Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 5. september 2000 Eins og lesendum Bændablaðsins er kunnugt um stóð blaðið fyrir myndasamkeppni í sumar. Skilyrði fyrir þátttöku voru að myndin væri tekin í íslenskri sveit í sumar. Þátttakan í samkeppninni var ágæt og því vandasamt fyrir dómnefndina að velja þrjár myndir sem sköruðu framúr þeim sem blaðinu barst. Eftir mikil heilabrot komst dómnefhdin loks að þeirri niðurstöðu sem sést hér á síðunni og bíða vegleg verðlaun þeirraa sem sendu þessar myndir. Hinum viljum við þakka þátttökuna og hvetjum þá til að vera áfram duglega við að taka myndir úr íslenskri sveit! Hér sést Quðbjörg Hrönn Tyrfingsdóttir, 3 ára, gefa heimalningi að Ljónsstöðum í Flóa. Sendandi myndarinnar er Margrét S. Quðjónsdóttir, Ljónsstöðum, 801 Selfoss og fær hún einnig matarkörfu að verðmæti 15 þús. krónur. Þessa mynd kallar sendandinn „Líf og yndi" og er hún tekin á Leiðólfsstöðum í Laxárdal í júlí í sumar. Drengirnir á myndinninni heita Hlynur Snær Unnsteinsson (t.v.) og Arnar Þór Ólafsson (t.h.) og kýrnar sem vilja greinilega ekki vera útundan á myndinni heita Stella og Ýra. Myndina sendi Ásta K. Guðmundsdóttir, Leiðólfsstöðum, 371 Búðardal, og fær hún í verðlaun stafræna myndavél frá Hans Petersen hf. að verðmæti 35 þús. krónur. Þetta er hann Denni dæmalausi sem vill minna öll börn á mikilvægi þess að bursta vei í sér tennurnar. Ekki fylgdu með upplýsingar um hvar myndin var tekin. Sendandi er Steinunn Ósk Axelsdóttir, Framnesvegi 31, 101 Reykjavík, og fær hún stórglæsilega matarkörfu með úrvals íslenskum matvælum að verðmæti 15 þús. krónur. Þessi mynd er tekin í fjósinu í Stóra-Ármóti. Það er Hafdís Hafsteinsdóttir sem er að undirbúa mjöltun. Stundum ber mikið á sk smjörsýrugerlum (clostridium) í mjólk og er mjög áríðandi að mjólkurframleiðendur reyni eft- ir bestu getu að forðast mengun mjólkurinnar af þessum gerlum sem öðrum. Nokkur veigamikil atriði verða hér nefnd sem hafa afger- andi áhrif á hugsanlega mengun mjólkurinnar af smjörsýrugerl- um en slík mjólk er mjög óheppileg til vinnslu, sér í lagi fyrir þær afurðastöðvar þar sem stór hluti innveginnar mjólkur fer til ostagerðar. Athugið að smjörsýrugerlar lifa í súrefnissnauðu umhverfl og eru því t.d.moðbingir, illa hirtir og blautir básar eða und- irlag þeirra, og fóðurgangar ákjósanlegur dvalarstaður þeirra. Þá ekki síður ílla verkað vot- hey og rúiluhey með lágu þurr- efnisinnihaldi. Eftirfarandi skiptir miklu máli: 1. Góð loftræsting 2. Fóðra aldrei með rúllum eða votheyi við eða rétt fyrir mjaltir 3. Forðast að þyrla eða sópa til fóðurrestum undir mjöltum 4. Klippa kýr og júgur og halda þeim eins hreinum og kostur er 5. Losa moð út minnst einu sinni á dag. (Ekki þó rétt fyrir mjaltir eða undir mjöltum) 6. Halda básum þurrum og hreinum eins og kostur er 7. Vanda júgurþvott, spenar séu þurrir og hreinir þegar tækin eru sett á 8. Sjóða og þvo júgurþvott- aklúta í þvottavél daglega 9. Síðast en ekki síst þurfa spen- agúmmí að vera heil; að ekki séu á þeim göt upp við mjalt- atæki eins og svo oft vill verða jafnvel á nýlegum gúmmíum vegna þess að stútar eldri gerða mjaltatækja skera göt á gúmmíið upp við tæki þegar brotið er uppá við ásetu. Allt óþarfa innsog fjóslofts- ins við mjaltir vegna ólags við ásetu tækjana hefur sömu áhrif. þ.e. eykur á hættuna á mengun mjólkurinnar af hitaþolnum gerlum. Munið líka að samkvæmt mjólkureglugerð er bannað að gefa vothey undir mjöltum eða rétt fyrir mjaltir. Kristján Gunnarsson. Ómissandi tæki við búskapinn: Vinnuhesturinn frá JOHN DEERE Diesel Hdmgam SxM \ Fjölnota 4ra eða 6 hjóla tæki. Með drifi á 4 eða 2 hjólum. 18hö, díesel eða bensínmótor. Pallur með allt að 450 kg burði. Dráttarhæfni allt að 636 kg. TVö sæti. Venjulegt stýrishjól. Hringið og fáið upplýsingar 0 ÞÓR HF REYKJAVlK . AKUREYRI REYKJAVlK: Armúla 11 - Slmi 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka, Glœsibœjarhreppi - Slmi 461-1070

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.