Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 27
Miðvikudagur 14.júní 2000 BÆNDABLAÐIÐ 27 Tveir góðir saman[ Búvfsnndar á foraldslæti Föstudaginn 24. mars lögðum við nemendur í Búvísindadeild II í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri af stað í þriggja daga fræðslu- og skoðunarferð norður í land. Meiningin var að skoða sem fjölbreyttastan búskap á mörgum bæjum. Fararstjóri var Bjami Guðmundsson og bflstjórinn var Guðmundur Hallgrímsson, bú- stjóri á Hvanneyri. Fyrsti bærinn var Sölvabakki í Engihlíðarhreppi en þar er búið með tæpar 500 kind- ur og nokkur hross. Aður höfðum við þó rennt aðeins fram í Vatns- dal til að skoða okkur um á heim- aslóðum Guðmundar bústjóra. Næst lá leiðin norður yfir Vatns- skarð og var áð á Syðra-Skörðug- ili. Þar var margt að skoða. Við byrjuðum í loðdýrahúsunum og fengum þar góðan fyrirlestur um loðdýrarækt. Einnig skoðuðum við þar í hesthúsið og íjárhúsin. Næsti viðkomustaður var Keldudalur í Hegranesi en þar er nýlegt legubásafjós auk annarra nýjunga sem var spennandi að sjá s.s. sjálfvirk kálfafóstra og kjarn- fóðurbás sem hvort tveggja var tölvustýrt. Loks var haldið heim að Hólum en þar beið okkar kvöldverður og skoðunarferð um staðinn. Við vorum svo heppin að þá um kvöldið var Grímutölt þeirra Hólamanna og var gaman að fylgjast með því. Við gistum svo á Hólum um nóttina. Á laugardeginum héldum við sem leið lá yfir Öxnadalsheiði að tilraunabúinu á Möðruvöllum. Þar var fróðlegt að skoða sig um og fengum við fræðslu um helstu verkefni sem fyrir liggja og starf- semina almennt. Næst keyrðum við í Kjamaskóg og fengum kynn- ingu á starfsemi Skógræktarfélags Eyjafjarðar. Þaðan keyrðum við í Hrafnagil, stærsta kúabú landsins og tók Benedikt bóndi á móti okk- ur cg sýndi okkur fjósið. Við áttum alveg eftir að skoða svínabú í ferðinni og því héldum við næst sem leið lá að Hraukbæ þar sem búið er með svín. Þar var geysi fróðlegt að koma, enda fæst okkar fróð um slíkan búskap. Við enduðum síðan skoðunarferð laug- ardagsins í verksmiðju Sól-Víking á Akureyri og fengum þar kynn- ingu á ferli þeim sem kölluð er bruggun. Um kvöldið fórum við út að borða á Greifanum og litum aðeins á bæjarlífið á Akureyri. Sunnudagurinn rann upp með blíðskaparveðri og héldum við áleiðis til baka. Fyrsti viðkom- ustaður á þeirri leiðinni var Torf- alækur í Austur-Húnavatnssýslu og þar skoðuðum við fyrsta laus- agöngufjós á landinu með nýjuin kjamfóðurbás. Gauksmýri í Vest- ur-Húnavatnssýslu var næsti viðkomustaður, og skoðuðum við þar tamningamiðstöðina og feng- um góða kynningu á starfseminni þar. Síðasti bærinn sem við heimsóttum í ferðinni var Bess- astaðir á Heggstaðanesi og var vel við hæfi að enda ferðina á blönduðu búi sem þar. Þar var nýtt lausagöngufjós með tilheyrandi nýjungum sem spennandi var að sjá. Auk þess var litið í fjárhúsin og hesthúsið. Ferð þessi heppnaðist í alla staði frábærlega. Norðlensk veðurblíða lét ekki að sér hæða og brosti sólin við okkur alla dagana. Móttökur voru höfðinglegar á öllum stöðum, og kunnum við gestgjöfum okkar bestu þakkir fyr- ir. Einnig þökkum við styrktaraðil- um ferðarinnar en þeir vom Áburðarverksmiðjan hf., Kaupfé- lag Eyfirðinga, Osta- og smjörsal- an og Kaupfélag Borgfirðinga. Framlag þeirra til ferðarinnar gerði hana mögulega. Síðast en ekki síst eiga Bjami Guðmundsson og Guðmundur Hallgrímsson einstak- ar þakkir skildar fyrir frábæra umsjón ferðarinnar og viljum við koma þeim hér á framfæri. Búvísindadeild II við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri. A10 NOTUÐUM RÚLLU- BINDIVÉLUM Claas R44 árgerð 1988 baggastærð 120x120 Ásett verð kr. 450.000- án vsk Verð nú kr. 330.000- án vsk Afsláttur kr. 120.000- án vsk Claas R46 árgerð 1989 baggastærð 120x120 Ásett verð kr. 450.000- án vsk Verð nú kr. 350.000- án vsk Afsláttur kr. 100.000- án vsk Welger RP12 árgerð 1989 baggastærð 120x120: Ásett verð kr. 450.000- án vsk Verð nú kr. 350.000- án vsk Afsláttur kr. 100.000- án vsk Welger RP200/2M árgerð 1992 2ja metra sópvinda, garn/netbinding baggastærð 123x125 Ásett verð kr. 680.000- án vsk Verð nú kr. 550.000- án vsk Afsláttur kr. 130.000- án vsk Claas R46 árgerð 199 baggastærð 120x120 Ásett verð kr. 500.000- án vsk Verð nú kr. 390.000- án vsk Afsláttur kr. 110.000- án vsk Deutz-Fahr GP220 árgerð 1985 baggastærð 120x120 Ásett verð kr. 350.000- án vsk Verð nú kr. 250.000- án vsk Afsláttur kr. 100.000- án vsk Welger RP12 árgerð 1991 baggastærð 120x120; Ásett verð kr. 500.000- án vsk Verð nú kr. 390.000- án vsk Afsláttur kr. 110.000” án vsk Welger RP12S árgerð 1990 baggastærð 120x120, sópvinda 1,8 mtr. Ásett verð kr. 550.000- án vsk Verð nú kr. 450.000- án vsk Welger RP200 árgerð 1992 baggastærð 123x125 Ásett verð kr. 500.000- án vsk Verð nú kr. 450.000- án vsk Afsláttur kr. 50.000- ánvsk VELAVERf Reykjavík sími 588-2600 Akureyri sími 461-4007 Lægsta verðið - Besta ástandið

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.