Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Miðvikudagur 14. júní2000 Fyrirspurn Ögmundar Jónassonar um íslandspóst: Starfsmðnnum íslandspóst á landsbyggOinni hefur Qðlgafl - prátt fyrir afl póstúHbú haffii verifi Iðgð niflur Ögmundur Jónasson alþing- ismaður spurði á Alþingi á vordögum hvaða áhrif skipu- lagsbreytingar hjá íslandspósti hf. hafi haft á starfsmannahald og starfsmannastefnu á lands- byggðinni frá því að stofnunin var gerð að hlutafélagi. Vísar hann þá til þess að á þinginu hafi nú verið afgreidd Iög sem heim- ila íslandspósti að ganga til sam- starfs við banka og sparisjóði um rekstur á starfsemi póstþjónustunnar. Ögmundur bendir á að í mörgum tilvikum hafi póstútibú verið lögð niður, t.d. á Laugarvatni, Reykjahlíð, Grímsey og Brú í Hrútafirði og í staðinn gerðir slíkir samstarfs- samningar. í sumurn tilvikum hafí starfsfólk pósthúsanna misst vinnuna. Þá nefndi Ögmundur dæmi um mann sem hafi verið beðinn um að hætta störfum hjá íslandspósti þar sem hann var kominn nálægt 65 ára aldrinum en stefnan væri sú að ráð yngra fólk til starfa. I svari sínu sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra að starfsmannastefna Islandspósts hefði ekki breyst, en í henni er lagt áherslu á að bjóða starfsfólki fjölbreytt störf og góða starfsaðstöðu. Þá haft dreifingar- starfið aukist nokkuð með tilkomu áætlunar um fimm daga póstþjónustu meðan afgreiðslu- verkefni hafa dregist saman. Þar sem þjónusta hafi minnkað fyrir Landssímann og greiddum gíróseðlum fækkað, hafí verið reynt að hafa samstarf við aðra um rekstur afgreiðslustaða, einkum banka og sparisjóði, og hefur það gefist vel. Einnig kom fram að 682 starfsmenn séu nú hjá Islandspósti á landsbyggðinni og er það fjölgun um 28 frá því sem var fyrir tveim- ur árum. Ráðherra sagði einnig ljóst að breytingar yrðu á rekstrinum á þessu ári og í einhverjum tilvikum myndi fólki fækka þar sem verk- efni hefðu dregist saman. Hann segir að ekki verði horft framhjá þeim þjóðfélagsbreytingum sem átt hafa sér stað. Einföld lausn „Af hverju hefur mér ekki dottið þetta í hug“, sagði velunnari blaðsins þegar hann rakst á þessa mynd í ensku blaði, en hér má sjá hvernig spegli hefur verið komið fyrir á áburðardreifaranum þannig að ökumaðurinn þarf ekki að liggja hálfur aftur úr dráttarvélinni til að sjá hvort dreifarinn er orðinn tómur. Ingvar Helgason hf. Vélavarahlutir, Sævarhöfða 2, sími 525 8040 Perkins Varahlutir og síur í Perkins vinnuvélar OrQsending frá Forystu Qárnæktarffllagi fslands ForystuQárræktarfélag íslands var stofnað 18. apríl s.l. og hafa nú þegar margir bændur og annað áhugafólk gengið í það. Er ánægju- legt hve mikill áhugi er á vemdun og ræktun þessa merka fjárstofns sem á sér enga aðra líka í heiminum. Eyðublöð fyrir inntökubeiðni voru fyrr í vor send öllum sem sátu stofnfund félagsins svo og ýmsum öðrum sem sýndu málefninu áhuga. Þeir sem vilja gerast stofnfélagar skulu senda Ólafi R. Dýrmundssyni hjá Bænda- samtökum íslands inntökubeiðnimar fyrir 30. júní n.k. Ef eyðublöð vantar útvegar hann þau og eins em þau til hjá búnaðarsamböndum um land allt. Ólafur segist reikna með að margir sendi inn inntöku- beiðnir nú að loknum sauðburðarönnum. Svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins: Rekstur svæOisstfiðva verðnr enðurmetinn Á vordögum spurði Pétur Bjarnason varaþingmaður menntamálaráðherra á Alþingi uin svæðisstöðvar Ríkisútvarps- ins. Vildi Pétur m.a. fá að vita hvað gert hefði verið til eflingar dagskrárgerðar á lands- byggðinni til samræmis við þingsályktun um stefnu í byggðarmálum 1999-2001. Einnig spurði Pétur hvort ætlunin sé að útsendingar svæðisútvarps Vestfjarða næðu einnig til Strandasýslu, Barðastrandar og Reykhóla. í svari menntamálaráðherra, sem byggt var á upplýsingum frá Ríkisútvarpinu, kemur fram að samkvæmt árangursstjómunar- samningi menntamálaráðuneytis- ins og Ríkisútvarpsins sé stefnt að því að styrkja fréttaöflunarkerfi Ríkisútvarpsins, styrkja dreifi- kerfið og auka efni frá lands- byggðinni. Fram kemur að I. júlí í fyrra hafi hafist svæðisbundnar útsendingar á Suðurlandi sem Utvarp Suðurlands á Selfossi sér um og þá hafi verið samið við fréttablaðið Skessuhorn í Borgar- nesi um fréttir og pistla af Vestur- landi. Þá sé verið að vinna að end- urskipulagningu á fréttastofum Ríkisútvarpsins, eflingu fréttarit- arakerfisins og að virkja svæðisstöðvamar til fréttaöflunar bæði fyrir útvaip og sjónvarp. Þá sé gert ráð fyrir auknum umsvifum Sjónvarpsins á landsbyggðinni þegar næsta vetrardagskrá verður áætluð. I svarinu kom einnig fram að rekstur svæðisstöðvanna verði endurmetinn, m.a. með tilliti til þeirra sjónarmiða að þær eigi fyrst og fremst að sjá um dagskrárefni sem sé fiutt í útvarpi og sjónvarpi á landsvísu. Þá sagði ráðherra að endurvarp dreifikerfis Rásar 2 fyr- ir Hólmavík muni tengjast svæðisútvarpinu þannig að íbúar við Steingrímsíjörð nái útsending- um þess. Hins vegar sé flókið og kostnaðarsamt að tengja Barðaströnd og bæi í Strandasýslu og því muni aðrar brýnni aðgerðir í dreifikerfismálum ganga fyrir, svo sem að bæta sjónvarps- og útvarpsskilyrði í byggðakjömum á Vestfjörðum með Ijósleiðar- avæðingu og nýjum sendum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.