Bændablaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 16
16 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur ll.júlí 2000 Valdimar Grímsson er nýr framkvæmdastjóri Kjötumboðsins Goða: „Æflum okkur aO verða einn af þeim stúru" Valdimar Grímsson iðnrekstr- arfræðingur tók 1. júií sl. við starfi framkvæmdastjóra Kjötumboðsins Goða af Helga Óskari Óskarssyni. Valdimar er 34 ára að aldri og er fæddur í Reykjavík. Hann er stúdent frá Fjölbrautarskólanum í Ármúla og lauk síðan prófí í iðnrekstrarfræði frá Tækniskóla íslands og síðar iðnaðartæknifræði. Því prófí lauk hann 1991 og hóf þá störf hjá Sápugerðinni Frigg sem verksmiðjustjóri auk þess sem hann stýrði tölvumálum þar. Árin 1993-1995 starfaði Valdi- mar við útgáfu sjónvarps- dagskrár á Akureyri og hóf síðan störf hjá KÁ kjötvinnsiu á Selfossi við verkefni í vöruþróun og kostnaðarúttekt- ir. í framhaldi af því gerðist hann framkvæmdastjóri 11-11 sem þá var í eigu KÁ. Þar starfaði hann til haustsins 1998 þegar hann hélt til Þýskalands og gerðist atvinnumaður í handknattleik. Valdimar segir að í starfí sínu hjá KÁ hafi hann kynnst svipuðum hlutum og hann þurfi nú að takast á við í sínu nýja starfi. „Það er mikið verið að hagræða í kjötiðnaðargeiranum, m.a. í sameiningu fyrirtækja. Ég held að allir muni koma til með að hagnast á því þegar fram líða stundir, bæði bændur og neyt- endur,“ segir hann. Vöruþróun hefur verið ofar- lega í umræðunni meðal bænda og krafan hefur sífellt aukist um fjölbreyttara úrval bæði hjá bændum og neytendum. „Þjóðfélagið hefur þróast þannig að hraðinn hefur aukist og fólk verður nýjungagjamara. Vöruþróun er lykillinn að því að fylgja framþróun hvers þjóðfélags. Við komum því til með að leggja mikla áherslu á þennan þátt starfsins, einkum þó á tilbúnari vörur.“ Valdimar bætir því við að ætlunin sé að gera markaðssetn- ingu á þeim vörutegundum sem þegar eru í boði markvissari. „Það mun einnig eiga sér stað hér ákveðin hagræðing í rekstri með það að leiðarljósi að vera tilbúin til að stækka töluvert en það er nokkuð sem fyrirtækið ætlar sér að gera. Við munum eyða kröftum okkar að mestu leyti í þetta verkefni á næstu mánuðum. Við munum leggja megináherslu á að ná hagræðingu í vinnslunni og auka söluna töluvert í framhaldi af því.“ Kjötframleiðendur hafa mikið verið að tala um að auka þurfi kjötneyslu hér á landi þar sem hún er nokkuð minni en í nágrannalöndunum. Valdimar telur Kjötumboðið Goða geta átt sinn þátt í því. „Við stefnum að því að auka veltu okkar töluvert og það gerist bæði með aukinni kjötneyslu neytandans og með því að auka markaðshlutdeild okkar. Það er svigrúm til þess að auka kjötneysluna í heild og það hjálpar okkur líka að verð á fiski hefur hækkað töluvert undan- farið. Við erum einnig í sam- keppni við aðra skyndibitafæðu og myndum gjaman vilja auka kjötmagnið í þeim mat.“ Valdimar segist hlalcka mjög til þessa verkefnis. „Ég tel að hægt sé að gera marga góða hluti héma og á þessum stutta tíma sem ég hef verið héma hef ég séð að það er af nægu að taka. Ef vel er gert þá em bjartir tímar fram- undan hér og við munum verða sterkir á okkar sviði. Okkar styrkleiki í dag er að kunnáttan hér innanhúss er mikil og starfsfólk hér er jákvætt og vilj- ugt til að sýna að við séum verðugir samkeppnisaðilar. Við ætlum okkar að stíga skrefið til fulls og verða einn af þeim stóru.“ Guðni Guðbergsson hjá Veiðimálastofnun um mikilvægi veiðitekna hjá bændum: Algengt að beinar tekjur af laxveiði séu 500-700 milljanir á ðri Guðni Guðbergsson starfsmaður Veiðimálastofnunar hefur fylgst lengi með þróun í veiði hér á landi, hvort sem um er að ræða veiðina sjálfa, tekjurnar af henni eða ástand áa og vatna. Að hans mati skipta beinar og óbeinar tekjur af veiðum gríðarlega miklu máli fyrir bændur og dreifbýlið í heild en hann varar jafnframt við því að menn megi ekki haga sér hvernig sem er í umgengni við ár og vötn því þá geti illa farið. Reyndar sjáist þess þegar merki sums staðar að efnamengun í ám sé að nálgast hættumörk. Guðni segir að um 1.700 lög- býli hafi nú tekjur af veiði og að veiðirétthafar af laxveiði séu að fá 500-700 milljónir á ári í beinar tekjur samkvæmt könnun Lands- sambands veiðifélaga. „Óbeinu tekjumar em síðan miklu meiri sem koma inn í sveitimar frá þétt- býlinu. Hér á landi fylgir veiðirétt- ur landi sem oftast er í eigu bænda. Samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði á að mynda veiðifélag um hverja á og hvert vatn. Innan þeirra nýta menn veiðina og er tekjunum svo deilt milli félaga. Veiðirétturinn er oftast leigður út til stangveiðimanna og rétthafar fá reglulegar tekjur af honum. Þetta em því tekjur sem menn hafa til- tölulega lítið fyrir en skipta marga miklu máli.“ Guðni segir að í ám sé lang al- gengast að veiðirétturinn sé boðinn út, oftast í heilu lagi. Þá bjóða annaðhvort veiðifélög eða einstak- lingar í veiðina og borga fyrir eftir gerðu samkomulagi. Veiðin er síðan seld áfram til einstakra veiði- manna. „Fyrirkomulagið er þannig í okkar ám að þar er aðeins leyfður ákveðinn fjöldi stanga þannig að stangadagafjöldinn er svipaður milli ára. Sóknarformið er því fast og hefur lítið breyst." Ein vá steðjar þó að veiðiám og vötnum sem Guðni segir að bændur verði að vara sig á. Það er ýmis konar efnamengun. „Þegar við emm að tala um nýtingu á laxi og silungi í ám er þetta nýting á villtum stofnum. Menn mega ekki taka meira en stofnamir geta gefið af sér. Ef veitt er innan þeirra marka er þetta endumýjanleg auð- lind. Ef hins vegar er gengið á stofninn og búsvæðum þeirra spillt hefur stofninn ekki sama mögu- leika á að endumýjast og þá minnkar hann. Við nýtingu náttúmlegra stofna þarf að fara saman náttúmvemd og nýting.“ Guðni segir töluvert hafa verið sótt í malartekju úr laxveiðiám þar sem menn vilja fá þvegna möl í vegi. Þannig hafi búsvæði spillst. „Menn verða einnig að vera á varðbergi fyrir því að það sem menn bera á og nota af efnum, t.d. í landbúnaði, berst oft í ár og læki áður en það rennur til sjávar. Þetta á við um tilbúinn áburð og hús- dýraáburð. Þolmörk vatnakerfa em auk þess mjög mismunandi. Sumar ár þola mjög litla viðbót af áburð- arefnum áður en þar verður of- auðgun og mengun á meðan aðrar ár þola meira.“ Guðni nefnir sem dæmi að í gróðurhúsum em notuð eiturefni, sem virka á dýr með kalt blóð og er einkum ætlað að eitra fyrir skor- dýr. Þessi efni geti hins vegar haft slæm áhrif á fiska þar sem þeir hafa einnig kalt blóð. Einnig séu dæmi um að frárennsli frá sund- laugum, og þar með klór, renni út í ár en klór getur verið Iífríkinu skaðlegur jafnvel í litlum styrk- leika. „Ég veit jafnvel dæmi þess að menn láti ár Suna í gegnum fjós til að menn þurfi ekki að moka flórinn þannig að skíturinn fer beint í ámar og að hleypt sé úr haughúsum í ár og læki. Menn eru stundum mjög kæmlausir í svona málum.“ Guðni segir að næringarefni sem geta nýst til frumframleiðslu séu í mismiklu magni í ám og vötnum. „Á eldri jarðlögum á Austljörðum og Vestíjörðum, eru jarðlögin elst og útskolun er búin að ganga í langan tíma. Þau svæði þola meiri áburð en ár og vötn á frjósamari svæðum á borð við Borgarfjörð og Húnavatnssýslur. Sumar ár í Húnavatnssýslum þola líklega ekki mikið meira af áburð- arefnum en em þar nú þegar. Þar getur t.d. orðið súrefnisskortur undir ís við rotnun lífrænna efna sem getur leitt til að fiskar og fæðudýr þeirra drepast.“ Að mati Guðna verða menn að gæta þess að ganga vel um um- hverfið. „Sjórinn tekur ekki enda- laust við. Menn verða að gæta þess að vita hvar það sem menn em að láta frá sér endar. Menn eiga t.d. að umgangast og nýta húsdýra- áburð sem verðmæti og koma honum á tún í stað þess að láta hann leka í ár og læki þar sem hann getur orðið til bölvunar. Það þarf síðan að fylgjast með því að menn auki ekki magn tilbúins áburðar í umhverfinu. Menn eiga t.d. ekki að skola áburðardreifar- ann og úðunartækin í bæjarlækn- um. Þá verða menn einnig að gæta þess að áburðargeymslur fyrir hús- dýraáburð haldi. Það þarf einnig að fara eftir settum reglum í með- ferð kemískra efna á borð við þvottaefni sem notuð em í mjólk- urhúsum eða annarsstaðar. Menn mega hreinlega ekki losa þau út í næsta læk.“ Guðni vill benda bændum á sem hafa veiðitekjur að menn geta ekki bæði haldið í þær tekjur og hagað sér eins og sóðar gagnvart umhverfinu. „Þegar menn sleppa óæskilegum efnum á ranga staði er þekkingarleysi yfirleitt um að kenna þar sem menn vita ekki hvar efnin enda eða hvaða áhrif þau hafa. Ég tel að ef menn skilja sam- hengi hlutanna og séu meðvitaðir um umhverfið þá mun fara til betri vegar.“ Landbúnaðarrððherra heimsækir Keldur Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra heimsótti fyrir skömmu Tilraunastöð Háskól- ans í meinafræði að Keldum. Þar hlýddi hann á fyrirlestra um starfsemina ásamt fjölmiðlafólki og kynnti sér ýmsa þætti hennar í sjúkdómarannsóknum, bæði á dýrum og mönnum. Þama var m.a. kynnt þriggja ára rannsóknarátak á sumarexemi í hrossum sem m.a. á að gefa af sér bóluefni gegn þessum sjúkdómi. Er nánar greint frá því annars staðar í blaðinu. Þá var fjallað um rannsóknir á riðu, mæði- og visnu- veim, sníkjudýmm og fisksjúk- dómum auk þess sem sýkla- og bóluefnisdeild var kynnt. Heim- sókn þessi hafði verið lengi í bígerð en það var loksins nú í lok júní sem af henni gat orðið. Guðni var hrifinn af starfsem- inni og sagði að þama færi greini- lega margt fram sem hann hefði ekki haft hugmynd um áður en hann kom. „Við höfum hér á landi aðgang bæði að mönnum, stofnun- um og fyrirtækjum sem safna sam- an mikilli þekkingu. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur stjómmála- menn, og þá sérstaklega ráðherra, að fylgjast með og sjá hvað verið er að gera á þessum stöðum. Þessi stofnun er jafnvel enn merkilegri en mig hafði órað fyrir og það má segja að hér sé einn mesti örygg- isstaður landsins fyrir menn og skepnur." Guðni segist sannfærður um að íslenskur landbúnaður væri öðm- vísi staddur ef það starf sem unnið hafi verið á þessari stofnun hefði verið unnið erlendis. „Hér hafa menn náð miklum árangri og jafn- vel heimsfrægð. Hér er einnig upp- eldisstaður fyrir vísindamenn og ungt fólk. Það er mikilvægt hverri þjóð að sinna undirstöðunni í rannsóknum og vísindum heima.“ Guðni segist binda miklar von- ir við hið nýja rannsóknarátak á sumarexemi í hrossum. „Ég er feg- in því að það tókst að leiða þetta mikla verkefni. Þetta gefur íslenska vísindaheiminum ný og betri tækifæri bæði til að vinna fyrir íslenskan landbúnað og jafn- vel að ná heimsfrægð. Ég bind vonir við að eftir 3 ár verði hér flaggað og stór stund mnnin upp þegar árangur verður orðinn af þessu verkefni."

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.