Bændablaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 17
Þriðjudagur ll.júlí 2000 BÆNDABLAÐIÐ 17 Vefrarkopn til beitar mjólMna að vori Með vaxandi haustburði hefur umræða um öflun vetrarforða á kúabúum aukist hvað varðar gæði gróffóðursins og hag- kvæmni framleiðslunnar. Þrátt fyrir jafnari framleiðslu nú en fyrr er stór hluti mjólkurinnar enn framleiddur yfir sumar- mánuðina. Það er því mjög mik- ilvægt að huga vandlega að sum- arbeit mjólkurkúnna. Það eru nokkur tímabil í sum- arbeitinni sem miklu máli skipta. í upphafi beitartíma að vori er mik- ilvægt að beit sé góð svo nyt falli ekki úr hófi. Miðsumars tekur næringargildi grasa að falla og á þeim tíma þarf að huga vandlega að beitinni og hugsanlega að beita á snemmsprottið grænfóður áður en há er nægjanlega vel sprottin. Að hausti þarf að huga að grænfóðri eftir að túngrös verða ódrjúg til beitar en með því móti er hægt að lengja beitartímann tölu- vert. Að vori og hausti er allra veðra von og því er æskilegt á þes- sum tímabilum beitarinnar að huga að skjóli fyrir kýmar á beitiland- inu. Hægt er að mynda skjól fyrir gripina með skjólbeltum eða búa svo um hnútana að beit á þessum tímabilum fari fram þar sem náttúrulegt skjól er til staðar. Ef halda á nyt í kúm að vori verður gróður að vera kominn vel af stað þegar beit hefst. Hefðbund- in íslensk fjölær túngrös hafa mikið vetrarþol en eru sein til að vori. Þannig geta aðstæður til úti- vistar verið mjög góðar fyrir kýmar nokkm áður en beit er kom- in á túnin. Notkun vetrarkoms til vorbeitar getur því verið athygli- verður kostur til að lengja beit- artíma að vori. Vetrarkom er vetr- areinært, því er sáð síðsumars, lifir veturinn af, skríður sumarið eftir og þroskar kom. Þegar rætt er um vetrarkom er átt við vetrarhafra, vetrarbygg, vetrarhveiti, vetrarrúg og vetrarrúghveiti. Vetrarrúgurinn hefur reynst vetrarþolnastur í íslenskum rannsóknum og kemur því helst til greina til notkunar hér á landi sem beitarplanta að vori. Sáning á vetrarrúgi fer fram frá því síðast í júlí fram undir miðjan águst eftir landssvæðum. Vetr- arrúgurinn spírar að hausti og fer grænn undir vetur. Lifi hann vetur- inn af byrjar hann mun fyrr að spretta en hefðbundin túngrös og myndar fljótt góða beit. I tilraun- um á Möðruvöllum í Hörgárdal gafst vel að nota vertarrúg til vor- beitar og slá endurvöxtinn og rúlla hann. Vetrarrúgurinn virtist verk- ast vel í rúllur og kýr átu rúginn svipað og endurvöxt rýgresis. Uppskera og meltanleiki í tilraun árið 1994 var skv. 1. mynd. Þar sést að meltanleiki uppskerunnar er mjög hár og uppskeran mikil. 1. mynd. Þróun uppskeru og meltanleika vetrarrúgs í tilraun á Möðruvöllum sumarið 1994. Vetrarrúgur hefur verið reynd- ur í öllum landshlutum en virðist ekki henta þar sem vetur em um- hleypingasamir. Þannig reyndist hann mun betur norðanlands og austan en sunnanlands og vestan. Ekki virðist þörf á því að bera á vetrarrúginn við sáningu en nægjanlegt að bera á hann vorið eftir. Hæfílegt mun vera að bera á rúginn sem svarar 120 kg N/ha í Græði 5. Það yrki sem Rannsókna- stofnun landbúnaðarins mælir með er finnski stofninn Voima. Ef vel á að vera er ekki síður þörf á því að skipuleggja sumar- beit en öflun vetrarforða hvað varðar tegundir og tímasetningar. Skynsamlegt er að samþætta sum- arbeitaráætlanir öðrum ræktun- aráætlunum búsins s.s. end- urræktun túna, kom- og græn- fóðurræktun og ræktun skjólbelta. Margt bendir til þess að ræktun vetrarrúgs geti verið athyglivert innlegg í sumarbeitaráætlanir kúa- bænda sem lengja vilja beitartíma að vori og auka íjölbreytni sumar- beitarinnar. Að lokum má benda á það að bændur em hvattir til að leita sér upplýsinga um þessi mál og önnur hjá ráðunautum búnaðarsamband- anna og sérfræðingum Bændasam- takanna, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og Landbúnaðar- háskólans á Hvanneyri. Viö ritun greinarlnnar var stuöst við eftirfarandi heimiidir: BJami E. Guöleifsson, 1995. Vetrarkom til beitar og þroska. f: Rit Ráðunautafundar 1995, bis. 165-171. Bjarni E. Guöleifsson, 1997. Vetrarrúgur til beitar, Vetrarkom. í: Handbók bænda 1997, bls. 49. Ingvar Björnsson Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Giiiinarpylsa KjHmMsins Gnða slær I gegn Á sýningunni Matur 2000, sem haldin var í vor, fengu vínarpylsur frá Kjötumboðinu Goða sérstök gullverðlaun. Pylsur þessar voru settar á markað í maí undir nafninu Gullvínarpylsa og hafa viðtökur verið mjög góðar að sögn Helga Óskars Óskars- sonar hjá Kjötumboðinu. Helgi segir að samsetningin á þessum pylsum séu algjörlega ný, bæði hvað varðar uppskrift, gamir, krydd og annað. í framhaldi af því hefur framleiðslu á gömlu Goðapylsunum verið hætt. „Þessar nýju pylsur gengu í gegnum umfangsmiklar prófanir innan fyrirtækisins og niðurstaðan varð pylsa sem hægt er hvort sem er að grilla, sjóða eða steikja. Viðtökurnar hjá neytendum hafa verið frábærar og pylsusala hefur margfaldast hjá okkur. Við þurfum orðið að láta starfsmenn vinna um helgar og lengur fram eftir til þess að anna eftirspuminni." Helgi segir markaðshlutdeild fyrirtækisins á pylsumarkaðinum hafa snaraukist á undanfömum vikum og að sú þróun eigi eftir að halda áfram „Ég reikna með því að ef fram heldur sem horfir gæti söluaukningin numið hundruðum tonna á ári,“ segir Helgi. Pylsugerðarmenn Kjötumboðsins Goða. Frá vinstri: Hjalti Geir Atlason, Árni Ragnar Árnason, Morten Nielsen, Ómar Örn Pálsson og Jónas Hjartarson. Sturtu- vagnar og stálgrinda- hús frá WECKMAN Sturtuvagnar og flatvagnar Einnig þak og veggstál Stálgrindahús. Margar gerðir, hagstætt verð. H. Hauksson ehf. Suðurlandsbraut 48 Sími: 588-1130. Fax. 588-1131. Heimasími: 567-1880 Lokun vegna sumarleyfa Skrifstofur Bændasamtaka íslands verða lokaðar vegna sumarleyfa starfsfólks 17.- 28. júlí. Beinir símar: Bændaferðir: Upprunavottorð hrossa: Landssamtök sauðfjárbænda: Landssamband kúabænda: Félag hrossabænda: Svínaræktarfélag íslands: Félag eggjaframleiðenda og Stofnungi 563-0364 563-0307 og 563-0346 897-0908 896-1995 og 563-0350 562-5211 892-3067 892-3506

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.