Bændablaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 26
26 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 16. maí 2000 Sigurbjörg Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bænda Hvet bændur tíl að huga vel að væntanlum ellilífeyrisgreiðslum Staða sjóOsins hefur batnað ondanfarin ár í grein eftir Guðna Ragnarsson, Guðnastöðum, sem birtist í Bændablaðinu fyrir nokkru sagði orðrétt: „Þegar bændur hætta að búa í dag, háaldraðir sumir hverjir, og hafa alla sína ævi greitt í þennan sjóð fá þeir að hámarki rúmlega 20 þúsund kr. á mánuði! Á meðan að aðrir sjóðir eru að greiða um og yfir 100 þúsund kr.“ - Sigurbjörg Bjömsdóttir, framkvœmdastjóri Lífeyrissjóðs bcenda, erþetta rétt? Þessar fullyrðingar fá ekki staðist. Þeir bændur sem nú eru að hætta búskap hafa ekki greitt í sjóðinn alla stna ævi því það eru ekki nema 29 ár frá því sjóðurinn var stofnaður. Þá er einnig rangt að hámarkslífeyrir sé 20 þúsund á mánuði. Lífeyrisgreiðslur til bónda sem nú er að hætta búskap og hef- ur greitt hámarksiðgjald í sjóðinn frá stofnun hans eru nú um 33.500 á mánuði. Lífeyrisgreiðslur til þeirra sem greitt hafa í skemmri tíma eða hafa greitt lægra iðgjald eru að sjálfsögðu lægri. Þetta eru vissulega lágar greiðslur, en skýringin á því er sú að lengst af hefur verið lögbundið hámark á greiðslu iðgjalda bænda í sjóðinn og hefur það verið miðað við frem- ur lág laun. Greiðslur bænda í sjóðinn hafa því alltaf verið lágar og á það einnig við um þá sem hafa haft góðar eða allgóðar tekjur. Greiðslur í aðra lífeyrissjóði eru almennt 4% af launum án hámarks. Greiðslur úr sjóðunum fara síðan, eins og hjá Lífeyris- sjóði bænda, eftir því hve mikið sjóðfélaginn hefur greitt í sjóðinn á starfsævi sinni. Greiðslur úr öðrum lífeyrissjóðum geta því orðið hærri en úr Lífeyrissjóði bænda. Það er hins vegar fjarri lagi að þær séu al- mennt um 100 þúsund kr. á mánuði. Þannig voru meðallífey- risgreiðslur á árinu 1999 12.600 hjá Lífeyrissjóðnum Framsýn og 24.800 hjá Lífeyrissjóði verslunar- manna. Á sama tíma voru meðallífeyrisgreiðslur úr Lífeyri- sjóði bænda 11.200 krónur á mánuði. Guðni heldur því líka fram að bœndur séu að „stórskaða" sig með því að greiða í Lífeyrissjóð bœnda. Hverju viltu svara því? Greiðslur bænda í lífeyrissjóð hafa almennt verið lægri en greiðslur launþega, vegna lögbundins hámarks greiðslna og lágra launa bænda eins og áður hefur komið fram. Mótframlag at- vinnurekanda á móti greiðslum bænda í Lífeyrissjóð bænda hefur fram að þessu verið greitt úr nkissjóði fyrir atbeina Bændasam- takanna. Hefðu bændur hins vegar greitt sömu iðgjöld í aðra lífeyris- sjóði hefðu þeir einnig þurft að greiða mótframlag atvinnurekanda í þá sjóði. Lífeyrir úr þeim sjóðum hefði orðið mjög svipaður en greiðslur bænda hærri. Til þess að fá 100 þúsund kr. lífeyrisgreiðslu á mánuði úr almennu lífeyrissjóðun- um í stað 20 þúsund kr. hefðu þeir þurft að greiða fimmfalt hærra iðgjald auk mótframlagsins sem er eitt og hálft iðgjald til viðbótar. Það er því fjarri lagi að bændur séu að stórskaða sig með því að greiða í Lífeyrissjóð bænda. Lífeyrir er verðtryggður og að jafnaði er sjóðfélaginn tæp þijú ár að fá til baka núvirði allra greiddra iðgjalda. Hver er rekstrarkostnaður sjóðsins miðað við eignir? Rekstrarkostnaður 1999 nam 19,5 millj. kr. eða 0,18% af eign- um. Kostnaður á hvem virkan sjóðfélaga nam 3.806 kr. á árinu. Búa bœndur við verri lífey- risréttindi en aðrar stéttir? Réttindaávinnsla bænda er nú sú sama og hjá almennu lífeyris- sjóðunum í landinu, þ.e. sömu greiðslur í lífeyrissjóð gefa sama rétt til lífeyris. Réttindaávinnslan var hins vegar 4% Iægri á árunum 1984-1999. í almennu lífeyris- sjóðalögunum eru þau ákvæði um lágmarksrétt til lífeyris að áunnin stig skulu margfölduð með 1,4. Hjá Lífeyrissjóði bænda er þessi margföldunarstuðull 1,442. Þeir lífeyrissjóðir sem hafa í einhver ár átt ríflega fyrir heildarskuldbind- ingum sínum geta hækkað stuðul- inn og þar með bætt lífeyrisréttind- in. Einn af stærstu sjóðunum hefur nýlega ákveðið hækkun úr 1,4 í 1,5. Hvernig ávaxtar sjóðurinn fjármuni félaga ? Síðustu fjögur ár hafa Kaupþing og VÍB haft með höndum fjárvörslu fyrir sjóðinn. Fylgja fyrirtækin fjárfestinga- stefnu sem sjóðstjóm ákveður inn- an ramma nýrra laga um lífeyris- sjóði. Undanfarið hefur aðallega verið fjárfest í verðbréfasjóðum. Hrein eign sjóðsins nam í árslok 1999 tæpum 11,38 milljörðum króna og hækkaði hún um 14,9% frá fyrra ári. Ávöxtun undanfarin ár hefur verið góð. Á árinu 1999 nam hrein raunávöxtun 9,9% og þá var meðaltal síðustu 5 ára 8,14%. Á töflunni hér til hliðar má sjá ávöxtun 15 stærstu sjóða landsins, þ.á m. Lífeyrissjóðs bænda. Hvaða helstu annmarka sérðu á lífeyrismálum bœnda? Hvað má laga? Hvað er að? Ég vil vísa til greinar sem birt- ist í Bændablaðinu þann 28. mars sl. og fjallaði um lífeyrismál bænda. Hægt er að nálgast hana á vefsíðu íslensks landbúnaðar www.bondi.is. Greiðslur í Lífey- rissjóð bænda em nú 4% af reiknuðum launum bænda og greiðir ríkissjóður 6% á móti. Helstu annmarkar á lífeyrismálum bænda em að lág laun flestra bænda leiða til lágra greiðslna í lífeyrissjóð og þar með lágra greiðslna úr lífeyrissjóði. Bændur ættu því að hafa í huga að lág reiknuð laun hafa m.a. í för með sér lítil lífeyrisréttindi. Ég vil ein- dregið hvetja bændur til að huga vel að hverjar væntanlegar ell- ilífeyrisgreiðslur þeirra em. Lífey- rissjóðurinn sendir nú upplýsingar til sjóðfélaga um væntanlegar ell- ilífeyrisgreiðslur á núgildandi verðlagi. Hver sjóðfélagi verður síðan að meta hvort þær séu viðun- andi og velja Ieiðir til úrbóta. í því sambandi vil ég þó minna á þann möguleika að greiða jafnframt а. m.k. 2% launa í séreignasjóð, en Lífeyrissjóður bænda hefur gert samning við Kaupþing um hagstæð kjör fyrir sjóðfélaga í séreignardeild Lífeyrissjóðsins Einingar sem rekinn er af Kaupþingi. Þar sem greiðslur í lífeyrissjóð og séreignasjóð, allt að 6% af launum, em frádráttarbærar frá skatti er hér um að ræða mjög hagstæða spamaðarleið. Hverjir eru kostir núverandi kerfis? Kostir við Lífeyrissjóð bænda em fyrst og fremst þeir að að ríkissjóður greiðir mótframlag á móti iðgjöldum bænda, sem þeir þyrftu annars að greiða sjálfir sem sjálfstæðir atvinnurekendur. Kostir lífeyrissjóðakerfísins almennt em þeir að um er að ræða samtrygg- ingarsjóði, sem tryggja öllum sjóðfélögum sínum ákveðinn lífey- risrétt í samræmi við greiðslur í sjóðina. Ellilífeyrisgreiðslur em tryggðar til æviloka án tillits til þess hvort verðmæti iðgjaldanna er uppurið. Greiðslur úr sjóðunum geta því verið margfalt hærri en greiðslur inn í sjóðina. Sjóðfélag- anum er einnig tryggður örork- ulífeyrir verði hann öryrki og bömum öryrkja er tryggður bam- alífeyrir að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Falli sjóðfélaginn frá er maka hans og bömum tryggður lífeyrir. Framtíðarhorfur? Framtíðarhorfur em nokkuð góðar hjá Lífeyrissjóði bænda. Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt á sjóðnum 1999 em eignir sjóðsins 792 millj. króna, eða б, 9%, hærri en áfallnar skuldbind- ingar (það er ef hætt yrði að taka við iðgjaldagreiðslum nú). Eignir, að viðbættum framtíðariðgjöldum, em 42 millj. króna, eða 0,3%, hærri en heildarskuldbindingar sjóðsins. Staða sjóðsins hefur und- anfarin ár farið batnandi og von- andi skapast í náinni framtíð svigrúm til að bæta lífeyrisréttindi. „Mismunur á eftirlaunagreiðslum til sjóðfélaga byggist á misháum greiðslum þeirra í lífeyrissjóð - ekki því hvort greitt hefur verið í Lífeyrissjóð bœnda eða annan lífeyrissjóð. “ Samkvæmt skýrslu Fjármálaeftirlitsins fyrir árið 1998 var hrein ávöxtun fimmtán stærstu sjóðanna svohljóðandi: 1. Lífeyrissjóður verzlunarmanna 7,6% 5 ára meðaltal 7,7% 2. Lífeyrissjóðurinn Framsýn 8,4% 8,1% 3. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins - B-deild 5,8% 5,5% 4. Lífeyrissjóður sjómanna 7,9% 7,3% 5. Sameinaði lífeyrissjóðurinn 7,2% 7,7% 6. Lífeyrissjóður Norðurlands 10,1% vantar 7. Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 6,4% 7,3% 8. Lífeyrissjóður bankamanna vantar vantar 9. Samvinnulífeyrissjóðurinn 7,2% 8,1% 10. Lífeyrissjóðurinn Lífiðn 5,1% 7,8% 11. Lífeyrissjóður Austurlands 1,7% 8,7% 12. Lífeyrissjóður bænda 8,7% 7,3% 13. Lífeyrissjóður Vestfirðinga 7,8% 7,6% 14. Lífeyrissjóður lækna 8,0% 8,6% 15. Lífeyrissjóður Suðumesja 9,0% 7,6% Sambærilegar tölur vegna ársins 1999 liggja enn ekki fyrir hjá öllum sjóðunum. Lánasjóður landbúnaðarins kominn tíl Selfoss Lánasjóður landbúnaðarins hef- ur nú flutt starfsemi sína frá Reykjavík til Selfoss. Alþingi samþykkti vorið 1999 breytingu á lögum um sjóðinn þar sem kveðið er á um að aðsetur hans skuli vera á Selfossi. í framhaldi af þessari lagasetningu var hafist handa um flutning á starfsem- inni til Selfoss og voru nýjar skrifstofur sjóðsins á Austurvegi 10 formlega teknar í notkun 9. maí sl. Lánasjóður landbúnaðarins er þjónustustofnun við landbúnaðinn og hlutverk hans er að tryggja landbúnaðinum aðgang að lánsfé til íjárfestinga á hagstæðum kjömm og stuðla þannig að æskil- egri þróun atvinnuvegarins. Hjá Lánasjóðnum hefur að undanfömu verið unnið að stefnumótun og við þá vinnu hefur áhersla verið lögð á bætta þjónustu og aukna upplýsingagjöf. Markmiðið er að einfalda umsóknarferilinn og stytta afgreiðslutíma lánsumsókna eins og kostur er. Þá mun sjóðurinn leggja áherslu á bætta upplýsing- agjöf og í dag verður ný heimasíða hans formlega tekin í notkun. Slóðin er www.llb.is. Það er von stjórnar sjóðsins að þessi nýja .heimasíða nýtist bændum og öllum þeim sem þurfa á upplýsingum um sjóðinn og starfsemi hans að halda. Lánasjóður landbúnaðarins veitir lán til jarðakaupa, landbúnaðarbygginga og framkvæmda í sveitum, bústofns- og vélakaupa og annarrar atvinnu- starfsemi í sveitum. Einnig veitir sjóðurinn lán til vinnslustöðva fyr- ir landbúnaðarafurðir. Útlán sjóðsins em ekki bundin við ákveðnar búgreinar eða landsvæði. Útlán sjóðsins árið 1999 námu tæpum 1,7 milljörðum króna en 1,6 milljörðum árið áður. Við lánveitingar sjóðsins er lögð áhersla á lága vexti og hagstæð kjör. Lengstu lánin em til 40 ára og vextir em frá 3,3%. Tekjur af búnaðargjaldi sem er sértakt gjald sem lagt er á bændur og aðra búvöruframleiðendur gera sjóðnum kleift að bjóða svo lága vexti, þannig að í raun er það bændastéttin sjálf sem stendur straum af niðurgreiðslu vaxtanna. Starfsmenn sjóðsins em nú átta. Formaður stjómar er Hjálmar Ámason alþingismaður og framkvæmdastjóri Guðmundur Stefánsson. Guðni Ágústsson landbúnarráðherra opnaði nýja heimasíðu Lánasjóðs landbúnaðarins þegar nýtt húsnæði var formlega tekið í notkun. Petta gerði ráðherra undir eftirliti beirra Guðmundar Stetánssonar, framkvæmdastjóra sióðsins og Hiálmars Árnasonar, forma .ns stjórnar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.