Bændablaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 1
12. tölublað 6. árgangur Þriðjudagur 27. júní 2000 ISSN 1025-5621 Þegar fundinum lauk á Klaustri fóru nokkrir fundarmanna í heimsókn til Ólafs Eggertssonar á Þorvaldseyri og skoðuðu virkjunina. Hér má sjá hópinn hjá stöðvarhúsinu. bændum! Tæplega átta tugir komu á fund um heimarafstöðvar sem hald- inn var á vegum Landssamtaka raforkubænda og Fræðslunets Suðurlands á Klaustri fyrir skömmu. Fundarmenn komu allsstaðar að af landinu og var það mál manna að sjaldan hefðu jafn áhugasamir og jákvæðir einstaklingar komið saman. Á fundinum var kjörin stjórn Landssamtaka raforkubænda en Ferðaþjónustu- bændur með heimasífiu Ferðaþjónusta bænda hefur opnað heimasíðu á íslensku. Þetta er í fyrsta skipti sem ferðaþjónustu- bændur setja upp íslenska heimasíðu en þeir hafa verið með slíka síðu á ensku um árabil. Slóðin er www.sveit.is hana skipa: Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri; formaður, Eiður Jónsson, Árteigi; varaformaður, og meðstjórnandi Þórarinn Hrafnkelsson, Egilsstöðum. Fyrsta skref nýrrar stjómar er að gera samning við RARIK um tengingu lítilla virkjana og koma á reglum þar að lútandi. Einnig þarf fljótlega að semja um verð á raf- magni. Á næstunni mun stjómin leita eftir viðræðum við markaðs- deild RARIK um verð og fyrir- komulag og er ekki hægt að segja á þessu stigi hvenær þeir samningar takast. „Þess vegna er ekkert hægt að segja um hvenær bændur geti farið að selja rafmagn né hve mikið,“ sagði Ólafur. En hver er reynsla nágranna- þjóðanna. „Hún er góð,“ segir for- maðurinn og getur þess að í Svíþjóð séu um 1200 rafstöðvar sem selja rafmagn inn á raforku- kerfi og í Noregi eru þær 400. „Rekstrarkostnaður heimaraf- stöðva er mjög lítill. Dæmi em um að þær gangi í 40 til 60 ár án mikils viðhalds. Þegar til lengri tíma er litið þá getur góð heima- rafstöð malað eigendum sínum gull,“ sagði Ólafur. Ekki hefur verið gerð könnun á Bú 2000 í næstu viku Sýningin Bú 2000 verður opnuð á fimmtudaginn í næstu viku í Laugardalshöll. Þátttakendur eru um 70 úr flestum greinum landbúnaðar og úrvinnslu. Sýningin er haldin í nánu sambandi við landsmót hestamanna og Húsdýragarðinn í Laugardal. Til skemmtunar verður götuleikhús inni og úti, rat- leikur um allt sýningarsvæðið í samvinnu við Hjálparsveit skáta og Smalahundafélagið sýnir fæmi smalahunda. Einnig verður sérstök skemmtidagskrá í Húsdýragarðinum. Það verður grillað inni og úti og gestum boðið upp á að smakka á ljúf- fengum og fjölbreyttum land- búnaðarafurðum. Strætisvagnar Reykjavíkur verða með ferðir á milli landsmóts hestamanna í Víðidal og Bú 2000 í Laug- ardal. Þetta verður stórviðburð- ur fyrir borgarbúann og fróðleg og skemmtileg sýning fyrir bændur og búalið. Sjá nánar auglýsingu í opnu blaðsins. Hfinnunargalli í sunnlenskum fiösum? framleiðslugetu heimilisrafstöðva hér á landi, en einkareknar vatns- aflsstöðvar voru taldar vera 196 á öllu landinu árið 1998, með fram- leiðslugetu upp á 4000 kw. Orku- stofnunar hefur slegið því fram að möguleikar gætu verið á að framleiða allt að 60 mw. með skyn- samlegri nýtingu, eða sem nemur tveimur Nesjavallavirkjunum. Nú eru raforkulög í endur- skoðun. í nýjum raforkulögum verður tekið tillit til smávirkjana og eru breytingar fyrirhugaðar í td. aðskilnaði, framleiðslu og flutn- ingi raforku. í framtíðinni er hugsanlegt að raforka, framleidd í tiltekinni virkjun selji sína raforku beint kaupanda á ótilteknum stað á landinu og greiði fyrir flutning raf- orkunnar í landskerfinu. Ólafur sagði að í nágranna- löndum okkar nyti raforka frá litlum heimilsrafstöðvum æ meiri vinsælda þar sem litlar stöðvar spilla ekki landi og eru þar með vistvænni en stór orkuver og olíu- og kjamorkuver. Bændur á býlum sem fram- leiða raforku með heimaraf- stöðvum fá víða stuðning opin- berra aðila og sú orka hefur verið seld á hærra verði sem vistvæn og endumýjanlegur orkugjafi og raf- orkusalar í þessum löndum vilja bjóða slíka orku sérstaklega til sölu til að bæta ímynd sína. Sjá nánar á bls. 14. Við endurbyggingu á fjósinu á Stekkum í Sandvíkurhreppi kom í ljós hönnunargalli sem Guðmundur Lárusson, bóndi á Stekkum, telur líklegt að finna megi í mörgum sunnlenskum fjósum sem byggð voru á svipuðum tíma - um eða uppúr 1970. Burðurinn í fjósinu á Stekkum var að hluta til fólginn í stálbitum. Gólfíð í fjósinu var brotið upp þegar húsið var endurbyggt en þá kom í Ijós að bitarnir voru ryðgaðir og þar af leiðandi ónýtir. Bændasamtök íslands hafa gert samning við bandaríska tölvufyrirtækið Gateway og íslenskt umboðsfyrirtæki þess, Aco, Landssímann og Búnað- arbankann um að auðvelda bændum að eignast öflugar tölvur og hagnýta sér kosti Netsins til að færa skýrslur og skipuleggja búrcksturinn. Samningur þessi er liður í verkefni sem hófst á síðasta ári 0 Gateway og nefnist "Færum heiminn heim í hlað". Þess má geta að samstarfíð við hið bandaríska fyrirtæki er til komið fyrir frumkvæði að vestan en Gate- way er stofnað af bændum eins og sjá má af merki fyrir- tækisins. Það er eins og sjái á síðuna á skjöldóttri kú. Nánar er sagt frá þessum samningi á bls.4

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.