Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 5. september 2000 BÆNDABLAÐIÐ 21 Sýnin mœld fyrr en áður Nú í sumar hefur rannsóknastofa LBH og RALA Keldnaholti unnið að heyefnagreiningum fyrir bændur samkvæmt samstarfs- samningi milli stofnananna. Færst hefur í vöxt að bændur taki sýni við hirðingu í þurrhey eða vothey, eða áður en plastað er í rúllur eða stórbagga. Kostur við að taka sýnin með þessum hætti er fyrst og fremst sá að nákvæmlega er vitað af hvaða fóðri (spildum) sýnin eru og menn losna við að gera göt á plastið eins og gera þarf þegar sýnin eru tekin síðar. Annar kostur er sá að hægt er að færa fram það tímabil sem efnagreiningamar standa yfir, þannig að niðurstöður liggi fyrir strax í byijun hausts. Hins vegar má segja að ókosturinn sé sá að óvissa er hvert verkunar- tapið er, sérstakiega ef verkunin fer eitthvað úrskeiðis. Vinna við þessar greiningar hefur gengið vel í sumar. Borist hafa um 700 sýni þegar þetta er ritað (29.8). Flest sýnin sem borist hafa eru af Suðurlandi, en einnig nokkuð af Vesturlandi og Norður- landi vestra. Af þessum sýnum hafa um 500 sýni þegar verið efna- greind og niðurstöður sendar út til búnaðarsambandanna sem koma þeim áfram til bænda. Sýni af Norðurlandi eystra hafa verið efnagreind á Akureyri. Breytingar á átreikningum próteingilda Við útreikninga á próteingildum AAT (amínosýruframboð) og PBV (próteinjafnvægi) hafa verið notuð föst gildi fyrir niðurbrot á próteini í vömb. Niðurstöður úr rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á tilraunabúinu að Stóra Armóti hafa sýnt að við rúlluverk- un er þetta niðurbrot háð þurrkstigi ,orkustyrk (meltanleika) og próteininnihaldi í fóðrinu (sjá niðurstöður í riti Ráðunautafundar árið 2000; BLÓ ofl. bls. 138-144). Leiðbeiningaþjónustan og rannsóknaaðilar hafa ákveðið að taka þessar nýju niðurstöður inn í útreikninga á niðurbroti á próteini í heyfóðri verkuðu í plast (rúllur og stórbaggar). Notaðir eru áfram fastir stuðlar fyrir niðurbrot á próteini í öðrum heygerðum (60 % fyrir þurrhey 80 % fyrir vothey). Útreikningur á niðurbroti ífóðri verkuðu íplasti er þá eftirfar- andi: Fyrir hirðingarsýni: Niðurbrot próteins %=65,4- 0,55*þurrefni+0,6*meltanleiki. Fyrir sýni úr verkuðu fóðri: Niðurbrot próteins %=63,35- 0,49*þurrefni+0,46*meltan- leiki+0,43 *prótein. Hámark fyrir niðurbrot er sett við 90 % bæði fyrir hiðingarsýni og úr verkuðu fóðri. Þessi gildi eru síðan sett inn í aðalformúluna til að reikna AAT og PBV. Sjá töflu 1. Miðað við eldri útreikninga með föstu niðurbroti hefðu gildin verið 71 fyrir AAT og 27 fyrir PBV. Þetta dæmi hér að ofan er sett fram til að sýna hver áhrifin eru þó aðeins sé breytt þurrefninu. Þetta undirstrikar einnig mikilvægi þess að bændur og ráðunautar gæti þess að ganga þannig frá sýnunum að þau berist alla leið á rannsókna- stofu án þess að þoma í meðförum. Þessu til viðbótar má nefna að af fyrstu 500 sýnunum eru um 90 % sýnanna verkuð í plast, fyrst og fremst rúllur. Fyrstu niðurstöður Eins og áður hefur komið fram em þau sýni sem þegar hafa verið efnagreind og send út fyrst og fremst hirðingarsýni. Af þessum sýnum em aðeins 6 grænfóðursýni sem hér er sleppt í meðaltölum og öðmm útreikningum. Niðurstöður yfir þurrefni, orku, og próteingildi er birt í töflu 2. Á töflunni sést að meðaltali er þurrefni ríflega 60 % sem er þurr- ara en oft áður. Þetta meðaltal sýnir að verulegur hluti sýna eða nærri helmingur hefur gildi frá 23,8 til 60 þar sem þurrefni og flest önnur efni hafa svokallaða normaldreifmgu og miðgildi oft nærri meðaltalinu. Hinn hluti sýnanna hefur því þurrefni frá 60% og upp í 90%. Meðaltöl fyrir orku- gildi og prótein sýna, að jafnaði em heyin góð eins og vænta má eftir gott sumar. Reikna má samt með að þessi meðaltöl lækki lítil- lega þar sem sýni af heyjum sem ekki em snemmslegin em væntan- lega aftar í röðinni við efnagrein- ingamar. Niðurstöður steinefna má sjá í töflu 3. Meðaltal fyrir öll sýni af fyrri slætti sýna að magn steinefna og hlutföll milli þeirra er gott. Ástæða er samt til að benda á vem- lega dreifingu í efnamagni þannig að margir bændur hljóta að vera í vandræðum þar sem magn og hlutföll steinefna em óeðlileg. Ekki er á þessu stigi ástæða til að flokka þetta eftir hémðum eða landshlutum þar sem efnagreining- ar standa yfir og einnig er misjafnt hve mikill hluti sýna frá hverju svæði hefur skilað sér. Einnig skal taka skýrt fram að slík meðaltöl skal túlka með fyrirvara og ekki ætluð til annars en að lýsa stöðunni í heild, en alls ekki til að heimfæra upp á einstaka aðstæður. Þeim sem eiga eftir að taka sýni er bent á að allar upplýsingar um sýnatöku og skráningu upp- lýsinga er að finna í Bændablaðinu í sumar 12. tbl. bls. 5. Tryggvi Eiríksson Ejólfur K. Örnólfsson Linda Gjörlihagen Tafla 1 Dæmi um útreikning á AAT (g/kg þurrrefnis) og PBV í verkuðu heyi eftir framangreindum forsendum, þar sem aðeins er breyting á þurrefni: AAT PBV Þurrefni 25 % Meltanleiki 72 % Prótein 15 % 63 42 Þurrefni 50 % Meltanleiki 72 % Prótein 15 % 70 29 Þurrefni 75 % Meltanleiki 72 % Prótein 15 % 81 8 Tafla 2 Meðaltal fyrir þurrefni, meltanleika, og prótein og útreiknuð orku- og próteingildi. Niðurstöður fyrir 494 fyrstu hirðingarsýni árið 2000. FEm og próteingildi grömm í kílói þurrefnis. Þurrefni Meltanl. (%) FEm íkg Prótein AAT PBV (g/kg) (%) (g/kg) (g/kg) Meðaltal 60,5 71,3 0,82 152 75,0 21,8 Hámark 89,9 81 0,96 219 95 106 Lámark 23,8 58 0,62 78 62 -45 Tafla 3 Meðaltöl fyrir steinefni 494 fyrstu hirðingarsýnanna. Grömm í kg þurrefnis. CaP P Mg K Na (g/kg) (g/kg) (g/kg) (g/kg) (g/kg) Meðaltal 3,75 3,42 2,22 17,82 1,13 Hámark 7,4 5,8 5,7 32,1 6,1 Lámark 1,6 1,7 0,9 6,9 <0,01 Mikilvægur tími er framundan í mjólkurframleiðslunni. Margar kýr bera og fjöldi 1. kálfs kvígna er að koma inn í framleiðslu. Mikil umskipti verða í fóðrun, frá beit til innifóðrunar. Beitartími sólarhringsins styttist, næringar- gildi beitargrasa fellur hratt og tíðarfar fer kólnandi. Tímabil sérstakra álagsgreiðslna á mjólk (c-greiðsla) er framundan. Fyrir afkomu kúabóndans getur skipt miklu hvemig til tekst að vinna úr þessum þáttum með hagkvæmni í huga. Á síðustu vikunum fyrir og fyrstu eftir burðinn ræðst hver útkoma mjaltaskeiðsins verður, að því er varðar nyt, efnamagn í mjólk, heilsufar og fijósemi. Haustið er tími fóðurbreyt- inga. Til að nýta álagsgreiðslum- ar reyna framleiðendur að stilla burð kúnna inn á haustmánuðina. Síðsumarið er ekki auðveldasti tíminn til að undirbúa 1. kálfs kvígumar á meðan þær eru enn á beit og fóðummskiptin verða. Eftir að mjólkurframleiðslan jafnaðist á árið eins mikið og nú er orðið, er ástæða til að endur- meta forsendumar og þá einkum hvort núverandi greiðslutímabil hentar (sameiginlegum) hags- munum framleiðenda og mjólkur- iðnaðarins best. Sameiginlegir hagsmunir þessara aðila gagnvart sölu og markaði þurfa að ráða hér. Margt bendir til að stýring burðartíma kúnna á haustmánuð- ina hafi leitt til þess að meðalald- ur kvígna við burð hefur hækkað en það veldur aftur óhagræði, - meiri uppeldiskostnaði og hærri framleiðslukostnaði á mjólk. Haustbærar kýr og kvígur þurfa sérstaka aðlögun að fóður- breytingunni. Þetta gildir bæði kvígna fyrir burö um örvemflóm vambarinnar, sem þarf að aðlagast breyttu fóðri og annarskonar fóðursamsetningu (orkuríkara fóður) en ekki síður um uppbyggingu vambarsep- anna á innra yfirborði vam- bar og kepps sem þurfa að þroskast og vaxa til að- lögunar að stórauknu frá- sogi orku og næringar úr fóðrinu. Ónógur aðlög- unartími vambarveggar- ins að breyttu fóðri get- ur leitt til þess að melt- ingarstarfsemin í vömb fylgi ekki eftir því stóraukna álagi sem hún þarf að rísa undir fyrstu daga eftir burð. Eðlilega löng geldstaða og nauðsyn- leg endumppbygging vefja í júgrinu em þættir sem skipta máli. Það ætti að vera regla að byrja fyrstu dagana í september að gefa kúnum það gróffóður sem þær eiga væntanlega að fá á inn- istöðunni. Eftir að sá tími er kominn geta veðrabrigði snögg- lega tekið fyrir eða hindrað beit og því er ráðlegt að byija fóðuraðlögun í tíma. Það færist hinsvegar í vöxt, m. a. í kjölfar síaukinnar rúllubaggaverkunar, að kýmar hafi aðgang að verkuðu gróffóðri með beit jafnvel allt sum- arið. Því lakari sem háar- eða grænfóður- beitin er því fyrr þarf aðlögunin að byija. Fyrstu niðurstöðutölur fóðurgildismælinga á gróffóðri benda til þess að í ár séu heygæði, sér- staklega að því er varðar orku með því hæsta sem gerist hér á landi. Kvígumar þurfa ekki eingöngu aðlögun að fóðri og aukinni fóðummsetningu, heldur einnig félagslega aðlögun að nýju umhverfi, öðmm gripum svo og aukinni umgengni við fólk. Því er mikilvægt að kvígumar gangi með mjólkurkúnum t. a. m. síðustu 2-3 vikurnar fyrir burð til þess að venjast þessum nýju, breyttu aðstæðum. Auk þess má ætla að kvígumar hafi aðeins fengið gróffóður eða beit á meðgöngunni þannig að eðlilega löng aðlögun að kjamfóðri er nauðsynleg. Steinefni og vítamín í kjarnfóðrinu stuðla einnig að því að treysta nauðsynlegt magn þess- ara efna fyrir og um burðinn, en mjólkurmyndunin kallar eftir miklu magni af kalki. Nýlegar rannsóknir í Finn- landi og Danmörku benda til þess að frekar sterkt eldi kvígna síðustu þrjá mánuðina fyrir burð hafi töluverð og jákvæð áhrif á nyt þeirra á fyrsta mjólkurskeiði (Nyt om KvægForskning, nr. 3. 2. árgang, juni 2000; www.kfc-fo- ulum.dk). Á hinn bóginn hafði eldi á fyrri hluta meðgöngunnar lítil sem engin áhrif. Eldisstyrkur rétt fyrir burð verður þó að taka mið af þroska þeirra og holdafari. Feitar kýr em lystarminni og óduglegri við gróffóðurát en kýr í meðalholdum og magrar, sérstak- lega fyrir og fyrst eftir burð. Feit- um kúm er hættara við meltingar- kvillum og misgengi í efnaskipt- um við aukið álag fyrst eftir burðinn en því getur fylgt aukin tíðni kvilla (súrdoði, doði, súr vömb) og fijósemisvandamál. Skömmu fyrir burð er ekki ráðlegt að megra feitar kýr, en þær holdskörpu má hinsvegar bata með orkuríkara fóðri. Þess verður þó að gæta að haga eldi gripanna þannig fyrir burð að ekki valdi óeðlilega miklum fóstuvexti og þar með aukinni hættu á burðar- erfiðleikum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.