstjórnina að beita sér fyrir aðgerðum til að veita bændum sérstakan aðlögunar- stuðning við lífrænan land- búnað sem er sambærilegur við þann sem veittur er annars staðar á Norðurlöndum. I greinargerðinni er rifjuð upp þingsályktun sem samþykkt var fyrir tæpum tveimur árum þar sem skorað var á ríkisstjómina að undirbúa viðeigandi breytingar á landbúnaðarlögum til þess að unnt væri að veita bændum stuðning við aðlögun að lífrænum búskaparháttum. Árangurinn var m.a. að í samningi milli Bændasamtakanna og ríkisins um verkefni samkvæmt búnaðarlög- um sé heimilað að veita stuðning til lífrænnar ræktunnar 1999-2003 sem svarar 25 þús. kr. á hektara lands og 250 kr. á fm. í gróðurhúsi í formi eingreiðslna. Þá veiti ÁFORM sauðfjárbændum stuðn- ing til lífrænnar dilkakjötfram- leiðslu. Að mati flutningsmanna er þessi stuðningur ekki sambæri- legur þeim stuðningi sem bændur sem eru að laga búskap sinn að lífrænni ræktun njóta annars staðar á Norðurlöndum en þar eru greiddir styrkir um nokkurra ára skeið. Eðlilegt væri að reikna með 5-10 ára aðlögunartíma hér á landi og ættu greiðslurnar að miðast við það. Flutningsmenn benda á að Búnaðarþing hafi oft ályktað um lífrænan búskap og telji að stefna beri að því að vaxandi hluti landbúnaðarframleiðslunnar verði vottaður lífrænt. Svipaðar skoð- anir komi fram í skýrslu nefndar um útflutning dilkakjöts frá því í nóvember sl. Einnig er bent á að markaður fyrir lífrænt vottaðar vörur aukist stöðugt og að lífrænn landbúnaður sé vaxtarbroddur ný- sköpunar sem hafi mjög jákvæða ímynd. Tiboosverð b 2990.000- JOHN DEERE 631 ámoksturstœkl kr. 685.000- Allt verð er tllgrelnt án virðisaukaskatts. Taktu af skarið og þú gætir fljótlega setið undir stýri á glænýjum JOHN DEERE traktor og látið fara vel um þig, ekki síður ef hann er fullbúinn með nýjum JOHN DEERE ámoksturstækjum. Berðu saman tæknilegu kosti JOHN DEERE við það sem keppinautarnir bjóða og þú kemst fljótt að því ^ð enginn traktor jafnast á yið JOHN DEERE. P.S. Við bjóðum hagstætt uppítökuverð fyrir núverandi traktor þinn r sama hvaða litur er á houm. REVKJAVÍK ■ AKUREYRI .REYKJÁVÍK: Armulá 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: gítpi 46,1-1070 Láttu drauminn rætast: Fjárfestu í John Deere traktor EINSTAKT TILBOB Á ÖIIUM J0HN DEERE TRAKTORUM í TAKMARKAOAN TÍMAI Er ekki óþarfi að þrauka eitt árið enn á gamla traktornum - þegar þetta er í boði - kannski er hann ekkert gamall en bara orðinn þreyttur. Er nokkurt vit í því að eyða fjármunum og dýrmætum tíma í dýrar viðgerðir - biianir koma alltaf á versta tíma. Láttu þig ekki lengur dreyma um hvernig lífð væri með JOHN DEERE traktor, gerðu eitthvað í málinu strax. Verðdæmi: JOHN DEERE 6210 SE 90hö Beringspuntur Notkun f uupgræítsli og tónrakt Beringspuntur (Deschampsia beringensis) er mjög harðgerð grastegund, upprunnin í Norður- Ameríku. Hann er náskyldur snar- rótarpunti en hávaxnari og gulari á að líta og myndar ekki þúfur. Beringspuntur hefur verið notaður til uppgræðslu hér á landi í aldar- fjórðung og hefur reynst mjög vel við erfiðar aðstæður. Hann verður hávaxinn þegar næring er næg, en er ekki áburðarfrekur. Sinu- myndun getur verið rnikil og flýtir þannig fyrir gróðurframvindu þar sem hann er notaður til upp- græðslu. Hann er einnig þurrk- og vetrarþolinn, en þolir illa mikla beit á fyrsta ári. Hann vex allt upp í 800 m y.s. Rannsóknastofnun landbúnað- arins og Bændaskólinn á Hvann- eyri hafa gert umfangsmiklar rann- sóknir á Beringspunti. Notkunarsvið: Beringspuntur hentar vel til uppgræðslu örfoka lands, og á landi með allnokkru jarðvegsrofi. Hann er oft notaður í sáningu upp að rofabörðum til að hefta sandskrið á börðin. Hann lifir einnig vel í sendnum eða malar- kenndum jarðvegi. Sáning: Æskilegt er að herfa eða fella fræið niður 1-2 cm. Sáðtími: Um leið og frost fer úr jörðu. Haustsáning hefur einnig skilað góðum árangri á Norð- austurlandi og í nokkurri hæð yfir sjávarmáli á Suðurlandi. Sáðmagn: 25-50 kg/ha af húðuðu fræi sé honum sáð eingöngu en í sáðblöndum, t.d. með melfræi, er 10-20 kg/ha af húðuðu fræi hentugur skammtur. Til túnræktar eru 50 kg/ha af húðuðu fræi æskileg. Sáðblöndur: Best er að sá Beringspunti eingöngu en honum er oft sáð með melgresi á Norð- austurlandi og skilar sér vel þannig. Um túnrækt, sjá síðar. Áburðargjöf: 250 kg af áburði (26-14) við sáningu. Eftirmeðferð: Brýnt er að bera á lífrænan eða tilbúinn áburð árið eftir sáningu a.m.k. 200 kg/ha, en síðan ætti þess ekki að þurfa. Ráðlegt er þó að fylgjast með framvindunni næstu 2-4 árin og bera á ef þurfa þykir. Fróðleiksmolar Fræþroski: Fræþroski er yfir- leitt góður á láglendi. Frætekju má heQa í ágúst og þurrka þarf fræið strax eftir uppskeru. Náttúruverndarsjónarmið: Beringspuntur er nokkuð hávaxinn og áberandi og ber að hafa það í huga við staðarval. Hann á auðvelt með að sá sér og er því varasamur nálægt lítt grónum vemdarsvæðum. Túnrœkt Beringspuntur hefur yfirleitt reynst mjög vel á kalsvæðum. Til dæmis hefur hann reynst afar vel í túnrækt á Grænlandi þar sem kal í túnum er algengt. Reynsla bænda á Suð- urlandi sýnir að hann þolir þurrka mun betur en önnur túngrös. Hann sprettur snemma og hefur álíka fóðurgildi og vallarfoxgras ef slegið er snemma. Þar sem hann „haustar" sig snemma fæst aðeins einn sláttur á ári og lítil haustbeit. Beringspuntur verkast vel í rúllum og er þá afar eftirsótt vara á heymarkaði fyrir reiðhross en hefur ekki þótt étast vel sem full- þurrkað hey. Til túnræktar hefur reynst vel að sá honum einum sér og einnig með vallarfox- og vallarsveifgrasi, þar sem hann tekur við þegar þær kelur. Ekki er ráðlegt að sá honum með byggi. Landgræðsla ríkisins býður bændum á kalsvæðum húðað beringspuntsfræ til túnræktar vorið 2000 fyrir 450 kr/kg. Tekið er á móti pöntunum og nánari upp- lýsingar veittar í síma 488-3000. Frærækt Beringspuntur gefur af sér mikið fræ á 2. og 3. ári og er Land- græðslan reiðubúin til að kaupa fræ af bændum samkvæmt nánara samkomulagi. Hálmurinn eftir fræ- töku hefur reynst gott fóður fyrir hross. Magnús H. Jóhannsson og Sveitin Runólfsson Plastristar margar tegundir og styrkleikar fyrir nautgripi, kindur og svín Vélaval - Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.