Bændablaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 18
18 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur ll.júlí 2000 Öruggari leiðsögn í smalamennsku og vetrarferðum GPS tæki prófuO við raunverulegar aOstæOur Huernig tiata GP8 tækin verið að próast? Þau eru sífellt að verða eintaldari ng snjallari i senn! Verðstríðið vegna GPS tækja (hnattræn staðsetningarkerfi) hefur nú staldrað við á bilinu $ 100 - $150 um nokkurra mánaða skeið og ég reikna ekki með að verðið hreyfíst um svo mikið sem einn dollar á næstunni. í stað þess að verða ódýrari eru GPS tækin alltaf að verða einfaldari í notkun, minni og fjölhæfari. Hér virðist vera um tvenns konar markmið að ræða. Annars vegar er leitast við að eyða þeim ótta sem hátæknibúnaður veldur í hugum margra og hins vegar er verið að laða að nýja kaupendur með auk- abúnaði, t.d. meira minni og nýjum stýriskjámyndum. Við völdum til umfjöllunar þrjár söluhæstu gerðimar, sem fást fyrir $ 150 eða minna - eTrex og GPS 12 frá Garmin ásamt með GPS 315 frá Magellan. Hvert tæki um sig býður upp á móttöku á 12 samsíða rásum sem geta samtímis fylgst með allt að 12 gerfihnöttum og staðsett með innan við 15 metra nákvæmni. Hvert tæki er nægilega lítið og létt til að bera í jakkavasa sínum. Tækin eru lfka ódýr og er hér um að ræða skynsamlega valkosti fyrir þá sem hafa áhuga á útiveru og öræfaferðum. Ef þú ert að byrja að hugleiða kaup á GPS, gætu slyngir sölumenn talað þig til með eftirfarandi hætti: GPS tryggir að þú komist aftur til þíns heima. Þú getur notað tækið til að merkja hvar þú komst inn á svæðið og verið síðan fullviss um að tækir vísar þér veginn til baka ef þú villist eða þoka skellur. Mundu samt að GPS kemur ekki í staðinn fyrir kort eða að kunna á kompás. Ef rafhlöðurnar bregðast eða tækið brotnar, eru öll not af tækninni fyrir bí. Því er skynsamlegt að reiða sig ekki á tækið eingöngu, heldur átta sig líka á staðsetning- unni með korti og kompás og fylgjast síðan reglulega með því hvemig miðar, sér í lagi ef um ókunnugt svæði er að ræða. leiðsöguskjár sem er hannaður til að finna rétta leið á ákvörðunarstað. Þessi skjámynd sýnir hring í líki kompáss ásamt með ör sem heldur þér á réttri leið. Neðst á skjánum er svo hægt að renna í gegnum 11 mismunandi valmyndir (t.d. hraði, hæð yfir sjávarmál, stefna og sólarupprás og sólsetur.) Auðvelt er að vista staðsetningu á eTrex; aðeins þarf að að styðja tvisvar á „enter“ hnappinn. En tækið hefur takmarkað minni sem aðeins rúmar eina leið með 50 tengdum viðmiðunarpunktum. Hin tækin í þessum samanburði geta hins vegar varðveitt allt að 20 leiðir sem hver um sig hefur 30 viðmiðunar- punkta. Raunar er ekki að finna í eTrex handbókinni leiðbeiningar um hvemig setja skuli upp leið. Hjá Garmin hafa menn nefni- lega lagt sig fram um að skrifa sem einfald- asta handbók fyrir eTrex sem jafnvel minnist ekki einu orði á að unnt sé að hlaða inn viðmiðunarpunktum úr tölvu. Tækið hefur ekki að geyma töflur yfir sól og tungl: né heldur er unnt að breyta tungumálinu í dönsku eða portúgölsku. en kannske stendur þér á sama um það. Þrátt fvrir þessar tak- markanir, verður niðurstaðan sú að eTrex tækið er létt og auðvelt að flytja með sér og myndi duga flestum okkar fullkomlega. Magellan GPS 315: fleiri möguleikar Stærsta tækið í þessari prófun. Magellan GPS 315. býður upp á fjölmarga notkun- armöguleika. Velja má milli níu stýriskjá- mynda og hverja um sig má sérstilla svo hún sýni úrval uppiýsinga. Það er jafnvel boðið upp á skjámvnd sem rennir í gegnum stað- setningu 15.000 stórborga víðs vegar um heim. Kompás-skjámyndin sýnir stöðu sólar og tungls til að hjálpa þér að hefja ferðina og halda í rétta átt. Reikna má út besta tímann til að fiska og veiða og minnið nægir fyrir 20 leiðir, sem hver og ein inniheldur 30 við- miðunarpunkta. Loftnetið nemur sendingar á 360 gráðu hring svo unnt er að ná sterku merki án tillits til stöðu tækisins. Geta má þess GPS 315 er eina tækið í prófuninni sem flýtur. Og ef þú vilt vera í persónulegu sam- bandi við tækið þitt, stillirðu það þannig að nafnið þitt birtist í hvert sinn sem kveikt er á því. Gallinn er hins vegar sá að allar þessar valmyndir og fjölbreyttir möguleikar gera tækið flóknara í notkun. Handbókin lætur trúlega fljótt á sjá vegna endalausra uppflett- inga meðan þú ert að læra á búnaðinn. Sumt hefurðu kannske ekkert með að gera, t.d. skjáinn með hinum fjölmörgu stórborg- um sem gerir lítið gagn í öræfaferðum. Unnt er að tengja GPS 315 við tölvu. Magellan GPS 320 er sams kon- ar tæki og 315, en býður að auki upp á gagnagrunn með upplýsingum fyrir sjófarendur, t.d. baujur og vita. Garmin GPS 12: Sá gainli góði Þegar Garmin GPS 12 kom fyrst á markaðinn 1997 var það í fremstu röð fartækja af þessu tagi, en hefur nú elst til muna og er orðið gamlinginn í hópnum. Það er nokkuð fyrirferðarmikið í samanburði við hin tvö, einkum eTrex. Búið er að bæta end- ingu rafhlaðanna, en GPS 12 notar fjórar AA rafhlöður og og eyðir því u.þ.b. helmingi meira rafmagni en eTrex og Magellan 315. Mér hefur alltaf fundist að stýribúnaði þessa tækis væri haganlega fyrir komið. All- ir hnappar liggja vel við og ekkert skyggir á skjáinn. Meðal stýriskjámyndanna er síða sem gefur til kynna staðsetningu, kortasíða með myndrænum táknum og síða sem líkir eftir kompás. Stýrkerfi Garmin er flóknara en í eTrex, en samt auðlært. Unnt er að breyta síðunum svo þær sýni tilteknar upplýsingar, en á því sviði eru möguleikamir fleiri í Magellan 315. Ef verið er að leita að GPS tæki sem er auðvelt í notkun hentar eTrex betur. Ef sóst er eftir fjölhæfari búnaði í þessum verð- flokki, býður tæki af gerðinni Magellan 315 upp á fleiri möguleika og er jafnframt léttara og minna um sig en Garmin GPS 12. -Þýtt úr bandarísku blaði. Og svona gerast kaapia á eyriaai: eTrex frá Garmin: GPS fyrir óreynda örœfafara Þetta tæki er sannkallaður draumur hins tæknifælna. Það lítur nánast út eins og leik- fang í lófastærð, í skærgulu hylki, sára-ein- falt í notkun. En þótt útlitið bendi til annars, má samt treysta þessu tæki. Það hefur allan þann búnað til að bera sem öræfafarinn og smalinn þurfa á að halda. eTrex vegur ekki nema 170 grömm - léttasta GPS tækið sem framleitt hefur verið til þessa. Samt er skjárinn lítið minni en á stærri og þyngri tækjum sem við prófuðum. Þegar kveikt var á eTrex köldu eftir að hafa ferðast langar leiðir, fann það strax gerfi- hnetti og var tilbúið til leiðsagnar á innan við mínútu. Stýrihnappamir em vel staðsett- ir beggja megin á hylkinu svo unnt er að sjórna eTrex með annarri hendi. A eTrex eru tvær einfaldar stýriskjá- myndir. Kortmyndin sýnir núverandi stað- setningu í myndrænu formi, ásamt geymd- um áfangastöðum sem unnt er að merkja með því að velja eitt af 29 myndmerkjum (bátur, tjald o.s. frv.). Hin skjámyndin er Garmin GPS 12 Garmin eTrex Magellan GPS 315 Verð 16.980.- (5% stgr.afsl) 15.330.- (5% stgr.afsl) 22.748.- (5% stgr.afsl) Þyngd 270 gr 170 gr 200 gr. Stærð (tommur) 2.1x5 8x1.2 4.4x2.0xl.2 6.6x2.0xl.3 Skjár (tommur) 1.5x2.2 1.1x2.1 1.5x2.25 Aflgjafi 4 AA rafhlöður 2 AA rafhlöður 2 AA rafhlöður Ending rafhlöðu 24 klst 22 klst 15 klst Móttökutæki 12-samsíða rás 12-samsíða rás 12-samsíða rás Punktaminni 500 500 600 Leiðaminni 20 1 20 Punktar á leið 30 60 30 Upplýsingar www.garmin.com www.garmin.com www.magellangps.com

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.