Bændablaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 16. maí 2000 Þingsðlykhinartillaga um SuOurnesjaskóga Kristján Pálsson alþingismaður mælti á dögunum fyrir þingsályktunartillögu um Suð- urnesjaskóga. Þar er því beint til landbúnaðarráðherra að skipa starfshóp til að undirbúa stofn- un landshlutabundins verkefnis til landgræðslu og skógræktar á Suðurnesjum. Stefnt verði að því að verkefnið hefjist eigi síðar er árið 2001. Verkefni þetta yrði svipað öðrum landshlutabundn- um skógræktarverkefnum, svo sem Suðurlandsskógum og Norðurlandsskógum, með breyttum áherslum þó. í greinargerðinni kemur fram að gróðureyðing á Suðumesjum hafi verið mikil frá landnámi og raunar séu fá láglendissvæði jafn illa leikin og Suðumesin vegna uppblásturs. Aðstæður til upp- græðslu séu erfiðar á Suðumesjum vegna sterks vinds og sjóroks. Því kalli aðstæður á sérstakt átak. Gert er ráð fyrir að stefnt sé að meiri landgræðslu en í hinum landshlutabundnu skógræktarverk- efnum en verði svipað að öðru leyti, þ.e. ræktun skjólbelta, kjarr- gróðurs og nytjaskóga. I land- græðslunni dugi melgresið t.d. vel á foksandinn en af trjátegundum væri helst litið til loðvíðis, alask- avíðis, jörfavrðs, tröllavíðis og sitkagrenis vestan megin, sem og birkitrjáa. Austar á skaganum myndu hins vegar stafafura, blágreni og alaskaösp einkum koma til greina. Kristján Pálsson segir að fyrri skógræktarverkefni hafi gengið vel. „Aðstæður eru hins vegar dálítið öðruvísi á suðvesturhorninu því annars staðar ráða bændur sínum jörðum og framkvæma á þeim. Hér er þó líka stórt og mikið land sem ekki þarf síður að hugsa um en á öðmm svæðum landsins." Kristján nefnir einnig að jarð- vegurinn sé rýr og erfiður til uppgræðslu. „Hér þyrfti því að fara í mun meiri uppgræðslu en annars staðai- áður en til raunveru- legrar skógræktar kæmi. Að auki er þetta vindasamt svæði og því þarf að ákveða eftir aðstæðum hvaða ræktun gæti hentað á þessu svæði. Ég tel að það sé því töluvert flóknara að standa að ræktun á þessu svæði en flestum öðrum.“ Kristján bendir á að lands- svæðið á Suðumesjum sé ekki heppilegt til að rækta háan skóg þó vissulega séu dæmi um slíkt þar. „Hugmyndin er að rækta birki og hávaxin gróður næst sjó sem gæti hlíft dýra- og plöntulífí. Á svæðum innar í landinu er hins vegar auðveldlega hægt að rækta skóg að undangenginni mikilli upp- græðslu. Ég hef því trú á því að auðveldlega sé hægt að rækta skóg þegar landið er tilbúið til þess.“ Tillaga þessi er nú í umsögnum og verður líklega tekin til umfjöllunar í landbúnaðarnefnd í þessari viku. Undirbúningur Landsmóts 2000 í fullum gangi: nmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmimmmimmmmmmimimmmmmmmmmmmmmmmimmmiimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmm Gerl rðð lyrir um 3000- 4000 erMum gestum Undirbúningur fyrir Lands- mót hestamanna sem fram fer í Víðidal í sumar er nú í fullum gangi að sögn Fannars Ólafs- sonar framkvæmdastjóra Landsmóts. Nýliðinn vetur hefur farið í að undirbúa framkvæmdahlið mótsins en þar er í mörg hom að líta, m.a. í samstarfmu við land- búnaðarsýninguna Bú 2000. „Við erum t.d. að fara í gang með kynningu hér innanlands sem mun fara vaxandi eftir því sem nær dregur mótinu. Það gerum við að miklu leyti með landbún- aðarsýningunni. Við ætlum að samþætta nokkuð dagskrána þeg- ar að því kemur.“ Fannar segir að m.a. sé búið að semja við SVR um að á mótsdögunum munu tvær strætisvagnaleiðir sem ganga upp í Selás hafa endastöð í reiðhöllinni. Önnur þessara leiða keyrir síðan framhjá Laugardals- höllinni þannig að með því er komin bein tenging á milli svæðanna. Fannar er ánægður með þetta samstarf. „Bændur sem standa í heyönnum um þetta leyti árs eru líklegri til að koma á sýninguna og landsmótið þegar þeir sjá fram á að geta nýtt sömu ferðina til að mæta á báða staðina. Þannig teljum við að þetta fari mjög vel saman.“ Fannar segir mótið hafa verið kynnt betur erlendis en oft áður og á von á fjölda erlendra gesta. „Ökkar áætlanir gera ráð fyrir um 3000 - 4000 erlendum gestum,“ segir hann. Hann bætir því við að síðasta hálfa mánuðinn fyrir mótið muni Flug- leiðir gera könnun meðal farþega í vélum sínum þar sem m.a. verður spurt hvort landsmótið hafi einhver áhrif á þeirra ferðat- ilhögun. Er ætlunin að nota niðurstöðumar til að athuga hvort mótið geti haft áhrif á ferðaþjónustuna í heild. Fannar reiknar með að hátt í þúsund hestar komi fram í sýningum með einum eða öðrum hætti. Eru þá ekki taldir með þeir sem taka þátt í hópreiðinni en þar er stefnt á að verði 2000 hross. Byggóasaga Skagafjaróar Umfangsmesta byggðasöguritun fil fiessa Bœndablaðsmynd: Örn Þórarínsson. Hjalti Pálsson ritstýrir byggðasögunni. Seint á síðasta ári kom út fyrsta bindið af Byggðasögu Skaga- fjarðar. Þarna er um mikið rit- verk að ræða því alls er áætlað að verkið verði í heild sjö bindi og a.m.k. 2.500 blaðsíður að stærð. Það var árið 1994 sem tekin var ákvörðun um að ráðast í ritun Byggðasögunnar. Að verkinu stóðu Héraðsnefnd Skagafjarðar með 50% hlut, Kaupfélag Skagfirðinga 25%, Sögufélag Skagfirðinga 12.5% og Búnaðarsamband Skagfirð- inga 12.5%. Við sameiningu sveitarfélaganna 1998 tóku sveitarfélögin tvö í Skagafirði yf- ir hlut Héraðsnefndarinnar sem þá var lögð niður. Það er Hjalti Pálsson fyrrverandi skjalavörð- ur á Sauðárkróki sem ritstýrir Byggðasögunni. Blaðamaður Bændablaðsins tók hann tali á dögunum. „Það hafði nokkrum sinnum verið talað við mig sem formann Sögufélags Skagfirðinga um að okkur Skagfirðinga vantaði álíka rit og víða hafa verið gefin út og eru stundum kölluð búkollur. Ég hafði svarað því til að ef farið yrði út í þetta vildi ég gera þetta nokkuð veglega og með öðrum hætti en gert hefur verið annars staðar. Ég sagði jafnframt að Sögufélagið hefði ekki bolmagn til að ráðast í slíka úgáfu eitt og sér. Síðar skapaðist grundvöllur fyrir útgáfunni með samstarfi ljögurra aðila. Forsvnrsmenn Héraðsnefnd.-. ar Skagafjarðar þeir Jón Guð- mundsson á Óslandi og Þorsteinn Ásgrímsson á Varmalandi komu til mín og ræddu þetta málefni við mig og niðurstaðan varð sú að ég tók að mér að ritstýra verkinu og útgáfustjórnin féllst á mínar hug- myndir varðandi útgáfuna." Byggir á Jarða-og búendatali frá 1781-1958 „Þetta verk byggir á Jarða- og búendatali Skagafjarðarsýslu sem kom út á árunum 1949-1958. í því var skrá yfir ábúendur allra jarða í sýslunni allt frá 1781. Egill Bjamason ráðunautur var svo fenginn til að bæta við þetta bú- 'endatal þ.e.a.s. frá 1950 til dagsins í dag. Hann gerir skrá yfir bygg- ingar og búhætti, einnig töflur yfir áhöfn og fólkstal á jörðunum. Tvö fyrstu árin hjá mér fóru í að yfir- fara allar prentaðar heimildir. Ég ljósrita allt sem ég kemst yfir af heimildum og set í möppur. Árið 1998 byrjaði ég svo að skrifa og tók fyrir tvo hreppa, Skarðs- og Skefilsstaðahrepp. Það var ljóst að ekki væri hægt að skrifa um jarðimar nema fara á staðinn og skoða það sem verið er að fjalla um og fá upplýsingar hjá kunnug- um. Eg fór því á hverja einustu jörð oft með einhvern kunnugan með mér og þannig náði ég heil- miklum upplýsingum sem annars er hætt við að hefðu margar hverj- ar glatast." Hvað kemur fram í Byggðasögunni? Uppsetning og hönnun þessa rits olli mér talsverðum heilabrotum í byijun. En í stuttu máli sagt er markmiðið að verkið sé fróðlegt og ábyggilegt heimildarit en jafnframt áhugavert og skemmtilegt þannig að fólk hafi gaman af að lesa bókina og hún er í raun uppflettirit sem oft má grípa til. Það sem kem- ur fram í þessu riti er í stuttu máli eftirfarandi. Það er tekin til umíjöllunar hver einasta jörð sem verið hefur í ábúð síðustu 220 árin. í fyrsta lagi er landlýsing. Þá er kafli um byggingar og ýmislegt er hana varðar t.d hvað jörðin er lagt frá Sauðárkróki og hvað hún er hátt yfir sjó og hvenær rafmagnið kom, svo eitthvað sé nefnt. Þá er kafli um eignarhald á viðkomandi jörð eink- um síðust áratugi því eldri upplýsingar eru oft af skomum skammti a.m.k. ef viðskiptunum var ekki þinglýst. Þá er kafli um jarðamat og úttektir og einnig geri ég grein fyrir margvíslegum sögul- egum atriðum sem tengjast jörðinni s.s. seljum, fombýlum, ömefnum og álagablettum. Ég hef gaman af gömlum sögum sem í dag em oft kallaðar hindurvitni. Mér finnst þetta hins vegar hluti af þjóðarsögunni og vil ekki að þetta týnist með öllu. Þannig er tal- svarður hluti bókarinnar innskots- efni með þjóðsögum, frásögnum og vísum er tengjast jörðunum. Svo endar þetta með ábúendatali sem nær frá árinu 1781 til ársins 1999. Þannig er skrifað um hverja einustu jörð allt frá einni blaðsíðu upp í tíu. Þá em ótaldar myndir sem em á fimmmta hundrað í þessu fyrsta bindi. Það er litmynd af hverri jörð og ýmis ömefni sem eiga sér ein- hveija sögu. Þá em myndir af at- vinnuháttum. Einnig em myndir af núverandi ábúendum. Ennfremur er talsvert af gömlum bæjarmyndum þegar þær vom fáanlegar. „Til viðbótar er svo umfjöllun um viðkomandi hreppa í þessu verki. Við tókum þá ákvörðun að láta gömlu hreppaskiptinguna halda sér enda er þar um níuhundmð ára gamalt skipulag að ræða. Það verður birt kort af hverju sveit- arfélagi þar sem fram kemur lega þess og legumörk. Einnig er fjallað um landnám þess, byggð og búskap, sjósókn, afréttir, kirkjur, sóknir og félagsheimili. Við leggj- um sérstaka áherslu á að gömlu hreppamörkin séu skýr því að þau munu vafalítið gleymast með þess- ari kynslóð þegar búið er að leggja hreppana niður." Viðtalinu við Hjalta Pálsson er lokið. Það er ljóst að hann á mikið verk óunnið við ritun Byggðasögu Skagfirðinga en hann segist vonast til að hér eftir komi út bók annað hvert ár. Takist það mun síðasta bindið koma út árið 2011. Það er líka ljóst að þama verður um mun ítarlegri- og umfangsmeiri útgáfu að ræða en ráðist hefur verið í áður og má segja að með þessu riti sé á margan hátt brotið blað í Byggða- söguritun hér á lkndi./ÖÞ.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.