Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 18
18 BÆNDABLAÐIÐ Miðvikudagur 14. júní 2000 Özur Lárusson, nýr framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda Neytendur gera sífellt meiri kröfn til hollustu ug hreinleika matvæla - og þðP stendnr sauðfjámektin vel að vígi Özur Lárusson tók við starfi framkvæmdastjóra Lands- samtaka sauðfjárbænda fyrir skömmu. Özur ólst upp í Holti í Önundarfirði en faðir hans var þar prestur og síðar prófastur í 26 ár en móðir hans var hjúkrunarfræðingur á Flateyri. Özur er kvæntur Margréti Asu Sigfúsdóttur framkvæmdastjóra og eiga þau tvær dætur, Ragnheiði 2ja ára og Guðrúnu 5 ára. Aðspurður sagði Özur að ekki hefði verið um að ræða búskap í hefðbundinni mynd í Holti en þó komu foreldrar hans upp æðarvarpi og sem strákur tók Ózur þátt í að hugsa um varpið. „Einnig höfðum við hesta um tíma. Svo var ég í vinnumennsku hjá Hagalíni Guðmundsyni og Þórdísi í Hjarðardal en hann var bæði með sauðfé og kýr. Ég hef unnið öll algeng störf bæði til sjávar og sveita en eftir að ég kom heim frá námi haustið 1994 hef ég starfað innan tryggingageirans og þá aðallega í fyrirtækjaþjónustu og markaðsmálum, og þá lengst af hjá Tryggingu hf,“ sagði Özur í stuttu spjalli við Bændablaðið. „Þann stutta tíma sem ég hef verið í þessu starfi þá hefur drjúgur tími farið í það að setja sig inní það og er því verki engan veginn lokið. En það má segja að síðastliðinn mánuður hafi að stórum hluta farið í auglýsinga- og markaðsmál. Ég starfa bæði sem framkvæmdastjóri Landsamtaka sauðfjárbænda og Markaðsráðs kindakjöts og sýnist mér að verkefnin eigi eftir að skiptast nokkuð jafnt á milli en oft á tíðum þá skarast þessir málflokkar töluvert eðli málsins vegna. Þau störf sem lúta beint að Lands- samtökunum er að halda utan um félögin, koma erindum frá þeim áfram og fylgja þeim eftir. Einnig starfa ég að al- mennri hagsmunagæslu fyrir sauðíjárbændur en þetta er mjög lausleg upptalning.“ Nú er það svo að á liðnum árum hefur neysla á dilk- akjöti dregist saman. Özur var inntur eftir því hvernig bæri að bregðast við minni markaðshlutdeild. „Það er auðvitað með réttum viðbrögðum við kröfum markaðarins og réttum auglýsingum sem hæfa í það skipti. Það er alveg ljóst að neytendur gera sífellt meiri kröfu um hollustu og hreinleika matvæla og þar stendur sauðljárræktin vel að vígi. Það sem þarf að bæta er að það vantar fjölbreyttara úrval í neytendaumbúðir. Þá á ég við að fólk er farið að kaupa meira það sem kalla má „heildarlausn- ir“ þ.e. ákveðinn skurð á kjöti sem hægt er að hræra saman við eitt- hvað glundur úr krukku eða pakka og á innan við 10 mín er tilbúin góður matur. Það að fólk kaupi heilu og hálfu skrokkana í einu er nokkuð sem er á und- anhaldi. En það er þó ánægjulegt að sjá aukna neyslu á lambakjöti og tölur sýna að á síðustu 12 mánuðum hefur neysla aukist um tæp 3%.“ -Sérðu einhverja leið varðandi útflutning á kjöti? „Það sem mér finnst mikilvægt er að skoða möguleika á því að stofna einhverskonar sölusamtök á kjöti fyrir er- lendan markað sem svipar til SÍF og SH eða þá að ganga til samstarfs við slíka aðila sem þegar hafa aflað sér þekk- ingar á útflutningi og hafa aðgang að mörkuðum erlendis. Ég er sannfærður um það að ef hægt væri að ná sátt um að selja allt kjöt frá íslandi undir einu merki þá væri hægt að stórauka sölu á kjöti sem hágæðavöru til útlanda sem myndi hafa í för með sér aukna framlegð og hagræðingu. Við erum ekki það stórir á heimsmælikvara að við getum verið að keppa innbyrðis um markaðshlutdeild erlendis og síst í verði. Fiskframleiðendur hafa löngu áttað sig á þessu og það þurfum við líka að gera. Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK: „Vil halda áfram að koma erlendri hekkinge á framfæri" krefjast mikillar vinnu og sérþekk- ingar. Stór hluti vinnunnar lýtur einnig að markaðsmálum í naut- akjötinu. LK vinnur einnig náið með Bændasamtökunum, hinum búgreinasamtökunum, landbúnaðarráðuneytinu og samtökum afurðastöðva bæði í mjólkur- og kjötvinnslu, svo að verkefnin eru margvísleg." Si'ðustu ár hefur kúabœndum fœkkað nokkuð hratt og margir verið að hœtta það sem afer árinu. Hvernig líst þér á þessa þróun ? „Þessi þróun er í samræmi við það sem gerst hefur annarsstaðar í Evrópu undanfarin ár og kemur því ekki á óvart. Þessu gerðu samningamenn ráð fyrir þegar síðasti mjólkurframleiðslusamn- ingur var gerður og var þá gert ráð fyrir því að hagræðing myndi verða í greininni fyrir lok þess samnings, sem er árið 2005. Ég verð því að segja að ég er í raun ánægður með þessa þróun, því Snorri Sigurðsson var ráðinn framkvæmdastjóri Landssam- bands kúabænda um síðustu áramót en hann var áður kenn- ari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Snorri er Garðbæingur að upplagi, sonur Sigurðar Þórðarsonar verk- fræðings og Sigrúnar Andrés- dóttur tónlistarkennara. Hann segist sennilega einn af þeim fyrstu sem kalla megi „hrein- ræktaðan þéttbýlisbúa“ í þeim skilningi að ekki einungis for- eldrar hans eru af höfuðborg- arsvæðinu heldur lluttu foreldr- ar þeirra beggja mjög ungir til Reykjavíkur. Það er því langt í sveitamanninn og eðliiega sárafáir bændur í ættinni, en þó til. En hvemig œxlaðist það þann- ig að Garðbœingurinn og þéttbýlisbúinn, eins og þú kallar það sjálfur, er í dag fram- kvœmdastjóri Landssambands kúabœnda? „Þetta er spuming sem ég er oft spurður að, en skýringin felst meðal annars í því að ég var svo lánsamur að komast í sveit hjá frændfólki mínu, nánar tiltekið í Vík í Skagafirði. Þar var ég á hveiju sumri frá unga aldri og fram á 16. ár og fékk ég þaðan áhuga minn á landbúnaði. Þessu til viðbótar hafði konan mín, Kolbrún Anna Örlygsdóttir, áhuga á hestum og vildi endilega fara í Bændaskólann á Hvanneyri að læra eitthvað um hross. Ég ákvað að fara með henni þangað og við höfum nánast ekki farið frá Hvanneyri síðan við útskrifuðumst sem búfræðingar 1990. Hún tók reyndar ekki frekara landbúnaðamám en ég fór áfram í búvísindadeildina og þaðan til Danmerkur í framhaldsnám í naut- griparækt. Að námi loknu kenndi ég á Hvanneyri áður en ég réð mig til LK nú um síðustu áramót.“ Nú er LK ineð skrifstofu í Bœndahöllinni, en þú býrð á Hvanneyri. Er ekki erfitt að stunda vinnuna þegar þú býrð svona langt frá vinnustaðnum? „Nei, alls ekki. f fyrsta lagi er ákaflega gott að búa á Hvanneyri og sér í lagi að ala þar upp böm, en við eigum þijú böm. Svo er þetta ekki svo langt eftir að Hval- fjarðargöngin komu og því til viðbótar em tímamir svo breyttir að langmest af því sem vinna þarf í dag er gert með síma og tölvum og því skiptir staðsetning einstakling- anna minna og minna máli. í dag er ég tvo daga í viku efra og svo nota ég mikið farsíma og ferðatölvu svo að þetta gengur al- veg ljómandi vel. Reyndar em ein- ir 5 Hvanneyringar sem vinna þessa dagana í Reykjavík, svo að oft getum við samnýtt ferðimar og þetta er því enn auðveldara fyrir vikið.“ Nú ertu búinn að starfa fyrir Landssamband kúabœnda í hálft ár. Hver eru nú helstu viðfangsefn- in? „Þau em auðvitað mjög mörg og margbreytileg. LK er hags- munasamband kúabænda og því koma inn á borð hjá okkur gríðar- lega fjölbreytt verkefni frá kúabændum eða félögum þeirra um land allt. Þetta geta verið smá viðvik eða einföld upplýsingagjöf og allt upp í mjög stór mál sem væntanlega em þeir að hverfa frá rekstri sem em með rekstrareining- ar sem ekki em nógu góðar. Eg vænti þess einnig að þeir kúabændur sem em eftir, séu sterk- ir og muni stunda öfluga mjólkur- framleiðslu á komandi áratugum.“ Framundan er landbúnaðar- sýningin BÚ 2000. Þar verður LK með öðrum búgreinafélögum á sýningunni. Hefur það einhverja þýðingu að vera með á svona sýningu? ,Já ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að geta kynnt fyrir fólki að hveiju verið er að vinna á okkar vegum. Fjölmargir munu væntanlega koma á sýninguna sem lítið þekkja til starfsemis búgreinafélaganna og reyndar almennt til landbúnaðar á íslandi í dag. Þama getum við fyllt á tankana og gert það sem í okkar valdi stendur til að brúa bilið milli sveitanna og þéttbýlisins." I undanfömum Bœndablöðum hefur komið fram að LK er að vinna að heimasíðu. Hvernig gengur sú vinna og hvaða vcentingar hefur þú til heim- asíðunnar? „Vinnan við síðuna gengur nú heldur hægar en ég hefði óskað, en þetta þokast í rétta átt. Hvað snertir væntingar til heimasíðu, þá er það dagljóst að kúabóndi framtíðarinn- ar mun í stórauknum mæli sækja sér þekkingu og upplýsingar inn á veraldarvefnum. Fleiri og fleiri upplýsingar em að verða aðgengi- legar með þessum hætti og því er mjög brýnt að hafa á einum stað öfluga heimasíðu sem getur miðlað sérhæfðum upplýsingum beint til bóndans. Á síðu LK munu fyrst og fremst verða gagnlegar upplýsingar fyrir kúabændur og er síðan því síður hugsuð sem ein- hverskonar tengiliður til annarra notenda netsins. Dæmi um slíkar upplýsingar er að finna í dag á undirsíðu LK á vef Bændasamtaka íslands." Framtíðaráform ? „Æ, þetta er erfið spurning. Að sjálfsögðu stefni ég að því að standa mig vel í starfinu og sinna félagsmönnum okkar vel. Hluti af því er að viðhalda þekkingunni og sem betur fer bjóðast reglulega öflug endurmenntunamámskeið í nautgriparækt hér í nágrann- alöndunum. Ég hef haft sérstaka ánægju af því að koma erlendri þekkingu í nautgriparækt á framfæri hérlendis og hef mikinn áhuga á að halda því áfram. Þetta getum við gert með ýmsum hætti s.s. námskeiðahaldi, útgáfu á staðfærðu fagefni og sfðast en ekki síst með því að halda út fyrir landið og heimsækja kúabændur á erlendri grundu. Smæðar okkar vegna er okkur nauðsynlegt að nýta erlenda þekkingu í auknum mæli, bæði í mjólkur- og kjötfram- leiðslunni og ég hef mikla trú á því að okkur takist þannig að halda íslenskri nautgriparækt öflugri og í fremstu röð.“

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.