Bændablaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 27.júní2000 BÆNDABLAÐIÐ 5 Grímup spjallar Að fljfta sér í hring Hvaða munur er á þjóðum Vesturlanda og öðrum þjóðum? Aðalmunurinn er sá að þjóðir Vesturlanda hófu fyrir u.þ.b 2-3 öldum framfarasókn til efnalegrar velmegunar sem við Vesturlandabúar og fleiri njótum nú góðs af. Til þess að þetta tækist þurfti að nýta tímann vel og til þess að nýta tímann vel þurfum við að flýta okkur. Aðrar þjóðir hafa ekki eins fundið hjá sér þörfina að flýta sér, og um leið ekki heldur sömu þörfina og við fyrir efnalegar framfarir. Þar má nefna Sama, Grænlendinga, Indíána og þar með Mið- og Suður- Ameríkubúa og margar Afríku- og Asfuþjóðir. Þeim liggur ekki á eins og okkur. Hér skal það alveg látið vera að fílósófera um kosti og galla hins tæknivædda nútímalífs okkar Vesturlandabúa, annars vegar, og hins einfalda og fábrotna lífs hinna sem eru ekki að flýta sér, hins vegar. Hefur þar hvort tveggja bæði nokkuð til síns ágætis og ömunar. Hér skal hins vegar vakin athygli á því að þörfin fyrir að flýta sér þarf að vera tæki til að ná markmiði, en ekki einungis takmark í sjálfu sér. En hefur hún orðið takmark í sjálfu sér? Já, það er hluti af lífi okkar að horfa upp á fólk sem er að flýta sér til að flýta sér. Þetta gerist hér og þar en kóróna þess að flýta MM / MED SEINNI BOLLANUM sér til að flýta sér er að aka í Formúlu 1 kappakstri. Þar ráðast úrslit bæði af því hver er fljótastur að aka en líka af því hve fljótir menn eru að skipta um dekk. Þeir sem eru fljótir að aka gera það heldur ekki einungis sér til ánægju, heldur þiggja þeir allt upp í milljarða króna í árslaun. Þeir sem borga eru m.a sjónvarpsstöðvar sem sýna aksturinn og þar með við sem borgum fyrir að horfa á sjónvarp. En skyldi nú einhver spyrja: Hvert eru mennirnir eiginlega að flýta sér svona mikið, þá er svarið - að fara í hring. Grímur Efnagreiningar á heyi 2000 Aframhalifaiidl samstarf RflLA oglBH um efaagreiningai* il heyi fyrir hændur Samstarfssamningur um hey- efnagreiningar fyrir bændur milli Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri hefur verið endur- nýjaður. Almennt má segja að þetta samstarf hafi gengið mjög vel á síðustu „önn“og engir erfið- leikar komið fram þó þetta sé unnið á tveimur stöðum. Lögð hefur verið áhersla á hraða og hagræðingu í þjónustunni og hafa þau markmið náðst sem sem stefnt var að. Vinnuferillinn verður svipaður og á síðasta ári. Sýnin skulu öll send að Hvanneyri þar sem þau verða skráð. Mælingar verða unnar á báðum stöðum og gögn send rafrænt á milli. Niðurstöður verða sendar út frá RALA, en gagnagrunnur með niðurstöðum mun liggja fyrir hjá báðum stofnununum. Fyrirspurnum um niðurstöður og túlkun þeirra skal beina til Tryggva Eiríkssonar á RALA. Eftirspum eftir hraðferð án steinefnagreininga var nánast eng- in og hefur hún því verið felld niður. Þó almennt fyrirkomulag sé svipað og áður er rétt að minna á aðalatriðin hvað viðvíkur sýnatöku og skráningu. Sýnataka Enn og aftur skal ítrekað mikil- vægi þess að sýnin séu vel tekin og gefi sem besta mynd af þvj fóðri sem sýnin em tekin úr. í þeim tilvikum sem bændur taka sýnin sjálflr er best að hafa samband við héraðsráðunauta sem veita ráðleggingar um hvernig best er standa að sýnatökunni og útvega sýnatökubora þar sem það á við. Reikna má með að nokkur hluti bænda taki hirðingarsýni, t.d. við rúlluverkun, til að losna við að gera göt á rúllumar og þá er einnig vitað nákvæmlega um uppmna (spildu) sem sýnið er af, auk þess fylgir þessu sá kostur að niður- stöður liggja fyrr fyrir. Eini galli við þetta fyrirkomulag er að verkunartap komi fram í ofmati á orkugildi heyjanna. Hægt er að taka hirðingarsýni með því t.d að ganga þvert á múgana áður en rúllað er og taka smá viskar úr þeim, eða taka sýnið úr rúllunum áður en plastað er og nota heybor ef þess er kostur. A svipaðan hátt er hægt að taka sýni við hirðingu í vothey eða þurrhey. Nægjanlegt er að sýnin séu um 0,5 kg. Gæta skal þess að sýnin þomi ekki í meðför- um og setja þau í frysti í vel lokuðum plastpokum. Þegar fyrri slætti er lokið eða í heyskaparlok eru sýnin send í efnagreiningu með tilheyrandi upplýsingum. Sýni úr verkuðu fóðri em tekin við hentugleika eftir að heyskap er lokið. Eins og áður er æskilegt að sem allra flest sýni berist fyrir 20 október. Merking sýnanna Mjög mikilvægt er að sýnin séu vel merkt, það gerir skráningu ömggari og sparar fyrirhöfn við skráninguna. Gætið þess að nota skriffæri sem þola bleytu! Jafnframt því að nauðsynlegt sé að sýnin séu vel merkt þá eru sumar upplýsingar sem óskað er eftir notaðar við útreikninga. Ut- reiknuð gildi fyrir amínósýrufram- boð og jöfnuð þeirra í vömb jórturdýra (AAT og PBV) eru nokkuð háð fóðurgerð. Til dæmis fengjust mismunandi niðurstöður (AAT og PBV) af sömu spildunni eftir því hvort verkað er í vothey eða þurrhey. Af þessum sökum verður alltaf að skrá rétta fóðurgerð. Útreikningur þessarra gilda (AAT og PBV) er einnig háð þurrkstigi t.d. við rúlluverkun og verður það væntanlega tekið inn í útreikninga á heyfóðri þessa árs. Því er ítrekað að láta sýnin ekki þorna í meðförunum. Þessar breytingar á útreikningum verða væntanlega kynntar í Bændablaðinu síðsumars eða í haust. Eftlrfarandi upplýslngar skulu fylgja: Scndandi: Nafn bónda, heimilisfang og kennitala. Einnig Hvaúan er mymliii? í myndasafni Bændasamtaka Islands leynast margar perlur sem segja mikla sögu. En margar myndanna eru án nokkurra skýringa og nú á að kanna hvort lesendur geti aðstoðaðar okkur. Hér kemur mynd sem við vildum gjaman vita meira um. Vinsamlega hafíð samband við Jónas Jónsson, Matthías Eggertsson eða Áskel Þórisson í síma 563 0300. Þessi mynd kom í síðasta blaði. Hún er af Bjarna Pálmasyni, Hofí II í Arnarneshreppi í Eyjafírði. Myndina tók Jón Ólafur Guðmundsson á Hvanneyri skömmu eftir 1950. lögbýiis og póstnúmer. Gerð sýna: Hirðingarsýni eða sýni úr verkuðu fóðri. Verkunaraðferð: Þurrhey, vothey, rúllur, stórbaggar, græn- fóður eða annað. Auðkenni: Af hvaða túni, úr hvaða hlöðu, eða það sem menn vilja auðkenna sýnið með. Dagsetningar: Sláttudagur og hirðingardagur. Sláttur: Fyrri sláttur eða seinni sláttur. Tegund: Skrá grastegundir aðeins ef menn eru vissir á greiningunni, þarf ekki að vera mjög nákvæmt. Grænfóðurtegund skal ávallt skrá (hafrar, rýgresi kál og annað) Verð og afgreiðslufrestur Þær mælingar sem gerðar eru við hefðbundna efnagreiningu á heyi er þurrefni, meltanleiki (og út- reiknað orkugildi), prótein (út- reiknað AAT og PBV) og stein- efnin Ca, P, K, Mg, og Na. Einnig er sýrustig mælt í gerjuðu fóðri. Afgreiðslufrestur frá móttöku sýnis er að hámarki 30 dagar fyrir hefðbundna greiningu með stein- efnum. Ef hirðingarsýni koma mjög snemma sumars gæti tíminn orðið örlítið lengri fyrir fyrstu sýnin, en reiknað er með að fyrsta útsending niðurstaðna verði eigi síðar en 10 ágúst. Verð fyrir heildargreiningu (með steinefnum) er 2590.- kr Verðið er án virðisaukaskatts. Eins og áður er búnaðarsambönd- um boðið upp á afslátt sem fer eftir umfangi og fyrirkomulagi viðskipta. Ef óskað er eftir öðru en hefð- bundinni greiningu verður að til- greina það sérstaklega. Ofangreint gildir einungis um heysýni og önnur gróffóðursýni, en ekki um komsýni eða annað kjarnfóður. í kjarnfóðursýnum þarf að gera fleiri efnagreiningar til viðbótar við venjulega grein- ingu á heyi s.s. fitu, tréni og ösku. Sé óskað eftir heildargreiningu á kjamfóðri þarf að óska eftir því sérstaklega. Nánari upplýsingar og aðstoð veita búnaðarsamböndin. Einnig veita allar upplýsingar: Björn Þorsteinsson og Linda Gjörlihagen Hvanneyri sími 437 0000 fax 437 0048 Tryggvi Eiríksson og Ey- jólfur K. Örnólfsson Rannsókna- stofnun landbúnaðarins sími 577 1010 fax 577 1020 Tryggvi Eiríksson, verkefnistjóri og starfsmaður RALA. Iskyadi. I blaðinu fyrir nokkm birtist grein eftir Sigurjón Bláfeld, loðdýra- ræktarráðunaut. í fyrirsögn sagði: „Kyngetan aukin með lýsingu kvölds og morgna" en ekki kom fram í fyrirsögninni að átt var við loðdýr. í framhaldi af þessu fengum við „áríðandi" tilkynningu frá Stefáni Vilhjálmssyni, kjötmatsformanni. Bjartar nætur Nú er ég kátur og keikur, kominn er víst í mig leikur. Löngum að vori er léttur í spori, því kvöldlýsing kyngetu eykur. Formaður landbúnaðamefndar sá þessa „áríðandi“ tilkynningu og sagði: Nú er alltaf undur bjart yfir Norðurlandi. Hefur fengið straum og start Stefán áríðandi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.