Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 18
18 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 5. september 2000 Sigurður Sigurðarson dýralæknir, Keldum Er meðferð ð dýrum hér é landi nógu gnð? Oft berast frá almenningi fyrir- spumir, athugasemdir og ásakanir varðandi brot á búfjárhaldslögum og dýravemdarlögum. Að jafnaði fæ ég sjálfur um 100 mál af þessu tagi á hveiju ári, misjafnlega alvar- leg þó. Flestar ábendingar em bomar fram af einlægum hug og með velferð dýra í huga. Stöku sinnum er verið að segja frá alvar- legum brotum, sem kunna að hafa staðið árum saman þar sem dýr em vanfóðmð og vanhirt og jafnvel farið illa með þau að flestu leyti. Einstaka sinnum er um misskiln- ing að ræða. Athugasemd eða ásökun kann að vera færð í stílinn eða jafnvel sett fram af óvild. Því miður er þó einhver fótur fyrir flestum ábendinganna og ástæða til afskipta af dýrahaldi viðkom- andi manna. Allir hafa skyldu til að láta vita um illa meðferð á dýrum. Ég hef skipt mér af þessum málum sem fulltrúi yfirdýralæknis og vegna þess að það er borgaraleg skylda mín. Það er reyndar skylda allra manna að láta sig varða vel- ferð dýra. Það er þó ekki nóg að tala um hana við eldhússborðið. Tvenn lög taka á þessu. I lögum um dýravemd nr. 15/1994 er ótvírætt ákvæði í 18. gr. um skyldu allra manna til að segja eftir- litsaðilum grun sinn um að meðferð á dýrum brjóti í bága við lög. Þeir skulu hafa samband við lögreglu, héraðsdýralækni, búíjár- eftirlitsmann eða dýravemdarráð. Þessum eftirlitsaðilum ber þá að bregðast fljótt og vel við, hvort heldur sem ábendingin er munnleg eða skrifleg. Héraðsdýralæknir eða fulltrúi dýravemdarráðs, annar hvor þeirra eða báðir saman, geta kvatt lögreglu með sér til að kanna aðstæður og aðbúnað dýra hvar sem er í umdæminu. Dómsúrskurð þarf til að fara inn í íbúðarhús eða útihús í þessum tilgangi án samþykkis eiganda nema grunur sé um alvarleg brot gegn dýravernd- arlögum. Þá getur lögregla fyrir- varalaust tekið dýr úr vörslu eig- anda eða umsjónarmanns. Sam- kvæmt lögum um búfjárhald, forðagæslu o.fl. nr. 46/1991 11. gr. er það sömuleiðis skylda allra, sem telja að meðferð á skepnum brjóti í bága við lög eða reglur, að leita til héraðsdýralæknis. Héraðsdýra- lækni er þá skylt í samráði við yf- irdýralækni og innan tveggja sólar- hringa að meta ástand skepnanna og aðstæður á staðnum í samráði við eða ásamt trúnaðarmanni búnaðarsambands og gefa búfjár- eiganda fyrirmæli um ráðstafanir ef nauðsynlegt er. Veita skal mest einnar viku frest til úrbóta undir eftirliti. Menn eru hrœddir við að kœra. Það er skiljanlegt, að menn hiki við að skipta sér af illri meðferð dýra, einkum þegar í hlut eiga nágrannar, kunningjar eða skyldulið. Oftar en ekki er sagt við mig, að þetta sé ekki kæra, heldur rökstuddur grunur og óskað er athugunar á því hvort til- tekin meðferð á dýrum sé nógu góð, standist dýravemdarlög eða lög um búijárhald. Oftast er óskað nafn- leyndar. Ég virði alltaf slíkar óskir. Ég læt slík mál aldrei liggja hjá mér og hef það fyrir reglu að vísa aldrei neinum ábendingum á bug. Ég kem þeim áfram til eftirlitsaðila helst samdægurs og óska athugunar. Mikilvægt er að hreinsa saklausa menn sem allra fyrst af íllu umtali. Málið fellur niður, ef ábending reynist ástæðulaus og sómi þeirra ákærðu er meiri en áður, því að oft hefur íllur orðrómur staðið um skeið áður en látið er vita. Mikilvægast er þó að bjarga dýrum sem líða fyrir vanrækslu eða vankunnáttu eigenda og umráðamanna. Það verður best gert með því að kanna aðstæður strax af til þess bærum aðilum. Venjulega hef ég fyrst samband við héraðsdýralækni og trúnaðarmann búnaðarsambands (ráðunaut), spyr þá álits og bið þá um að kanna ástandið strax. Afskipti héraðsdýralæknis og trúnaðarmanns hafa nær alltaf áhrif til bóta, en oft sækir í sama horfið ef eftirfylgni vantar. Ekki er nauðsynlegt að breyta lögum, heldur fylgja lið fyrir lið þeim sem gilda. Það er smánarblettur á okkur, sem búum í yndislegu landi og höfum viðunandi afkomu flest, að skepn- ur skuli búa við illa meðferð svo víða sem raun er. Sömu aðilar eru stöðugt til vandræða, jafnvel árum saman, og sverta ímynd bænda- stéttarinnar og annarra dýraeig- enda. Gallinn er sá, að oft er seint brugðist við og eftirlitið er of lítið með stöðum þar sem úrbóta er þörf. Ekki er nauðsynlegt að breyta lögum eða reglum þótt æskilegt sé að samræma orðalag, heldur fylgja lögunum nákvæm- lega lið fyrir lið. Lagaákvæðin virðast að mestu leyti skýr og gefa eftirlitsaðilum möguleika á að rétta hlut dýra sem búa við óviðunandi meðferð. Hér er fyrst og fremst þörf á meiri árvekni þeirra og betri eftirfylgni en hingað til og að uppgötvað sé í tæka tíð þegar stefnir í óefni. Það er einsdæmi held ég og til eftir- breytni að einn sveitarstjóri óskaði s.l. vetur aðstoðar yftrdýralæknis við þennan málaflokk varðandi eftirlit og eftirfylgni. Því var sinnt eins ítarlega og unnt var en von- andi verður hægt að gera betur eft- irleiðis, ef tilefni er til og óskað verður. Huga þarf að því, hvort ekki væri rétt að efna til nám- skeiða fyrir eftirlitsaðila til að samræma mat þeirra og bæta eftir- litið. Oft hefur vantað hvatningu, leiðbeiningar og stuðning ofan frá og samræmingu á yfirstjóm. Land- búnaðarráðherra hefur nú lýst vilja sínum um ódeig viðbrögð og úrbætur til að hreinsa þennan blett af bændastéttinni og öðrum búfjáreigendum. Hafí hann þökk fyrir það. Sumir eru óhœfir til að annast dýr. Ég fullyrði, að hér og hvar um landið, bæði í sveit og þéttbýli, eru menn sem ekki eru til þess hæfir að hafa dýr. Því miður hefja ýmsir sveitabúskap eða fá sér dýr í þéttbýli nú á dögum sem em reynslulitlir eða reynslulausir og hafa ekki sinnu á að afla sér nauðsynlegrar þekkingar. Þeir hafa sumir ekki haft dýr áður eða verið í sveit og valda því ekki að fóðra og hirða um skepnur. Nú er í ráði að gera það leyfisskylt að hefja dýrahald. Ég tel að ganga þurfi lengra og gera leyfi skilyrði fyrir dýrahaldi allra, líka þeirra sem nú hafa dýr. Auðvelt væri fyr- ir flesta að fá leyfi en nokkrir myndu detta út, sem ekki reyndust valda því að hugsa um dýr eða vildu ekki bæta meðferð dýra sinna samkvæmt ráðleggingum. Leyfið þarf að vera auðvelt að fella úr gildi hjá þeim, sem ekki standa sig. Annars hverfur ekki með öllu sú óhæfa, sem viðgengist hefur, þótt margir muni sjá að sér með virku aðhaldi. Þeir sem ekki bæta ráð sitt verða að fá sér eitt- hvað annað að gera en að hirða um dýr. Margir hika við og segja að ekkert muni hafast út úr afskiptum af þessum málum annað en reiði og óþægindi fyrir þá sjálfa og hæðnisglósur vegna þess að eng- inn styðji þá til að fyigja málinu eftir og koma fram úrbótum, þegar á reynir. Þeir verði sjálfir gerðir að skálkum. Viðhorf manna er sem betur fer að breytast. Stuðningur við fastari tök fer vaxandi. Þeir ófögru atburðir sem gerðust síð- asta vetur og vor eiga sinn þátt í því. Fleirum er farið að skiljast, að dýravemd er áþekk bamavemd. Dýr og böm eiga allt sitt undir öðrum og geta ekki varið sig. Bregðist eftirlitsaðilar þar sem á þarf að halda eiga dýrin engan málsvara. Enginn má þegja við því að menn horfóðri, vanræki eða níðist á dýmm. Hvernig á að koma dýrum til bjargar? Fyrir kemur að eftirlitsaðilar vilji lítið gera. Það er oft vegna þess, að ekkert hefur verið skrifað, málin illa undirbúin og rangt staðið að söfnun upplýsinga og frágangi á kærum. Skylt er að sinna munn- legri beiðni, en auðveldara er að stinga munnlegum athugasemdum undir stól heldur en skriflegum. Það þarf þó ekki að vera erfitt að hafa áhrif, ef menn standa rétt að málum. Vænlegast til árangurs er að afhenda eftirlitsmönn-um, tveimur eða fleiri, skriflega fyrir- spurn eða rökstudda athugasemd um það sem bæta þarf og taka afrit til að geyma. Sé það gert eru litlar líkur á öðru en að þeir taki málið fyrir og það af fullri alvöru, annað væru embættisafglöp og þeir ættu að sjá sóma sinn í því að segja af sér. Þeir sem vilja geta óskað nafn- leyndar. Þá ósk er skylt að virða. Sveitarstjómum er skylt að hafa eftirlit með ásetningi, fóðrun, hirðingu og umönnun búfjár úti sem inni allt árið. Búfjáreftirlits- menn eru fulltrúar þeirra. Stundum er hótað ofsóknum, mönnum verði gert lífið leitt ef þeir segi frá. Mér er kunnugt um slík dæmi s.l. vetur og hvet til að slíkar hótanir séu kærðar strax til lögreglu. Úrbætur fást fyrr, ef fleiri menn þora að láta sig þetta varða. Viðhorfið þarf að breytast. Lögreglu ber að hafa eft- irlit með aðstæðum og aðbúnaði dýra hvar sem er og allir dýralæknar skulu hafa þessi mál í huga hvenær sem er. Héraðs- dýralæknar eiga betra með að meta og taka á þessum málum eftir nýlega skipulagsbreytingu. Sveit- arstjómir, héraðsdýralæknar og lögreglustjórar, þurfa að taka í gjörgæslu þá sem hafa sýnt sig að illri meðferð dýra og knýja þá til að bæta úr, en þó fyrst og fremst að koma dýrunum til bjargar fyrr en seinna, ef eigandur og umráðamenn taka ekki tilsögn. Eftirlitsaðilar, þar á meðal sýslu- menn og lögregla, verða að bregð- ast fljótt og vel við beiðni um aðstoð. Dýravemdarráð hefur lögboðna skyldu til að hafa eftirlit með framkvæmd dýraverndarlaga. (framh. í næsta Bændablaði) Það er skiljanlegt, að menn hiki við að skipta sér afillri meðferð dýra, einkum þegar í hlut eiga nágrannar, kunningjar eða skyld- ulið. Oftar en ekki er sagt við mig, að þetta sé ekki kœra, heldur rökstuddur grunur og óskað er athugunar á því hvort tiltekin meðferð á dýrum sé nógu góð, standist dýraverndarlög eða lög um búfjárhald. Oftast er óskað nafnleyndar. Eg virði alltafslíkar óskir, segir Sigurður Sigurðarson, dýralœknir á Keldum. Fyrri grein.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.