Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 05.09.2000, Blaðsíða 22
22 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 5. september 2000 7*949kr - www.aukaraf.is Skeifan 4 • Sími 585 OMC-heyskerar á mjög hagstæðu verði. □RKUTÆKNI f (JV Sími 587-6065 RMuveiki finnsti ný nustan valna i SkagaM Riðuveiki var staðfest í 2ja vetra kind frá bænum Miklabæ í Óslandshlíð um mánaðamótin síðustu. Þetta er annar bærinn á þessu ári sem riða finnst á. Hinn bærinn er S-Kolugil í Víðidal. Á síðasta ári fannst riðuv- eiki einnig á 2 bæjum, Vatnshóli á Vatnsnesi og Lóni í Kelduhverfi. Á Miklabæ er lítið sauðfjárbú. Síðasta vetur var 61 kind á fóðrum þar. Riðuveiki hefur ekki fundist á þessum slóðum síðan 1991. Ekki er nein augljós smitleið til bæjar- ins nú. Fargað verður öllu fé á bænum svo fljótt sem unnt er eftir að samningar hafa verið gerðir. Riðuveiki hefur áður fundist á þessum bæ. Haustið 1982 var fargað öllu fé á bænum vegna riðuveiki og fé tekið aftur 1985 eftir 3ja ára fjárleysi. Þá hafði bóndinn byggt ný fjárhús nokkuð frá bænum og hafði allt féð þar að vetrinum næstu árin. Gömul fjárhús voru heima við bæ en voru ekki notuð fyrir fé í meira en hálfan annan áratug. Þau munu þó hafa verið hreinsuð eins og til var ætlast, en það hefur sjálfsagt ekki verið auðvelt að gera tryggilega. Féð á þessum bæ gengur að sumri í fjallinu ofan við bæinn. Samgangur við grannbæi hefur verið mjög lítill. Sigurður Sigurðarson dýralœknir FJÓSVÉLIN Sauðfjárbændur: Liklega verða seld 30-33 þús. ærgildi Líkur eru á að allmargir bændur muni selja greiðslu- mark sitt í samræmi við ákvæði í sauðfjársamningnum sem sam- þykktur var í vor. Þetta er þó misjafnt eftir landssvæðum að sögn Sigurgeirs Þorgeirssonar framkvæmdastjóra BI. Sigurgeir segir að búnaðar- samböndin hafi verið beðin um mat á því hvað líklegt væri að sal- an yrði mikil í haust. „Með öllum fyrirvörum giskum við á að heild- arsalan geti orðið 30-33 þús. ærgildi. Eg veit hins vegar ekki hversu margir standa að baki þeirri sölu.“ Sigurgeir segir einnig ljóst að salan verði misjöfn eftir héruðum. „Það stefnir í að hún verði hlut- fallslega mest í Eyjafirði, kannski allt að 14%. Það er umtalsverð hreyfing líka á Vesturlandi. I öðrum héruðum á borð við Vestf- irði, Strandasýslu og Austur- Húnavatnssýslu virðist salan hins vegar vera mjög lítil.“ Sigurgeir segir þó að margir óvissuþættir séu enn fyrir hendi, margir eigi eflaust enn eftir að taka ákvörðun auk þess sem ekki sé sjálfgefið að menn selji greiðslu- mark þó að þeir hafi fengið samn- ingseyðublöð þess efnis. Samkvæmt sauðfjársamningnum verður frjálst framsal greiðslu- marks leyft þegar búið er að kaupa upp 45 þús. ærgildi, en þó ekki síðar en 1. janúar 2004. Ólíklegt er að sú sala náist í haust. Einnig rakstrarvélar, plógar, jarðtætarar og sturtuvagnar ORKUTÆ KNI Hyrjarhöfða 3 112 Reykjavík Sími 587 6065 Cstgr.J Hentar einnig í veiðina, út í fjárhús eða út á tún, í grenjaleit, á milli sleða eða fjórhjóla eða - bara nefndu það. • Draga 3-5 km • Þyngd aðeins i20g • Einfaldar (2 takkar) (Rauns^rÐ) • Góð reynsla hérlendis • Útsölustaðir um allt land Notaðar dráttarvélar Valmet 900 4x4 árg. ‘98. Trima tæki og frambúnaður. Valmet 865 4x4 árg. ‘97. Trimatæki og skriðgír. Case 795 2x4 árg. ‘91. Vetotæki. Case 4230 4x4 árg. ‘96. Vetotæki. G.SKAPTASON S CO. Tunguháls 5 - 577 2770

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.