Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 5. september 2000 BÆNDABLAÐIÐ 17 Til félagsmanna Búnaðarsambands Skagfirðinga. Efni. Kosningar til Búnaðarþings. Stjórn Búnaðarsambands Skagfirðinga hefur ákveðið að kosning fulltrúa á Búnaðarþing, árin 2001,2002 og 2003, fyrir Búnaðarsamband Skagfirðinga fari fram dagana 25. til 30. okt. 2000. Þar sem engir listar til kosninga á umræddum fulltrúum bárust ferfram almenn óbundin kosning með þeim hætti að kjörseðlum verður komið til hlutaðeigandi dagana 23. og 24. október. Kjörseðlum skal skilað til skrifstofu Búnaðarsambands Skagfirðinga, Sæmundargötu 8, Sauðárkróki eigi síðar en fimmtudaginn 2. nóvember. Séu kjörseðlar póstlagðir skal það gert eigi síðar en 31. október og sendir til skrifstofu Búnaðarsambands Skagfirðinga Sæmundargötu 8, 550 Sauðárkrókur. Talning atkvæða fer fram föstudaginn 3. nóvember. Kjörskrá er til staðar á skrifstofu Búnaðarsambandsins. Þetta tilkynnist hér með. Sauðárkróki, 16/8 2000 F. h. stjórnar Búnaðarsambands Skagfirðinga. Egill Bjarnason LANDBUNADARVORUR - VARAHLUTIR lAWIð ÉNf* Fjar-ogsvinavog Elektrónískur siafaskjár meðendurhleklu rafhlöÉm, hleftlutækl fylglr. Auielt fyrlr einn mann aðvigta Rúllubaggatape Sterktog endingargott Mikil teygja Vinnuvélasæti meðoftpúÉm, Úrval af drykkjarketum vandadiœa JRMHB géÉveri ÆKgmmm MmSWwí \ igjjjg H . 'k £ Fóirker 11,5 lítra i Kárason Stýrisendarog Kúplingsvarahlutir ábetraverd Faxateni 14-108 Reykjavik • Box 8836, 128 Reykjavík • Sími 588 9375 - Fax 588 9376 • GSM 863 3226 - E-Mail pk@binet.is Auður Arnliúrs- I * ■■■ Uw w w dothr i nam i faraldsfræði Auður Arnþórsdóttir, dýra- læknir júgursjúkdóma, á Hvanneyri hefur fengið eins árs leyfi frá störfum til þess að stunda mastersnám í faralds- fræði við London School of Hygiene and Tropical Medi- cine, sem er hluti af University of London. Auður fer utan síðar í mánuðinum. „Þetta er mjög spennandi,“ sagði Auður í stuttu spjalli við Bændablaðið, „og ég vona að þetta nám eigi eftir að nýtast vel, en enginn íslenskur dýra- læknir er með framhalds- menntun á þessu sviði.“ Faraldsfræði fjallar um út- breiðslu sjúkdóma og hvemig er hægt er að hefta þá. Hita- sóttin sem kom upp í fyrra í hrossum er gott dæmi um verkefni sérfræðinga á þessu sviði, en ytra eru margir sjúk- dómar sem gætu borist hingað til lands. Þá geta faraldsfræði- legar aðferðir verið nytsam- legar í baráttunni við ýmsa sjúkdóma, sem eru þekktir hér á landi svo sem júgurbólgu. „Jú, ég kem aftur,“ sagði Auður „en meðan ég er í leyfi munu ýmsir sinna mínu starfi.“ Auður hefur gegnt stöðu dýra- læknis júgursjúkdóma frá 1. febrúar 1996. Hún lauk em- bættisprófi í dýralækningum frá Dýralæknaháskóla Noregs árið 1989. Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir. hifur fehið oihli Þann 1. ágúst sl tók gildi ný reglugerð nr. 539/2000 um heim- ildir dýralækna til að ávísa lyfj- um. Sambærileg ákvæði voru áður í reglugerð nr. 421/1988 um gerð lyfseðla og ávísun lyfja, af- greiðslu þeirra og merkingu. Reglugerð 421/1988 verður áfram í gildi, nema gr. 22 - 28, sem fjölluðu um ávísanir dýralækna. Reglugerð þessi er gefm út af Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu sem fer með yfirstjóm lyfjamála og er að endurskoða lög og reglugerðir í málaflokknum. Notkun sýklalyfja. Miðað við eldri ákvæði þá hafa orðið talsverðar breytingar með til- komu nýju reglugerðarinnar og má þar helst telja ákvæði vegna ávísana á sýklalyf. Undirbúningur að nýju reglu- gerðinni hefur staðið í talsverðan tíma og segja má að reglugerðin í endanlegri mynd endurspegli breytt viðhorf hvað varðar nauðsyn þess að umgangast öll lyf og þá ekki síst sýklalyfin með meiri varúð en tíðkast hefur. Umræðan um aukningu sýkla- lyfjaónæmis hefur orðið sífellt háværari bæði erlendis sem hérlendis og er talin tengjast rangri, óhóflegri og ófaglegri notk- un þessara lyfja bæði í mönnum og dýmm. Arið 1997 samþykkti Dýralæknafélag íslands ákveðna stefnu fyrir félagsmenn sína varðandi notkun sýklalyfja við júgurbólgu, sem fjallaði um mark- vissari vinnubrögð við skoðun, ákvörðun um meðhöndlun með sýklalyljum, val á sýklalyfjum og um átak gegn ónæmum stofnum. Nýjar hugmyndir bæði erlendis og hérlendis ganga út á að það skuli fara sem sparlegast með sýklalyfin og nýta fyrirbyggjandi úrræði mun betur, svo sem aukið hreinlæti til að komast hjá sýking- um og notkun bóluefna þar sem það á við. Sífellt berast fregnir um aukin vandamál vegna sýkla- lyfjaónæmis og sýkinga af völdum ónæmra baktería, sem hafa borist úr dýrum í menn. Einnig eru kröfur neytenda um hrein matvæli, án lyfjaleifa, mikilvægur þáttur í breyttum viðhorfum til sýklalyfj- anna Einnig má benda á ný viðhorf í dýravernd í þessu sambandi, þ.e.a.s. að það eigi ekki að sprauta dýr nema fullkannað sé að ekki sé hægt að beita öðrum ráðum. I landbúnaði er notkun á sýkla- lyQum mest við meðhöndlun á júgurbólgu. Allir bændur þekkja það að júgurbólgan hefur orðið erfiðari viðureignar með tímanum og er því miður oft ólæknandi. Or- sakir þess eru margar en sú þýðingarmesta er að tíðni júgurbólgu af völdum „Stap- hylococcus aureus“ hefur aukist og sá sýkill verður stöðugt illskeytt- ari. Hann er auk þess í mjög mörgum tilfellum ónæmur fyrir penicillini og stundum einnig öðrum lyfjum. Hjá fólki er ónæmi einnig þekkt vandamál m.a. við eyrnabólgu hjá bömum, lungnabólgu o.fl. I sumum tilfellum svo alvarlegt að engin þekkt sýklalyf vinna á sýkingunum. Til að koma í veg fyrir að ónæmi mynd- ist og breiðist út þarf að viðhafa almennar smit- vamir og rétta, hóflega notkun á sýklalyljum. Bændur og dýralæknar bera mikla ábyrgð á að hindra útbreiðslu lyfjaónæmis. Rétt, markviss og hófleg notkun á sýklalyfjum em lykilatriði Á' hvað þetta varðar. Það er því með ofangreind sjónarmið í huga, sem ákvæði 17. greinarinn- ar em sett en þau hljóða svo: „Óheimilt er að með- höndla dýr með sýkla- lyfjum nema að undan genginni sjúk- dómsgreiningu dýralæknis og skal um árabil meira og minna fram- fylgt með góðum árangri þeim reglum sem fram koma í 1. máls- grein ofangreindrar reglugerðar- greinar. Það er mat margra bænda á þessum svæðum að til lengri tíma litið þá skili þetta ákveðna aðhald í lyfjamálum sér í minni dýralæknakostnaði, heilbrigðari kúm og lægri frumutölu mjólkur. Önnur lyf. I reglugerðinni er einnig gerður munur á hvaða lyf má bara nota í gæludýr en ekki í afurðagefandi dýr, til að forðast eins og hægt er að hættu- leg- . .i:(/ijiiijjii,iiiLíiiufi5Ui<lani.fniJiilii. (aiu'.; aL iiýil ■ tiuiui. aJÍií.oi. ia.j.íifnuil uii dýralæknir sjálfur hefja meðferðina, þegar um búfé er að ræða. Þó er heimilt, að undangenginni sjúkdómsgreiningu dýra- læknis, að hefja notkun sýkla- lyfjablandaðs fóðurs og sýklalyfja til blöndunar í drykkjarvatn, án þess dýralæknir hefji meðferðina. Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 1. mgr. er yfirdýralækni heimilt, að veita dýralækni undanþágu frá kröfu um að hann hefji sjálfur sýklalyfjameðferð á búfé þar sem landfræðilegir staðhættir, veðurfar eða aðrar ytri aðstæður hindra dýralækni í að hefja meðferðina." Þess má geta, að á nokkrum stöðum á landinu hafa dýralæknar n»5giiiúa3§j£;iííi tí ar lyfjal- eifar geti borist með matvælum í fólk. Einnig er í 16. grein tekið fram að ýmis lyf sem áður fengust í lausasölu fást nú aðeins með lyfjaávísun dýralæknis og má þar benda á ormalyf til hjarð- meðhöndlunar. Með þessu móti á að tryggja að upplýsingar um útskolunartíma lyfjanna komist til búfjáreigandanna í því skyni að forðast hugsanlegar lyfjaleifar. Þetta á einnig að stuðla að trúverðugri vottun lífrænna afurða. Það er því með ofangreind markmið í huga sem nýja reglu- gerðin er sett og mikilvægt er fyrir dýraeigendur jafnt sem dýralækna, sem verða að framfylgja reglu- gerðinni að framkvæmd hennar takist sem best. Ymsar fleiri breytingar hafa verið gerðar vegna ávísana dýra- lyfja og þeir sem vilja afla sér nánari upplýsinga eru beðnir um að snúa sér til síns dýralæknis og/eða næsta héraðsdýralæknis. Einnig má nálgast reglugerðina á heimasíðu Lyfjaeftirlits ríkisins á slóðinni http://www.ler.is ? .'.cjöbnijgiijánig Jinifijiiiittitt'

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.