Bændablaðið - 19.09.2000, Síða 1

Bændablaðið - 19.09.2000, Síða 1
15. tölublað 6. árgangur Þriðjudagur 19. september 2000 ISSN 1025-5621 Getur verið að jarðskjálftarnir í júní hafí haft neikvæð áhrif á kartöfíusprettu á Suðurlandi? „Við erum að velta þessu fyrir okkur, kartöflubændur, en sprettan er ekki í samræmi við tíðarfarið, „sagði Guðni Guð- mundsson, kartöfíubóndi á Borg blaðið. Guðni gerir ráð fyrir að taka upp um 500 tonn í haust. Hann ræktar kartöflur á um 45 hekturum. Guðni sagði það mögulegt að rætur jurtanna hefðu skemmst við jarðskálftana sem svo sannarlega setti sitt mark á mannlíf á þessum kjölfar jarðskjálftanna varð lítil framför í kartöflunum," sagði Guðni. Vel hefur gengið að taka upp kartöflur að undanfömu, en þó sagði Guðni að rigningar hefðu táfið ögn fyrir. Guðni Guðmundsson, kartöflu- bóndi á borg í Þykkvabæ. í Þykkvabæ 1 samtali við Bænda- slóðum. „Eg tok eftir þvi að 1 •l.*. n 4».u*aM9!p <*■ ~ t.t * xn >***+-*■■**■•■■*Ai»awiaMta<£t(intab«* *• « *. &>> * * *•/>>. Grunnskólum í hðíuð- borginni bofiifi að lá bónda í heimsókn Síðast liðinn vetur bauð Upplýs- ingaþjónusta landbúnaðarins í samvinnu við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur grunnskólanemum í 7. - 10. bekk upp á kynningu á landbúnaði hér á landi og nefnd- ist verkefnið „Dagur með bónda.“ Þar sem verkefnið þótti takast einkar vel og hlaut góðar undirtektir, jafnt hjá nemend- um sem kennurum, var afráðið að halda því áfram í vetur og hefur Útgáfu- og kynningarsviðs Bændasamtaka íslands tekið við umsjón þess af Upplýsingaþjón- ustunni. „Dagur með bónda“ er nýstárleg leið til að kynna grunnskólabömum landbúnað og hefur gefið góða raun í Danmörku. Kynningin fer þannig fram að starfandi bóndi heimsækir nem- endur í skólann og veitir þeim innsýn í sín daglegu störf með kynningu á sjálfum sér og þeirri tegund búskapar sem hann stund- ar. Með persónulegri nálgun leiðir bóndinn nemendur um heim landbúnaðarins og útskýrir fyrir þeim ýmis tæki og efni sem notuð eru við sveitastörfín, sýnir þeim myndabandsupptökur og ljós- myndir frá bæ sínum og leggur fyrir þau margvísleg verkefni. Lögð er áhersla á að kynna börn- unum eftirfarandi atriði: Hvar landbúnaður er stundaður, hvað búgrein er, hverjir stundi land- búnað, hvemig störfin eru, hvaða áhöld eru notuð, hvaða störf eru í landbúnaði, jurtategundir og dýra- tegundir. Undirbúningur að kynningum vetursins er hafinn og innan skamms mun grunnskólum á Stór - Reykjavíkursvæðinu verða send kynningarbréf og boðin þátttaka í „Degi með bónda.“ Ef vel tekst til munu kynningarnar einnig fara í skóla úti á landsbyggðinni en þá ekki fyrr en eftir áramót. Nú þegar er búið að fá fjóra starfandi bændur til samstarfs við kynning- arnar og þarf að ráða fleiri til að koma til móts við mikla eftirspurn í grunnskölunum. Nánari upplýs- ingar um kynningarnar má fá hjá Heiðu Björku Sturludóttur á Útgáfu- og kynningarsviði Bænda- samtaka Islands. Leita út lypjp landsteina að starfslki Nokkuð hefur borið á að bændur eigi í erfiðleikum með að ráða íslenskt starfsfólk á bú sín enda atvinnuástand gott um þcssar mundir og mikil eftir- spurn eftir fólki. Bændur sem blaðið hefur rætt við segja eina ráðið að fara út fyrir landsteinana í leit að fólki. For- svarsmenn Nínukots og EES- Viunumiðlunar taka í sama streng. „Við leggjum auglýsingar inn í sameiginlegan gagnagrunn vinnu- miðlana á evrópska efnahags- svæðinu og þær birtast svo á netinu," segir Jón S. Karlsson, forsvarsmaður EES-vinnumiðlun- ar sem er rekin af Vinnumála- stofnun. Jón segir mesta svörun vera við þeim auglýsingum um landbúnaðarstörf sem eingöngu er tengd hestum, en þar er framboð oft meira en eftirspurn. Hann segir það hins vegar hafa gengið vonum framar undanfarið að fylla störf við kúa- og sauðfjárbúskap. „Það eru jafnvel dæmi um það að aðeins hafi tekið 1-2 daga að ráða starfskraft þó að sumir séu seinni til.“ Ekkert gjald er tekið fyrir þessa þjónustu hjá vinnumiðlun- inni þar sem hún er hluti af opinberu vinnumiðlunarkerfi. Nínukot hefur um nokkurra ára skeið starfrækt ráðningarþjónustu fyrir bændur. Svanborg Eygló Oskarsdóttir starfsmaður þar segir að vel hafi gengið að ráða í stöður en þó hafi mestmegnis verið ráðnir útlendingar. „Islendingar fást ekki til að vinna þessi störf á meðan nægt framboð er af atvinnu í þéttbýli," segir hún. Hún segir fjöldi ráðninga vera svipaðan nú og í fyrra. „Það hefur ekkert síður gengið að ráða í stöður á kúabú en í hrossarækt þannig að þetta hefur gengið vel. Bændur hafa ekki kvartað yfir því að fá ekki fólk til starfa,“ segir hún. '

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.