Bændablaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 28
28 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 16. maí2000 l/Mipíi og atvinnulíf Umsjón Erna Bjarnadóttir Úr skýrslu utanríkisráðherra um áhrif ESB aðildar á íslenskan landbúnað OkoMælk í Danmörku bannar sjálfvirka mjaltaþjóna OkoMælk í Danmörku hefur bannað sjálfvirka mjaltaþjóna. Haft er eftir fyrirtækinu að ástæðan fyrir þessu sé að gæði mjólkurinnar séu einfaldlega ekki nógu góð. Mjólkursamlagið fjölgaði innleggjendum sínum um 9 á síðasta ári og jókst mjólkurinnvigtunin um 30%. Það hefur reynst mögulegt að afsetja alla framleiðsluna sem vistvænar vörur, þá aðallega neyslumjólk. (Mælkeritidende 2000, nr. 9) Virðisaukaskattur á matvörum í ýmsum löndum Heimild: Landbrukssamvirkets Felleskontor, Noregi Danmörk 25% Noregur 23% Finland 17% ísland 14% Svíþjóð 12% Austurríki 10% Grikkland 8% Þýskaland 7% Holland 6% Belgía 6% Frakkland 5,5% Portúgal 5% Japan 5% Ítalía 4% á „nauðsynjum" (brauð, mjólk, mjöl o.s.frv.) annars 10% Spánn 3-7% breytilegt eftir „mikilvægi" sem næringar Lúxemborg 3% Sviss 2% írland 0% Stóra-Bretland 0% en 17,5% á lúxus matvörum s.s. kexi, súkkulaði, kaffi, te o.s.frv. Kanada 0% Bandaríki Norður Ameríku 0% í skýrslu Halldórs Ásgrímsson- ar, utanríkisráðherra, um ESB, sem lögð var fram á Alþingi fyrir skömmu er margan fróðleik að finna m.a. um styrkjakerfi ESB og sjúkdóma- varnir innan sambandsins. „Það kerfi, sem farsóttarvarnir ESB byggjast á, er í grundvallar- atriðum þannig að dýralæknayf- irvöld á hverju svæði fyrir sig bera ábyrgð á að vörur eða dýr sem, sett eru á markað, uppfylli sameiginlegar kröfur sem gilda fyrir allt EES-svæðið (gildir eingöngu um fisk hvað Island varðar)“, segir í skýrslunni. „Meginþunginn í þessu kerfi er eftirlit á upprunastað, þ.e.a.s. að aðeins vörur, sem uppfylla öll skilyrði, séu settar á markað. Þessar reglur eru að mestu samræmdar innan EES-svæðis- ins. Sama gildir um allar vörur sem unnar eru úr þessum dýrum og þann aðbúnað sem krafist er við framleiðslu og/eða innilutn- ing þeirra. Kröfur þær sem hér um ræðir eru til þess ætlaðar að tryggja að landbúnaðarvörur séu unnar úr heilbrigðum dýrum við viðunandi aðstæður - svokallað „stable to ta- ble concept". Þetta eru reglur um aðbúnað, fóður og vatn, lyf, bann við hormónum, kynbætur o.s.frv. Reglumar ná yfir alla ævi húsdýrsins (frá því að vera á egg- og/eða sæðisstigi) og áfram allt til þess að matvælin eru keypt í versl- uninni. Til að auðvelda eftirlit og skráningu hafa verið settar reglur um skráningu húsdýra. Þetta á sérstaklega við um nautgripi þar sem kálfar eru skráðir og auðkenndir stuttu eftir fæðingu. Auðkennin fylgja þeim alla ævi og áfram og, þegar kerfið verður komið í fulla notkun, allt til neyt- anda. Markmiðið er að hægt verði að rekja kjötstykkið, sem neytand- inn tekur við í versluninni, til ákveðins nautgrips eða, ef um unna vöru er að ræða, til ákveðins hóps af nautgripum. Sömu kröfur eru gerðar til þeirra vara sem fluttar em inn til sambandsins. Þær þurfa að vera framleiddar við sömu eða svipaðar (jafngildar) aðstæður og ríkja í EES en dýralæknayfirvöldum viðkomandi lands er treyst til að framfylgja þessum reglum. Með vörum frá ríkjum utan EES þarf að fylgja vottorð, undirritað af dýralæknayfirvöldum uppruna- landsins, sem jafngildir tryggingu fyrir því að viðkomandi vörur séu framleiddar og fluttar á viðeigandi hátt. Eini raunhæfi mismunurinn er að vörur og dýr frá löndum utan EES eru skoðuð frekar við ytri landamæri ESB en í flestum tilfell- um er hér um að ræða skoðun á vottorðum og skoðun á því hvort þau auðkenni, sem er að finna í fylgiskjölum, sé einnig að finna á sendingunni sjálfri. Ákveðið hlut- fall sendinga er svo skoðað enn frekar, sendingar opnaðar og sýni tekin. Ef um lifandi dýr er að ræða þá fara þau í gegnum öll þrjú þrep- in við skoðun á landamærum. Hverju aðildarríki er skylt að setja upp neyðaráætlanir varðandi allar helstu farsóttir og eru þær mjög viðamiklar og nákvæmar. Ef upp kemur smitsjúkdómur innan ESB er ákveðnum svæðum lokað og er þetta ekki bundið við þjóðlönd eins og áður var, heldur við svæði enda getur farsótt náð til fleiri en eins lands.“ SamanburOur á verðþróun mjölhurvara og vísítölu neysluverðs s. 12 mónuði 110

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.