Bændablaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 27.júní 2000 Útgefandi: Bændasamtök íslands Bændahöll við Hagatorg, 127 Reykjavík Síml: 563 0300 Fax á aðalskrifstofu BÍ: 562 3058 Fax hjá Bændablaðinu: 552 3855 Kennitala: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Beinn sími ritstjóra: 563 0375 GSM sími: 893 6741 Heimasími ritstjóra: 564 1717 Netfang: bbl @ bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 Blaðamaður: Hallgrímur Indriðason. Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöimargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fóru 6.519 eintök í dreifingu hjá íslandspósti hinn 15. febrúar sl. Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 3.800 en sjötugir og eldri greiða kr.J .800. Umbrot: Prentsnið Prentun: ísafoldarprentsmiðja Nr. 116 ISSN 1025-5621 Baendqhlflýift Hamfarir á Suðurlandi Þegar þessar línur eru settar á blað hefur annar stór jarðskjálfti riðið yfir Suðurland, nú með upptök í austanverðri Árnessýslu. Þessir skjálftar hafa valdið verulegu eignatjóni á takmörkuðum svæðum í héraðinu. Bændur hafa orðið fyrir miklum búsifjum þar sem verst hefur látið. Viðlagatrygging á að bæta tjón á mannvirkjum en annað eignatjón er meiri óvissa um og fer að mestu eftir hvernig tryggingum er háttað hjá hverjum og einum. Bændasamtökin eru reiðubúin að aðstoða bændur eftir því sem tök eru á og er verið að huga að því hvernig best sé að haga þeirri aðstoð. Það sem skiptir mestu í þessum hamförum er að ekki hafi verið manntjón og engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. Sterk bændasamtök Búnaðarþingskosningar eru víðast hvar afstaðnar og er Ijóst að talsverð endurnýjun verður að þessu sinni, sem er jákvætt á tímum örra breytinga. Aukið vægi búgreinafélaganna á búnaðarþingi breytir hlutföllum sem verður til þess að þáttur þeirra verður stærri í stefnumótuninni. Misjafnt er hvernig staðið hefur verið að kosn- ingunum hjá búnaðarsambönd- unum og hefur alltof víða verið lítið líf í kosningunni. Líkur eru á að búgreinafélögin komi sér ekki upp úr fari fulltrúakjörs nú og verði því bið á að hinn almenni bóndi fái að kjósa beint á þeim vettvangi. Lífleg kosningabarátta vekur upp um- ræður um hagsmunamál bænda og ýmsar tillögur koma fram um störf og stefnu Bændasamtakanna og félagskerfisins í heild. Svo var á Suðurlandi, en þar börðust tveir listar um hylli bænda og voru haldnir framboðsfundir sem voru á köflum líflegir. Það sem undirrituðum finnst standa upp úr eftir þessa fundi er að Bændasamtökin þurfa að gera sig betur sýnileg þannig að bændur geti betur gert sér grein fyrir hvernig umfangsmiklu starfi samtakanna er háttað. Ef umræðan á þessum fundum speglar afstöðu bænda er brýnt að bæta ímynd Bænda- samtakanna. Það er einnig umhugsunarvert að því skuli vera haldið fram að enginn sam- dráttur hafi verið í félags- og stoð- kerfi landbúnað- arins á undan- gengnum árum. Frá því að BÍ og SB voru sam- einuð og nú síðast að Framleiðsluráð var lagt niður hefur fækkað um allt að 14 stöðugildi sl. 5 - 6 ár. Að lokum skal það endurtekið sem undirritaður hefur áður lagt áherslu á að sterk heildarsamtök bænda eru mikilvæg og sennilega mikil- vægari nú en áður vegna harðnandi samkeppni milli búgreina og bænda innbyrðis. Fáir og stórir smásölu- risar ógna stöðu okkar ef við bændur berum ekki gæfu til að standa þétt saman um okkar hags- munamál. Bændur verða að vera virkir þátttakendur í þróun félags- kerfisins og til að svo geti verið verða bændur að vita gjörla hvernig það vinnur. Hrafnkell Karlsson stjórnarinaður í BI Samningur við Gateway: Mikilvægt að bændur tengist Netinu Bændasamtök íslands hafa á undanförnum árum unnið að því að auðvelda bændum að hagnýta sér tölvutæknina. í því skyni hafa þau þróað og útvegað ýmiss konar hugbúnað sem bændum býðst til að færa bókhald og skýrslur um reksturinn. í fyrra var svo ákveðið að hefja átak sem nefnist „Færum heiminn heim í hlað“ en markmið þess er að auka tölvu- og netvæðingu bænda. Fyrsta skrefið í því átaki var að gera upplýsingar úr skýrsluhaldi bænda sem geymd- ar eru í miðlægum gagnagrunni aðgengilegar á netinu. Það hefur verið gert með aðstoð forrita á borð við íslandsfeng, Veraldar- feng og ÍSKÚ. Síðastncfnda forritið gerir kúabændum kleift að tengja skýrsluhald sitt við miðlægan gagnagrunn og stunda því rafræna skráningu, bæði á lögboðnu skýrsluhaldi um fram- leiðsluna og reksturinn og einnig á ættbókum bústofnsins. Annað skrefið var svo stigið í síðustu viku þegar undirritaður var samningur við Gateway Comput- ers á Norðurlöndum, ACO hf., Landssímann og Búnaðarbankann um samstarf sem miðar að því að auðvelda bændum að eignast öflugar tölvur á viðráðanlegu verði og tengja þær við Netið. Gateway og ACO bjóða tölvumar, og Landssíminn sjá um öflugar tengingar við Netið á mjög hag- stæðum kjömm og Búnaðar- bankinn tekur að sér að fjármagna tölvuvæðinguna og býður hagstæð lán. Þama em í boði öflugar tölvur með 700 megariða Pentium III örgjörva, DVD-drifi, 128 megabita vinnsluminni og 15 GB hörðum diski. Gateway stofnað af bœndum Jón Baldur Lorange, forstöðumað- ur Tölvudeildar Bændasamtaka íslands, segir að það skemmtilega við þennan samning sé að fmmkvæðið að honum komi frá Gateway sem er eitt af öflugustu tölvufyrirtækjum heims. „Um- boðsmenn þess hér á landi hjá ACO komu að máli við okkur fyrir nokkru og skýrðu okkur frá áhuga Gateway á að nota ísiand sem vettvang fyrir tilraun til að netvæða bændur. Astæðan er sú að fyrirtækið er stofnað af bændum og þeir vita sem er að sé það mikilvægt fyrir einhveija stétt að hagnýta sér tölvutæknina og Netið þá eru það bændur í hinum dreifðu byggðum landsins. Utkoman var þessi viljayfirlýsing og vonandi er hún aðeins byrjunin því við höfum áhuga á að semja við fleiri fyrirtæki sem geta boðið bændum þjónustu og tölvubúnað. Gateway ætlar að veita styrki á hverju ári til eins eða fleiri bænda sem hafa sýnt frumkvæði og hugkvæmni í tölvumálum. Tenging uppruna Gateway fyrirtækisins við bændur er vissulega áhugaverð í þessu samstarfi. Við tókum þeim að sjálfsögðu vel enda er það okkar hlutverk að stuðla að því að bændum sé boðin öflugur tölvubúnaður á hagstæðu verði.“ Verkefnið Fœrum heiminn heim í hlað hefur þann tilgang að útvega bœndum tölvubúnað og hugbúnað á hagstœðum kjörum og koma sem flestum í samband við Netið. Islenskir bœndur framsœknir Hann bætir því við að samningur- inn tryggi bændum góða þjónustu. „Það er þriggja ára ábyrgð á tölvunum og við leggjum upp úr því að þjónustan sé góð. Við hjá Bændasamtökunum höfum verið að prófa Gateway tölvur í erfiðri vinnslu og þær hafa staðist álagið. Við getum því mælt með þeim. Það er líka tilgangur okkar með samstarfmu við Gateway að hvetja bændur til að endumýja tölvu- búnað sinn. Það vita það allir sem nota tölvur að þær úreldast hratt og endingartími er um þrjú ár. Bændur hafa sýnt það að þeir eru framsæknir í tölvumálum og stór hluti stéttarinnar hefur tekið tölvutæknina í sína þjónustu. Nú gefst hinum sem ekki hafa gert það tækifæri til að tölvuvæðast. Við lögðum áherslu á að boðnir verði öflugar tölvur, sem eru að koma inn á markaðinn, en ekki tölvur sem tölvusalar eru að reyna að losna við til að rýma fyrir nýrri tegundum. í þessum málum er farsælast „stökkva inn í fram- tíðina" til að halda í við þróunina í þessum geira. Þetta þýðir að verðið er kannski ívið hærra en útsölutölvutilboðin. Hér gildir að bera saman gæði, þjónustu og verð. Við heyrum það oft í tölvu- geiranum að þar undrast margir hversu langt íslenskir bændur eru komnir í að nýta sér tölvutæknina. Eg get nefnt sem dæmi að við höfum verið í samstarfi við norska tölvufyrirtækið Landax um að þróa hugbúnað fyrir skýrsluhald í mjólkurframleiðslu. Við fengum hjá þeim forritið Infoku sem þeir hafa verið með í nokkur ár. Á einu ári hefur okkur tekist að íslenska kerfið, laga það að íslenskum aðstæðum og tengja það við miðlægan gagnagrunn í gegnum Netið þannig að bændur geti séð um allt sitt skýrsluhald, bæði um framleiðsluna og ræktunarstarfið, á rafrænan hátt í gegnum Netið. Við erum því komnir skrefi lengra en Norðmenn.“ Persónuleg heimasíða hvers bónda Jón Baldur sagði að næsti áfangi í verkefninu Færum heiminn heim í hlað yrði sá að gera bændum kleift að setja upp sína eigin persónulegu heimasíðu á vefsíðu Bændas- amtakanna á léninu www.bondi.is. Þá geta þeir kveikt á tölvunni á morgnana og fengið þessa síðu upp á skjáinn. Þeir geta valið það efni sem kemur inn á síðuna, svo sem fréttir og ráðgjöf frá ráðunautum, þama yrði pósturinn, dagatal, fréttir og skýrsluhalds- upplýsingar á einum stað. Þetta verður eins konar skrifstofa hans á netinu. Þetta er þróunin hjá netverjum, þeir vilja geta valið þær upplýsingar sem þeir fá inn á síðuna sína og losnað við allt hitt sem þeir þurfa ekki á að halda. Þannig er hin hefðbundna vefsíða með almennum fréttum og upplýs- ingum sem beint er til allra jafnt að verða úrelt,“ segir Jón Baldur Lorange. -ÞH Frá undirritun samningsins. F.v. Mats Runström frá höfuðstöðvum Gateway í Svíþjóð, Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka íslands og Ólafur W. Hand, sölustjóri ACO. Fyrir aftan þá standa þeir Jón Baldur Lorange, forstöðumaður Tölvudeildar BÍ (t.v.) og Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri átaksins Áform. i

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.