Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 14.júní 2000 BÆNDABLAÐIÐ 13 í samræmi við lög um lax- og sil- ungsveiði er veiðieftirlit hér á landi tvískipt. Þannig ber veiðifélögum að kosta veiðieftir- lit á sínu umráðasvæði en hið op- inbera kostar eftirlit með því að bann við laxveiðum í sjó sé virt og farið sé að lögum og reglu- gerðum varðandi veiðar á sil- ungi við strendur landsins. Veiðimálastjóri skipar eftirlits- menn og veitir þeim fagleg fyr- irmæli í erindisbréfi. Samvinna eftirlitsmanna við lögreglu og sýslumann í sínu héraði er hins vegar mjög mikil, enda eru brot á lögunum kærð til sýslumanns- embættanna. Sumarið 1999 störfuðu 2 eftir- litsmenn á vegum embættis veiðimálastjóra, sem sinntu veiðieftirliti á landsvísu og fóru víða um land til að meta ástand í sjávarveiði með ströndinni og aðstoða eftirlitsmenn veiðifélaga eftir föngum. Auk þessa var veittur nokkur fjárhagslegur stuðningur til að sinna eftirliti með sjávarlögnum til veiðifélaga á vatnasvæði Ölfusár, Hvítár í Borgarfirði, umráðasvæði veiðifélaga í Húna- vatnssýslum, í Skagafirði, við Skjálfanda og í Vopnafirði. Með eflingu veiðieftirlits við strendur landsins á liðnum áratug hefur ýmislegt áunnist og í sumum landshlutum virðast vera minni brögð að því að lögð séu sérstök net til veiða á laxi í sjó. I öðrum landhlutum, einkum norðanlands, eru enn nokkur brögð að þessu og ljóst er að á því svæði er þó nokkur laxveiði í lögleg silunganet, sem ætluð eru til bleikjuveiði. Verður vart við þessu brugðist nema með því að takmarka bleikjuveiði þegar laxgengd er mest en fyrir því eru heimildir samkvæmt 14. grein laga nr 76/1970 um lax- og sil- ungsveiði. Þar sem mikil óvissa ríkir um réttarstöðu silungsneta við strend- ur landsins og lögboðin veiði- skráning sjaldnast fyrir hendi, hafa eftirlitsmenn embættis veiði- málastjóra hafið skráningu og staðsetningarákvörðun (GPS) á löglegum sjávarlögnum umhverfis landið. Mikið hefur verið skráð á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi en enn er mikið verk óunnið á Norðausturlandi og Austfjörðum. Mynd 4 sýnir netalagnir við strendur landsins, sem veiðieftirlitsmenn embættisins hafa skráð undanfarin 2 ár. Skráðar hafa verið yfir 200 netalagnir við strönd landsins, flestar löglegar en einnig nokkrar ólöglegar, flestar ætlaðar til bleikjuveiði. Haldið verður áfram skráningu á norður- og austurlandi uns fengist hefur heildarmynd af ástandinu um- hverfis landið. Þegar veiðifélögum var gert skylt að sinna veiðieftirliti á eigin umráðasvæði með lagabreytingu árið 1994, kom upp óvissa varðandi framkvæmd eftirlits með netaveiði á laxi í ám, þar sem neta- veiðihagsmunir eru miklir. í þenn- an flokk falla margar jökulár landsins svo sem Þjórsá, Ölfusá Hvítá, Hvítá í Borgarfirði og Héraðsvötn svo dæmi séu tekin. Komið hefur á daginn að veiðifélög hafa kostað veiðieftirlit á flestum þessarra staða, þó í mis- miklum mæli sé. Þannig hefur eft- irlit við Hvítá í Borgarfirði og á Ölfusár-Hvítársvæðinu verið nokkuð öflugt, mun minna í um- fangi við Héraðsvötn og nánast ekkert við Þjórsá. Við þetta bætist nokkur tortryggni stanga- veiðimanna á þessum svæðum gagnvart veiðieftirlitsmanni, sem kostaður er af veiðifélaginu á staðnum. Sumarið 1999 hljóp Haga- jökull fram í Hagavatn og olli verulegu mori í Hvítá og Ölfusá í Arnessýslu. Lax tafðist verulega í göngu upp árnar og gekk seint og illa upp í bergvatnsámar, þar sem stangaveiðimenn biðu óþreyjufull- ir eftir laxagöngum. Svo fór að stangaveiðimenn kenndu netaveiði í jökulvatninu um laxaþurrðina og spunnust í því sambandi nokkur blaðaskiif. í lok veiðitíma var landbúnaðarráðherra afhentur und- irskriftalisti fjölmargra stanga- veiðimanna, sem hörmuðu meint framferði netaveiðbænda. í lok júlí fór veiðieftirlitsmaður veiðimálastjóra ásamt veiðieftir- litsmanni í Amessýslu um vatn- asvæði Ölfusár og gerði úttekt á ástandi svæðisins. Úttektin leiddi í ljós, að mun færri net vora lögð í ámar heldur en heimilt var, bæði vegna straumþunga og breyttra aðstæðna vegna hlaupsins. Veiði hafði verið ágæt í sumar lagnir, sem bætti þó ekki upp mjög rýra veiði í aðrar vegna áhrifa frá hlaupinu. Ljóst þótti að laxinn hefði tafist vemlega vegna hlaups- ins eins og gerst hafði áður við svipaðar aðstæður og höfðu menn verulegar áhyggjur af áhrifum þessa atburðar á hrygningu og af- komu seiða á vatnasvæðinu. Þegar leið á ágústmánuð dró verulega úr áhrifum hlaupsins í jökulvatninu og lifnaði þá veiði í bergvatns- ánum verulega. Slíkir hagsmunaárekstrar milli stangaveiðimanna annarsvegar og netaveiðibænda hinsvegar hafa farið vaxandi hin síðari ár og það virðist gerast í réttu hlutfalli við aukningu í fjölda þeirra veiðim- anna, sem eingöngu stunda veiði á flugu og sleppa í mörgum tilfellum fiskinum aftur í ána. Hér er um ákveðna umhverfisstefnu að ræða og þessir stangaveiðimenn telja netaveiðar óviðeigandi á tímum þegar margir stofnar laxfiska eiga undir högg að sækja á heimsvísu. í þessu sambandi breytir það litlu, þótt netaveiðin sé í fullu samræmi við gildandi lög og fyrir liggi að viðkomandi laxastofn verði ekki fullnýttur nema með netaveiði. Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að hið opinbera veiti eftirlitsmönnum á heimaslóð veru- legan stuðning, þannig að gagn- rýnisröddum gefist ekki færi á að draga úr trúverðugleika þeirra manna sem vinna sitt starf af full- um heilindum. Að þessu verður stefnt við skipulagningu eftirlits sumarið 2000 og einnig leitast við að auka eftirlit með netaveiðum í jökulám, þar sem veiðifélög hafa ekki haft vilja eða burði til að koma á eftirliti. Á eftirlitsferðum sínum um landið höfðu eftirlitsmenn veiði- málastjóra samband við flesta starfandi veiðieftirlitsmenn og veitti þeim fræðslu og stuðning varðandi framkvæmd eftirlitsins. Reikna má með að slík samskipti skili vemlegum árangri í framtíðinni, einkum ef eftirlits- menn á landsbyggðinni starfa sam- fleytt í nokkur sumur. Einnig ræddi eftirlitsmaður embættisins við sveitarstjóra og aðra opinbera aðila í þéttbýliskjömum til að kanna ástand í netaveiðimálum, vekja at- hygli á ákvæðum laxveiðilaganna og túlkun á þeim. Leiddi sú úttekt í ljós að víða var pottur brotinn og ekki vanþörf á endurbótum. Vakti eftirlitsmaður athygli á því sem betur mætti fara og verður málinu fylgt frekar eftir sumarið 2000. Auk veiðieftirlits hefur eftir- litsmönnum almennt verið falið að fylgjast með því að ákvæði reglu- gerða í veiðimálum séu haldin, ekki síst varðandi fiskflutninga, umhverfisáhrif fiskeldisstarfsemi og malartekju í árfarvegum, sem í vaxandi mæli kemur til kasta embættisins. Ymislegt annað mætti ræða varðandi veiðieftirlit á árinu 1999 en hér verður látið staðar numið. Frá embœtti veiðimálastjóra. ÞroskasOgtúngrasa - sláttutfmi - heygæOi Fáar ákvarðanir í bústjóm bóndans hafa meiri áhrif á búreksturinn og afkomuna en rétt val á sláttutíma og að tryggja gæði heyaflans. Orkugildi heyjanna eða meltan- leikinn er mikilvægasti þáttur heygæðanna. Margir þættir hafa áhrif á sprettu og þroska túngrasa, s.s. jarðvegur, grastegund, áburðar- tími, áburðarmagn, meðferð túna og síðast en ekki síst veðurfarið (hiti og úrkoma). Þótt endurræktun túna hafi aukist síðustu árin er stór hluti þeirra með blönduðum túngróðri. Algengasta grastegundin í túnum er þó líklega vallarfoxgrasið. Það er nokkurs konar einkennisjurt fyr- ir túngrös og algengt er að miða val á sláttutíma við þroskastig þess. Samhengi þroskastigs og fóðurgildis í vallarfoxgrasi er einnig all vel þekkt og hefur mikið verið rannsakað hér á landi. Jafnan er talið heppilegt að slá vallarfoxgras þegar það er að skríða eða um skrið. Þá er orku- gildi þess eða meltanleikinn hæstur. Eftir skrið fellur orku- gildið jafnt og þétt. Fall í meltan- leika er að jafnaði um 2,5% á viku en gerist mishratt og virðist tíðar- far hafa nokkur áhrif þar á. Val á sláttutíma vallarfoxgrass miðað við skrið helgast þó af því hvort slá eigi tvisvar. Ef vallarfoxgras er slegið eftir að það er allt skriðið verður endurvöturinn jafnan lítill. I venjulegu eða eðlilegu árferði skríður vallarfoxgras á svipuðum tíma, nálægt eða rétt eft- ir mánaðamót júní/júlí. Þess vegna er ekki óalgengt að bændur velji eða ákveði sláttutímann eða byrjun sláttar að nokkru við daga- talið. Þegar þetta tölublað Bænda- blaðsins kemur fyrir augu lesenda (14. júní) fer sláttur að nálgast a. m. k. hjá þeim bændum sem fyrstir byrja. Að baki er fremur kaldur gróandi um nærfellt allt land, en inn á milli hafa þó komið góðir, hlýir og sólríkir dagar, einkum norðan- og austanlands. Köldu dagana virðist lítið gerast, en plantan stendur þó ekki í stað. Hún tillífar og safnar forða svo þegar aftur hlýnar getur vöxtur (og þroski) orðið mjög ör. Þegar vaxt- arskilyrðin batna, - bregðast plöntumar þannig við (t. d. eftir tímabundinn skort á hita, raka og næringu) að flýta þroskanum Af þessum sökum er full ástæða nú til vekja athygli bænda, einkurn kúabænda, á því að fylgj- ast grannt með grasþroskanum í túnum sínum og miða val á sláttutíma meira við sýnilegan þroska grasanna en dagsetningu. Til þess að tryggja heygæði fyrri sláttar getur verið ástæða til að hefja slátt nokkru fyrr en menn ætluðu og jafnvel áður en upp- skera hefur náð því sem stefnt var að. Það getur borgað sig að slá snemma og fá minna töðufall, en vinna það upp með meiri endur- vexti og uppskeru í seinni slætti. Gunnar Guðmundsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.