Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 20
20 BÆNDABLAÐIÐ Miðvikudagnr 14.júní 2000 Sala á greiðslumarki í sauOfjár- rækt og meðferð söluhagnaðar Bændum stendur nú til boða að selja ríkinu greiðslumark sitt í sauðfjárrækt frá og með næstu áramótum. Verðið er 22.000 kr. á ærgildið, ef samið er fyrir 15. nóvember 2000. Greiðsla fer fram í byrjun næsta árs. Bændum er jafnframt gefinn kostur á því að fá fyrir ærgildið 7.333 kr. á ári í þrjú ár. Þá vaknar sú spuming hversu miklir skattar leggjast á slíka sölu. Hér eru sjö reglur sem ættu að auðvelda flestum bændum að meta stöðuna. 1. Bændum er heimilt að telja aðeins helming söluverðs greiðslumarks til tekna. Bændur nota að öllu jöfnu þessa heim- ild. 2. Söluhagnaður færist til tekna á söluári. 3. Dreifa má skattlagningu sölu- hagnaðar á 3 ár, þegar samið hefur verið við ríkið um greiðslu söluverðs á þremur árum. 4. Fresta má skattlagningu um tvenn áramót telji bóndi það hagstætt. Hann verður að hafa búið í 5 ár. Framreikna þarf með verðbreytingarstuðli. Alag (10%) fellur á þessa frestun, ef skilyrði er roftð (ekki keyptur framleiðsluréttur eða íbúðarhús). 5. Færa má söluhagnaðinn til lækkunar á kaupverði keypts greiðslumarks og/eða til lækkunar á kaupverði fbúðarhúss til eigin nota sem bóndi kaupir sér, þegar hann bregður búskap. 6. Lækka má stofnverð um sömu upphæð og söluhagnaður nemur vegna nýrra búgreina sem tekn- ar eru upp á viðkomandi jörð, ef að hún (þær) tengjast fasteign á jörðinni. (Vélaútgerð fellur ekki undir þetta ákvæði) 7. Áður en að dreifing eða frestun kemur til álita verður að jafna ónotuð töp o.s.frv. Dœmi 1: Kúabóndi selur 100 ærgilda greiðslumark sitt í sauðfé. Hann heldur búskap áfram og kaupir greiðslumark í mjólk í staðinn. Söluverð á greiðslumarki í sauðfé er þá 2.200.000 kr. Hann kaupir 20.000 lítra greiðslumark í mjólk á 3.600.000 kr. Hann rekur búið af miklum myndarskap og á ekkert yfirfæranlegt tap. Hann velur að telja helming söluverðs til tekna, sem allir bændur munu gera. Skattskyldur söluhagnaður er þá 1.100.000 kr. þar sem að hann sel- ur greiðslumark sitt í sauðljárrækt á 2.200.000 kr. Nú kemur búið út með hagnaði upp á 1.525.555 kr., eftir að hjónin hafa reiknað sér laun. Þá má hann fyma eða lækka kaupverð á greiðslumarkinu, sem hann keypti um 1.100.000 kr. og þar með lækkar hagnaðurinn um sömu upphæð eða því sem næst. Dœmi 2: Bóndi með blandað bú selur 100 ærgilda greiðslumark í sauðfé. Hann ætlar ekki að stækka kúabúið heldur fara út í ferðaþjónustu. Hann byggir sumarhús fyrir 3.000.000 kr. Þá má hann fyrna sumarhúsið um i. 100.000 kr. Komi búið út með tapi eða hann á ónýtt tap frá fyrri árum má hann ekki fyrna sumarhúsið um svo háa upphæð. Hann má ekki geyma tap eða mynda tap með fymingu á móti söluhagnaði. Ef bóndinn hefði hætt við byggingu á sumarhúsi fyrir ferða- þjónustu og keypt sér vélgröfu, þá má hann ekki fyma hana á móti söluhagnaði þar sem vélgrafa er ekki fasteigna tengd. Dœmi 3: Bóndi selur greiðslumark í sauðQárrækt og er einungis að minnka við sig. Hann fjárfestir ekkert og leggur peningana inn í banka. Hann á ekkert tap og búið kemur út með hagnaði. Til greina kemur að hætta búskap innan tveggja ára. Hann ákveður því að sækja um frest á skattlagningu söluhagnaðar, ef svo skyldi fara að hann hætti búskap innan tveggja ára. Þá getur hann fymt íbúðarhús sem hann kaupir til eigin nota. Segjum sem svo að hann hættir við að hætta búskap og fer ekki út í annan rekstur á jörðinni og búið kemur út með góðum hagnaði. Hann seldi greiðslumark fyrir 2.200.000 kr. Þá ber honum að greiðir skatt af þessum 1.100.000 kr. að viðbættu 10% álagi. Skatturinn sem hann þyrfti að greiða næmi þá um 460.000 kr. á núverandi verðlagi. Með þessum dæmum er komið inn á þau skattalegu atriði sem mestu máli skipta í sambandi við sölu framleiðsluréttar eða sölu greiðslumarks. Sala greiðslumarks er sala á ófyrnanlegri eign og því má nota þá reglu að telja aðeins helming söluverðs til skattskyldra tekna. Telji bændur hagstætt að dreifa eða fresta skattlagningu er sá kost- ur fyrir hendi. Ef að dreifing er tal- in æskileg skal semja við ríkið um að fá greiðsluna á þremur árum en að öðrum kosti ekki. Frestun á skattlagningu söluhagnaðar kemur til greina en hámarks frestun sem bændur geta farið fram á eru tvenn áramót. Á þeim tíma þarf bóndinn að kaupa sér framleiðslurétt eða fara út í nýja búgrein á viðkomandi jörð. Með nýrri búgrein er átt við hvaða búgrein sem er, sem út- heimtir afnot fasteignar á jörðinni. Kaup á vinnuvélum eða þess háttar útgerð hefur því ekki gildi í þessu tilfelli. Ef hætt er búskap má fyma íbúðarhús sem keypt er til eigin nota. Bændur hafa þannig nokkrar leiðir til að lækka skattbyrðina af sölu framleiðsluréttar. Gildir það einu hvort það er í sauðfjárrækt eða mjólkurframleiðslu. Sé eitt- hvað missagt í skrifum þessum skal hafa það sem sannara reynist. Ketill A. Hannesson, hagfrœðiráðunautur, Bœndasamtökum íslands Neytenlur viO eldhúsborS kúabóndms í dag er framleidd mjólk á um 1100 kúabúum á íslandi. Að þeim standa 1-2 þúsund kjamafjölskyld- ur. Áætla má að hver einasta kjarn- afjölskylda umgangist á einn eða annan hátt hundruð eða þúsundir manna. Hafið þið velt því fyrir ykkur hvað kúabændur tengjast beint stórum hluta íslenskra neyt- enda? Það er Ijóst að lífsafkoma okk- ar veltur á því að varan sem við framleiðum seljist. Sem betur fer erum við svo heppin að úr íslenskri mjólk er framleidd fjölbreytt, bragðgóð og holl matvara. Við getum því sannarlega verið stolt af framleiðslu okkar og þeim þætti okkar í þjóðarbúskapnum að stuðla að því að íslenskir neytendur hafi tryggan aðgang að innlendri matvöru. Það er sameiginlegt hagsmun- amál neytenda og bænda að tryggja svo hag íslensks landbúnaðar að Islendingar framtíðarinnar geti notið þess að neyta og bjóða upp á íslenskan úrvalsmat. Það er rétt að vekja at- hygli á því að það er þáttur í menn- ingu þjóðarinnar, hollustuháttum, metnaði og öryggi að framleiða eigin matvöru. Á þessu ári hafa erlendar mjólkurvörur sótt fast inn á íslenska matvörumarkaðinn. Þess vegna er nauðsynlegt að við kúabændur höfum metnað og dug til að vekja athygli á því að hagur neytenda yrði sannarlega fyrir borð borinn ef svo færi að íslenskir mjólkurframleiðendur töpuðu stríðinu við innflutninginn og íslensk þjóð glataði aðgangi að eigin mjólkurvörum. Því vil ég hvetja okkur sjálf, kúabændur, til að vinna meðvitað og markvisst að markaðsetningu á eigin afurðum. Auðvitað gerum við það öll nú þegar að einhverju marki en ef til vill er það brýnna nú en nokkru sinni þegar við stöndum frammi fyrir virkri samkeppni við innflutt- ar mjólkurvörur. Vísir menn hafa sagt að vilji menn bæta heiminn skuli þeir byrja á sjálfum sér. Sannarlega má yfirfæra þessa visku þannig að ef mjólkurframleiðendur nýta sér ekki sjálfir fjölbreytta flóru mjólkurafurða og bjóða hana gest- um sínum af stolti og gleði þá er þess ekki að vænta að mjólkurvörur haldi sínum sessi á matborðum landsmanna. Nú er ég ekki að mælast til þess að mjólkur- framleiðendur taki að sér að snæða umframbirgðir eins og eitt sinn tíðkaðist heldur að við nýtum meðvitað heimili okkar til markaðssetningar á spennandi kostum í mjólkurvöruflórunni. Einhver kann að hugsa sem svo: Hvað á hún eiginlega við þessi kona fyrir norðan? Við borðum okkar mjólkurost, skyr og súrmjólk, hvað vill hún meira? Já, hvað vill hún meira? I fyrsta lagi að við séum virk, meðvituð um þátt okkar og mögu- leika til markaðsetningar og höfum kjark og dug til að koma sjálf á framfæri nýjungum í fram- leiðslunni. í öðru lagi að við séum vak- andi fyrir tækifærunum, gripum þau þegar þau gefast, hvort heldur sem er með því að bjóða upp á mjólkurafurðir eða með því að vekja athygli á mikilvægi íslenskr- ar mjólkurframleiðslu fyrir neyt- endur. Hér á eftir fylgja nokkrar bein- ar ábendingar sem ef til vill skýra málið frekar. Auðvitað er aðeins um hugmyndir að ræða, þið eigið eflaust í pokahominu margar miklu betri, viljið þið segja okkur frá þeim? Að lokum, að sjálfsögðu á þetta líka við um framleiðslu ann- arra bænda en eins og vísu menn- imir segja, sá sem vill leggja sitt af mörkum til að bæta heiminn ætti að bytja á sjálfum sér. • Gefðu mjólkurvörur- karfa með ostum er frábær afmælisgjöf, eða ostakaka á fallegu fati. Hvemig væri að færa brúð- hjónunum glæsilegt ostafat með ostum og ostahnífum? Að setja í körfu keilu, hrísmjólk, smell og bók um dýrin í sveitinni og mæta með í bamaafmælið? Það er líka hægt að gefa krökkum sundpoka fullan af jógúrt og kókómjólk. Bjóddu upp á osta í kaffinu- til dæmis Stóra Dímon, dalayrju eða cheddar, ostur og brauð, ostur og kex, vel við hæfi á kúabúi ekki síður en kleinur, kringlur eða jólakökur. Veldu sjaldgæfa og spennandi osta á borðið til að kynna gestum þínum vömval íslensks mjólkuriðnaðar. Bjóddu bömunum sem koma í heimsókn upp á íspinna, kókó- mjólk, heimatilbúin ísdrykk eða keilu í staðin fyrir gos eða sælgæti. Ostar í matargerð; bakaður fisk- ur með rjómaosti, kjöthleifur í ofni blandaður rifnum osti, pakkasúpa með smurosti, kál og kartöflur bakað í kryddsmjöri með þykkum ostahatti. Állt verður þetta bragðmeiri og betri hversdagsmatur. Bjóddu gestum upp á kaffi og ístertu, ostatertu eða skyrtertu. Frábær lausn á heitum degi í heyskapnum. Það er auðvelt að hræra í 5-10 óbakaðar einfaldar og góðar osta- eða skyrtertur í einu og taka svo úr frysti þegar þörf er á. Létt máltíð í hádeginu eða að kvöldi: Gullostur, kotasæla, paprikuostur, bragðbættur rjómaostur, nýtt brauð, kex, ávextir og jógúrt, Við getum al- veg eins valið grænmeti, ávexti og sérosta á brauðið eins og kjöt. Ostar em ekki ódýrasti kosturinn en á móti kemur að aldrei ætti að þurfa að henda afgöngum, þeir nýtast upp til agna í næstu sósu, súpu eða pizzu, þeir em saðsamir og því þarf ekki mikið magn. Það er mikilvægt verkefni að markaðs- setja fjölbreytta ostaflóru okkar sem mat, ekki aðeins hráefni í ostabakka á tillidögum. Kynntu mjólkurvömr í afmælis- veislunni, sauma- eða mat- arklúbbnum. Osta í ýmiskonar salöt, tilbúið saxað grænmetis- salat í poka, rækjur og fetaostur í kryddolíu, fljótlegt og frábært salat með ristuðu brauði og kryddaðri sósu úr sýrðum rjóma og rjóma. Sá sem borðar ljúffengan rétt með mjólkur- vörum í stofunni þinni og býður hann í kjölfarið á eigin heimili er mikilvægur viðskipavinur. Notaðu ostasósur og krydd- smjör- sósurnar „I einum græn- um“ eða þínar eigin úr rjóma/rjómaosti, gráðosti, pipa- rosti eða hvítlauksosti. Það er gott að eiga alltaf kryddsmjör í ísskápnum til að grípa til, velj- um mjólkurvömr frekar en majonessósur í grillveisluna. Búðu til heita brauðrétti með smurosti, camenbert, rjómaosti eða mozzarella, þeir geymast f frosti og eiga við hvort sem er í kaffinu, að kvöldi eða sem létt máltíð. Villt þú bjóða upp á áfengan drykk? Iskaldur rjóma- eða mjólkurdrykkur er mun áhuga- verðari en drykkur með hefð- bundnu blandi, hugsanlega vel- ur gesturinn þinn þann drykk næst á veitingahúsi. Skyr er þjóðlegur hátíðarmatur. Sköpum því nýjan sess með því að bjóða það á fjölbreyttari hátt. I súkkulaðibolla með ferskum ávöxtum, blandað jarðarberjum með berjasósu, eða hversdags, sem skyrsúpu með múslí, komf- lexi eða ávöxtum. Get ég fengið mjólk? Það er alltof algengt, þar sem bomar em fram kaffiveitingar á mann- amótum, að eina mjólkin á boðstólnum sé í örlitlum könnum, ætluð út í kaffi. Þeir sem kjósa mjólk þurfa að hafa sérstaklega fyrir því að fá hana í bollann. Vinnum að því að mjólk sé sjálfsagður valkostur á hveiju íslensku kaffiborði hvar sem við eigum þátt í því að standa að kaffiveitingum. Kristín Linda Jónsdóttir - Miðhvammi Stjórnarmaður í LK Formaður Félags þingeyskra kúabœnda

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.