Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Miðvikudagur ld.júní 2000 Þingsályktunartillaga um tólf ára samfellt grunnnám: Allir eigi kost á menntun Irs sinni heimabyggð til 18 sra aldnrs Jón Bjarnason alþingismaður hefur ásamt þremur öðrum þing- mönnum lagt fram þingsályktun- artillögu um að mennt- amálaráðherra verði falið að hefja undirbúning þess að tryggja að samfellt nám til átján ára aldurs verði í boði alls staðar á landinu. Ungt fólk innan sjálfræðisaldurs geti þannig stundað nám daglega frá heima- byggð sinni. Þessu námi myndi svo Ijúka formlega með náms- gráðu. Þá yrði skipulag annars framhaldsnáms endurskoðað með tilliti til þessara breytinga til að eðlileg samfella og tenging við framhaldsnámið í heild skapist. Megintilgangur tillögunnar er, samkvæmt greinargerðinni, að laga skólakerfið að nútímakröfum um rétt til fjölskyldulífs og fjölskylduábyrgðar. Mikilvægt sé að fjölskyldan geti verið sem mest samvistum meðan unglingurinn er á aldrinum 15-18 ára þegar þeir ganga í gegnum miklar breytingar. Þá er talað um mikinn náms- kostnað þeirra sem þurfa að sækja framhaldsnám út fyrir heimabyggð en þar er talað um 300-500 þúsund krónur á ári. Þetta telja flutnings- menn að geti leitt til þess að ung- lingar frá tekjulægri heimilum lendi í vandræðum með að kosta nám sitt. í dag búa 3.339 16-20 ára ung- lingar í byggðarlögum án fram- haldsskóla, sé miðað við bráðab- irgðatölur Hagstofunnar um mannfjölda 1. desember 1999. Þetta eru um 15% af öllum 16-20 ára unglingum á landinu og tæp 43% af öllum unglingum á lands- byggðinni. Hagstofan tekur ekki sérstaklega saman aldurinn 16-18 ára. Jón telur það eðlilega kröfu að þetta fólk geti stundað nám úr sinni heimabyggð. „Ein af ástæðunum fyrir því að fólk flyst brott úr heimabyggð sinni er að það geti stundað nám. Aðgengi til menntun- ar er hluti af lífsgæðum og eitt af því sem fólk mun meta þegar það ákveður hvar það vill búa. Mörg byggðalög eiga við þann vanda að etja að fólk flytur burt við 16 ára aldur og við það getur ekkert samfélag unað.“ Tekið er fram að þessar breyt- ingar þurfi ekki að kalla á að skóla- skylda verði lengd heldur sé aðeins verið að skylda stjómvöld til að bjóða slíkt grunnnám alls staðar á landinu. Eðlilegt sé að þessi tvö viðbótarár verði byggð upp í þeim grunnskólum sem eru í viðkomandi byggðarlögum ef ekki er fram- haldsskóli þar. „Það er mikilvægt að byggja ofan á þann kjama sem er fyrir. Það verður líka að athuga að ef litlu samfélögin úti á landi eiga að taka þátt í þessum mikla þekkingariðnaði verða þau að eiga meiri möguleika á almennri gmnn- menntun. Með aðgangi að fjamámi og fjarkennslu auk annars efnis á Netinu er meiri möguleiki á að gera slíkt starf mögulegt." En tillagan snýst ekki eingöngu um að bjóða öllum landsmönnum jafnan aðgang að námi heldur að hækka menntunarstig þjóðarinnar. „Það yrði gert með lengra sam- felldu gmnnnámi og í framhaldi af því kæmi svo sémám og tækninám sem þeir framhaldsskólar sem fyrir em gætu tekið að sér. Þetta mun stuðla að aukinni þekkingu og fæmi.“ Gert er ráð fyrir að þessi tvö viðbótarár byggist að hluta á starfs- tengdu námi með öflugri tengingu við atvinnulíf, sögu, menningu og náttúm viðkomandi byggðarlags. Með þessu eflist sjálfsvitund ung- linga og þeir verði jafnvel líklegri til að vilja búa í heimabyggð sinni á fullorðins árum. Bændur Bændur Vélar og Þjónusta hf er stærsta þjónustufyrirtækið á sínu sviði á íslandi. 25 ára reynsla gefur okkur aukið forskot. Þekktir fyrir þjónustu í 25 ár Þjónusta i' »Ah VELAR& ÞJwNUSTAhf www.velar.is Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 5 800 200, fax 5 800 220 Útibú á Akureyri, sími 461 4040, Óseyri 1a Gámur er ódýr lausn á hverskyns geymsluvandamálum, hvort sem þú ert flutningabílstjóri, verktaki, fiskverkandi eöa bóndi. Með því aö fella gám að umhverfinu getur hann hentað sem geymsla við sumarbústaði eða golfvelli og á fleiri stöðum. Hjá Hafnarbakka færðu margar gerðir af gámum. Við seljum eða leigjum, notaða eða nýja stálgáma, frystigáma, hálfgáma, einangraða gáma ogfl. HAFNARBAKKI Hafnarbakki hf. Suðurhöfninni Hafnarfirði Sími 565 2733 Fax 565 2735 niður með honum og komist inn í hann. A yfirborði skal hlaða jarðvegi að bmnninum þannig, að yfirborðsvatn renni frá honum á alla vegu. Brunnur Brunnur, plast eða steinrör, þvermál 80-100 sm, dýpt eftir aðstæðum. Möl kringum neðri hluta hans. Vatn rennur inn um botn og göt á hliðum. Yfirfallspípa þarf að flytja allt vatn, sem vatnsbólið gefur, þegar mest er. Brunnar geta verið misstórir eftir aðstæðum. I fjallshlíð, þar sem vatn kemur upp í grunnum jarðvegi, möl, grjóti eða klöpp, getur tunna hentað vel. Sé nægjan- Vatnsveituráðunautur var í fullu starfi hjá B1 um tveggja áratuga skeið eða frá 1972-1992, en fyrir og eftir þann tíma hefur ráðgjöf um vatnsveitur verið hlutastarf. Á þeim tíma sem ráðunautur var í fullu starfi voru lagðar nýjar vatn- sveitur á velflesta sveitabæi í land- inu eða þær eldri endumýjaðar en síðustu árin fór loks að draga úr eftirspum eftir vatnsveitukönnnun. Á þeim 7 ámm sem liðin eru frá því að vatnsveituráðgjöf varð hlutastaf hefur enn dregið úr eftir- spurn eftir ráðleggingum. Nú er von að spurt sé hvemig í ósköpunum standi þá á því að heil- brigðiseftirlit telji stóran hluta af vatnsveitum á sveitabæjum vera í ólagi. Eftir að ég kom til starfa við að ráðleggja bændum eitt og annað varðandi vatnsveitur hef ég oft verið beðinn að koma á bæi þar sem vatnið er ekki nógu hreint, það sest grugg í sigti og síur og endumýjun á þeim verður að vera óeðlilega ör. Við athugun kemur oftast í ljós að leiðbeiningum vatn- sveituráðunautar um frágang á vatnsbóli hefur ekki verið fylgt. Svona eftir á að hyggja sýnist mér að strangari reglur hefðu þurft að gilda um frágang vatnsbóla áður en veitt var ríkisframlag á vatn- sveitur. Þegar ný vatnsveita er lögð, segjum úr uppsprettu uppi í brekku ofan við bæinn, er yfirleitt grafin dálítil hola umhverfis uppsprettuna og síðan er graflð fyrir leiðslunni eða hún plægð niður sé þess kostur frá vatnsbóli og niður í bæ. Vatnið úr uppsprettunni safnast í holuna sem grafin var og eftir að pípan er komin frá bæ og upp í holuna er ekkert þvf til fyrirstöðu að fara að nota vatnið. Og þannig hef ég séð vatnsból notuð, sem aldrei hefur verið gengið frá eins og vera ber og vatnsveitueiganda er ráðlagt að gera. Flestir láta þó fijótlega hlemm yfir holuna og slá saman einhvem ramma til að hlemmurinn geti hvílt á. Oft er ekki gert neitt frekar, sennilega oftast vegna þess að önnur brýn störf á búinu kalla á og vatnsmáíunum er bjargað í bili, svo að ekki þarf að hafa áhyggjur af þeim fyrr en tóm gefst til. En þegar tóm gefst eru vandamálin með vatnið gleymd og önnur tekin við, svo að frágangurinn við vatnsbólið sem átti bara að vera til bráðabirgða verður vamalegur. Það getur verið ágætis vatn, sem kemur úr svona frágengnu vatnsbóli, en hættunni er boðið heim. Yfirborðsvatn kemst greið- lega í neysluvatnið og við matvælaframleiðslu er slíkt ekki liðið. Ég hef grun um að margar af þeim vatnsveitum, sem heil- brigðiseftirlit dæmir ónothæfar, væri einfalt að gera að úrvalsvatn- sveitum með því að ganga betur frá vatnsbólinu. Þess vegna birtist hér teikning eftir Harald Ámason fyrrverandi vatnsveituráðunaut BÍ af frágangi vatnsbóla. Brunna þarf að grafa niður á fastan botn, möl eða klöpp, og þeir þurfa að vera þannig gerðir, að vatn komi inn í þá neðst, upp í botninn eða inn um hliðar hans stutt frá botni. Efri hluti brunns þarf að vera vatnsþéttur og að hon- um þarf að þjappa leir og mold þannig að ekki sigi yfirborðsvatn legt vatn í lindinni, má tengja heimæðina beint í tunnuna neðar- lega, 15-20 sm frá botni. Sé vatnið lítið, minna en heimæðin getur flutt, hentar oft að setja miðlunar- geymi stutt frá lindinni. Vatnsból Tunna í lind. Geymir í sömu hæð. Möl kringum neðri hluta tunnu, vatn rennur inn um botn og göt á hliðum. Bmnna má gera úr öðrum efn- um en plasti eða steinröri, sumir nota vatnsvarinn krossvið sem er ágætur, en óvarið timbur fúnar með tímanum og þarfnast viðhalds. Það er e.t.v. skortur á viðhaldi á umbúnaðinum umhverf- is vatnsbólið sem er á stæðan fyrir þeim lágu einkunnum sem vatnsból til sveita fá hjá heil- brigðiseftirliti. Girða þarf af svolítinn blett umhverfis vatnsbólið til að koma í veg fyrir að skepnur séu að snudda umhverfis það og skilja eftir sig taðhrúgur. Óttar Geirsson

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.