Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 26
26 BÆNDABLAÐIÐ Miðvikudagur 14.júní2000 Bessi Freyr Vésteinsson leigir tún í Vallhólma út til skagfirskra bænda: Stefnir að |nri að heyja 900-1000 hektara í snraar! Bessi Freyr Vésteinsson, bóndi í Hofsstaðasel í Skagafírði, er með merkiiegan rekstur. Hann er með á leigu tæpa 300 hektara land í Vallhólma sem er í eigu Kaupfélags Skagfírðinga og endurleigir það síðan bændum sem vilja nota spildur úr land- inu undir heyskap eða kornrækt. Bessi sér síðan alfarið um heyskapinn sjálfur fyrir bændurna. Á síðastliðnu sumri tók Bessi saman hey og hálm af 600 hektara landi en vildi stækka það land. „Kaupfélag Skagfirðinga vildi þá hætta starfsemi grasköggla- verksmiðjunnar í Vallhólma og það varð úr að ég tók allt landið þar á leigu með það að markmiði að finna því nýtingarmöguleika. í Vallhólma er um 270 hektarar af ágætlega ræktuðu landi, þar af 50 sem hafa verið notaðir í komrækt." Bessi tekur að sér komrækt og túnrækt fyrir bændur á þessu landi og hann segir áhuga á því hafa verið töluverðan. Bændurnir leggja þá út fyrir kostnaðinum og fá svo þá uppskem sem af landinu kemur. Þeir ráða þá sjálfir hvað þeir rækta á stóru landi og hvernig hey þeir vilja fá og Bessi gerir þeim svo tilboð í alla vinnuna. „Það sem vinnst með þessu er að komið er ræktað á stómm ökrum sem hefur í för með sér hagræðingu í vinnu. Auk þess em möguleikar á meiri uppskem og allir geta ræktað korn við sömu skilyrði sama hvar þeir búa. Við höfum þegar komist að því hvar er vænlegast að rækta kom í Skagaf- irði með mjög góðum árangri. Það hefur reynst vera láglendið frá Vallhólma að Vindheimum þann- ig að þetta land hentar vel til kornræktar." Bessi segist einnig hafa stundað töluverða jarðvinnu fyrir bændur. „Ég hef stundað bæði plægingar, sáningar og tætingar og hef verið að taka mörg hundmð hektara á hverju vori. Fyrir fjórum ámm þegar komræktin fór á flug í Skagafirðinum keypti ég sáðvél og síðan jarðvinnutæki því tengd. Ég hef síðan þá séð um nánast all- ar sáningar á fræi í firðinum. Þróunin í komrækt hér hefur verið glæsileg og okkur hefur gengið vel í henni. I framhaldi af því er- um við að kanna möguleika á frekari úrvinnslu á korninu." Bessi hefur einnig gert samn- ing.við Landgræðsluna um ræktun á Beringspunti til frætöku. „Landgræðslan hefur verið með slíka ræktun í Gunnarsholti og Mýrdalssandi og þetta er gert til að koma einhverri af þessari ræktun norður þannig að þeir séu ekki með öll eggin í sömu körfunni. Það hefur sýnt sig að það er þurrviðrasamara hér en fyr- ir sunnan sem sést best á betri árangri í kornræktinni og því gefst lengri tími til uppskerustarfá. Ber- ingspuntur er einnig mjög góð ræktun til að hvíla koriiakfa á 4-5 ára fresti.“ Bessi er nú að rækta korn fyrir tvo bændur og tún fyrir um tíu. „Þetta hentar vel bændum sem leigja sér tún annars staðar og hafa þá annað hvort verið að heyja þau sjálfir eða lálið mig gera það; Þeir getá'þvt heyjað helrtTa— hjá sér á sama tíma og þeir láta mig heyja fyrir sig á leigutúnunum. Þetta getur verið mikið hagræði því oft þegar menn eru með tún á leigu verða þeir að klára að heyja heima við áður en þeir komast í að heyja annars staðar. Þetta getur einnig hentað mönnum sem eru að auka framleiðslurétt sinn og þetta er hagstæðara en að stækka ræktun- ina heima fyrir.“ Bessi stefnir á að reyna aðeins fyrir sér í heysölu og sérhæfa sig í þjónustu við hestamenn, sérstak- lega í norðlensku þéttbýli. „Þá er ég að hugsa um svipað fyrirkomu- lag og tíðkast á höfuðborg- arsvæðinu þar sem hestamenn geta gerst áskrifendur af heyi og keypt það nánast við hlöðudyr.“ Bessi tekur það þó skýrt fram að hann mundi áfram þjónusta bændur eins og hann hefur gert áður í verktöku vítt og breitt um Skagafjörð. Hann reiknar með því að heyja á 900-1000 hektara landi í sumar. „Afkastageta tækjanna er slík að með meðalafköstum þeirra gætum við tekið um 1000 hektara á 20 dögum,“ segir hann að lok- um. Sauðfjársamningur- inn og gæðastýringin Sauðfjársamningurinn var lögfestur á síðustu dögum þingsins í vor. Virtist vera allgóð sátt um lagaramm- ann. Alþingi var hins vegar ekki reiðubúið að lögfesta ákvæði gæðastýringarinn- ar svonefndu. „Gæðastýringin er ekki skýr eða fastmótuð ennþá og okkur fannst ekki eðlilegt að lögfesta útfærslu hennar samkvæmt einhverjum minnisblöðum," sagði Hjálmar Jónsson, formaður landbúnaðarnefndar. „Nefndin var nokkuð sammála um þetta og reynd- ar náðist eftir atvikum prýðileg samstaða í nefnd- inni um þessi mál öll. Um er að ræða talsverðar tilfærslur fjármuna þegar gæða- stýringin kemur til framk- væmda og við getum ekki framselt þá ábyrgð og það vald löggjafans. Nú þarf að móta reglurnar á grundvelli laganna og síðan skal landbúnaðarráðherra skyldi leggja fyrir Alþingi eigi síðar en 1. febrúar árið 2002 gæðastýringardæmið allt. Gert er ráð fyrir að ákveðn- um hluta beingreiðslnanna verði varið til sérstakra álagsgreiðslna fyrir gæða- stýrða framleiðslu." „Gæðastýringin var vissulega lögfest með öðrum þáttum samningsins en út- færslan og fjármunatilfærsl- an þarf að hljóta samþykki Alþingis áður en hún getur tekið gildi,“ sagði formaður landbúnaðamefndar Alþing- is. Þá var í tengslum við búvörusamninginn lýst yfir af hálfu ríkisstjórnarinnar að 7.500 ærgilda greiðslumarki yrði úthlutað sérstaklega til sauðfjárbænda á þeim lands- svæðum þar sem sauð- fjárrækt er stór þáttur í at- vinnutekjum fólks og grund- völlur byggðar. „Ég hef lengi haft áhuga á þessu og fagna þessari yfirlýsingu al- veg sérstaklega," sagði Hjálmar. „Þetta gerist sem sagt þannig að 7500 ærgilda greiðslumark af því sem ekki var reiknað með að end- urúthluta verði nýtt í þessu skyni. Þess má raunar geta að í GATT-viðræðunum sem nú standa yfir fær þessi stuðningsleið sífellt aukinn hljómgrunn. Hún er ekki markaðstruflandi svo heitið geti en nýtist vel til að jafna búsetuskilyrði.“ En eftir hverju verður farið við úthlutun á þessum stuðningi? „Ég tel eðlilegt að Byggðastofnun geri tillögu um svæðin og skiptinguna. Ríkisstjórnin mun svo væníanlega líta á þær tillögur ásamt landbúnaðar- ráðherra,“ sagði Hjálmar Jónsson að lokum. Kír eru klárar! Kýr eru hreint ekki eins heimskar og sumir kunna að telja. Nýlegar atferlisrannsóknir hafa sýnt að sú skoðun margra, að kýr séu lítið annað en hálfheimskar skepnur sem éta, jórtra og sofa, á við lítil rök að styðjast. Það að kýrnar lendi oft í þeim dómi að vera taldar heimskar skepnur, er hinsvegar sett í samband við það að andlitsvöðvar kúa eru frekar vanþróaðir og því illmögulegt að greina minnsta mun á svipbrigðum eins og títt sést hjá skepnum sem taldar eru betur gefnar eins og öpum. Franskur vísindahópur frá Clermont-Ferrand, með Isabelle Veissier í broddi fylkingar, hefur undanfarin ár rannsakað hina andlegu getu mjólkurkýrinnar. Niðurstöðurnar hafa komið sumum á óvart og hafa kýrnar oft hagað sér mjög skynsamlega. Röð athugana hefur t.d leitt í Ijós að í sumum tilfellum standa kýr hundum og rottum lítt að baki. T.d. geta þær lært á fáum mínútum að velja og ýta á rétta hnappa til að fá fóður. Kýr geta einnig skilið nokkuð auðveldlcga á milli mismunandi forma. Þessu til viðbótar hefur komið í ljós að kýrnar muna mjög vel eftir mismunandi persónum og hegðun þeirra! Munið það! /SS Bessi hefur stundað verktakastarfsemi fyrir bœndur í þrettán ár og byrjaði á að þjónusta þá í rúllubindingu og pökkun. Hann keypti þá eina affyrstu rúllubind- ivélunum sem kom til Skagafjarðar sem hafði það íför með sér að hann gat ekki aðeins boðið bœndum upp á nýja þjónustu heldur gátu bændur einnig reynt þessi tæki án þess að þurfa að kaupa þaufyrst. Fyrir þrem- ur árumjjárfesti Bessi svo í stórbaggavél og pökkun- arvél henni tengdri. Þetta eru mjög afkastamiklar vélar og til að styrkja rekstrargrundvöll fyrir þær ákvað Bessi að reyna þessi viðskipti.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.