Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 14.júní 2000 BÆNDABLAÐIÐ 7 Undanfarið hefur LK verið að kanna hvernig draga mœtti úr hættunni á þeim fjárhagslegu áföllum sem kúabændur geta orðið fyrir vegna forfalla frá bústörfum, hvort heldur sem er vegna eigin veikinda eða veikinda barna sinna. Ekki hefur fundist leið til að fjármagna forfallasjóð en tryggingafélögin bjóða hins vegar tryggingavemd sem a.m.k. að hluta til, getur komið í stað slíks sjóðs. Hér á eftir verður fjallað stuttlega um þá valkosti sem í boði eru og í þessu tölu- blaði Bændablaðsins eru auglýsingar frá þeim þrem íslensku tryggingafélögum sem bjóða sjúkdómatryggingar. Sérstök athygli er vakin á því að tryggingafélögin bjóða upp á að tryggingaráðgjafi sæki viðkomandi heim og ræði tryggingamálin í ró og næði. En til hvaða þátta þarf að horfa þegar þörfin fyrir tryggingar er metin? Líldega má segja að það sem helst skipti máli sé: Fjölskylduaðstæður og þá helst fjöldi barna á heimilinu. Fjármál bús og heimilisins og þarf þá bæði að líta til tekjuöflunar og greiðslubyrði. Hvað yrði um rekstur bús og heimilis ef aðalfyrirvinnan yrði óvinnufær? Lögð er áhersla á að ábyrgðir fyrir aðra geta jafngilt eigin skuldum, hvort sem um er að ræða beina ábyrgð eða veðleyfi í fasteign. Aðrar tryggingar. Athuga þarf hvaða tryggingar eru til staðar og hvaða vemd þær veita. Réttur í lífeyrissjóði skiptir máli og einnig bætur almannatrygginga- kerfisins. Veikindi eða fráfall einhvers úr fjölskyldunni er alltaf áfall. Bætur úr líf- og sjúkdómatryggingu geta gert fjölskyld- unni kleift að fást við það áfall og endur- skipuleggja líf sitt án þess að þurfa að hafa áhyggjur af framfærslu og afborgun- um skulda meðan sú endurskipulagning stendur yfir. Áhœttuna má flokka þannig: 1. Fjárhagsvandi fjölskyldu vegna skyndilegs fráfalls fyrirvinnu. Hér getur líftrygging eða slysatrygg- ing með dánarbótum komið til álita. Líftrygging felur í sér að bætur em greiddar í einni tekjuskattfrjálsri greiðslu við fráfall þess sem er tryggður. í slysatryggingu geta verið dánarbætur, örorkubætur og dagpening- ar. Skoðaðu málið. 2. Fjárhagsvandi vegna forfalla frá vinnu vegna eigin veikinda eða vegna veikinda barns. Forföllin geta líka verið vegna slyss. Hér getur sjúkdóma- og/eða slysatrygging komið til álita. Sjúkdómatrygging felur í sér að ef tryggingataki eða böm hans undir 18 ára aldri greinist með einhvem þeirra sjúkdóma eða gengst undir ein- hvetjar þeirra aðgerða sem tryggingin tekur til, greiðist bótafjárhæðin út í einu lagi. Almennt gildir að heilsubrestur- vegna slits og aðgerða vegna þess er ekki bættur. Einnig standa til boða af- komutryggingar sem veita hinum tryggða rétt á bótum verði hann fyrir slysi eða greinist með sjúkdóm sem gerir að verkum að hann missi starfs- orkuna. Aðeins era greiddar bætur ef starfsorkumissirinn er 50% eða meiri. Skoðaðu málið Tryggingar þær sem hér um ræðir tengjast og skarast, hugsanlega með mis- munandi hætti hjá einstökum trygging- afélögum. Því er rik ástæða til að hver og einn byrji á því að gera upp við sig hvort hann telji þörf á tryggingu og þá gegn hvaða áhættu. Að því loknu þarf að afla upplýsinga um þá valkosti sem standa til boða og taka síðan ákvörðun um hvort og þá hvaða tryggingu skuli kaupa. Þórólfur Sveinsson, formaður LK. Hættur leynast víða í landbúnaði. A síðasta ári var birt greinin Vinnuvernd í land- búnaði í Handbók bænda þar sem m.a. var fjallað um ýmsa slysavalda eins og vélar og drif- sköft, stiga og stórgripi. Hins vegar var ekki fjallað um hættur sem fylgja húsdýraáburði og verður bætt úr því hér. Lengi hafa áburðarkjallarar tíðkast undir fjósum. Það er raunar eldri tækni að hafa opna kjallara undir fjárhúsum en mengunarhætta frá þeim er hverfandi. Hættan er mest í kúa- og svínaskít. Hætturnar sem þessir áburðarkjallarar hafa í för-með sér stafa einkum af Ioft- tegundum sem myndast við ákveðnar aðstæður. Þegar húsdýra- áburðurinn hefur legið nokkuð lengi getur orðið gerjun og við hana myndast nokkrar gastegundir eins og brennisteinsvetni, amm- oníak, koldíoxíð og metan. Áburðarkjallaramir eru gjam- an tæmdir með haugsugum eða haugdælum. Þá þarf að hræra upp í áburðinum. Það er einmitt þá sem þessar áðurnefndu lofttegundir losna úr læðingi. Óþægindi og slysahætta stafa einkum af tveimur fyrstnefndu gastegundunum. þ.e. brennisteinsvetni og ammoníaki. Hvað er hœttulegt við þessar. lofttegundir? Brennisteinsvetni (H2S) er litlaus lofttegund með óþægilega lykt (minnir á skemmd egg) og finnst hún þótt magnið sé lítið (0,1 ppm)l. Brennisteinsvetni er mjög eitrað og það sem verra er: loftteg- undin getur lamað þefskynið þegar magnið verður 150-200 ppm þann- ig að hætta er á að maður geri sér ekki grein fyrir hættunni. Brenni- steinsvetni getur valdið höfuðverk, svima, ógleði, uppsölum, niður- gangi og þegar verst lætur, meðvit- undarleysi og lömun í öndun- arlærum. Mengunarmörk eru 10 ppm (þ.e. 10 rúmmálseiningar af núlljón) en með mengurtarmörkum er átt við þann hámarksstyrk sem ráðlagt er að mengun fari ekki yfir að meðaltali yfir 8 stunda vinnu- dag. Mikil mengun (500-600 ppm) er lífshættuleg. Brennisteinsvetnis gætir lítt og ekki á meðan áburðurinn liggur kyrr en þegar húsdýraáburðurinn er settur á hreyfingu losnar þessi lofttcgund úr læðingi. Ammoníak (NH3) verkar ert- andi á augu, húð og öndunarveg. Við innöndun getur komið frani hósti, andnauð og í versta tilfelli krampi í barka, uppköst og bjúgur í lungum. Langvarandi innöndun getur valdið slímhimnubólgu í lungnapípum. Mengunarmörk eru 25 ppm en talið er óhælt að vera í allt að hálfa klukkustund í 500 ppm án þess að bíða skaða af (1700 ppm er lífshættulegt). Lykt finnst við magnið 5-15 ppm. Koldíoxíð (C02) - kolsýra - er lit- og lyktarlaus lofttegund og myndast þegar næringarefni um- breytast í líkamanum og losna út með útöndun dýranna. Það mynd- ast einnig í húsdýraáburðinum og losnar þegar hrært er í honum. Mengunarmörk eru 5000 ppm (0,5%). Þegar magnið nær 20.000 ppm eða meira getur það valdið höfuðverk og hraðari öndun. Mikil mengun (500.000 ppm) er kæfandi og lífshættuleg. Metan (CH4) myndast við loftfirrðar.aðstæður. Það er eldfimt gas og því getur fylgt sprengihætta. En hættan af því er einkum sú að það getur rutt burtu súrefni loftsins og þannig valdið súrefnisskorti og hættu á köfnun. Góð loftrœstiitg er nauðsynleg Af ofanrituðu má sjá að ýmsar hættur geta leynst í húsdýraáburð- inum því gastegundirnar geta kom- ist inn í fjós eða aðrar byggingar þegar hrært er upp í haughúsinu eða þegar verið er að dæla áburð- inum burt. Það skiptir því sköpum að menn sjái til þess að loftræsting sé góð, einkum meðan á tæmingu stendur, annað hvort að opið sé í gegnum húsið og góður dragsúgur í gegn eða að sterk vifta sé notuð. Aðrar hættur geta að sjálfsögðu einnig verið fyrir hendi samfara haughúsum, t.d. að böm og skepnur detti ofan í þau. Erlendis tíðkast það gjarnan að bændur setja aðvöranarskilt: sem varað er við hættu á eitran og eldhættu. Þar nota menn oft öndunargrímur en þá er nauðsyn- iegt að gæta þess að gríman ''erji gegn þeim lofttegundum sem fyrir- finnast í umhverfinu. Hanna Kristín Stefánsdóttir, deildarstj. hjá Vinnueftirlitinu 1 ppm cr skammstöfum fyrir parts per ntillion og rnerkir því milljónustu hluta af rúmmáli. Mengunarmörk brennisteins- vetnis eru 10 ppm, þ.c. 10 einingar af rriilljón eða 10 ml í rúmmetra lofts.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.