Bændablaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 27.júní2000 BÆNDABLAÐIÐ 7 Osta- og smjörsalan með námskeið fyrir starfsfólk verslana Á liðnum árum hefur Osta- og smjörsalan sf. verið mjög virk í útgáfu á uppskriftum, mat- reiðslubókum og ábendingum til almennings um hollt mataræði. Um þessar mundir er verið að endurútgefa Ostaskólann, en það er heiti á námsefni sem er notað við uppfræðslu starfsfólks í verslunum. Þegar Ostaskólinn kom fyrst út hófst inarkviss starfsþjálfun starfsfólks í mat- vöruverslunum sem sér um vör- ur Osta- og smjörsölunnar. Ostaskólinn tekur á helstu þátt- um í verslunarstarfinu þ.e. hreinlæti, vörumeðferð, fram- setningu, innkaupum og vöru- þekkingu. „I þessum námsgögn- um er m.a. að fínna töflu með ítarlegum upplýsingum um allar helstu vörutegundir OSS. Töflunni er ætlað að auðvelda starfsfólki verslana að svara spurningum neytenda og auka vöruþekkingu sína,“ sagði Ólaf- ur M. Magnússon, sölustjóri OSS. Með þennan nýja og endur- bætla Ostaskóla að vopni er ætlun- in að hefja námskeið fyrir starfs- fólk verslana í haust. Ólafur sagði að hvert námskeið tæki hálfan dag og það hefur verið eftirsótt að komast á þau. Söludeild OSS er þegar byrjuð að taka við skráning- um á námskeiðin. En hvers ve^gna gefur OSS út fræðsluefni? Olafur sagði að reynslan hefði sýnt að góð þjálfun og vöruþekking væri grunnurinn að árangri í starfi. „Auk þess tryggja námskeiðin jafnframt góða vörumeðferð og auka gæði vöru og þjónustu. Við höfum náð mjög góðum árangri með því starfsfólki verslana sem hefur sótt nám- skeiðin. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt tilvik þar sem við- komandi verslun hafði átt við sölu- samdrátt að glíma í sölu á vörum OSS. En eftir úrbættur í framsetn- ingu og þjálfun starfsfólks snerist dæmið alveg við þ.e. úr 4 -5% sölusamdrætti í 8% söluaukningu. Það sannast í þessu eins og mörgu öðru að „mennt er máttur" og því mikilvægt að íslenskur landbúnað- ur hugi vel að fræðsluþættinum sem er hinn raunverulegi grunnur framfara og framsóknar til árangurs," sagði Ólafur og bætti því við að í raun sinnti OSS öllum aldurshópum og neytendafræðslu jafnt sem starfsfræðslu fyrir verslanir. „Við höfum t.d. sent öllum bömum nestibox að gjöf er þau hefja skólagöngu. Nestisboxin hafa m.a. geyma ábendingar um hollt mataræði og hafa verið mjög vinsæl. Við höfum í því raun verið leiðandi á þessu sviði og hafa já- kvæð viðbrögð neytenda verið okkur helsta hvatningin til dáða.“ Á vordögum flutti Lánasjóður landbúnaðarins úr höfuðborginni til Selfoss. Þar hefur starfsfólk komið sér fyrir í landbúnaðar- héraði í björtu og vistlegu hús- næði. Samhliða flutningnum hafa stjóm og starfsfólk unnið að stefnumótun um framtíð og starf- semi sjóðsins. Markmið þess starfs er að efla starfsemi Lánasjóðsins þannig að hann geti enn betur gegnt því hlutverki sínu að vera stoð fyrir íslenskan Iandbúnað. Hér skulu nefnd nokkur þeirra atriða sem unnið er að. Hraðari afgreiðsla Mikill vilji er fyrir því að hraða afgreiðslutíma umsókna. í mörgum tilvikum má rekja drátt á afgreiðslu umsókna til þess að ýmis nauðsynleg gögn vantar. Það kostar bændur dýrmætan tíma og mörg spor að afla þeirra gagna hjá ýmsum stofnunum. Nú er í skoðun að spara bændum þau spor með því að nýta tölvutæknina. Lausleg könnun bendir til að ríflega helmingur býla sé þegar orðinn tengdur Netinu og á sá fjöldi eftir að aukast. í skoðun er að bændur geti sótt um lán á Netinu en starfs- menn sjóðsins taki að sér að afla nauðsynlegra ganga fyrir um- sækendur. Til þess þarf að gera sérstakan samning við einstök embætti og stofnanir en þau mál eru í skoðun. Þá er verið að endur- skipuleggja skráningu og meðferð ghgna innan sjóðsins. Allt miðar þetta að því að auka skilvirkni og bæta þjónustu við viðskiptavini Lánasjóðs landbúnaðarins. Þegar nýja húsnæðið var tekið í notkun var jafnframt vígð heima- síða sjóðsins, viðskiptavinum til hægðarauka. Þar geta menn fylgst með því helsta sem á döfinni er hjá sjóðnum og þeim reglum sem um hann gilda. Samráð og samstarf Unnið er að því að kom á reglu- legum samráðsvettvangi milli stjómar og starfsfólks annars vegar og hinna ýmsu samtaka og félaga bænda hins vegar. Þannig er í skoðun að hitta reglulega ráðu- nauta, fulltrúa bændafélaga, bú- greinafélaga og slíkra aðila. Með því móti vill stjómin efla samstarf sjóðsins við einstakar greinar og svæði. Stjómin telur hyggilegt að móta lánastefnu sína í samræmi við þá þróun sem á sér stað í landbúnaði þannig að þjónusta sjóðsins sé miðuð við framtíðarsýn en ekki fortíð. Þá hvetur stjómin viðskiptavini • til að koma ábend- ingum um það sem betur má fara á framfæri við starfsfólk, ýmist beint eða í gegnum t.d. heimasíðuna. Lánasjóður landbúnaðarins er mikilvæg stoðgrein fyrir heil- brigða þróun atvinnugreinarinnar og þess vegna vill stjóm og starfs- fólk efla sem mest tengsl sín við viðskiptavinina. Hjálmar Árnason, formaður stjórnar Lánasjóðs landbúnaðarins. i naMiiiinnininririTiiam' t—ihiimiti pii ii ■ iinw JARÐIR í VESTUR- HÚNAVATNSSÝSLU Urriðaá, Miðfirði. Land, mannvirki, vélar, bústofn og greiðslumark. Greiðslumark 580 ærgildi í sauðfé. Öll hús í mjög góðu ástandi. Fjárhús fyrir 450 fjár og hlaða byggt 1976. Vélageymsla. íbúðarhús og bílgeymsla byggt 1978, 200 ferm. Bústofn 400 fjár. Vélar til rúlluheyskapar. Óskað er eftir tilboðum í allar eignirnar. Efri-Þverá, Vesturhópi. Land og mannvirki. íbúðarhús byggt 1968 en hefur verið endurbætt. Hesthús fyrir 36 hesta með áburðarkjallara, hlaða, vélageymsla og reiðskemma. Jörðin hentar mjög vel til hrossabúskapar og/eða ferðaþjónustu. Fallegar reiðleiðir. Gott rjúpnaland. Ásett verð 16.000.000. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Ingi Tryggvason hdl., Borgarbraut 61, Borgarnesi. s. 437 1700, fax 437 1017 Þðrfáallfá fleiri ferðaraenn á slaðinn • segir Hólmfríður Úfeigsdótdr handverkskona í Vopnafirði Við Hafnarbyggð í Vopnafjarðarkaupstaö á móts við Kaupfélag Vopnfírðinga starfar handverkshús sem nefnist Handverkshús - Nema hvað. Húsið tók til starfa árið 1997, en að því standa 29 einstaklingar frá Vopnafírði og Bakkafírði. Ákaflega fjölbreytilegt handverk er að fínna í húsinu, en það er opið einn dag í viku yfir vetrarmánuðina og alla daga vikunnar á sumrin og skiptast þeir á sem að húsinu standa að vinna í því. Einn af þessum einstaklingum er Hólmfríður Ófeigsdóttir frá Búastöðum í Vesturdal í Vopnafírði. Hólmfríður vinnur aðallega með kindaull, en einnig talsvert með kanínufíðu. Mest af hennar framleiðslu eru peysur og er hönnun margra þeirra, bæði hvað varðar snið og munstur, hugverk Hólmfríðar sjálfrar. Tölur eru mjög r.W ,T.,I J áberandi á mörgum peysunum og eru sumar einnig með opnanlegu hálsmáli og ermum og einnig opnanlegar á hliðunum. Hólmfríður hefur talsvert fengist við að hanna og prjóna módelgripi, aðallega peysur, og hafa slíkir gripir sem Hólmfríður hefur unnið farið víða m.a. til Bandaríkjanna og Japans. Ein slík er m.a. í eigu sendiherra íslands í Bandaríkjunum, Jóns Baldvins Hannibalssonar. Aðsókn að handverkshúsinu segir Hólmfríður ekki hafa verið nógu mikla undanfarin ár og að auka þyrfti ferðamannastraum til Vopnafjarðar. Hún telur þó að heimsóknir í handverkshúsið verði fleiri í sumar, en verið hefur þar sem upplýsingamiðstöð fyrir ferðafólk mun vera staðsett í húsinu nú í sumar. Jt

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.