Bændablaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 16. maí 2000 hvort í úðabrúsa eða það er borið á með nk. bursta. Gæta þarf þess að efnið fari einungis á þær tegundir jurta sem eyða á. Upplagt er að dreifa heyi á þann svörð þar sem hvönn hefur verið eytt. Mosi. Mosi er víða í varplöndum og sækjast kollurnar gjarnan eftir honum þegar þær leita að lausu efni í hreiðurbotninn. Hann hefur þann galla að halda af- ar miklu vatni en slíkt fer illa með dún í vætutíð, auk þess sem mjög erfitt getur verið að hreinsa hann úr með vélum, því dúnþræðirnir vilja vefjast utan um krókóttar agnir mosans og mynda hnökra eða kúlur sem mikil vinna er að handtína úr. Hægt er að eyða hon- um úr landinu með efnum (jámsúlfat), en óraunhæft er að koma því við vegna útbreiðslu hans. Ef tilbúinn áburður er borinn á landið yfirtaka grösin mosann á nokkrum árum og getur þessi aðferð víða komið til greina. Ann- ars þarf eftir ítrasta megni að bera hey í hreiðrin undir dúninn, bæði fyrir varp og eins meðan á vaipi stendur. Setja hey í hreiðurbotninn í hverri leit. Lyng. Mjög víða er lyng á varpstöðvum æðarfuglsins. Það er skaðlaust að öllu öðru leyti en því, að erfitt er að fullhreinsa það úr með vélum og mikið verk er að handtína það úr. Til þess að hindra lyngagnir í að komast í dúninn er mælt með að bera hey undir dúninn, en oft er þurrt og gott að öðru leyti á lyngsvæðum. Melur. Melgresi finnst allvíða í varplöndum æðarfugls og oft sækir fuglinn inn í þéttasta gróðurinn, enda er þar afdrep gegn flugvargi. Margir kvarta undan því að dúnninn fari illa í melgresi og að erfitt sé að hreinsa slíkan dún. Veruleg bót er að því að setja hey í hreiðurbotn slíkra hreiðra, bæði fyrir varp og á varptímanum. Stundum hefur verið gripið til þess ráðs að brenna melgresisflókana og vissulega eru til aðstæður þar sem slíkt er gagnlegt, hins vegar skal minnt á að leyfi þarf til sinu- brennslu og full ástæða er til að meta sérstaklega í hverju tilviki þörfina fyrir slíkt. Bleyta. Víða verpir æðafugl þar sem blautt er eða á svæðum sem blotna fljótt upp í vætutíð, jafnvel í þanghrönnum sem fara á flot með stækkandi straumi. í vot- lendi hefur land undir æðarvarp víða verið ræst fram með góðum árangri, eða þá á takmörkuðum svæðum hækkað með ýmsum ráðum og undan stækkandi straumi má færa hreiður smátt og smátt of- A myndinni má sjá hvernig hvönn sækir inn í algróið land. Ljósm. Árni Snæbjörnsson Hafnarhólmi í Borgarfirði eystra. Girðingin, ofarlega á háeyjunni, hefur dregið verulega úr því að lundinn leggi undir sig æðarsvæðin neðar í brekkunni.__________________ Ljósm. Árni Snæbjörnsson Inngangur Æðarvarp og dúntekja er gam- algróin þúgrein sem víða í hinum dreifðu byggðum skilar umtals- verðum tekjum, en rúmlega 400 jarðir hafa eitthvert eða nokkurt æðarvarp, allt frá nokkrum tugum hreiðra upp í það að gefa fullar árstekjur. Sá æðarbúskapur sem stundaður er á Islandi á sér langa sögu og merkilega þróun og er einsdæmi í heiminum þegar um nytjar á villtri fuglategund er að ræða. Þegar vorið er komið má vitna til hendingar í þekktu kvæði þar sem segir; „nú fer að hýrna um hólma og sker/hreiðra sig blikinn og æðurin fer.“ I framhaldi af þessu má svo rifja upp nokkur atriði sem snerta nýtingu æðar- varps og meðferð æðardúnsins. Að halda vargi í skejjum Nú er kominn sá tími, að öllum undirbúningi ætti að vera lokið í varplöndum æðarfuglsins, því fuglinn er víða byrjaður að setjast upp. Til þess að æðarfuglinn vitji varplanda sinna á ný, þarf að tryggja að minkur og tófa séu ekki á svæðinu. Einnig þaif að gæta þess að varplandið sé friðað fyrir ágangi utanaðkomandi umferðar og fyrir ágangi búfjár. Víða er því nauðsynlegt að girða varplandið af. Rétt er að minna á lögboðnar skyldur sveitarstjóma að láta árlega leita að villimink og tófu, hver á sínu svæði. „Eftirlit með því að sveitarfélög sjái um refa- og minkaveiðar er í höndum veiðistjóra." En þrátt fyrir þetta vantar víða verulega á að þessu sé framfylgt. Slök eða lítil leit að vargi þessum í einu sveitarfélagi getur valdið auknu álagi á nágrannasvæðum. Mikilvægt er að beita samstillu átaki allsstaðar. Það er verulegt áhyggjuefni að víðast hvar telja menn að þessum dýrum hafi fjölgað á undanförnum árum, enda verður margur æðarbóndinn illilega var við aukinn ágang þeirra. Það er ekki einungis tófa og ntinkur sem herja á æðarfuglinn, mávar og hrafn eru t.d. hinir verstu óvinir æðarfuglsins. Varpbændur þurfa að leggja sig alla fram um að fækka þessum vargi eða í það minnsta að fæla hann frá varpstöðvum æðarfugls. Sjálfsagt er að leita samstarfs við sem flesta til þess að spoma við fjölgun flug- vargs. Þótt meðferð á sorpi, fiskúrgangi, úrgangi frá sláturhúsum og öðru æti hafi batnað vemlega á síðari ámm, þá þarf að gera enn betur í þeim efn- um. Þekkt er að úrgangur á víðav- agi, sérstaklega að vetri eða snemma vors, þegar lítið er um annað æti, dregur að sér flugvarg sem síðan leggst á æðarvörpin um leið og varp byrjar. Hver kannast ekki við þá reynslu, að jafnvel þótt vel hafi tekist að verja varplöndin, þá hverfa allir ungar í gin ung- aræningja um leið og þeir koma á sjóinn. Flugvargur hvers konar ásækir ekki aðeins æðarfuglinn, aðstæðum geta verið æðarfugli og æðarvarpi mishagstæð. Mörg þess- ara atriða ráðum við lítt eða ekki við, en á önnur getum við haft ein- hver áhrif, æðarfugli til gagns, án þess þó að valda tjóni á umhverf- inu. Fyrir utan varg og almennan aðbúnað í varplandinu, þá verður í örstuttu máli bent á nokkur atriði. Tekið skal fram að alls ekki er um tæmandi upptalningu að ræða. Hvönn. A síðari árum má víða sjá hvemig hvönn breiðist út í varplöndum og e.t.v. víðar. Margir líta á hana sem illgresi í varplöndum æðarfugls. Víða má sjá hvemig hún leggur undir sig varpsslóðunt er veðrasamt á vet- uma. Æðarfuglinn sækir að vísu inn í hvannstóðið á vorin, enda finnur hann þar afdrep. hins vegar fer dúnn sérlega illa við slíkar aðstæður, bæði er undirlagið oft ber moldin og svo er líkt og blöð og stönglar beini regnvatni í hreiðrið. Þá getur stundum verið illgerlegt að finna slík hreiður. Aður fyrr var hvönninni haldið niðri með beit og enn nota sumir þessa aðferð í lok varps. Sumir hafa tekið það ráð að slá hvönnina snemma vors og loks má nefna að til er hættulítið/hættulaust efni sem nota má til þess að eyða hvönn. heldur verður mófuglalíf og fisk- irækt í ám og vötnum fyrir barðinu á honum. Auk þess sem hann getur borið smit í vatnsból bæði manna og dýra. Annar vandi/viðfangsefni Þekkt er að ýmis atriði í landslagi, jarðvegi, gróðri eða öðmm ytri algróið land, ýmist vaxið heilgrösum og/eða lyngi. Þegar hvönnin hefur náð yfirhöndinni hverfur annar gróður og á milli hvannarstönglanna er jarðvegurinn óvarinn. Að vetri til er hann opinn fyrir veðri og vindum og hætt er við jarðvegseyðingu, því víða í eyjum og annars staðar á æðar- Það heitir „Roundup (glyphosat)" og hefur reynst vel á norðlægum slóðum. Það verður mjög fljólt óvirkt í jarðvegi. Efnið þarf að bera á blöðin í byrjun gróanda, eft- ir það visnar plantan upp eftir nokkrar vikur. Efnið er í hættu- flokki C og fæst víða þar sem gróðurvörur eru seldar, annað Nýfing seðarvarps og meðlerð asðardúns

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.