Bændablaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 30
30 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 16. maí2000 Þegw nákvœmnin \ er peningw Stórir traktorar kalla á stærri dreifara, 1 sekk, 2 sekki.. eða hvað viltu? Nú er kastlengdin allt að 18 metrar og þá fara hlutirnir að ganga! Tími er sama og peningar. Verksmiðja sem framleiðir nyljavöni úr slðturúrgangi Kjötmjöl ehf. er nú að reisa verksmiðju í Hraungerðishreppi sem á að vinna mjöl og fitu úr hráefni frá sláturhúsum og kjötvinnslum. Það hefur lengi verið rætt um að setja slíka verksmiðju upp á Suðurlandi en framleiðsla hefur verið stunduð um árabil víða um heim og reyndar einnig hér á landi í verksmiðju AB-Mjöls í Borgar- nesi. Guðmundur Tryggvi Ólafsson umhverfisfræðingur hjá Sorpstöð Suðurlands segir að árlega falli til um 5.000 tonn af sláturúrgangi sem er um 25% af öllum úrgangi sem fellur til á svæðinu. „Þessi úrgangur hefur hingað til verið urðaður engum til nota. í raun eru samfara urðun fjölmörg vandamál; það þarf að ganga vel frá úrgang- inum jafnóðum og hann berst, úrgangurinn hefur mikil áhrif á sigvatn og einnig veldur úrgangur- inn metanframleiðslu." Framleiðslan fer þannig fram að hráefninu er safnað saman og sett í hráefnismóttöku verksmiðj- unnar. Þar er því sturtað í síló sem matar sjóðarana eftir að hráefnið hefur verið hakkað. Þar gufar um 60% af þunga hráefnisins upp í loftræsti- og lofthreinsibúnað en úr sjóðurunum kemur að meðaltali 27% mjöl og 13% fita. Þetta er svo skilið að í stórri pressu. Guðmund- ur segir þetta í raun vera prótínendurheimtu. „Það er mik- ilvægt að menn átti sig á því að þegar þetta ferli fer í gang verður sláturúrgangurinn hráefni og fram- leiðsian þar með enn frekari nýting á náttúruauðlindum." Búið er að tryggja markaði fyr- ir framleiðslu verksmiðjunnar. „Mjölið fer væntanlega á erlendan markað sem gæludýrafóður og gæti jafnvel einnig nýst loðdýra- bændum og gróðurræktendum. Fitan mun svo nýtast sem fóður fyrir svínabændur," segir Guð- mundur. Guðmundur segir mikið lagt upp úr því að mengumar- og smit- vamir séu sem fullkomnastar í verksmiðjunni. „Með tilkomu Kjötmjöls ehf. stígur landbúnaður- inn enn eitt skrefið í átt að sjálfbærri framleiðslu,“ segir hann. Áætlað er að verksmiðjan hefji starfsemi um miðjan ágúst og mun hún framleiða um 2000 tonn af af- urðum á ári. Nýju Amazone ZA-X Perfect áburðardreifararnir fást í stærðunum 900 og 1200 lítra, með upphækkun 1400 og 1700 lítra. Dreifibúnaður úr ryðfríu stáli. Vökvastýring úr sæti ökumanns. Aukin afköst og auðveldari í notkun. —— ÞÓR HF BBS wmmmm || REYKJAVlK - AKUREYRI REYIOAVÍK: Ármúla 11 - sfml 568-1500 - AKUREYRI: Lónsbakka, sími 461-1070 Heimasíða íslensks landbúnaðar www.bondi.is Til afgreiðslu strax Öflugir, vandaðir tindatætarar með packerrúllu og hnífatindum * 1. eða 6. hraða gírdrif. * Vinnslubreidd 200 - 500 cm. * Aflþörf70-120 hö. * Tvöfaldar burðarlegur. * Jöfnunarborð aftan. Gamlir votheysturnar notaðir undir súrkornsgeymslur Votheysturnar eru fæstir enn í notkun nema sem minnisvarðar um liðna tíð. Nú er komin upp sú staða að hægt er að koma þessum turnum í góð not a.m.k. hjá kornbændum sem geymslur undir súrkorn. Loftþéttu sílópokarnir sem voru að koma á markaðinn eru sérsniðnir í hvert síló eftir breidd og óskum um rúmmál. Tæming úr pokanum er með snigli sem er loftþéttur. Eftir að pokinn hefur verið fylltur er honum lokað og eftir að tekinn er úr honum dagskammturinn hverju sinni, kemst ekkert súrefni að korninu. Gunnar Sigurðsson bóndi að Stóru Ökrum 1B, Akrahreppi í Skagafjarðarsýslu var fyrstur til að koma hugmyndinni í framkvæmd og bíður nú spenntur eftir uppskeru haustsins. ÍDvÉLAVAL-VARMAHLÍÐ hf. S/M/ 453 8888 - FAX 453 8828, 560 VARMAHLÍÐ Lifandi starfsnám á fögrum og friðsœium stað Sérlega sterkbyggöir hnífatætarar * 1. eða 4. hraöa gírdrif. * Vinnslubreidd 185 - 285 cm. * Aflþörf 50-150 hö. Hliðardrif með tannhjólaniðurfærslu. Leitið nánari upplýsinga! □RKUTÆKNI Tvöfaldar hnífafestingar, 6 vinkilhnífar á kraga, 14 mm, 10.9 hnífaboltar. Rillutenging öxla við tannhjól. Hyrjarhöfða 3 112 Reykjavík Sími 587 6065 Fax 587 6074 Ferðamálabraut* Fiskeldisbraut • Hrossabraut Þjálfara- og reiðkennaranám Heimavist á nemendagörðum, grunnskóli og leikskóli á staðnum. Umsóknarfrestur er til 10. júní 2000 Hólaskóli Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími: 453-6300 Fax: 453-6301 Holaskoli@holar.is www.holar.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.