Bændablaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 9
Þriðjudagur ll.júlí2000 BÆNDABLAÐIÐ 9 Bílanaust meO islenska llnu í efnavorum Bílanaust liefur hafið fram- Ieiðslu á efnavörum í samvinnu við þekkta framleiðendur víða um heim. Hér er um að ræða BN Autoparts vörurnar en í framleiðslunni er lögð áhersla á gæði og auðvelda notkun. í fréttatilkynningu frá Bílanausti kemur fram að farið sé eftir ströngustu kröfum sem þekkjast í EES löndunum við fram- leiðsluna, bæði hvað varðar gæði og virkni vörunnar sem og eftir reglum um hollustu og heilsufar. Þannig innihalda vörurnar ekki ósoneyðandi efni. Allar vörulýsingar, notkunar- leiðbeiningar og varúðarmerking- ar eru á íslensku. Byrjað var að þróa fyrstu BN Autoparts hlutina í september á síðasta ári og hafa prófanir og þróunarstarf staðið látlaust yfir undanfarna mánuði í Bretlandi og á Islandi. Bflanaust hyggst markaðssetja vöruna hér á landi fyrir íslenska neytendur en jafn- framt nýta tækifæri sem gefast til sölu erlendis. BN Autoparts er breið lína efnavara sem ætlað er að leysa upp þau vandamál sem upp koma í bflgreinum en einnig í öðrum greinum þar sem það á við. Efnin í BN Autoparts-línunni eru þurrúði, felgulakk, lásaolía, bor- og snittolía, koparfeiti, þurrt PTFE, vélahreinsir, suðuúði, und- irvagnsþykkni, reimaúði, ryðvarn- argrunnur, silikonfeiti, keðjufeiti, rúðuúði, grunnur, holrúmsvax, Allt í einu, blöndungshreinsir, kveikjuþéttir, áklæðahreinsir, hvít feiti, pakkningaleysir, háglans hreinsibón, ryðolía, rafhreinsir, maskínuolía og bremsuhreinsir. Notaðar velar til sölu Valmet 900 1998, 4x4, 90 hö. Trima + frambúnaður Valmet 865 1997, 4x4, 87 hö. Trima tæki. 2.000 vst. Zetor 7341 1998, 4x4, 80 hö. Alö tæki. 900 vst. Case 685 1990, 4x4, 76 hö. Veto tæki. 4.000 vst. MF 3065 1992, 4x4,102 hö. Frammbúnaður. 4.300 vst. NC tankur 5.200 I. Fella 320 stjörnurakstrarvél, árg. 92. Ursus 1014 1990, 4x4,100 hö. Notaðir uppgerðir Kverneland plógar 7 tonna sturtuvagn 1990 Havard jarðtætari 80 tommu 1997 G.SKAPTASON S CO. Tunguhálsi 5 Reykjavík Sími 577 2770 Fax 577 2771 Á bænum Síreksstöðum í Vopnafirði búa hjónin Sigríður Bragadóttir og Halldór Sigfús Georgsson. Bærinn er annar tveggja sem eru byggðir í Sunnudal og hafa þau hjónin búið á Síreksstöðum frá árinu 1979. A Síreksstöðum er nú eingöngu búið með kýr, en lengst af var þar blandað bú, en síðustu kindunum var siátrað sl. haust. í dag telur bústofninn 23 kýr og nokkuð af geldneytum. Sigríður hefur starfað mikið að félagsmálum undanfarin ár, m.a. varð hún fyrst kvenna til að verða formaður í aust- firsku búnaðarfélagi og á þessu ári varð hún búnaðarþingsfulltrúi Vopnfirðinga. Blm. kom að máli við þau Sigríði og Halldór og innti þau fyrst eftir því hvernig staða nautgripabænda í Vopnafirði væri. H. Mjólkurframleiðendur hér í Vopnafirði eru frekar fáir og er enginn þeirra með veru- lega stórt bú. Flestir eru með einhvem annan búskap með mjólkurframleiðslunni, en kúabændur hér hafa í sameiningu verið að auka við sig undanfarið með kaupum á mjólkurkvóta. Nú hafið þið ykkar mjólkursamlag hér á staðnum, hvernig hefur því vegnað? H. Staða mjólkursamlagsins er þokkaleg með þeim rekstri sem er í dag. Innlögð mjólk er 750.000 lítrar á ári og hefur samlagið verið með hefðbundna vinnslu og framleiðslu á dagvöru, s.s. neyslumjólk, skyri og smjöri. Umframmjólk hefur svo verið forunnin til ostaframleiðslu og send til mjólkursamlagsins á Egilsstöðum. Sú vinnsla hefur komið vel út. Á meðan ekki koma göng í gegnum Hellis- heiðina kemur samlagið til með að starfa áfram, en ljóst er að við óbreyttar aðstæður í vegamálum muni mjólkurframleiðsla ekki ganga í Vopnafirði ef mjólkursamlagið yrði lagt af. Flutningskostnaður yrði alltof hár. Hversu stórt er ykkar bú og hvernig er afkoman? S. Framleiðsluréttur okkar er 87.000 lítrar og með þá bústærð tel ég að afkoman væri sennilega viðunandi ef engar skuldir væru til staðar. Skilaverð mjólkur til bænda hefur verið að hækka lítillega en þær hækkanir til bænda hverfa allar í hækkandi trygginga- gjaldi, olíukostnaði, o.fl. Kvótakaupin eru litlu farin að skila ennþá, þó svo að við höfum keypt kvótann ódýrt miðað við það sem nú gerist. Það að losna við gripi til slátrunar er víða vandamál. Hvernig er þeim málum háttað í Vopnafirði? H. Það hefur gengið þokkalega að koma gripum til slátrunar. Bændur í Vopnafirði eiga sláturhúsið í þorpinu og kjötið er flutt ferskt frá sláturhúsinu til Reykjavíkur. Það er slátrað nautgripum annan hvem mánuð og tíminn sem líður frá pöntun er yfirleitt tveir til þrír mánuðir. Biðin getur þó orðið lengri ef margir panta á sama tíma. Hvernig finnst ykkur hafa til tekist með sölu á nautakjöti? S. Alls ekki nógu vel. Það er búið að eyða miklum peningum í markaðsstarf sem litlu sem engu hefur skilað. Nautgripabændur þyrftu að mínu mati að fara út í það að leigja rekka í stórmörkuðunum fyrir nautakjöt. H. Það væri líka til góða að vinna kjötið meira en gert hefur verið og setja fram tilbúna rétti. Stór hluti neytenda vill fá vöruna tilbúna þannig að lítið þurfi að hafa fyrir matseldinni. S. Svo er það líka alltof áberandi að fólk sem ætlar að kaupa nautasteik, mjúka steik, fær eitthvað allt annað, en það biður um. Það getur jafnvel lent í því að fá eitthvað seigt og þurrt. Svona hluti verður að fyrirbyggja. Neytendur verða að geta treyst því að þeir séu að kaupa það sem þeir vilja fá. Við bændur verðum líka að huga að því hverju við erum að slátra. Vera ekki að senda gripi til slátrunar sem ekki eru orðnir vel sláturhæfir. Hverjar hafa verið skoðanir manna hér á þessu svæði gagnvart innflutningi á norskum kúm? S. Kúabændur í Vopnafirði hafa flestir verið heldur neikvæðir gagnvart þessum fyrir- hugaða innflutningi, en þó eni skiptar skoðan- ir hér eins og annarsstaðar. Ég er ekki beinlínis stuðningsmaður innflutningsins, en ég tel að það ætti að leyfa einangraðan til- raunarinnflutning. Það verður aldrei friður nema tilraunin verði gerð. H. Ég er ekki spenntur fyrir þessum innflutningi og ég er mjög undrandi á að þessu sé haldið til streitu þrátt fyrir að bændur hafi kolfellt hugmyndina í könnun. Einnig er talað um það að íslenski kúastofninn sé það lítill að það standi framförum fyrir þrifum. En verði innflutning- ur leyfður mun íslenski stofninn væntanlega minnka enn meira, sem þá þýðir enn minni möguleika á framförum. Nú voru á þessu ári felldir niður tollar af innflutningi á íslenskum hrossum til Noregs í skiptum fyrir innflutning á norsk- um osti hingað til lands. Hvað fannst ykkur um þessa aðgerð? S. Ég er mjög ósátt við þessa aðgerð. Þetta kemur sér illa og þessi aðgerð er ákafl- ega óréttlátt gagnvart kúabændum. Mér finnst það skrítið að kúabændur skuli þurfa að bera baggann fyrir hrossabændur. Það verður eitt- hvað að koma í staðinn, t.d. einhverskonar samstarf á milli búgreinanna sem gæti byggst á því að hrossabændur nýttu sambönd sín er- lendis til þess að kynna afurðir kúabænda með einhverju móti erlendis. Hvernig haldið þið að framtíðarhorf- urnar séu í nautgriparækt í Vopnafirði? H. Ég vona að það muni haldast í horfinu, en ég er uggandi vegna þess hve fáir eru eftir. Það er mjög erfitt fyrir ungt fólk að koma inn í greinina, stofnkostnaðurinn er svo gífurleg- ur. S. Það er gott að vera héma og það verður að gera þeim bændum sem nú stunda landbúnað og ekki síður þeim sem vilja koma nýjir inn, kleift að starfa við búskapinn. Kostnaðurinn og álögumar í dag em einfald- lega of miklar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.