Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 14.júní 2000 BÆNDABLAÐIÐ 23 Garðyrkjuskólanum slitið Garðyrkjuskóla- ríkisins að Reykjum í Ölfusi var Hlitið fyrir skömmu. I ræðu Sveins’ Aðal- steinssonar, skólameistara, kom fram að 48 nemendur hófu nám við skólann haustið 1998 á fimm brautum, en um daginnn voru útskrifaðir 10 nemendur af blóma- skreytingabraut, 8 af garð- og skógarplöntubraut, i 3 af skrúðgarðyrkjubraut, 4 af um- hverfis- og náttúrvémdarbraut og 3 af ylræktarbraut eða 38 nemendur alls. Verklegar æfingar við skólann voru auknar eins og kostur var, einkum á skrúðgarðyrkjubraut en einnig á öðrum brautum. Boðið var upp á stutt sumamámskeið fyr- ir umhverfisbraut þar sem starf- semi landgræðslunnar og skógræktarinnar var kynnt á vett- vangi. Blómaskreytingabraut tók á móti nemendum á blómaskreyt- ingabraut Sphus garðyrkjuskólans á Fjóni í Danmörku og unnu nem- endur saman að ýmsum verkefnum í nokkra daga í september s.l. Und- irritaður var samstarfssamningur við Sphus skólann við það tilefni og nú í maí var undirritaður samn- ingur við Beder skólann á Jótlandi og við Vefsn skólann í Noregi og Burtrask skólann í Svíþjóð. Lögð var áhersla á tölvunotkun í verk- efnum nemenda og hún aukin frá því sem áður var. Framsetningu aðalverkefna var breytt og nem- endur héldu sjálfir framsögu um verkefni sín sem var opin almenn- ingi. Kennslukannanir voru teknar upp og gæði kennslunnar þannig bætt. Reglulegir samráðsfundir voru haldnir með nemendaráði. Ný aðstaða fyrir blómaskreytingabraut var tekin í notkun og starf brautar- innar tengt betur öðru starfi skólans. „Ég geri mér grein fyrir að breytingamar sem nemendur upp- lifðu virðast heldur fátæklegar en Utskriftarhópurinn úr Garðyrkjuskólanum, ásamt kennurum skólans. þær verða að skoðast í ljósi þeirrar kreppu. sem skólinn var í en hefur unnið sig upp úr með ýmsum aðhaldsaðgerðum og nýju fjármagni. Breytingamar eiga eftir að verða sýnilegri á næstu ámm. Mestu skiptir hins vegar að stéttin sjálf og sérfræðingar vilja starfa með skólanum á tímum örra breyt- inga og, sem betur fer, tímum mik- illar bjartsýni," sagði Sveinn Aðal- steinsson, skólameistari í skólaslit- aræðu. Ymsar breytingar em framund- an í starfi. skólans. Gert er ráð fyrir að námi .á garð- og skógarplöntu- braut geti lokið með sveinsprófi. Ný námsskrá fyrir starfsmennta- brautir skólans verður tekin upp í haust. Gert er ráð fyrir að nám á blómaskreytingabraut verði lengt í alls 3 ár innan fárra ára og vonandi Súsanna S. Flygenring, nemandi á garðplöntubraut var með hæstu meðaleinkunn útskriftarnemenda. Ný lög um búnaðarfrœðslu sem voru samþykkt á Alþingi ímars 1999 og tóku gildi 1. júlís.l.fela í sér margvíslegar breytingar á starfsumhverfi Garðyrkj- uskólans. Rannsóknaskylda skólans er áréttuð í nýjum lögum og réttur hans til hejja kennslu á háskólastigi í samvinnu við aðra háskóla. Allt þetta kallar á róttœka skoðun á öllu starfi skólans. Nýtt skipurit fyrir skólann var samþykkt ífebrúar s.l. Markmið og hlutverk skólans var einnig endurskilgreint. Nýr árangurs- stjórnunarsamningur er í mótun. Skólinn hefur fengið fé til að hefja byggingu Garðyrkj- umiðstöðvar Islands sem nú er að rísa sem viðbygging við skólann. Nýbyggingin er kostuð affé á fjárlögum, með sölu fasteigna skólans og með beinum fjárstuðningi garðyrkjubænda sem sýnir Ijóslega vilja og óskir stéttarinnar íþessum efnum. Gert er ráðfyrir ao landsráðunautar Bœndasamtakanna flytji starfsemi sína til skólans fljótlega ásamt skrifstofu Sambands garðyrkjubœnda auk hugsanlega fleiri fagfélaga. Nýtt bókasafn skólans er í byggingunni sem alls verður um 550fm að stœrð. Þessi bygging og sú starfsemi sem bar munfarafram munfæra okkur og skólastarfið til nútímans. Gert er ráðfyrir að takafyrsta áfanga í notkun innan skamms. Nýtt og fullkomið tilraunahús verður væntanlega tekið í notkun í ágúst n.k. sem mun gjörbreyta allri aðstöðu til plönturannsókna hérlendis. verður hægt að hefja framkvæmdir við nýtt verknámshús skrúðgarðyrkjunnar innan tíðar. Gert er ráð fyrir að bjóða upp á háskólakennslu á a.m.k. tveimur stuttum námsbrautum, annars veg- ar í garðyrkjuframleiðslu og hins vegar skrúðgarðyrkjutækni haustið 2001. Þessar brautir krefjast hins vegar aukins fjármagns sem er ekki tryggt ennþá. Ef af verður mun skólinn verða einn af fáum skólum landsins sem býður upp á nám bæði á framhalds- og háskóla- stigi. Mestu skiptjp að stéUn sjáll oy sárMingar vilja siaria með skálanum ð tímum örra breyfinga sagii Sveinn AOalateinsson, skúlnmeistnri Gott uppeldi kvígna skilar sér í heilbrigðum, afurðarmiklum og endingargóðum gripum. í góðu uppeldi felst margt sem ekki verður tíundað hér, aðeins er ætlunin að minna á tvö atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar kvígur eru settar út að vori, þ.e. að tryggja að þær fái nauðsynlegustu vítamín, stein- og snefilefni og að þær séu varðar gegn ormasýkingu. Styrkur vítamína, stein- og snefilefna hjá kvígum hefur ekki mikið verið rannsakaður hér á landi en þær fáu kannanir sem gerðar hafa verið gefa vísbending- ar um að þessu geti verið nokkuð ábótavant. Þess vegna er ástæða til að hvetja bændur til að tryggja að kvígur fái nægilega mikið af þes- sum efnum í uppeldinu. Þetta er ekki síður mikilvægt í hagagöngu á sumrin en á innifóðrun að vetri til.Skortur á nauðsynlegustu vítamínum. stein- og snefilefnum getur hatt neikvæð áhrif a vöxt og þroska, frjósemi og heilsufar. Rétt er að benda á mikilvægi þessa m.t.t. heilbrigðis á fyrsta mjalta- skeiði, m.a. júgurbólgu. Kvígunum má gefa þessi efni með ýmsum leiðum, má þar nefna steinefnablöndur til að blanda í fóður eða drykkjarvatn, saltsteina, forðastauta o.fl. Ekki hefur verið gerður vísindalegur samanburður á þessum aðferðum þannig að ekki eru forsendur fyrir hendi til að mæla með einni aðferð frekar en annarri en leiðbeiningar má fá m.a. hjá dýralæknum og ráðunautum. Ymis sníkjudýr (einfrumunga og orma) er að finna í nautgripum, aðallega í meltingarfærum. Þau skaða slímhimnu meltingarfæranna og valda með því lélegri meltingu fóðurs og uppsogi næringarefna. Þetta getur dregið úr þroska og vexti dýrsins og gerir það viðkvæmara fyrir öðrum kvillum. Lirfur ormanna geta lifað vet- urinn af í haga og dýrin smitast þegar þau eru sett út að vori. Smithætta er meiri í litlum beit- arhólfum en stórum. Lirfumar þroskast í dýrunum og verða að fullorðnum ormum á u.þ.b. þremur vikum. Til að koma í veg fyrir orma- smit í nautgripum að vori er ráð að setja þá í haga þar sem nautgripir hafa ekki gengið sumarið áður. í haga þar sem sauðfé eða hestum hefur verið beitt á síðastliðnu sumri er ekki að finna lirfur þeirra orma sem sýkja nautgripi. Þeir sem ekki eru í aðstöðu til að nota þessa aðferð þurfa að gefa ormalyf. Margar tegundir eru til af ormalyfjum, sem virka á mismun- and: hátt á sníkjudýrin og eins hafa sum þeirra langvarandi virkni en önnur ekki. Sama og gildir um öll lyf, er mikilvægt að ormalyf séu notuð rétt til að þau komi að gagni. Best er að ráðfæra sig við dýralækni um þessi mál. Ormalyf sem ekki hafa forðav- erkun virka eingöngu á þá orma sem í dýrinu eru þegar þau eru gef- in en hafa ekki fyrirbyggjandi áhrif gagnvart nýsmiti. Slík lyf er best að gefa u.þ.b. þremur vikum eftir að gripimir eru settir út en eins og áður sagði tekur það þann tíma fyr- ir lirfu að verða að fullorðnum ormi. Síðan er rétt að gefa lyfið aftur þegar tekið er inn að hausti. Ormalyf með forðaverkun má gefa áður en gripimir eru settir út og í flestum tilfellum þarf ekki að gefa annan skammt af því urn sum- arið. Eins og með öll önnur lyf þarf að gæta vel að útskolunartíma þeirra (sláturfresti) og athuga að mörg ormalyf má ekki gefa mjólkandi kúm. Með ósk um gott sumar fyrir bæði menn og skepnur. Hvanneyri, 2. júní 2000. Auður Lilja Arnþúrsdóttir, dýralœknir júgursjúkdóma.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.