Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 5. september 2000 BÆNDABLAÐIÐ 19 Stefán Vilhjálmsson, kjötmatsformaður Miklu máli skiptir að gót samræming sá á störfum kjðtmatsmanna „Mikilvægt er að sem best takist til um mat á dilkakjöti í kom- andi sláturtíð. Miklu máli skipt- ir fyrir þá sem hlut eiga að máli, innleggjendur og sláturleyfis- hafa, kjötvinnslur og neytendur, að góð samræming sé á störfum kjötmatsmanna. Eg hef orðað það gjarnan svo að kjötmatið, það er fiokkun skrokka, í mis- munandi holdfyllingar- og fitu- flokka, sé vörulýsing. Hún segir til um það í hverskonar vinnslu og síðar söluvöru kjötið hentar. Hún er einnig notuð sem grunn- ur að verðlagningu til bænda og í viðskiptum með kjöt,“ sagði Stefán Vilhjálmsson, kjötmats- formaður í samtali við Bænda- blaðið. Stefán sagði rétt að geta þess að auk kjötmatsformanns störfuðu tveir yfirmatsmenn í haust; Þetta eru þeir Karl Loftsson og Óli Þór Hilmarsson. Auk þess leiðbeinir Andrés Jóhannesson, fyrrverandi kjötmatsformaður og hönnuður nýja fitumælisins, um notkun hans. „Við hittumst í sumarslátrun um miðjan ágúst til að stilla saman strengi. Uttektir voru síðan gerðar á störfum kjötmatsmanna í nokkr- um sláturhúsum þar sem veruleg slátrun fór fram í ágúst. Skipulögð voru námskeið fyrir starfandi kjötmatsmenn. Tvö hafa þegar verið haldin, á Selfossi og Hvammstanga, en það síðasta verður næstkomandi fimmtudag á Fossvöllum í Jökulsárhlíð fyrir matsmenn á Norðaustur- og Aust- urlandi. A námskeiðunum er aðaláhersla lögð á verklega þjálfun. Valdir skrokkar eru skoðaðir til að leggja línumar. Síðan fá matsmenn að æfa sig við holdfyllingarmat og fitumælingar og mat. Námskeiðinu lýkur með AfmælishátfO Búvéla- salnsins á Hvanneyri í ár eru liðin 60 ár frá því Bú- vélasafnið á Hvanneyri var sett á stofn. Þá hét það raunar verk- færasafn. Fyrstu gripirnir bárust safninu í ágúst 1940. Guðmundur Jónsson frá Torfa- læk, þá kennari en síðar skólastjóri á Hvanneyri, var helsti baráttumaður fyrir mál- efnum safnsins, og honum má þakka fyrir björgun ýmissa góðra gripa frá þessum árum. í tilefni tímamótanna var hald- in afmælishátíð Búvélasafnsins laugardaginn 12. ágúst sl. Stærsti hluti hennar var heimsókn Fom- bflaklúbbs Islands sem hélt lands- mót sitt á Hvanneyri um þessa helgi. Sérstakur gestur Búvéla- safnsins á afmælishátíðinn var Sæ- mundur Sigmundsson í Borgamesi sem kom með þrjá fombfla, frá 1927, 1947 og 1957 og sýndi auk þess myndir úr innlendri bflasögu. Alls komu á svæðið um 30 fom- bflar af ýmsum gerðum og ár- göngum, þ.á.m. nokkrir úr Borgar- fjarðarhéraði. Efnt var til hins myndarlegasta hópaksturs um Hvanneyrarstað þar sem fyrir fóm traktorar úr Búvéla- safninu. Erlendur Sigurðsson, vélameistari Búvélasafnsins, stjómaði akstrinum að venju. í Bú- vélasafninu lífguðu handverkskon- ur upp á stemninguna með tó- vinnu, sem gestir tóku m.a. þátt í, og ljúfir harmonikutónar Ingimars Einarssonar flögmðu um sali. Einstök veðurblíða lék við gesti afmælishátíðarinnar á Hvanneyri sem urðu á sjötta hundrað. Búvélasafninu bámst gripir og margar ábendingar um áhugaverða gripi. hæfniskönnun. Þá metur hver 20 skrokka og niðurstöður em skráðar og yfirfarnar líkt og gert er í heimsóknum yfirmatsmanna í sláturhúsi. Vikulega safnað saman niðurstöðum úr kjötmati - Þið verðið væntanlega mikið á ferðinni ísláturtíðinni? „Já, við komum í hvert hús í upphafi sláturtíðar og gerum form- lega úttekt á kjötmati. Við kapp- kostum að fara yfir niðurstöður og ræða þær við kjötmatsmenn og leiðbeina þeim. Komið er að minnsta kosti tvisvar til viðbótar í hvert hús og oftar ef tími gefst til. í samvinnu við Landssamtök slátur- leyfishafa verður vikulega safnað saman niðurstöðum úr kjötmatinu frá einstöku húsum, þ.e. hlutfalls- leg skipting í flokka eftir þyngd og íjölda ásamt meðalvigt í hverjum flokki. Yfirmatið skoðar þessar tölur sem gætu gefíð vísbendingu um brotalöm. Auðvitað eru dag- sveiflur í flokkuninni eftir því hverjir eru að leggja inn. Eins er fé misjafnt á milli svæða. Engu að síður getur þessi upplýsingasöfnun orðið gagnleg og fróðleg," sagði Stefán og bætti því við að hann óskaði kjötmatsmönnum vel- famaðar í starfi í haust. „Þetta er áhugasamur hópur sem vinnur sín störf af bestu samvisku - oft undir álagi - ekki síst þar sem hraðinn er mestur. Ég vonast eftir góðu sam- starfi við þá og sláturleyfishafa." JÖRÐÍ STRANDASÝ SLU 777 sölu helmingur jarðarinnar Hvítárhlíð, Bitrufirði, Strandasýslu, (50 km frá Hólmavík). Um er að ræða land, mannvirki, vélar, bústofn og greiðslumark. Greiðslumark 421,3 ærgildi í sauðfé. Fjárhús fyrir 350 fjár byggð 1973 og flatgryíja2 byggt 1966 og 1988. Bústofn 295 ær. Vélar til rúlluheyskapar. Veiðiréttur í Krossá. Oskað er eftir tilboðum í allar eignirnar eða land og mannvirki Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Ingi Tryggvason hdl., Borgarbraut 61, Borgamesi. s. 437 1700, fax 437 1017. Öbyggðanefnd UPPLÝSiNGARIT Óbyggðanefnd hefur gefið út nýtt upplýsingarit um hlutverk og starfsemi nefndarinnar. í rit- inu er fjallað um atriði eins og hugtakið þjóðlendu, mörk þjóðlendna og eingarlanda, réttindi innan þjóðlendna, málsmeðferð, undirbúning málsaðila og málskostnað. Ritið fæst á skrifstofu óbyggðanefndar, Hverfisgötu 4a í Reykjavík. Síminn er 563 7000, en netfang: postur@ob- yggð.stjr.is Varað viö flárflutning- um m lífs milli baija Flutningur á líffé milli bæja á svæðum þar sem riðuveiki hefur fundist eða fjárskipti farið fram er varasamur með tilliti til útbreiðslu riðuveiki og dregur hættu að ósýktum bæjum. Fé sem leitar til baka eða lendir á flakki getur dreift sýkingu víða. Flutn- ingur á líffé er háður leyfi yfirdýra- læknis auk héraðs- dýralæknis og skylt er að sækja um leyfi slíks. Skorað er á alla góða menn að fylgjast með flutningum af slíku tagi, vara við þeim og til- kynna okkur, ef stöðva þarf slfkt. Nógur er viljinn til að fara á bak við okkur í einstaka tilfell- um og það er satt að segja ekkert einkamál manna að draga smit- sjúkdómahættu yflr aðra fyrir auðfenginn og e.t.v. stundar- gróða sinn. Hvað sem um hugs- anlega hættu af slíkum flutningum má segja er ljóst, að þeir er mjög óheppilegir sem for- dæmi. Best er að hafa sem hreinastar reglur og fylgja þeim eftir. Nýlegt dæmi úr Skagafirði sýnir, að riðuveiki getur hafst ótrúlega lengi við þar sem hún hefur komið upp og gefur það til kynna, að veikin leynist ennþá hér og hvar á gömlum og nýjum riðusvæðum. (Miklibær í Óslandshlíð riða 2000, síðast riða 1982, íjártaka 1985). Vakið er máls á þessu nú vegna smala- mennskna, fjárrags og slátur- tíðar, sem fram undan eru. /Sig- urður Sigurðarson dýralœknir FLATVAGNAR Verð kr 590.000,- með virðisaukaskatti Burðargeta 12 tonn Stærð palls = 2,55x9,0m H. Hauksson ehf. Suðurlandsbraut 48 Sími: 588-1130. Fax. 588-1131. Heimasími: 567-1880

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.