Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 1
¦ V v \ ^ ¦« A H.tölublað 6. árgangur Miðvikudagur 14. júní 2000 ISSN 1025-5621 Merkl erfOabreytt matvæli fara aO sjást á næsta ári Hólmfríður A. Sigurðardóttir lét nú af störfum sem kennari við skólann eftir farsælt starf til margra ára.____________________ Húlmfrífiur hættir iijá Garðyrkjuskúlanum Þegar Sveinn Aðalsteinsson, skólameistari Garðyrkjuskóla ríkisins sleit skólanum fyrir skömmu kvaddi hann sérstaklega Hólmfríði A. Sigurðardóttur, kennara og sérfræðing við skólann en hún lætur nú af störfum vegna aldurs. Hólmfríður útskrifaðist frá danska landbúnaðarháskólanum árið 1961 sem garðyrkjukanditat og hóf störf við Garðyrkjuskólann árið 1985. Hólmfríður hefur áunnið sér óblandna virðingu allr- ar garðyrkjustéttarinnar og meðal almennings fyrir skrif sín, kennslu og fræðistörf. Hólmfríður hefur verið afar farsæl í sínu starfi og af- skaplega vel liðin sem kennari," sagði Sveinn. - Sjá nánar um Garðyrkjuskólann á bls. 23 Reglugerð um merkingu erfðab- reyttra matvæla verður gefín út í umhverfísráðuneytinu síðar á þessu ári. Innflytjendum þessara matvæla verður gefínn sex mánaða aðlögunartími til að fara eftir reglugerðinni þannig að neytendur geta átt von á að sjá sérstaka merkingu á erfðab- reyttum matvælum snemma á næsta ári. Þetta kemur fram í svari umhverfísráðherra við fyr- irspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur um erfðabreytt matvæli. I svarinu kom einnig fram að til standi að breyta reglugerð um sleppingu eða dreifingu og markaðssetningu erfðabreyttra lífvera í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. Meðal breyt- inga verða að leyfisveitingar til slíks verða tímabundnar og þeir sem markaðssetja erfðabreyttar lífverur eigi að fylgjast með og vakta áhrif þeirra á umhverflð. Þá verða sett inn í reglugerðina ákveði um rekjanleika slíka lífvera. Þá kom fram að Hollustuvernd ríkisins og ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur hafi lagt til að ísland hafni markaðssetningu á yrki af erfðabreyttri repju með þol gegn glufonísat ammonium. Ástæðan er sú að repjan getur vaxið á íslandi og víxlast við skyldar nytjajurtir, svo sem fóðurrófur, fóðurnæpur og ýmsar káltegundir. Ráðherra skýrði einnig frá því að nýverið hafi verið gengið frá bókun um lífvernd (Protocol on Biosafety) á grundvelli 15. gr. samningsins um líffræðilega fjölbreytni. Bókunin fjallar um notkun, flutning, dreifingu og aðgerðir til að draga úr hættu af völdum erfðabreytta lífvera, matvæla og fóðurs og var lögð fram til undirritunar á aðild- arríkjaþingi samningsins í Nairobi í Kenýa 24. maí sl. / byrjun sumars í Eyjafirði Heimsráðstefna Aiþjóóasamtaka búvöruframleióenda: Hlutiir búndans í búvöruverðinu minnkar stöðunt Á heimsráðstefnu Alþjóðasamtaka bú- vöruframleiðenda (IFAP), sem haldin var í Hannover í Þýskalandi um mánaðamótin, var eitt umfjöilunarefnið þáttur bænda í „fæðukeðjunni", þ.e. ferli matvælaframleiðslunnar frá bónda til borðs. Sigurgeir Þorgeirsson, sem sat fundinn ásamt Ara Teitssyni og Herði Harðarsyni telur þessa umræðu hafa verið hvað athygliverðasta á dagskrá fundarins. Annars vegar fluttu erindi fulltrúar neytenda, náttúruverndarsinna og kaup- manna, sem allir lögðu áherslu á fæðu- öryggi, merkingu og rekjanleika mat- vörunnar, náið samstarf og samráð allra hlutaðeigandi hagsmunaaðila, sjálfbæra framleiðsluhætti, dýraverndunarsjónarmið og fjölbreytta gæðaframleiðslu. Neytenda- fulltrúinn lagði að auki áherslu á að efla þyrfti gagnkvæmt traust milli framleiðenda og neytenda, og ekki fór á milli mála, að þetta traust hefur beðið hnekki við öll þau hneykslismál sem upp hafa komið á mat- vælamarkaðnum í Evrópu á síðustu árum. Virðisauki til úrvinnslu og söluaðila Hins vegar var fjallað um þátt bænda í verðmyndun búvara, og drógu fulltrúar bænda upp ófagra mynd af því, hvernig þeirra hlutur hefur farið síminnkandi, meðan virðisaukinn hefur færst yfir til úr- vinnslu og söluaðilanna. Formaður banda- rískra bænda talaði tæpitungulaust: „Markaðurinn hefur brugðist bændum, og það er að gerast alls staðar í heiminum. Hann skilar ekki sanngjörnum eða nægum hluta neytendadollarans til bænda og þar með ekki viðunandi endurgjaldi fyrir vinnu, stjórnun eða ávöxtun á eigin fé." Og hann bætti við: „Þessi brestur í markaðnum er auðskiljanlegur. Hann stafar af stórfelldu ójafnvægi milli fjölþjóðarisa í matvæla- iðnaði og fjölskyldubændanna, sem þurfa að skipta við þessi fyrirtæki. Samþjöppun iðnaðarins á æ færri hendur er áhyggjuefni fyrir bændur um heim allan og neytendur ekki síður." Bœndur verða að efla sín afurðafélög Formaður sænsku bændasamtakanna, Hans Jonsson sagði það staðreynd, að virðisaukinn í fæðukeðjunni hefði færst nær neytendunum, og hnattvæðingunni fylgdi mikil samþjöppun. „Það sem allt of víða hefur gerst og er enn að gerast, er að bændur hafa gefist upp við rekstur afurða- sölufélaga /samvinnufélaga sinna og veikja nú stöðu sína með sífelldum undirboðum hver gegn öðrum, jafnt innanlands sem í milliríkjaviðskiptum. Þessu verður að linna, og lausnin liggur ekki hjá stjórn- völdum eða í lagasetningu. Bændur verða einfaldlega að efla sín afurðafélög og standa saman að úrvinnslu og markaðs- færslu afurðanna. Einungis með þeim hætti geta þeir vænst þess að bera úr bítum sann- gjarnan hluta neytendakrónunnar." Sigurgeir segir þessi sjónarmið eiga jafnt við hér sem annars staðar, þótt að- stæður séu mismunandi milli landa. „ís- lenskir bændur hafa dæmin fyrir sér og hljóta að leggja megináherslu á öflug af- urðasölufyrirtæki og að styrkja eignarhald sitt á þeim, þar sem því er öðruvísi háttað." Sjá nánar á bls. 4.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.