Bændablaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 11
Þriðjudagur ll.júlí 2000 BÆNDABLAÐIÐ 11 Mhópiir um stefnumótun í skógrækt Landbúnaðarráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það að markmiði að móta langtímastefnu í málefnum skógræktar hér á landi og hlutverki ríkisins í skógræktinni. Starfshópur þessi mun kynna sér sjónarmið sem flestra þeirra sem koma nálægt skógrækt hér á landi og móta úr því framtíðar- stefnu í þessum málum. Á grundvelli þessarar stefnu á hópurinn síðan að semja frumvarp til nýrra skógræktarlaga. Hópurinn hefur þegar haldið þrjá fundi en honum er ætlað að skila áliti fyrir árslok. Þessi starfshópur ætlar að mynda samráðshóp eftir til- nefningu þeirra aðila sem mestra hagsmuna eiga að gæta í skógrækt. Hafa um 25 slíkir aðilar þegar fengið send bréf og þeim boðið að tilnefna fulltrúa í þennan hóp. Þeim verður boðið að skila skrif- legum hugmyndum um hvað leggja ber sérstaka áherslu á í þesari stefnumótun auk þess sem hópnum er boðið að fjalla um drög að nefndaráliti og lagafrumvarpi. Þetta er svipað fyrirkomulag og var viðhaft þegar skipaður var starfshópur um stefnumótun í landgræðslu. Starfshópinn skipa: Sig- urður Guðmundsson skipu- lagsfræðingur sem jafnframt er formaður hópsins, Björn B. Jónsson skógar- verkfræðingur, Níels Árni Lund deildarstjóri, Ólafia Jakobsdóttir sveitarstjóri og Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur. Hörður Harðarson stjórnarmaður í BI verið tilnefndur í samráðshópinn fýrir hönd Bændasamtaka Islands. Ný stjúnn í Félagi saufifjár- bænda í Bnrgar- íjaröarhéraði Nýlega var kjörin stjóm í Félagi sauðfjárbænda í Borgar- fjarðarhéraði. Formaður er Sigur- geir Sindri Sigurgeirsson, Bakka- koti en varafpnnaður Brynjólfur Ottesen, Ytra-Hplmi, gjaldkeri er Ólafur Guðmundsson, Sámstöðum og ritari Ólafur Jóhannesson Kjal- vararstöðum. PLASTRISTAR Margar tegundir og styrkleikar fyrir nautgripi, kindur og svín. Vélaval • Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 slegist í för með bændum í Víðidal í V-Húna- vatnssýslu þegar þeir smala hrossum og rétta í Víðidalstungurétt. Einnig var fjallað um íslenska hestinn í Ameríku og búgarður Dan Slott í New York fylki heimsóttur. Skemmst er frá því að segja að þátturinn vakti gríðarleg viðbrögð og hefur fyrirspumum rignt yfír aðila í Bandaríkjunum sem selja og rækta íslenska hesta. Á fréttarás Eiðfaxa á netinu var m.a. sagt frá því að einn aðili í Ameríku hefði fengið hvorki fleiri né færri en 89 fyrir- spumir í gegnum tölvupóst strax að þættinum loknum. Einnig hefur fjöldi fyrirspurna borist hingað til lands og er ljóst að öflug kynning hestafyrirtækja á intemetinu leikur þar stórt hlutverk. Mikil umfjöllun vestanhafs undan- farið um ísland almennt, víkinga og landa- fundi hefur líka haft sitt að segja. Almennt er áhugi á íslenska hestinum í Ameríku mjög vaxandi og eftirspum eftir vel tömdum, ganggóðum hestum mikil. Utflutn- ingur þangað hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin ár, eða hátt í tvö hundruð hross á ári. Það sem af er þessu ári hafa verið flutt út 107 hross til Norður-Ameríku, sem er aðeins fjölgun miðað við sama tíma í fyrra. Helsti flöskuhálsinn í markaðssetningunni ytra er að erfítt er að senda fólk þangað til starfa þar sem nánast ómögulegt er að fá atvinnuleyfí í Bandaríkjunum. Ljóst er að öflug útbreiðsla mun ekki eiga sér stað nema þar sem fagfólk er til staðar og getur ræktað, selt og kennt fólki á íslenska hestinn. Þar sem slík þjónusta er í boði, t.d. í Kalifomíufylki og víðsvegar á austurströndinni, hefur útbreiðslan orðið langmest. Einnig spilar hár flutnings- kostnaður og sóttkví inn í, en fulltaminn íslenskur hestur kominn til Ameríku með öllum kostnaði er miklum mun dýrari en frístundahestur af innlendu eða blönduðu kyni. Takist að fella niður sóttkvína og mennta fleira fólk þar vestra til fræðslu- og kennslustarfa ætti íslenski hesturinn að eiga greiða leið inn á markað í Ameríku. I haust verður í fyrsta sinn haldin lögleg kynbótasýning í Ameríku og mun Ágúst Sig- urðsson, hrossaræktarráðunautur Islands, stýra henni, en að sýningunni standa Band- arísku Islandshestasamtökin, „United States Icelandic Horse Congress." Mikill áhugi er fyrir sýningunni og vonast menn til að hún muni vekja menn til umhugsunar þar ytra um gæðavitund í hrossarækt og kveikja áhuga manna á því að eignast enn betri hross, en góðir hestar sem eigendur eru ánægðir með eru að sjálfsögðu besta auglýsing sem hesta- kynið fær. Nokkuð líf hefur færst í keppni og sýningar á íslenskum hestum og hefur færst í vöxt að íslenskir og/eða evrópskir dómarar haldi til Ameríku til að dæma mót eftir þeim reglum er gilda hjá FEIF, alþjóðasamtökum íslenska hestsins. Félag hrossabænda hefur undanfarin þrjú ár sinnt Ameríkumarkaði vel og m.a. tekið þátt í átaksverkefninu „Islensk-Ameríska hestaráðið" sem t.d. hefur staðið að sjónvarpsþáttagerðinni og fjölmiðlaumfjöllun ytra. Stjóm félagsins hefur lagt áherslu á vinnu á Ameríkumarkaði og boðið aðild- arfélögum sínum upp á kynningu á kröfum Ameríkumarkaðar. Ljóst er að markaður þessi er gríðarstór og erfitt hefur reynst að finna hross sem henta kaupendum, en að sama skapi býður þessi stóri markaður upp á mörg spennandi tækifæri sem íslenskum hrossabændum býðst að nýta með áframhald- andi markaðs- og kynningarstarfi, markviss- um tamningum og þjálfun, auk gæðavottunar í hrossarækt. Hulda G. Geirsdóttir markaðsfulltrúi Félags hrossabœnda Áhugi á íslenska hestinum eykst stöðugt vest- anhafs og hefur öflugt kynningarstarf þar undanfarin ár verið að skila góðum árangri. Á sl. ári hafa m.a. verið sýndir amk. þrír vegleg- ir sjónvarpsþættir um íslenska hestinn sem náð hafa augum vel á annað hundrað milljóna manna. Hin þekkta sjónvarpsstöð Discovery Channel sýndi í vetur glæsilegan þátt um íslenska hestinn þar sem farið var m.a. í stóðréttir í Skagafirði og hefur sá þáttur verið margendursýndur og brot úr honum sýnd á fréttarás Discovery og Animal Planet stöðvanna. Nú síðast var svo sýndur tveggja klukkutíma þáttur um hesta á sjónvarps- stöðinni A&E Network, en kynnir þáttarins var hinn þekkti leikari Lou Diamond Phillips. Þátturinn sem fjallaði um ýmis konar hesta og nefndist „In the Company of Horses" eða „Með hestum“ eins og það gæti lauslega þýtt á íslensku, og var íslenski hesturinn eitt af viðfangsefnum þáttarins. í þættinum er fylgst með náttúrulegu uppeldi íslenska hestsins og Prúður frá Neðra Ási er einn af mörgum góðum stóðhestum í Ameríku. Hér er hann á hlaðinu heima á Helms Hill búgarðinum í New York, ásamt þjálfara sínum Birgu Wild frá Þýskalandi. Hestarnir sem frú Hillary Clinton voru afhentir á Islandi sl. haust, þeir Reimar frá Argerði og Spaði frá Feti, ásamt tilvonandi þjálfurum þeirra, reiðkennurum á Green Chimneys skólanum þangað sem hestarnir munu fara og gleðja bandarísk bðrn. TmMíí ■ Þ..*• fét'. i V *; í íslenski hesturinn: Mikill áhugi í Ameríku

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.