Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 29
Miðvikudagur 14. júní 2000 BÆNDABLAÐIÐ 29 „Þó að víða megi ferðast um fallegar sveitir og horfa heim að vel hirtum bæjum er það of algengt að umgengni sé áfátt tii sveita. Asýnd sveitabæja skiptir miklu máli fyrir markaðssetningu landbúnaðarafurða og hefur án efa áhrif á sjálfsvirðingu og líðan ábúenda. Brotajám, jafnvel heilu bflakirkju- garðamir geta legið bak við hól. Algengt er að spilliefnum s.s. rafgeymum hafi ekki verið komið fyrir á forsvaranlegan hátt. Oft er um að ræða „gamlar syndir", bflhræ frá þeim tímum þegar erfiðara var að losa sig við þau á annan hátt og hugsanahátturinn var annar. Nokkuð er um útihús í niðumíðslu og eðlilegt viðhald hefur víða setið á hakanum vegna lélegrar afkomu," sagði Ragnhildur Sigurðardóttir en hún er nýráðin verk- efnisstjóri „Fegurri sveita“ sem er átaksverk- efni um hreinsun á landi og fegmn mann- virkja með áherslu á sveitir landsins. Til- gangurinn er að bæta ásýnd dreifbýlisins og ímynd þess og koma í veg fyrir mengun og slysahættu. Ragnhildur segir að viðhorf fólks gagn- vart umhverfí sínu séu að breytast, skilning- ur og vilji til að huga að umhverfinu hafi aukist. „En margir bændur em þó uggandi yfir þeim kostnaði sem fylgir hreinsun. Fjár- hagslegur stuðningur er forsenda þess að bændur geti tekið á þessum uppsafnaða vanda. Eitt allsherjar átaksverkefni fyrir þá sem vilja taka þátt í því er tímabær. Það þarf samstillt átak til hreinsunar í sveitum." Verkefnið er á vegum landbúnaðarráðu- neytisins í umboði ríkisstjómarinn- ar.Verkefnið er fólgið í því að hvetja til, samstilla og jafnvel skipuleggja, alhliða til- tekt og fegmn sveita. Upphaflega var gert ráð fyrir því að verkefnið stæði frá 1. Atak I íegrun sveita október 1999 til 1. október 2000. Ráðherra skipaði fimm manna framkvæmdanefnd s.l. haust. í nefndinni eiga sæti: Fulltrúi landbúnað- arráðuneytisins og formaður nefndarinnarer Níels Ámi Lund, fulltrúi Bændasamtaka ís- lands er Sigríður Jónsdóttir bóndi, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga er Þómnn Gestsdóttir sveitarstjóri, fulltrúi Kvenfélaga- sambands íslands er Guðrún Þóra Hjalta- dóttir hússtjómarkennari og næringarráð- gjafi og fulltrúi um- hverfisráðuneytisins er Sigríður Stefánsdóttir deildarsérfræðingur. Nefndin hefur fundað reglulega og undirbúið verkefnið. I febrúar s.l. var haldinn samráðsfundur með fulltrúum fjölda fyrir- tækja, félagasamtaka Hvað er hægt að gera Mála hús og mannvirki Endurreisa / viðhalda gömlum mannvirkjum sem hafa verndargildi Rífa ónýt og/eða hálffallin mannvirki sem engin menningarverðmæti eru í Fjarlægja ónýtar vélar og annað brotajárn, eða koma þeim fyrir á snyrtilegan hátt Fjarlægja ónýtar girðingar Hreinsa fjörur, ár og vötn Safna rúllubaggaplasti, áburðarpokum og fieiru þess háttar Merkja kennileiti s.s. göngustíga, heimreiðar, eyðibýli ofl. Takmarkið er allsherjar átak í sveitum. Verkefnið verður í takt við nýjar áherslur í umhverfismálum. Ragnhildur sagði að víða væri verið að vinna mjög gott starf og nauðsynlegt væri að greina öðrum frá því svo aðrir gætu gert eitthvað áþekkt. og stofnana. Fram kom ríkur vilji til góðra verka og allir voru tilbúnir að leggja sitt að mörkum hvort sem var f sjálfboðaliðastarfi eða annarri þjónustu. f mars var verkefnið kynnt sveitaifélögunum og 17 þeirra hafa þegar skráð þáttöku. Nefndin fékk í maí framlag á fjárlögum og hefur nú ráðið Ragn- hildi Sigurðardóttur verkefnisstjóra til að halda utan um framkvæmdina. Ragnhildur mun annast daglega framkvæmdastjóm og innri og ytri kynningu á verkefninu. Aðsetur hennar verður í Staðarsveit og í landbúnaðarráðuneytinu. Henni er ætlað heimsækja sveitarfélög, halda fundi og ræða við þá aðila sem geta haft áhrif á þáttöku í verkefninu (t.d. umhverfisnefndir, byggingarfulltrúa og forsvarsmenn búnaðarfélaga). Verkefnisstjóra er ætlað að koma með ábendingar um þær leiðir sem færar eru til að ná fram settum markmiðum og hvatningu til hlutaðeigandi aðila. Góð samvinna margra aðila er lykilatriði til að vel takist til með þetta stóra verkefni og þá er gott að þræðimir séu á einni hendi. „Ljóst er að tíminn hefur liðið hratt og sveitarfélög, samtök og fyrirtæki hafa nú að miklu leyti skipulagt sitt sumarstarf. Áhuga- söm sveitarfélög sem þegar hafa skipulagt framkvæmdaáætlun og em byijuð að vinna í sínum umhverfismálum verða markhópurinn í ár. Enn er hægt að tilkynna þáttöku. Von- andi verða sem flest sveitarfélög með næsta sumar því þegar er orðið ljóst að framhald verður á verkefninu," sagði Ragnhildur. Gert er ráð fyrir því að sveitarfélögin sem þátt taka sendi frá sér stuttar skýrslur í lok sumars. Veittar verða viðurkenningar fyrir vel unnin störf. RúMaggaplast er mikið iMihverlhi- vendamðl húr i landi Á hverju ári falla til um 1000 tonn af rúllubaggaplasti. Yfir- leitt hefur það verið urðað þar sem möguleikar á endurvinnslu eru fáir og plastið mjög fyrir- ferðamikið. Það er þó ekki ómögulegt að endurvinna plastið og er verið að vinna í því á mörgum vígstöðvum. Nokkrir bændur hafa sjálfir gert tilraunir til að endumýta þetta plast eða þær afurðir sem því fylgja. Bændablaðið hefur meðal annars greint frá því að Ásbjöm Sigurgeirsson, bóndi á Ásbjam- arstöðum í Stafholtstungum, notar hólkana sem plastið er vafið utan um í girðingarstaura fyrir raf- magnsgirðingar. Annar bóndi, Guðmundur Albertsson á Heggsstöðum í Hnappadal, reyndi fyrir nokkmm ámm að bræða pokaplast og nota í girðingar- staura. Árangurinn af því varð þokkalegur þó að stauramir ættu til að verða stökkir þegar sólin skein mikið á þá og því entust þeir í raun ekki mikið lengur en venju- legir timburstaurar. „Mér skilst að það sé erfiðara að bræða rúllu- baggaplast á þennan hátt því það bráðni öðmvísi. Ég hef heyrt að endumýting á þessu plasti sé jafn- vel dýrari heldur en nýtt plast. Það væri hins vegar gott ef hægt væri að gera eitthvað úr þessu,“ sagði Guðmundur. Hann segist hafa reynt að bræða rúlluplastið en þá lent í vandræðum vegna þess að það á til að festast við álið sem plastið er brætt á. „Það má hugsanlega nota þetta í einhvers konar húðun. Það fer í það minnsta geysilegt land undir urðun á þessu en þess ber ennfremur að geta að það eyðist með tímanum. Ég held að besta nýtingin á plastinu verði að brenna það og nota það þannig til kynd- ingar.“ Guðmundur Tr. Ólafsson um- hverfisfræðingur hjá Sorpstöð Suðurlands kannast við erfiðleika við að losna við þetta plast. Fyrst brenndu menn það vítt og breytt um landið við litla hrifningu nágranna, ferðamanna og heil- brigðiseftirlits. Þetta hafi hins veg- ar minnkað og nú séu menn famir að grafa þetta niður sem sé heldur ekki gott þó það sé skárra. Fyrir nokkmm ámm reyndi sútunarverksmiðja á Flúðum að taka við plastinu og vinna úr þessu plastfilmu. Sú filma hafði reyndar þann galla að það var súrheyslykt af henni og því datt þetta upp fyr- ir. „Við höfum leitað víða eftir aðferðum við að eyða þessu eða endumýta en það hefur ekki ennþá borið árangur. Þetta er hins vegar mjög orkuríkur úrgangur og ég tel að réttasta nýtingin á þessu sé í brennslu. Hún færi þá fram í sorp- brennslustöðvum sem gætu náð tilætluðum hita og hefðu tilskildar mengunarvamir." Guðmundur segir stærsta vandamálið við þetta plast að það sé óhreint strax í byijun. „Það er mörgum aukaefnum blandað í plastið eftir því hvaða eiginleika maður vill fá í það, t.d. strekkjan- leika, sólvöm o.þ.h., auk þess sem þarf að nota lím á það. Þama em því efni sem em ekki auðlosanleg frá plastinu aftur og því er ekki auðvelt að endumýta plastið nema þá í einhveija efnavinnslu." Hjá Endurvinnslu Eyjafjarðar hafa nokkrir möguleika hafa verið kannaðir um endurvinnslu og hef- ur plastið m.a. verið selt til Jámblendifélagsins srtn notar það í brennslu. Hvíta plastið hefur hins vegar einn stóran ókost að sögn Gunnars Guðmundssonar starfs- manns fyrirtækisins. Sá ókostur felst í efninu títan. „Títan er efni sem notað er til að gera hvítt. Þetta efni blandast saman við jámgrýti og annað sem Jámblendi- verksmiðjan er að vinna og þá verður varan ekki sú gæðavara sem stefnt er að.“ Gunnar segir þetta verkefni enn á tilraunastigi og óljóst hvað komi úr þeirri til- raun. Þetta þýðir þó ekki að hvíta plastið sé ónothæft til endur- vinnslu. Gunnar segir að Endur- vinnsla Eyjafjarðar sé nú að gera tilraunir með nýja framleiðslu úr rúllubaggaplasti sem á að virka vel sama hvaða litur er á plastinu. Plastinu er þá blandað saman við pappír og úr þeirri blöndu em framleiddir brettakubbar í vöm- bretti. Þessi framleiðsla er hins vegar dýr og venjulegir timbur- kubbar em enn sem komið er ódýrari en þessir kubbar. „Mögu- leikar til endurvinnslu á þessu plasti em ekki margir eins og staðan er í dag, nema þá helst í bmna.“ Gunnar nefnir að Norðmenn fái greitt fyrir hvert kfló af plasti sem þeir farga. „Það myndi breyta stöðu okkar töluvert ef slíkt yrði tekið upp hér.“ Eins og kom fram er efnið títan í hvíta plastinu nokkuð sem gerir brennslu þess óæskilega fyrir Jámblendifélagið. En má þá ekki nota plast í öðmm lit, t.d. grænt eða glært? Bjami Guðmundsson hjá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri segir að í raun sé í góðu lagi fyrir bændur að nota grænt plast. „Mönnum hefur verið ráðlagt hér á landi að nota frekar hvíta plastið. Það er byggt á mælingum sem hafa verið gerðar erlendis sem hafa bent til þess að þannig verða hlutfallslega minnst- ar hitabreytingar í heyinu. í sjálfu sér er það þó ekkert sáluhjálpar- atriði við okkar aðstæður.“ Bjami segir þó ljóst að við verkun heysins sé best að plastið sé hvítt þar sem endurgeisíun sólarinnar verður mest þá og geisl- ar sólarinnar ná ekki að hita heyið upp. „Dökkt plast er óheppilegt að því leyti að það ýtir undir hitann og ef glært plast er notað þá fara sólargeislamir í gegnum plastið, hiti myndast inni í böggunum og það verður alltaf skán yst í bagg- anum sem verður upplituð. Ég hef hins vegar fyrirfram ekki sérstakar efasemdir um að nota annað plast en hvítt því við mælum með því núna eftir mælingar, að heyinu sé komið fyrir þar sem sólin skín ekki og enn síður að það leiki um Íiað vindur. Geymsluskilyrði á slandi em því önnur en í mörgum öðmm löndum að því leyti að við þurfum minni áhyggjur að hafa af lofthitanum." Lúðvík Gústafsson hjá Holl- ustuvemd hefur setið í nefnd sem fjallar um endurvinnslu og end- umýtingu á umbúðaúrgangi og fellur rúllubaggaplast undir slíkan úrgang. Hún er nú að Ijúka störfum og mun skila tillögum til umhverfisráðherra fljótlega. „Reglugerðin er sett á gmndvelli tilskipunar Evrópusambandsins þar sem koma fram ákveðin markmið um endumýtingu og endurvinnslu á umbúðaúrgangi. Þar er stefnt að því að á næsta ári verði 50-60% af umbúðaúrgangi endumýttur, hvort sem það er með brennslu, orkunýtingu eða endur- vinnslu." Lúðvík segir ekki liggja ljóst fyrir hvemig taka eigi á þessu. „Það hefur verið rætt að gera þetta á svipaðan hátt og með gos- drykkjaumbúðir þar sem menn fá greitt skilagjald fyrir að koma þessu á ákveðna staði. Þetta er þó óráðið ennþá.“ Lúðvík segir að þegar þessar tillögur liggi fyrir muni þær fara fyrir aðra nefnd sem fjallar um úrgang í heild sinni, og mun sú nefnd sjá um að koma þessum tillögum inn í heildarmynd um endurvinnslu og endumýtingu úrgangs. Að þessu loknu þarf síðan að leggja fram lagafrumvarp fyrir Alþingi. Þessir hlutir þurfa að ger- ast hratt að sögn Lúðvíks til að uppfylla kröfur Evrópusambands- ins um endurvinnslu á næsta ári. „Það er mikið horft á rúllubagga- plast því það er auðvelt að skil- greina það. Það er ekki framleitt hér á landi og er stakur flokkur. Eini hugsanlegi munurinn felst í litnum. Þetta verður því meðal fyrstu efna sem nýtt endurvinnslu- kerfi fer að virka á.“ Af þessu má Ijóst vera að eins og staðan er í dag er engin töfra- lausn í sjónmáli til að endumýta plastið. En ýmsar athuganir era þó í gangi og nú er bara að bíða og sjá hvað tæknin og framtíðin bera í skauti sér.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.