Bændablaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 16. maí 2000 BÆNDABLAÐIÐ 25 Nýlega var fundað um málefni Hestamiðstöðvar íslands og var stjórn hennar þar samankomin ásamt fleirum henni tengdri. Þessar myndir voru teknar við það tækifæri. Efri mynd: Stjórn Hestamiðstöðvar íslands. F.v.: Bjarni Egilsson, Sveinbjörn Eyjólfsson formaður og Skafti Steinbjörns- son gjaldkeri. Frá fundinum sjálfum. F.v.: Víkingur Gunnarsson Hóla- skóla, Bjarni Maronsson sem er í varastjórn, Sveinbjörn Eyjólfsson, Guð- mundur Sveinsson sem situr í varastjórn, Skúli Skúlason Hólaskóla, Sveinn Guðmundsson sem situr í undirbúningsnefnd, Bjarni Egilsson, Skafti Steinbjörnsson og Þórarinn Sólmundarson sem er í undir- búningsnefnd. Á myndina vantar Pál Dagbjartssonjjr undirbúningsnefnd. MultiSol Nú er lag.. ÚTSÖLUSTAÐIR: ÖLL HELSTU MJÓLKURBÚ LANDSINS INNFLUTNING UR: PHARMACOHF. 72 milljóna hagnaður Skinnaiðnaður hf. á Akureyri var rekinn með 72 niilljóna króna hagnaði á fyrri hluta yfir- standandi rekstrarárs, sem hófst 1. september sl. og stendur tii 31. ágúst nk. A sama tímabili árið áður var félagið rekið með 86 milljóna króna tapi og nemur viðsnúningurinn því um 158 milljónum króna. I frétt frá Skinnaiðnaði er meginskýringin á stórbættri afkomu talin sú að Skinnaiðnaður hafi selt mestan hluta húseigna sinna á Gleráreyrum og er bókfærður söluhagnaður 143 milljónir króna. Jafnframt minnkar tap af reglulegri starfsemi um 14,6 milljónir króna á milli ára. Rekstrartekjur Skinnaiðnaðar á tímabilinu voru 194,1 milljón króna og jukust um 32% saman- borið við sama tímabil á síðasta rekstrarári. Rekstrargjöld námu 242,2 milljónum króna og hækkuðu um 20% á milli ára. Rekstrartap fyrir fjármagnsgjöld og skatta nam 64,5 milljónum króna, samanborið við 71,1 milljón króna fyrstu 6 mánuði rekstrarársins '98-'99. Eigið fé Skinnaiðnaðar þann 29. febrúar sl. nam 143,8 milljónum króna og jókst um 25% á milli ára. Bjami Jónasson, framkvæmda- stjóri Skinnaiðnaðar hf. segir þessa afkomu svipaða og gert var ráð fyrir. „Við munum hins vegar ekki selja þær eignir aftur sem við seld- um á umræddu tímabili. Afkoma reglulegrar starfsemi er hins vegar ennþá gjörsamlega óviðunandi," segir hann. Bjami segir að markaðir séu að taka við sér aftur eftir mikla lægð. „Miðað við sama tíma á síðasta ári erum við að sjá mun jákvæðara umhverfi allt í kringum okkur markaðslega séð.“ segir hann. Bjami segir að verð á mörkuðum sé að hækka og salan að aukast. „Við höfum t.d. fengið mun fleiri pantanir nú en á sama tíma í fyrra og það er vissulega góðs viti. Verðið er einnig farið að hækka á þessum stöðum þó að það sé misjafnt eftir verðflokkum og ég er bjartsýnn á að sú þróun haldi áfrarn." Að sögn Bjama er fyrri hluti rekstrarársins hjá Skinnaiðnaði hf. jafnan lakari en sá síðari. „Verði framhald á þessari þróun, sem flest bendir til að verði, vonast ég til þess að endanleg niðurstaða í árslok verði svipuð og nú, þ.e. hagnaður upp á 50-70 milljónir króna," segir Bjami. Heimasíða íslensks landbúnaðar www. bondi.is ELHO áburðardreifarar eru eins og tveggja skífu með 700 eða 900 kg áburðartrektir á lömum sem auðveldar þrif. ELHO áburðardreifarar eru nákvæmir og auðveldir í notkun með 95 cm hleðsluhæð. ELHO dreifibúnaðurinn er úr ryðfríu stáli. ELHO áburðardreifaramir em með kögglasigti og kapalstýringu frá ökumannhúsi sem auðveldar áburðardreifingu. Verð frá kr. 105.000 án VSK ELHO áburðardreifamr eru til afgreiðslu strax Lágmúli 7 Reykjavík Sími: 588 2600 • Akureyri Sími 461 4007 www.velaver.is VÉIAVER?

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.