Bændablaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 11.07.2000, Blaðsíða 20
20 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 11. júlí2000 VMiáMMaill Umsjón Erna Bjarnadóttir Áriö 1999 var stunduð jaröyrkja, garöyrkja eöa búfjárrækt á 3.907 búum, sem skráö eru meö virðisaukaskattsnúmer. í vinnumarkaöskönnun Hagstofu íslands f nóvember töldust 6.900 manns starfandi viö landbúnaö. Hlutur landbúnaöar f landsframleiðslu áriö 1999 var áætlaöur 2,1%. Útgjöld ríkissjóðs til landbúnaðarmála áriö 1999 voru 4,84% af heildarútgjöldum samkvæmt fjárlögum. Malefni bandarísks landbúnaðar í 19. tbl. Intemationella Per- spektiv, fréttabréfi sænsku bænda- samtakanna, er fjallað nokkuð ýtarlega um bandarískan land- búnað. Bandaríkin (BNA) eru stór og framleiðslan fjölbreytt. Mik- ilvægustu afurðimar em maís, soja, mjólk og nautakjöt. Einnig má nefna afurðir alifugla. Mis- munandi er eftir ríkjum hvaða bú- greinar em mikilvægastar og end- urspeglast það í bústærðinni í hekt- umm mælt. Nyrst er mjólkurfram- leiðsla ríkjandi, sunnar alifugla- og svínrækt en syðst hrísgrjón og bómull. Umhverfis stóm vötnin er mikil komrækt. Frá miðvest- urríkjunum kemur mestur hluti nautakjötsframleiðslunnar og vest- ast er mikil ávaxta og vínrækt auk mjólkurframleiðslu. Maís er lang- mikilvægasta komtegundin, ræktaður á 1/3 hluta ræktunarlands eða tæplega 30 millj. hekturum. Af einstökum búgreinum er nauta- kjötsframleiðsla mikilvægust, skil- ar 40% af tekjum af búfjárrækt þegar litið er á framleiðslu- verðmæti. Meðalnautakjötsneysla á íbúa í BNA er 40 kg meiri en meðaltal ESB. Meðalnyt mjólk- urkúa er 7.700 kg en til saman- burðar er hún 5.396 kg í ESB. Meðalaldur bandarískra bænda er ríflega 54 ár og hefur farið hækk- andi. Ungir bændur teljast vera 8% af bændum. I raun má skipta landbúnaði í BNA í tvennt, annars vegar er framleiðsla fyrir heims- markað sem kemur frá stómm búum. Stærri hópur bænda fram- leiðir hins vegar fyrst og fremst fyrir innanlandsmarkað og hefur jafnframt miklu hlutverki að gegna 1 byggðaþróun. Þessi hópur er ekki síður mikilvægur fyrir amerískan landbúnað. Meðfylgjandi rnynd sýnir meðalbústœrð í BNA eftir ríkum. 1996 var lagt upp með breyt- ingar á landbúnaðarstefnunni í BNA sem leiða átti til samdráttar í stuðningi við bandarískan land- búnað. Þetta átti að vera innlegg í komandi umræður um landbúnað- arstefnu ESB. Það liðu þó aðeins örfá ár þar til lágt heimsmarkaðs- verð á afurðum ásamt þurrkum og flóðum leiddu til háværra krafna um stuðning. Viðbrögð stjómvalda vom annars vegar að taka upp neyðaraðstoð og hins vegar að veita mjög hagstæð lán til búa sem áttu í erfiðleikum. Umfang þessara lánveitinga jókst um 80% á árinu 1999. Þessar aðgerðir fólu saman- lagt í sér að útgjöld vegna land- búnaðarstefnunnar í BNA jukust úr 7,5 milljörðum US$ 1997 í ríflega21 milljarð 1999. Viðkvœmar samningaviðrceður í nýbyijaðri samningalotu inn- an WTO, er mikilvægast fyrir BNA að finna lausn á deilum við ESB um hormónanotkun, viðskipti með banana og notkun á erfðab- reyttum lífvemm í landbúnaði. Segja má að ESB og BNA standi í miðju þeirra átaka sem eiga sér stað innan WTO. BNA hallast á sveif með Caims-löndunum sem vilja auka frelsi í viðskiptum með búvömr en ESB tekur undir sjónarmið Japans og Noregs sem vilja fara varlega í sakimar. Bæði ESB og BNA hafa mikla hagsmuni af útflutningi búvara. BNA vill hins vegar afnema stuðning við útflutning búvara. Bandaríkamenn em einnig gagnrýnir þegar kemur að því að ræða fjölþætt hlutverk landbúnaðar, s.s. hlutverk hans í umhverfismálum, byggðaþróun, fæðuöryggi o.s.frv. Landbúnaðar- ráðherra þeirra hefur sagt að hann hafi ekkert á móti þessari sýn svo lengi sem hún sé ekki viðskipta- tmflandi. En það em málefni eins og fæðuöryggi, erfðabreyttar lífvemr og önnur „varfæmissjón- armið" sem skilja að ESB og BNA. Viðskiptastefna BNA er mjög viðkvæm gagnvart tæknileg- um viðskiptahindmnum og því mikilvægt að finna lausn á þessum málaflokki. Lausl. endursagt. í síðustu viku ákváðu stjórnvöld í BNA að auka stuðning við bændur um meira en 15 milljarða Bandaríkjadala. Við- brögð Franz Fischler yfírmanns landbúnaðar- mála hjá ESB voru að þessi ráðstöfun drægi stórlega úr gildi fyrri yfírlýsinga af hálfu BNA um þörfína fyrir að minnka stuðning við landbúnað í heiminum. Hann sagði einnig að stuðningur við landbúnað í BNA hefði aukist um 700% síðan 1996. Á hinn bóginn hefði ESB endur- skipulagt landbúnaðar- stefnu sína og boðað stöðvun á aukningu útgjalda til þessa mála- flokks fram til ársins 2006. Hr. Fischler sagði ennfremur að ESB myndi fylgjast vandlega með þróun á stefnu BNA til að tryggja að þær skuld- bindingar sem gengist var undir í síðust WTO samingum yrðu efndar að fullu. ESB myndi og mótmæla hvers konar tilraunum að hálfu BNA til að fara framhjá þeim takmörkunum sem sett voru á útgjöld í WTO samningnum með því að flokka rangt þau útgjöld sem nú væri stofnað til, í ljósi samningsins. Einingarverð á nokkrum landbúnaðarafurðum úr neysluverðsvísitölu Tegund vöru Feb-98 Maí-98 Ág-98 Nóv-98 Feb-99 Maí 99 Ág.-99 Nóv-99 Feb-00 Maí-00 Nautafilé kg 1,720 1,843 1,917 1,961 1,921 1,973 2,104 2,059 2,060 2,184 Nautalundir kg 2,383 2,422 2,518 2,572 2,566 2,722 2,699 2,814 2,962 2,883 Nautaqúllas kg 1,291 1,181 1,236 1,311 1,242 1,304 1,356 1,352 1,327 1,346 Hakkað nautakiöt kgi. 775 770 830 827 807 874 830 857 817 845 Svínabógur kg 509 539 521 567 535 582 564 517 599 579 Svínakótilettur kg 945 987 972 976 958 974 1,020 960 943 1,067 Svínalundir kg 1,597 1,628 1,579 1,658 1,697 1,720 1,732 1,647 1,756 1,762 Svínagúllas kg 1,186 1,191 978 1,245 1,167 1,151 1,121 1,058 1,140 1,031 Svínahakk kg 596 567 564 590 572 602 559 557 635 620 Dilkakjöt í heilum skrokkum kg 487 479 507 518 514 538 522 503 530 539 Dilkakiöt, súpukjöt kg 508 489 494 495 496 521 544 530 556 537 Dilkakiöt, kótelettur kg 807 827 807 837 863 882 915 914 919 974 Dilkakiöt, læri kg 829 834 859 866 852 851 881 895 866 914 Dilkakjöt, lærisneiðar kg 1,045 1,005 1,096 1,098 1,137 1,158 1,128 1,171 1,203 1,215 Dilkakiöt, hrvflflir kg 803 796 794 826 834 826 867 861 903 907 Dilkakjöt, framhrvflfljasneiðar kfl 890 949 884 963 981 1,013 1,026 1,018 1,036 1,057 Lambahrvaavöði kg 1,717 1,668 1,738 1,764 1,757 1,816 1,772 1,903 1,955 1,960 Hakkað dilkakjöt kg 706 614 494 644 718 435 796 729 698 698 Kjúklinaar kg 591 614 570 544 508 538 578 522 478 424 Ferskir kjúklingar kg. 650 775 612 706 605 702 676 580 627 598 Hangikiöt kg 1,280 1,341 1,341 1,345 1,404 1,434 1,470 1,489 1,476 1,490 Svínahamborqarhrvqqur kg 1,403 1,438 1,463 1,464 1,315 1,319 1,408 1,474 1,394 1,478 Mjólk i 72 72 70 71 73 73 73 73 76 76 Skólaiógúrt 150q 45 46 44 42 45 45 46 45 49 50 Súrmiólk i 96 95 86 88 96 96 98 97 104 103 Riómi 1/4 1 141 141 139 139 143 142 145 145 153 153 Kókómiólk 1/4 1 46 45 41 45 48 47 47 47 52 51 Brauðostur kg 786 787 787 785 808 815 816 790 856 860 Gouda 17% kg 692 694 694 693 724 724 724 724 771 772 Egg kg 341 360 350 358 359 335 326 354 354 346 Smiör 500fl 179 167 182 170 191 183 194 191 209 172 Hvítkál kfl 191 118 184 197 188 126 278 176 180 175 Blómkál kg 326 189 341 256 280 277 383 244 281 271 Kínakál kg 259 187 240 200 223 238 365 273 244 267 Tómatar kg 274 570 283 354 265 607 379 366 274 471 Agúrkur kg 345 266 146 369 319 284 384 367 348 346 Papríka kg 349 631 678 618 443 613 665 401 418 615 Sveppir kg 545 624 617 589 605 617 604 617 634 641 Gulrætur kg 345 350 313 351 330 258 400 345 316 291 Gulrófur kg 153 182 220 185 161 169 313 197 185 198 Kartöflur kg 110 112 117 104 116 107 103 129 132 130 Heimild: Hagstofa íslands Hagstofa íslands aflar mánaðarlega upplýsinga um verð á neysluvörum sem fyrst og fremst er ætluð til að meta þróun á verðlagi. Taflan sýnir einingaverð nokkurra landbúnaðarafurða úr þessari verðsöfnun sl. tvö og hálft ár frá febrúar 1998 til maí 2000.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.