Bændablaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þríðjudagur ll.júlí 2000 í febníar 1998 fór af stað átaks- verkefni í Skagafirði með það að markmiði að lækka frumutölu í innleggsmjólk. Alls tóku 46 bú þátt í verkefninu þar sem m.a. var gerð úttekt á hugsanlegum áhrifa- þáttum júgurheilbrigðis. Að úttekt- inni stóðu Félag kúabænda í Skag- afirði, Búnaðarsamband Skagf- irðinga, dýralæknar, þjónustuaðili Alfa Laval í Skagafirði og mjólkursamlag KS á Sauðárkróki. Úttektin fólst í því að ráðunautur var viðstaddur morg- unmjaltir á búunum og tók þær út. Jafnframt safnaði hann upplýsing- um um aðbúnað og umhirðu í fjósi, auk tilhögunar á uppeldi gripa. Dýralæknir tók sýni úr kúm til sýklagreiningar og þjónustuaðili gerði úttekt á ástandi mjaltatækja. Kúabúin í Skagafirði voru einnig athuguð í gegnum skýrsluhaldið, þar sem þau voru flokkuð eftir tankfrumutölu tímabilið 1995- 1997. Bú með lága tankfrumutölu voru ákvörðuð þau bú þar sem bein meðaltöl tankfrumutölu fóru aldrei yfir 360.000 frumur/ml. í flokkinn, bú með háa tank- frumutölu, fóru þau bú þar sem meðaltankfrumutalan var yfir 400.000 frumur/ml í tvö ár eða fleiri. Út er komin skýrsla um efnið og er hún birt í heild sinni á vef íslensks landbúnaðar. Slóðin er http://bondi.is. Ymislegt áhugavert kemur þar í ljós. Enginn munur er á meðalaldri kúa eftir því hvort búin eru með háa eða lága tank- frumutölu. Slátrun kúa til að lækka tankfrumutöluna flokkast þannig frekar undir úrslitakosti en fyrir- byggjandi aðgerðir. Þessi niðurstaða ýtir líka undir þá kenn- ingu að munur sem hefur fundist á frumutölu kúa eftir aldri, ráðist frekar af auknu smitálagi heldur en raunverulegum aldursáhrifum. Geldstaðan er almennt of stutt og óregluleg og virðist frekar stjómast af nyt einstakra kúa en skipulegri áætlun bónda. Helst ættu allar kýr að fá 8 vikna geldstöðu, m.a. til að ná að byggja júgurvefinn nægilega upp fyrir næsta mjólkurskeið. Hærri nyt eftir hverja árskú og minni breytileiki í geldstöðulengd hjá fyrsta kálfs kvígum innan búa bendir til betri stjórnunar á búunum með lága frumutölu. Að jafnaði var tæpur þriðjung- ur kúa á hverju búi ósýktar og 60% spena. Staphylococcus aureus var algengasti sýkillinn í spenum en 16% spena voru sýktir af honum, 15% af kógúlasa neikvæðum stap- hylotegundum, 4% af Streptococc- us uberis og 1% af Streptococcus agalactiae. Munur á fmmutölu kúa eftir sýkingarmætti sýkla var mjög skýr, þegar kýmar voru ósýktar var frumutalan komin úndir 200.000 fmmur/ml að meðaltali. 1 dag virðist því baráttan við fmmutöluna fyrst og fremst snúast um að fækka sýkingum og koma í veg fyrir nýsmit af völdum Stap- hylococcus aureus í fjósinu. Rétt vinnubrögð við mjaltir skipta þar höfuðmáli. Niðurstöðumar benda til að þættir eins og suðuþvottur klúta eftir hvert mál samfara skipulegri mjaltaröðun kúa og notkun sama klúts á aðeins eina kú, hæfilegur tími frá þvotti að ásetningu mjaltatækis, lítið eða ekkert loftinnsog mjaltatækja, jafnt átak þeirra og rétt tímasetning á aftöku mjaltatækja séu þar sérlega mikilvægir þættir. Einnig er brýnt að ekki l'ari saman sog hjá kálfum og gjöf á sýktri mjólk. Sú almenna notkun á júgurfeiti sem tíðkast verður líka að teljast varhugaverð. Sá möguleiki er fyrir hendi að hugsanlegt smit geti borist á milli kúa með júgursmyrsli. Eins hlýtur smitáhætta vegna handhreyta að vera fyrir hendi. Komið hefur í ljós að spenaúði getur leitt til lækkunar á tíðni sýkinga, sérstaklega af völdum Streptococcus agalactiae og Staphylococcus aureus. í fjósum þar sem júgurbólga er vandamál ætti því notkun á spenaúða að vera regla frekar en undantekning. Reglulegar efnamælingar á mjólk úr einstökum kúm, ásamt sýklagreiningum úr kúm fyrir geldstöðu, sem hafa hærri frumutölu en 300.000 frumur/ml, er mikilvægur hluti af innra gæðaeftirliti mjólkurfram- leiðslunnar á búinu. Samhliða þeim eru sýnakannan og skálaprófið mikilvæg hjálpartæki. Ljóst er að júgurbólga er fjölþátta sjúkdómur og því mjög mikilvægt að bóndinn hafi góða heildarsýn yfir alla verkþætti í fjósinu. Krístján Óttar Eymundsson Eiríkur Loftsson Búnaðarsambandi Skagfirðinga Afkvæmarannsóknir 2000 A skttmmum h'ma er hægt að ná umtalsverðum árangri Þegar nvja kiötmatið var tekið upp haustið 1998 var bvrjað með nvtt form afkvæmar- annsókna í sauðfiárrækt. I þessum rannsóknum eru tengdar saman niðurstöður úr ómsjármælingum og kiötmatinu. Þessar afkvæmarannsóknir hafa verið stvrktar af Framleiðnisióði landbúnaðarins. Þátttaka meðal þeirra sem sauðfiárrækt stunda í þessu starfi hefur verið miög góð þvf að hvort haustið. 1998 og 1999. hafa verið dæmdir um 1430 afkvæmahópar í slíkum rannsóknum. Sá árangur sem sjá mátti strax haustið 1999 af starfinu árið áður staðfestir rækilega að á pennan hátt er mögulegt á skömmum tíma að ná umtalsverðum árangri. Ómsjármælingamar hafa nú verið notaðar við íjárval hér á landi í tæpan áratug og hafa skilað miklum árangri. Þetta er langsam- lega nákvæmasta aðferðin sem mögulegt er að beita til að leggja mat á vöðvasöfnun hjá lifandi fé og hægt er að nota dreift á búum bænda. Þær hafa ótvírætt sannað sitt ágæti þannig að ekki ætti lengur að þekkjast að lambhrútar séu valdir til ásetnings nema gæði þeirra hafi verið staðfest í slíkum mælingum. Rannsóknir hafa staðfest að nýja kjötmatið veitir upplýsingar sem eiga að geta skilað umtalsverðum árangri til að bæta fjárstofninn á búinu ef þær eru notaðar á réttan hátt við fjárvalið. Afkvæmar- annsóknimar em virkasta aðferðin til að tryggja slíkt. A fundi sínum í vor fjallaði Fagráð í sauðfjárrækt um árangur afkvæmarannsóknanna. Það var samdóma mat að hann væri það mik- ill og augljós að nauðsynlegt væri að halda áfram slíku starfi í ekki minna umfangi en verið hefur. Fagráðið sótti því til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins um framhald á styrk- veitingu til þessa verkefnis. Vafalítið verða þar jákvæð viðbrögð líkt og áður, eins og þar em þekkt til þeirra verka sem til fram- fara horfa í íslensk- um landbúnaði. Reikna má með að búnaðar- samböndin bjóði uppá slíkar rannsóknir og munu þau hvert og eitt kynna framkvæmd þeirra á sr'nu svæði fyrir haustið. Reglur fagráðsins til þess að um styrkhæfar rannsóknir sé að ræða em lítt breyttar frá því sem verið hefur. Þær em í megin- atriðum eftirfarandi. • Bú sem taka þátt í afkvæmar- annsóknum eru þátttakendur í skýrsluhaldi fjárræktarfélaganna. • Úr hverjum afkvæmahópi eru ómmæld að lágmarki átta lömb af sama kyni (hrútar eða gimbr- ar, bóndinn getur valið hvort ómmælingar em byggðar á hrútum eða gimbrum eftir því hvað best hentar á viðkomandi búi). • Kjötmatsupplýsingar er eðlilegt að nota um öll heilbrigð og marktæk sláturlömb undan hrútum sem em með í rannsókninni, en að lágmarki verða slíkar upplýsingar að vera fyrir hendi um 10 lömb undan hverjum hrút í rannsókn. • Lágmark er að fjórir afkvæmahópar séu með í rannsóknininni af hverju búi. Eina breytingin frá fyrri regl- um er sú að nú er gerð krafa um fjóra afkvæmahópa í rannsókn á búinu. Vafalítið munu búnaðar- samböndin taka til uppgjörs rannsóknir með þrem hrútum þó að þær verði ekki styrkhæfar. Astæðan fyrir því að þessar kröfur eru hertar er sú að árangur rannsóknanna stendur og fellur með því að á gmndvelli rannsóknarinnar séu gert úrval og lökustu hrútunum fargað. Til að ná verulegum árangri þarf að stefna að því að aðeins 25-30% bestu hrútanna verði notaðaðir áfram að fengnum niðurstöðum. Slíkt úrval næst ekki nema að fjórir hópar að lágmarki séu í rannsókn. Ástæða er til að hvetja alla sem sinna vilja fjárrækt til að taka þátt í þessu starfi. Best er að snúa sér sem fyrst til viðkomandi búnaðar- sambands og tilkynna þátttöku í haust. Slíkt auðveldar alla framkvæmd haustvinnu. Til að auðvelda framkvæmd úrvinnslu hjá búnaðarsamböndun- um og til að niðurstöður komi sem fyrst til bónda eftir að gögn liggja fyrir er mjög mikilvægt að skilað hafi verið vorbók til uppgjörs hjá BI. Þess vegna er ástæða til að hvetja alla sem taka vilja þátt í þessu starfi haustið 2000 að senda vorbókina frá vorinu strax til uppgjörs hjá BÍ. /JVJ/ LANDBÚNAÐARVÖRUR - VARAHIUTIR Yfirtengi Tengiboltar Tindar Hnífar Til i nestaH hewinnuvélar Rúllubaggaiape Steitarogeia lUUuinUI 75mmK20MH Plastbætur iSOKlOOmai nrtfskatuefnl í metravís 0p\ð-. 9'^ -tö-Að W* á>~~© Kðrason Faxafeni 14-108 Reykjavík • Box 8836, 128 Reykjavík • Sfmi 588 9375 - Fax 588 9376 • GSM 863 3226 • E-Mail pk&binet.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.