Bændablaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 27.júní 2000 - Þær munu styrkja atvinnulíí, búsetu í sveitum og skapa ný atvinnutækifæri," sagöi Úlafur Eggertsson, formaður Landssamtaka raforkubænda Fyrir skömmu efndi Frœðslunet Suðurlands, Landssamtök raforkubœnda og Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands til námsstefnu um uppbyggingu og rekstur lítilla vatnsaflsvirkjanna. Ólafur Eggertsson, formaður Landssamtaka raforkubænda hefur nú þegar fengið bráða- birgðaleyfi til þess að tengja rafstöðina á Þorvaldseyri dreifi- kerfi RARIK. Stöðin framleiðir 8.5 kw. eins og hún er rekin nú, en auka má afköst hennar í 17- 18 kw. með viðbótartúrbínu. Ralbúnaður og rafall er nýr og var hann fenginn frá Svíðþjóð. Rafallinn er þannig gerður að hann getur ekki framleitt raf- magn nema fá rafmagn frá dreifikerfi RARIK til að segul- magna sig. Þetta er öryggisatriði sem krafist er, því ef straumrof verður á línunum dettur rafallinn út og getur ekki fram- leitt rafmagn. Rafmagnsþörf á Þorvaldseyri er að meðaltali um 9.5 kw. á klst. hverja cinustu klukkustund ársins. Þess má geta að í fyrstu vikunni sem stöðin var tengd fóru um 95 kw út á landskerfið. Ólafur sagði að ef rafstöðin annaði ekki notkun á álagstímum þá kæmi viðbótarrafmagn frá RARIK, en ef notkunin er lítil, þá fer umfram orkan sem framleidd er hér inn á kerfið hjá RARIK. Þá telur aflmælirinn niður, eða afturábak. Um sölu er ekki að ræða á þessu stigi tilraunarinnar. „Það er annars mjög sérkennilegt að sjá rafmagnsmælinn snúast afturá- bak,“ sagði Ólafur og brosti breitt. En er rafmagnsframleiðsla búbót fyrir bændur? „Rafmagns- kostnaður á meðal bændabýli getur numið allt frá 250-500 þús. krónum á ári eftir umfangi. Ef góðar aðstæður eru til að virkja og stofnkostnaður ekki mikill, og þar sem endingartími virkjana er mjög langur, eða um 40-60 ár, þá erum við kannski að tala um verðmæti raforkuframleiðslu á þessu tímabili til einkanota á bilinu 12-20 milljónir eftir raforkunotkun hvers býlis og svo auðvitað öll umfram Ólafur Eggertsson orka sem er seld,“ sagði Ólafur. Árlegur rafmagnskostnaður á Þorvaldseyri er um 500.000. Löng hefð er fyrir raforkuframleiðslu á Þorvaldseyri. Rafstöðin var byggð 1928 og var í notkun til 1978. Á síðasta ári og þessu ári hefur hún verið gerð upp og settur nýr vélbúnaður. Stjórn raforkubænda hefur átt viðræður við Lánasjóð Land- búnaðarins, Framleiðnisjóð, Byggðasjóð, Orkusjóð og Nýsköpunarsjóð um fjármögnun heimarafstöðva. Ekki liggur fyrir niðurstaða í þeim málum, en forsenda fyrir fjármögnun er að vextir verði svipaðir eins og td. á fjósbyggingum. Einnig verði kannað með hvaða hætti mætti styrkja uppbyggingu virkjana, þar sem hér er um nýsköpun að ræða. Kostnaður við virkjun er mjög breytilegur eftir umfangi og aðstæðum. Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands hefur reiknað út mismunandi stórar virkjanir og kemur það fram að stofnkostnaður per kw. er í sumum tilfellum svipaður og hjá Landsvirkjun en einnig er það athyglivert að við góðar aðstæður getur stofn- kostnaður verið allt að helmingi lægri. Rekstarkostnaður þessara virkjana getur verið mjög lítill, þar sem þær eru næstum alsjálfvirkar og eldci þarf að vera með stöðuga vöktun. „Uppbygging smávirkjana er mjög þýðingarmikil fyrir lands- byggðina, og um leið og þetta eru byggðarsjónarmið mun þetta styrkja atvinnulíf, búsetu í sveitum og skapa ný atvinnutækifæri í sveitum landsins," sagði Ólafur Eggertsson. Hjálmar Ámason alþingismaður og formaður iðnaðarnefndar Alþingis: VerOmæG jarda felst ekki eingðngu í mjölkurkvóta og ærgildum ORaforkubœndur í sókn Á ráðstefnu Samtaka raforku- bænda og Fræðslunets Suðurlands kynnti Hjálmar Ámason, alþingis- maður, niðurstöður nefndar á vegum iðnaðarráðherra um hagkvæmni, möguleika og fjár- mögnun lítilla virkjana. Nefndina skipaði Finnur Ingólfsson og í henni sátu auk Hjálmars, sem var formaður, þau Drífa Hjartardóttir, alþingismaður, Helga Tulinius, starfsmaður Orkustofnunar, Ólafur Eggertsson, formaður Samtaka raforkubænda og Stefán Guð- mundsson, formaður Orkusjóðs. Hagkvœmt og framkvœmanlegt. Hjálmar Ámason sagði að nefndin hefði komst að þeirri niðurstöðu að mikil sóknarfæri gætu verið fyrir bændur að virkja bæjarlæki sína til rafmagnsframleiðslu. „Á fyrri hluta aldarinnar var töluvert um slíkar heimavirkjanir en með tilkomu RARIK lögðust margar þeirra af. Nú virðist vera vakning um að hefja nýja sókn á því sviði. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að í mörgum tilvikum geti slíkt verið fjárhagslega hagkvæmt. Vinnuhópur undir forystu Ásgeirs Þórs Ólafssonar, starfsmanns RARIK, skoðaði tæknilega útfærslu á tengingu heimarafstöðva við netið hjá RARIK sem og öryggisþáttinn. Niðurstaða þess hóps er sú að útfrá öryggissjónarmiðum og tækni sé ekkert því til fyrirstöðu að tengja slíkar heimarafstöðvar inn á dreifikerfi RARIK. Vissulega þarf þar að gæta ýmissa atriða og vinna málin faglega,“ sagði Hjálmar. Fjármögnun getur farið fram að miklu leyti í gegnum Lánasjóð landbúnaðarins á lægri vöxtunum til allt að 25 ára. Þar sem um mikla fjárfestingu er að ræða er brýnt að aðrir kostir komi til greina jafnhliða. Nefndin leggur til að Framleiðnisjóður, Byggðastofnun, Orkusjóður og Iðnaðarráðuneyti komi einnig að fjármögnun slfkra virkjana, ýmist með lánum eða beinum styrkjum. Vissulega er auðvelt að færa rök fyrir því að virkjun bæjarlækja auki framleiðni einstakra bújarða, efli byggð og skapi sóknarfæri. Á fjárlögum er veitt um 800 milljónum króna til niðurgreiðslu á rafmagni í dreifbýli. Nefndin taldi skyn- samlegt að veita slíku fé til að greiða niður vexti á stofnkostnaði heimarafveitna enda falli niðurgreiðslur rafmagnsins brott í kjölfarið. Þar er um að ræða tilfærslu á fjármagni og nær langtímaspamaði fyrir ríkissjóð. Nefndin leggur til að skipaður verði sérstakur stýrihópur er fjalli um einstakar umsóknir. Lagt er til að fulltrúar þess stýrihóps komi frá þeim aðilum er annist fjármögnun ásamt fulltrúa Samtaka raforku- bænda. Með því er leitast við að gera ferlið sem einfaldast og skapa svigrúm til að meta aðstæður eftir hverri umsókn. Gert er ráð fyrir því að einstakir umsækjendur snúi sér til atvinnuþróunarfélaga einstakra landssvæða og kynni áætlanir sínar fyrir þeim. Einar Pálsson hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands hefur kynnt sér rekstrarforsendur heimavirkjana rækilega og getur miðlað af reynslu sinni, m.a. í gegnum atvinnuþróunarfélög einstakra landssvæða. Hugsunin er sú að einstaklingar geti snúið sér til atvinnuþróunarfélagana og þaðan fari umsóknirnar til afgreiðsiu hjá stýrihópnum vegna fjármögnunar. Áhersla er lögð á það að skilyrði fyrir lán- og styrkveitingum sé orkusölusamningur, annað hvort inn á netið hjá RARIK ellegar til annarrar starfsemi. Þrjár Nesjavallavirkjanir ? „Að mati Orkustofnunar virðist í fljótu bragði mega virkja bæjarlæki á landinu þannig að úr þeim fáist um 60 mw. Aðrir telja að möguleikarnir séu enn meiri og ræða um allt að 100 mw. Samkvæmt því er vannýtt orka í ýmsum smærri vatnsföllum sem nemur tveimur til þremur Nesjavallavirkjunum. Hér er um að ræða mjög vistvænana orkugjafa og hafa bæði Þjóðverjar og Danir veitt slíkum virkjunum sérstakan forgang. Stóra spumingin er sú hvemig nýta megi þetta afl,“ sagði Hjálmar. Álbœndur, vetni og smáiðnaður? Hjálmar benti á að talið er að meðalstórt kúabú greiði á bilinu 3- 500 þúsund krónur árlega í rafmagnskostnað. „Með heima- virkjun sparast sá kostnaður. Með samningi við RARIK um dreifingu umframorku inn á netið skapast svo viðbótartekjur. Rekstur slíkra virkjana er einfaldur og í rauninni afskaplega þægileg viðbót við hefðbundinn búrekstur. Þannig má segja að ný stétt, raforkubændur, geti styrkt verulega sveitir landsins," sagði þingmaðurinn og bætti við að samkvæmt upplýs- ingum sem nefndin fékk þá er löng hefð fyrir slíkum smávirkjunum bæði á Norðurlöndunum og í Sviss. Bent var á að þess væm dæmi að raforkubændur í Sviss nýttu umframorkuna til þess að framleiða ál! Orkan er þá notuð til að bræða hráefnið í útihúsum en bændur fara síðan með álframleiðslu sína á almennan markað. Um þessar mundir virðast vísindamenn vera að leysa geymsluvanda vetnis. Stærstu bílaframleiðendur heims hafa lýst því yfir að vetni verði orkuberi 21. aldar. Alls ekki er útilokað að í náinni framtíð gætu raforku- bændur nýtt hið vistvæna rafmagn til þess að framleiða vetni til eigin nota og fyrir markað. „Reynslan sýnir að þar sem orka er liggja sóknarfæri. Spumingin er aðeins um að tengja mannvitið við ork- una. Þannig gæti verið hagkvæmt fyrir ýmis fyrirtæki í landinu að semja við raforkubónda um að nýta orkuna á staðnum fyrir einhvem léttan framleiðsluiðnað þar sem hægt væri að bjóða ódýra orku og stöðugt vinnuafl. Hér er aðeins spurningin um hugmynda- flug og áræði til að nýta þau sóknarfæri sem orkan felur í sér,“ sagði Hjálmar. Sóknarfœri landsbyggðar. Þingmaðurinn benti á að ráðstefnuna hefðu sótt um 70 bændur. „Athygli vakti hversu mikill sóknarhugur er meðal bænda í að nýta þau sóknarfæri er virkjun bæjarlækja felur í sér. Hér kann að vera mikilvægur hlekkur í að snúa byggðaþróun í íslensku samfélagi við. Spumingin er um að virkja bæði vatnsföll og mannauð. Þegar em farnar heyrast þær raddir að verðmæti jarða felist ekki eingöngu í mjólkurkvóta og ærgildum heldur spyrji menn einnig hversu mörg kílówött kunna að leynast á jörðinni. Það er tímanna tákn og verður fróðlegt að fylgjast með þróun þessara mála á næstu missemm,“ sagði Hjálmar Ámason. alþingismaður.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.