Bændablaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 1
13. tölublað 6. árgangur Þriðjudagur 11. júlí 2000 ISSN 1025-5621 Guðmundur B. Helgason er nýr ráðuneytisstjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu: Fagna þessu tækiíæri til að shiðla að blámleg- um íslenskum I ¦ i Landbúnaðarráðherra hefur skipað Guðmund B. Helgason, sendíráðunaut við íslenska send- iráðið í París, í embætti ráðun- eytisstjóra í landbúnaðarráðun- eytinu frá 1. september nk. Guð- niuiHliii- tekur við embættinu af Birni Sigurbjörnssyni sem látið hefur af störfum. Guðmundur er fæddur í Reykja- vík 3. desember 1964. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Islands, B.A. prófi í alþjóðasam- skiptum frá George Washington University í Bandaríkjunum og M.A. prófi í stjómmálafræði frá London School of Economics. Guðmundur hóf störf í ut- anríkisráðuneytinu í janúar 1991. I september 1993 var hann sendur til Genfar, m.a. sem varafastafulltrúi íslands gagnvart GATT og WTO. I ágúst 1998 fluttist hann svo til Parísar og hefur m.a. gegnt embætti varafastafulltrúa hjá WTO og FAO. Guðmundur segir nýja starfið leggjast mjög vel í sig. „Eg hef þeg- ar sýslað ýmislegt í landbúnað- armálum í gegnum störf mín fyrir WTO og FAO þannig að ég hef nokkra reynslu á þessu sviði. Ég er mjög þakklátur landbúnaðarráð- herra fyrir það traust sem hann sýnir mér og ég hlakka mikið til að starfa með honum og starfsfólki hans í ráðuneytinu." Guðmundur segist vera mikill áhugamaður um íslenskan land- búnað og til marks um það á hann jörðina Leysingjastaði í Dalabyggð. „Ég fagna því að fá þetta tækifæri til að stuðla að blómlegum íslenskum landbúnaði og takast á við þær áskoranir og tækifæri sem hann stendur frammi fyrir." Aðrir umsækjendur um em- bættið voru: Aðalsteinn Sigurgeirs- son, Birkir Þór Guðmundsson, Guðmundur Sigþórsson, Guðmund- ur Birkir Þorkelsson, Gunnlaugur Auðunn Júlíusson, Jóhann Guðmundsson, Kristinn Hugason, Ólafur Guðmundsson, Pétur Þór Jónasson og Þorsteinn Tómasson. A landsmóti Málefni landbúnaðarins voru svo sannarlega til umræðu í höfuðborginni í síðustu viku. I Laugardalshöll var efnt til sýningarinnar BÚ2000 og landsmót hestamanna var í Víðidal, en meðfylgjandi mynd var einmitt tekin á landsmótinu. Sjá nánar leiðara á bls. 4 og myndir á bls. 14. Þess skal getið að á heimasíðu Bændasamtakanna er að finna úrslit og fleira frá landsmótinu. Mig í Qáiiidsi „Brýiit al koina lí fút úMutnings- Á h.i'Aili innnci iiK->kiit im ^ _ ^. . ___^. . _ __ _ ^. . _ ___ Matvælarannsóknir Keldna- holti hafa í samvinnu við Sláturfélag Suðurlands ver- ið að kanna möguleika til þróunar á íiyjuin vöruteg- undum úr rifnu kindakjöti („shredded meat"). Slíkar vörur hafa notið mikilla vinsælda erlendis, einkum á meðal ungs fólks. Framleiðsla á rifnu kjöti byggist á því að soðið kjöt er sundurgreint í bein, sinar, fitu og vöðvaþræði. Vöðvaþræð- irnir eru notaðir sem grunn- hráefni, sósu blandað saman við þá og þá er varan tilbúin. Þessi framleiðsla er notuð sem fylling í brauð, svo sem hamborgara-, pítu- eða sam- lokubrauð. Vara þessi er mjög vel þekkt í Bandaríkjunum og er seld þar bæði tilbúin á skyndibitastöðum og eins frosin í stórmörkuðum. Telja aðstandendur þessa verkefnis að markaðssetning á þessari vöru hérlendis gæti aukið sölu á kindakjöti og hugsanlega styrkt stöðu þess meðal ungs fólks. Kindakjöt er talið henta vel í þessa framleiðslu vegna þess hversu bragðmikið það er. Þess má geta að rifið kjöt er aðeins í boði á tveimur veitingastöðum í Reykjavík. Á hvorugum staðnum er hráefnið kindakjöt. Bændablaðið Starfsmenn Bændablaðsins eru nú farnir í sumarleyfi. Þeir koma aftur til starfa um miðjan ágúst og fyrsta blað eftir sumarleyfi er væntanlegt hinn 5. september. Á ferðaþjónustubænum Syðri Vík í Vopnafirði er hægt að fá gistingu í ansi sérstæðum húsakviiiuiiu. Um er að ræða gamalt fjárhús sem gert hefur verið upp sem gistihús. Fjár- liúsin voru byggð árið 1956, en voru tekin úr notkun sem fjár- hús fyrir fimmtán árum síðan. Fyrir rúmum fimm árum tók eigandi hússins, Arthúr Péturs- son, sig til og þreif húsin, steypti nýjan botn í þau og innréttaði svo allt upp á nýtt. Núna er húsið hið huggulegasta gisti- heimili, með sex herbergjum, lítilli íbúð, borðstofu og setu- stofu. Á stjórnarfundi Bændasamtaka íslands á dögunum ræddi Örn Bergsson ályktun Búnað- arþings um útflutningsmiðstöð landbúnaðarins. Þar er því beint til stjórnar BI að kanna hvort stofnun slíkrar miðstöðvar geti leitt til frekari hagræðingar og markvissari leiða til markaðs- setningar á íslenskum landbúnaðarafurðum á erlendum mörkuðum. Á stjórnarfundinum lét Örn í ljós þá skoðun sína að brýnt væri að reyna að koma þessari ályktun í framkvæmd. Örn segir útflutningsmálin ekki í góðu horfi nú og nefnir sem dæmi að á Færeyjamarkaði séu framleiðendur að keppa sín á milli sem hafi orðið til þess að verð á kindakjöti þangað lækkaði um 30 kr/kg. Hann segir sams konar mál hafa koma upp í Bandaríkjunum. „Það er engin ástæða til þess að margir aðilar séu að selja á sömu markaðina því þetta er það lítið sem við erum að flytja út." Örn bendir einnig á vandamál sem komu upp í haust með gærur en þar telur hann að ekki hafi verið reynt að fá hæsta mögulega verðið fyrir þær. „Það þarf að fylgjast með mörkuðunum og fá hæsta mögulega verð fyrir afurðirnar. Það var illa að gæru- útflutningnum staðið í haust og milliliðirnir virtust hirða of mikið." Örn sér fyrir sér að útflutningsmið- stöðin myndi halda utan um útflutning á öllum íslenskum landbúnaðarafurðum. „Innan slíkrar miðstöðvar yrði unnið skipulega að markaðssetningu á þes- sum vörum á erlendum mörkuðum. Það er ekki gert í dag að mínu mati."

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.