Bændablaðið - 16.05.2000, Síða 24

Bændablaðið - 16.05.2000, Síða 24
24 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 16. maí 2000 Fyrirspurn á Alpingi um stanfsgrundvöll inila iönfyrirtækja á landsbyggöinni Sigríður Jóhanncsdóttir alþing- ismaður flutti á dögunum fyrir- spurn á Alþingi ti! iðnaðar- og viðskiptaráðherra um starfs- grundvöll lítilla iðnfyrirtækja á landbyggðinni. Hún spurði hvort ráðherra hyggðist beita sér fyrir því að reynt yrði að láta þessi iðnfyrirtæki njóta ákveðins forgangs þegar útdeilt er verk- efnum sem þarf að vinna fyrir opinbera aðila. Sigríður nefndi sérstaklega sem dærni saumastofuna Pryði á Húsavík sem árið 1997 fékk 500 þúsund króna styrk vegna átaks til atvinnusköpunar til að hanna og markaðssetja vörur úr líni í heil- brigðisstofnanir. í framhaldi af því hefur hún síðan unnið verkefni fyr- ir þvottahús Rfkisspítalanna sem hafa gjörbreytt rekstri hennar. Saumastofa þessi var nýlega beðin um að faxa í snatri tilboð í 3.000 sett af starfsmannafatnaði. I fram- haldi af þessu óformlega útboði var lægsta tilboði tekið, frá fyrirtæki sem hyggst láta sauma fatnaðinn í Litháen. I máli Sigríðar mátti skilja að þetta gæti haft alvarlegar af- leiðingar fyrir saumastofuna og að hún gæti jafnvel þurft að segja upp fólki vegna verkefnaskorts. Þetta gagnrýndi Sigríður harðlega og sagði þetta ekki vera til marks um þá stefnu að stöðva lands- byggðarflóttann og bæta kjör fólks í hinum dreifðu byggðum. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra svar- aði því til að verið væri að styrkja Háskólann á Akureyri með því að færa allmörg vísindaverkefni þangað. Þegar vísindamenn með mismunandi faglegan bakgrunn komi þannig saman skapi það möguleika á nýjum rannsóknar- verkefnum sem leiði af sér ný störf og ný fyrirtæki. Með þessu móti sé byggð upp þekking á lands- byggðinni og þannig verði sam- keppnisstaða hennar sterkari þegar kemur að því að bjóða út verkefni á vegum hins opinbera. Þá nefndi Valgerður að ríkisstofnanir hafi í auknum mæli sótt þjónustu sína út á land fyrir smærri verkefni. Um saumastofuna Prýði sagði Valgerður að vissulega yrði það mikið áfall ef fækka þyrfti störfum þar. Hún telur þó ekki útséð með að hægt verði að veita þeim fleiri verkefni frá ríkisstofnunum. Þá tók Valgerður einnig fram að um bráðabirgðaútboð hafi verið að ræða og hið raunverulega útboð hafi ekki farið fram, ef það fer þá fram. Nokkrir fleiri þingmenn tóku til máls og lýstu flestir yflr mikilvægi þess að halda í störf á lands- byggðinni. Staðalbúnadur ABS hemiakerfi Öryggispúði Hátt og lágt drif Byggður á grind Öflug dísilvél Rafknúin stjórntæki ásamt fleiru Langar þig í öflugan 7 manna jeppa sem hefúr allt en kostar lítió? Calloper er svarið. Hann hefur allt sem hægt er að hugsa sér í lúxusjeppa og kostar sáralítið miðað við sambærilega jeppa á markaðnum. Galloper er stór, rúmgóður og rfkulega búinn jeppi sem hentar fjölskyldufolki afár vel. Það besta við Galloper er verðið, aðeins 2.290.000 krónur! Hafðu samband við sölumenn HEKLU eða næsta umboðsmann og kynntu þér kosti Galloper. 1.820 kfló af GALLOPER kosta aóeins 2.290.000 kr. leugivegur • Stmt S69 SS00 * Helmatlba www.heilt.ls • Netfeng heklaf9hekle.it HEKLA -ifHysmáMfrriM! Frá uppboði i Kaupmannahöfn. Hækkandi verð en lækkandi gengi á skinna- uppbnði í Kaup- mannahöfn Á nýafstöðnu skinnauppboði í Kaupmannahöfn hækkuðu bæði refa- og minkaskinn í verði frá uppboðinu á sama stað í mars. Alls voru seldar rúmlega 2 milljónir minkaskinna og um 80.000 refaskinn. Minkaskinnin hækkuðu mismikið eftir litaaf- brigðum en að jafnaði um 5%. Blárefaskinnin hækkuðu hins vegar um 17%. Verð hvítu refa- skinnanna hækkaði líka en á síðustu misserum hefur verð þeirra verið hærra en á blá- rcfaskinnunum. Að sögn Einars Einarssonar ráðunautar í loðdýrarækt tókst uppboðið vel. Um 300 kaupendur mættu sem telst vera ágætt. Stærstu kaupendumir voru frá Hong Kong og Kína en Rússar voru einnig meira áberandi á þessu uppboði en öðrum á þessu sölutímabili. Gefur það góð fyrir- heit um framhaldið. Einar segir að meðalverð allra seldra minkaskinna (undirtegundir meðtaldar) hafi verið 211 danskar krónur. "Öll minka- og refaskinn seldust sem verður að teljast mjög jákvætt. Það að salan er svo góð undirstrikar áhuga kaupenda á skinnum fyrir tískuheiminn. Ljóst er þó að gengi gjaldmiðla spilar hér inn í og hefur staða íslensku krónunnar gagnvart Evrópu- myntunum neikvæð áhrif á af- komu bænda. Sem dæmi má nefna að danska krónan hefur fallið mjög mikið, þ.e. um ca. 5% á síðustu 2 vikum eða því sem nemur þessari hækkun á minka- skinnunum. Þetta eru því ekki peningar í vasann fyrir íslenska framleiðendur. Það verður þó að teljast jákvætt að skinnin skuli hækka í dönskum krónum. Einnig er álit sérfræðinga um framhaldið jákvætt en það gefur manni von um að staðan batni með réttri skráningu gengisins," sagði Einar að lpkum, GALLOPER Aðeins 1.258 kr. kílóið iSÉÍfii '

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.