Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 1
14. tölublað 6. árgangur Þriðjudagur 5. september 2000 ISSN 1025-5621 Hún Rannveig Agústa Guðjónsdóttir fékk það hlutverk að sýna Búbót - og það ieynir sér ekki að Rannveig er ákveðin í að koma Búbót, sem er frá Skeiðháholti, á leiðarenda. Búbót erundan Þverteini 97032 og Rósa 254, móðurfaðir Örn 87023.______________________________ halda hátíð, segja hvað við erum að gera og berjast fyrir nýjum tíma - öflugri framtíð fyrir ís»- lenskar sveitir. Hér eru menn að keppa innbyrðis og sýna það besta. Allar atvinnugreinar þurfa á slíku að halda. Mér finnst þessi sýning stórkostleg." Sýningin Kýr 2000 var í Ölfushöllinni sem er mitt á milli Hveragerðis og Selfoss. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmda- stjóri Búnaðarsambands Suður- lands, sagði í ávarpsorðum að upphaf sýningarinnar mætti rekja til Jóns Vilmundarsonar, fyrrum ráðunautar hjá BSSL, og núver- andi bónda í Skeiðholti, en Guð- mundur Jóhannesson, ráðunautur, bar hitann og þungann af sýnin- gunni. Sveinn sagði að sýningar á kálfum og kvígum hefðu ekki verið hér landi en ytra eru þær al- gengar. „Eg vona að þessi sýning verði til þess að glæða áhuga okkar á nautgriparækt," sagði Sveinn, „og mér finnst alveg sér- staklega ánægjulegt að finna áhugann meðal barnanna." „Sýning af þessu tagi hefur margþættan tilgang. Hún eflir fagmetnað þeirra sem rækta kýr og leggur grunninn að ákveðinni sjálfsvirðingu. Þeir sem ekki sjá kýr daglega fá hér gott tækifæri til að sjá hvernig úrvals kýr og kálfar líta út," sagði Þórólfur Sveinsson, formaður LK. „Sýningin tókst feikna vel og þetta er gott framtak." Um eitt þúsund áhugasamir áhorfendur föguðu þegar kýrin Skrá frá Hæli II í Gnúpverja- hreppi var útnefnd Kýr sýning- arinnar Kýr 2000. Kusa lét sér fátt um finnast og vildi greini- lega komast út hið fyrsta enda styttist mjög í mjaltir. Útnefn- ingin var lokapunktur á frábærri sýningu sem Búnaðar- samband Suðurlands stóð fyrir ásamt Félagi kúabænda á Suðurlandi. Dómnefndin sem eftir miklar vangaveltur veitti Skrá æðstu verðlaun sýningar- innar var ekki öfundsverð, enda sagði Jón Viðar Jón- mundsson, sem mælti fyrír hönd nefndarinnar, að niumir á milli gripa í efstu sætum værí mældur í aukastöfum. Alls voru 43 gripir skráðir til keppni. Sýningin var margþætt en í upphafi leiddu börn kvígu- kálfa fram á sýningarsvæðið, þá komu holdakálfar, síðan fyrsta kálfs kvígur og mjólk- urkýr en í lokin komu þrjár kýr sem fengu sérstök heiðurs- verðlaun - fyrir vel unnin störf. Sýningarstjóri var Jóhannes Símonarson. Rætt hefur verið um að halda sambærilega sýningu annað hvert ár. Guðni Agústsson, landbúnað- arráðherra, sagði í ávarpi að hann minntist sýninga sem Hjalti Gestsson og Jóhannes Eiríksson hefðu staðið fyrir. „Þeir kunnu að kalla fólk saman, fræða það og brýna til dáða. Nú finn ég að ráðunautarnir og bændurnir skynja á nýjan leik að maður er manns gaman. Til þess að þjóðin standi með okkur þurfum við að í flokki 1. kálfskvíga sigraði Tætla frá Stekkum. Sigurvegarí holdanauta var Naut frá Hjáhnholti og í flokki mjólkurkúa sigraði kýrin Skrá frá Hæli II í Gnúpverjahreppi. Skrá var valin besti gripur sýningarínnar. Kálfurinn Sýning frá Dalbæ fékk kálfaverðlaunin. Myndir frá sýningunni eru á heimasíðu Bændasamtakanna www.bondi.is Uiinió að slöóliim til að koma í veg lypip að óhpeinip gpipip komi til slátpunar Embætti yfirdýralæknis vinnur að því þessa dagana að finna leið til að koma í veg fyrir að óhreinir gripir séu lagðir inn til slátrunar. Að sögn Sigurðar Arnar Hanssonar aðstoðaryf- irdýralæknis er verið að vinna að staðli sem sláturíeyfishafar eiga að fara eftir þegar ákveðið er hvort gripir séu of óhreinir til að hægt sé að leggja þá inn. I reglugerð um slátrun, mat og meðferð sláturafurða, segir: „Óheimilt er að flytja búfé til slátrunar sé það áberandi óhreint að mati flutningsaðila en skjóta má ákvörðun hans til héraðs- dýralæknis." Að sögn Sigurðar Arnar hefur þetta ákvæði ekki nýst sem skyldi. „Það getur verið erfitt fyrir bflstjórann að taka ákvörðun um hvort gripir séu áberandi óhreinir eða ekki. Einnig geta áætlanir sláturhúsa og bóndans um slátrun á gripum farið verulega úr skorðum ef stór hluti gripa á viðkomandi bæ er óhreinn," segir hann. I annarri reglugerð, sem fjallar um eftirlit í sláturhúsum og kjötpökkunarstöðvum þeirra, er í viðauka ákvæði um móttöku- og afhendingareftirlit. Þar segir að hafa skuli eftirlit með því hvort sláturdýr séu hrein og að yf- irdýralæknir skuli útbúa staðla fyrir mat á óhreinindum. Þessa staðla er verið að vinna núna sögn Sigurðar. I þessu ákvæði kemur einnig fram að ef sláturdýr eru óhrein skuli útbúa frávikaskýrslu og að kjötskoðunarlæknir skuli stað- festa hana með undirskrift sinni. Sláturleyfishafi á síðan að til- kynna innleggjanda niðurstöðuna og fara fram á úrbætur. „Við mun- um vinna með þessum hætti til að byrja með og síðan má í framhaldi af því taka ákvörðun um það hvort beri að verðfella gripi sem koma frá viðkomandi bónda séu þeir áfram óhreinir." Ekki er ljóst hvenær þessir staðlar verða tilbúnir eða hvenær farið verður að vinna eftir þeim. Skúgapeigendup velja fulltpúa á Landssamtök skógareigenda, LSE, hafa valið Sigurð Jónsson, Ásgerði, Hrunamannahreppi, sem fulltrúa LSE á búnaðar- þingi. Þetta var gert á þríðja aðalfundi LSE, sem haldinn var á Hvanneyri, í ágúst. Vara- maður Sigurðar er Jóhann Þór- hallsson, Brekkugerði, Fljótsdal. Þetta er í fyrsta skipti sem skógarbændur fá sérstakan fulltrúa á búnaðarþing.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.