Bændablaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 27.06.2000, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 27.júní2000 BÆNDABLAÐIÐ 21 A myndinni eru, talið frá vinstri: Sæmundur Þorvaldsson, Edwin P. Brown, Ann R. Klee og Zófonías Þorvaldsson. Ljósm. ÁS ÆOardúnn lil BandarDqanna Búnaðarþingskosningar hjá BSSL: Slisti fekk Ijóra fuilirua en U-listinn tvo íslenskur æðardúnn hefur lengi verið verðmæt útflutningsvara. Hins vegar hefur verð og eftir- spurn oft verið breytileg og sveiflast býsna mikið. Síðustu áratugi hefur meginhluti dúnsins farið til Þýskalands og Japans. Þótt eflaust hafl margt verið gert til þess að leita nýrra markaða, þá fór um 90% af útflutningi íslendinga á æðar- dúni á síðasta ári til þessara landa. Sveiflur á þessum tveim megin mörkuðum hafa því sagt mjög fljótt til sín hjá íslenskum æðarbændum. Það er álit margra að mikilvægt sé að finna góða markaði víðar, því að það mundi skapa meiri stöðugleika í verði. í umræðunni um markaðsmál æðardúns hefur á síðustu áratugum oft verið horft til N - Ameríku, en þrátt fyrir einhvem útflutning þangað fyrr á árum og einstaka til- raunir síðar, hefur ekki náðst sá árangur sem vænst var. Fyrir tveimur ámm hugðist áhugasamur bandarískur aðili hefja sölu á ís- lenskum æðardúni í BNA og bauð hann gott verð. Þegar æðardúnn héðan kom síðan vestur um haf fékkst dúnninn hins vegar ekki leystur út úr tolli vegna þess að í bandarískum lögum em ákvæði sem banna verslun með afurðir af friðuðum farfuglum. Þrátt fyrir ítrekaðar útskýringar íjölmargra aðila og stofnana á eðli æðardúns- tekju hérlendis og að hún sé full- komlega lögleg samkvæmt ís- lenskum lögum, fékkst dúnninn ekki tollafgreiddur og var endur- sendur til Islands. Eftir að utan- ríkisráðherra Islands tók málið formlega upp við yfirvöld í Banda- rfkjunum var ákveðið að sendiráð þeirra hér á landi, ásamt fulltrúum að vestan, kynntu sér málið með heimsókn til nokkurra íslenskra æðarbænda, en skoðun á aðstæð- um hérlendis ætti að auðvelda far- sæla og viðunandi lausn á þessu máli. Til þess að kynnast íslenskri æðardúnstekju fóra síðan tveir fulltrúar frá Bandaríska sendi- ráðinu í Reykjavík og fulltrúi frá Öldungadeild Bandaríkjaþings í heimsókn til nokkurra íslenskra æðarbænda í maí sl. Farið var um nágrenni Reykjavíkur og norðan- verða Vestfirði. Gestimir kynntust flestum þáttum íslenskrar dún- tekju, allt frá lifnaðarháttum æðar- fuglsins, aðstæðum í varplöndum, hvemig dúnninn er tekinn og með- höndlaður þar til hann er full- hreinsaður og tilbúinn til útflutn- Á myndinni eru, talið frá vinstri: Þór Þorbergsson, Magnea Mar- inósdóttir og Ann R. Klee. Ljósm. ÁS ings. Ekki var annað að sjá en að erlendu gestunum hafi litist vel á æðarbúskapinn hér á landi og þær aðferðir sem viðhafðar era við dúntekju og hreinsun. Því ríkir full bjartsýni á að á næstu misseram muni takast að finna leið sem gerir það mögulegt að bjóða fram ís- lenskan æðardún í Bandaríkjun- um. ÁS S-listinn, Sunnlenski bændalist- inn, bar sigur úr býtum í kosningu búnaðarþingsfulltrúa Búnaðarsambands Suðurlands. S-Iistinn fékk 541 atkvæði eða 63,5% atkvæða og fjóra menn kjörna en U-Iisti umbótasinna fékk 295 atkvæði eða 34,6% atkvæða og tvo menn kjörna. Auðir seðlar voru fjórtán og ógildir tveir. A kjörskrá vora 1475. Atkvæði greiddu 852 eða 57,8%. Rétt- kjörnir búnaðarþingsfulltrúar eru því eftirtaldir: Fyrir S-listann: Sveinn Ingvarsson, Reykjahlíð Sólrún Ólafsdóttir, Kirkjubæjarklaustri Eggert Pálsson, Kirkjulæk Sigríður Jónsdóttir, Gýgjarhólskoti. Fyrir U-listann: Egill Sigurðsson, Berastöðum Arnar Bjarni Eiríksson, Gunnbjamarholti. Sveinn Ingvarsson, efsti maður á S-listanum, segist sáttur við niðurstöðuna og að hún sé í samræmi við það sem hann hafi búist við. „Við hefðum náttúralega gjaman viljað fá fimm eins og við höfðum í síðustu kosningum en mynstrið á móti okkur var alll öðravísi núna. Eg reiknaði því með þessu og er í raun sáttari við þessa niðurstöðu en ef að við hefðum öll farið inn á búnaðarþing án kosninga.“ Sveinn telur helstu skýringuna á dræmri kjörsókn vera almennt áhugaleysi. „Það er mikil deyfð í þessum málum og margir skipta sér því miður hreinlega ekkert af þessu. Þetta er ekki einskorðað við bændur heldur virðist kjörsókn í slíkum kosningum oft dræm, t.d. í verkalýðsfélögum.“ Sveinn segist ekki í vafa um að þessar tvær fylkingar muni vinna mjög vel saman á búnaðarþingi. „Ég þekki þessa menn af engu nema góðu í félagsstörfum og ég kvíði ekki samstarfinu við þá.“ Egill Sigurðsson, efsti maður á Umbótalistanum, sagðist þokka- lega sáttur við þessa útkomu. „Ég taldi okkur vera með sterka málefnanlega stöðu og var því að gæla við að ná þriðja manninum inn. Það er þó vel viðunandi að fá tæp 35% miðað við að við eram að bjóða okkur fram í fyrsta skipti gegn afli sem hefur setið á búnaðarþingi í sex ár.“ Sveinn Ingvarsson. Mestu vonbrigðin hefðu hins vegar verið dræm kjörsókn. „Miðað við að þetta var póst- kosning þá er kjörsóknin ansi léleg. Ég er ekki viss um hver ástæðan er fyrir því en mér sýnist hún þó vera vantrú manna á búnaðarþingi eða áhugaleysi.“ Egill er bjartsýnn á að listanum takist að koma stefnumálum sínum á framfæri með þessa tvo fulltrúa. „Hinn listinn var allaf að færa sig meira og meira yfir á okkar stefnu þannig að ég held að það gangi vel. Það var þó slæmt að hafa ekki náð Elvari inn líka. Þá hefðum við haft ennþá sterkari fylkingu. Ég er hins vegar ekki í nokkram vafa um að þessir fulltrúar Sunnlendinga muni geta starfað saman á búnaðarþingi." Egill Sigurðsson. Bændur Bændur Munið 25 ára afmælistilboðið á sérvöldum heyvinnuvélum og dráttarvélum. Sannkölluð verðsprengja Hafið samband við sölumenn okkar og fáið nánari upplýsingar Þekktir fýrlr þjónustu í 25 ár VÉLAR& Þjónusia í ,Ah PJCíNUSTAhf www.velar.is Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 5 800 200, fax 5 800 220 Útibú á Akureyri, sími 461 4040, Óseyri 1a SÆLUANCE Mmi rintr ocmomw. iro SUMARTILBOÐ A BUVELA- OG VINNUVÉLADEKKJUM &ÆLUANCE • ■ nw (X5«ffM»rr* M41 tro r * FJÓRHJÓLADEKK Á TILBOÐI: verðdæmi: fúllt verð tilboð án vsk 22-8X1 fl KlNinSTVRir 5 46ÍÍ.- 4 448 - HVETJUM ALLA TIL AÐ KOMA VIÐ HJÁOKKURÁ verðdæmi: fullt verð tilboð án vsk 22-8X1Í1 MAYYIS r«67 #í.287.- * fno.- 4 040- verðdæmi: fullt verð tilboð án vsk 22-11X10 MAYYIS fSM lft.1^7.- 8.126.- 6.^26.- b ia 2000 í LAUGARDALSHÖLL 6.-9. JULI EINSTÖK SÝNINGARTILBOÐ AKUREYRl, S. 462-3002 FELLABÆ, S. 471 -1179

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.