Bændablaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 19. september 2000 engin venjuleg kjr Hjá fóðursviði Rala er nú í eldi kýr sem á sér engan sinn líka hérlendis, og þótt víðar væri leitað. Hún er úr plasti, gleri og járni og fengi vafalaust ekki háan byggingardóm eftir hefðbundnum skala. Þó er hún mjög fríð og fögur eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Hún hefur þá sérstöðu að hafa heilar átta vam- bir (úr gleri), og tekur þar kyn- systrum sínum mjög fram. Með því að taka gor úr vömb maga- opskúa á Stóra-Armóti og setja það í glervambirnar má koma af stað þar meltingu sem er mjög sambærileg við það sem gerist í venjulegum kýrvömbum. Það eru jú örverur sem standa fyrir þeirri meltingu eða öllu heldur gerjun sem á sér stað í vömbinni, og sé þeim búið rétt umhverfi utan kýrinnar halda þær áfram sínum starfa. Glervambirnar eru fóðraðar eftir þörfum með heyi og kjamfóðri og sérstakri saltupp- lausn dælt inn stöðugt til að halda sýrustigi og fleiri umhverf- isþáttum sem líkustum því sem er í kýrvömbinni. Innihaldi gler- vambanna er stöðugt dælt í hringi til að viðhalda hæfilegri blöndun vökva og fastra efna. Þessi kýr eða öllu heldur vambarhermir hefur hlotið nafnið Huppa í höfuðið á mestu ættmóður íslenska kúastofnsins, Huppu frá Kluftum. Sú sem hér er frá sagt hefur þó ekkert í ættmóðurina að gera hvað nyt varðar, þar sem ekki hefur enn tekist að fá úr henni mjólkurdropa. Það stendur raunar ekki til, þar sem megintil- gangur vambarhermisins Huppu í lífinu er að melta fóður. Þar sem vambirnar eru átta, má bera sam- an átta fóðurtegundir, eða öllu heldur fóðursamsetningar í einu. Hver tilraun er venjulega keyrð í 2x10 daga. Mældur er meltan- leiki fóðursins, myndun á örver- upróteini, og magn og innbyrðis hlutföll einstakra fitusýra sem verða til við gerjunina í vömbinni og nýtast kúnni (þ.e. venjulegum kúm) við framleiðslu á mjólk og öðrum afurðum. Magn og sam- setning þessara gerjunarafurða hefur mikið um afurðamyndunina að segja. Eitt af fyrstu verkefnum Huppu verður að aðstoða við að kanna áhrif fóðurs á efnainnihald mjólkur. Það sem skilur Huppu og hennar líka frá öðrum kúm með tilliti til rannsóknalegs nota- gildis, er að í þeim er hægt að skoða meltinguna alveg óháð öðrum efnaskiptum gripsins, og greina þannig betur en ella af hverju tiltekin samsetning á fóðri kemur betur út en önnur. Þetta ætti að gera allar ráðleggingar um fóðrun markvissari. Jafnframt hafa svona kýr ekki tilhneigingu til að fá doða eða aðra kvilla. Til- raunir í vambarhermi eru töluvert ódýrari en tilraunir með lifandi gripi. Hins vegar verður að gæta ákveðinnar varúðar í að yfirfæra niðurstöður úr vambarhermum yfir á lifandi kýr þar sem ýmislegt er ólíkt þrátt fyrir allt. Huppa blessunin getur þó tvímælalaust nýst vel sem tæki til þess að treysta grunn fóðurleiðbeininga fyrir jórturdýr. Abyrgðarmaður kýrinnar er Jóhannes Svein- björnsson en hönnuður með hon- urn og yfirsmiður er Bjöm Kristjánsson húsvörður á Rala. Þrátt fyrir hið rammíslenska nafn kusu koma erlendir „erfðavísar“ nokkuð við sögu þar sem stuðst var við sænska fyrirmynd við smíðina, án þess þó að beinlínis væri urn „klónun" að ræða. Einn- ig nýtur Huppa góðs af erfðavísum og fylgihlutum úr formóður sinni Auðhumlu sem er af skosku og pólsku bergi brotin og hefur verið til á Rala um ára- bil. Tilurð Huppu byggir því á allmiklu kynbótastarfi. Yfirhirðir og helsti sálufélagi Huppu er Helga Lilja Pálsdóttir. Lætur hún vel af geðslagi skepnunnar sem virðist mesta meinleysisgrey í alla staði. JS Veiðistjóri fær fjárveitingar vegna rannsókna og nýrrar veiðiaðferðar á mink: Hægt að veiða læður í gildrur á vorin áður en þær gjóta Töluvert hefur verið rætt um hvernig standa beri að eyðingu minka, refa og vargfugla. Sérstaklega hefur minkurinn verið að valda bændum búsifj- um og hefur verið rætt við veiðistjóra, Samband íslenskra sveitarfélaga og umhverfisráð- herra um leiðir til að stemma stigu við útbreiðslu hans. Áki Ármann Jónsson veiði- stjóri segir að verið sé að þróa ýmsar nýjar aðferðir við eyðingu minka. „Áðferðirnar eru fyrst og fremst tvær. Annars vegar er notað blástursloft til þess að ná þeim út úr greni og hins vegar hefur verið reynt að setja læðuh- land á úðabrúsa svo hægt sé að veiða læðumar í gildrur á vorin en slíkt hefur reynst erfitt hingað til. Við byrjuðum undirbúnings- vinnu í sumar og svo er ætlunin að fara á fullt í verkið á næsta ári.“ Það getur haft mikil áhrif að ná læðunum á vorin áður en þær gjóta og getur það dregið veru- lega úr stærð stofnsins þegar fram líða stundir. Að sögn Áka hefur embættið einnig sent út spumingalista til allra minkaveiðimanna og er verið að vinna úr þeim svörum sem fengust. Úr því eiga m.a. að fást upplýsingar um hversu mik- ið er veitt með gildrum og hversu mikið með hundum, hvaða aðferðir eru notaðar, á hvaða árstíma veiðin er mest og hvað hlutfallið er milli kynja. Auk þess er einnig byrjað að veiða mink í Skagafirðinum og merkja hann þannig að ef þeir veiðast aftur er hægt að kortleggja hversu langt þeir hafa farið. „Með þessari vinnu getum við reiknað út veiðiálag og mælt stofnstærð út frá því.“ Róbert Arnar Stefánsson líffræðingur hefur hug á að vinna doktorsverkefni úr þessum gögn- um en ekki er enn Ijóst hvort fjárveiting fæst fyrir því. Hann hefur áður rannsakað ferðir minnka á Suðurlandi og komu athygliverðar niðurstöður út úr því. Áki segir að minkastofninn hafi ríflega þrefaldast sl. 30 ár ef gert er ráð fyrir að veiðiálag sé jafnt allan tímann. „Við gerum ráð fyrir að stofninn sé ekki und- ir 3000 dýrum á vorin. Tak- markið hjá okkur er að ná honum niður í það sem hann var fyrir 30 árum. Fyrst þurfum við hins veg- ar að skoða hvert veiðiálagið er í raun. Ef það er 10% er það ljóst að það er alltof lítið en ef hins vegar kemur í ljós að það er 30- 40% og að lítið þurfi að auka álagið til að það fækki í stofnin- um verða fjármunirnir notaðir í það.‘ Sverrir Ágústsson er nýr sláturhússtjóri sauðfjárlínu SS á Selfossi: „Kunnáttan er alltai til staðar innanhúss" Sverrir Ágústsson hefur verið ráðinn sláturhússtjóri sauðfjárlínu SS á Selfossi og mun hann gegna því starfi samhliða starfi verkstjóra í stórgripahúsi á sláturtíð. Ætlunin er að 3-4 stórgripaslátrarar starfi við sauðfjárslátrun en þeir fóru til Wales í vor til verkþjálfunar. Stefnt er að því að stækka fastan kjama starfsmanna sem geta tryggt góð vinnubrögð við sauðfjárslátrun. Þessir slátrarar eiga að starfa hjá SS allan ársins hring. Sverrir segir tilganginn með því að koma þessu kerfi á vera fyrst og fremst að tryggja að tryggja gæði. „Þetta mun þýða að fastur kjarni af slátrurum sem kunna til verka er alltaf til staðar í húsinu allt árið, ekki bara í sláturtíð. Sauðfjárslátrun er enn mjög tímabundin þó að það sé að breytast og þegar kemur upp slátrun utan hefðbundin sláturtíma þá er kunnáttan til staðar innanhúss." Sverrir segir að þetta hafi í för með sér meira öryggi fyrir neytendur þannig að varan komist sem best unnin. „Hins vegar er slátrunin aðeins að dreifast, t.d. er nú alltaf slátrað alveg fram að jólum og svo fyrir páska. Á þeim tímum er kunnáttan þá til staðar innanhúss." Útflubiingur á hestum II Bandaríkjanna eykst um 93 % Alls hafa 1312 íslensk hross verið flutt út það sem af er árinu. Þetta er svipuð tala og á sama tíma í fyrra en þá höfðu verið flutt út 1369 hross. Mesta athygli vekur að Bandankjamarkaður er að taka við sér all hressilega en hinn 12. september höfðu farið þangað 180 hross. Á sáma tíma í fyrra höfðu aríkjanna. Tölvudeild Bændasam- takanna sér um útgáfu uppruna- vottorða hrossa og allur útflutn- ingur á hrossum er skráður inn Feng, gagnasafn Bændasamtaka Islands í hrossarækt. Jafnframt eru allar upplýsingar sem koma fram á upprunavottorðum sóttar í Feng. /jbl verið flutt út 93 hross til Band- Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Þvi er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fóru 6.519 eintök í dreifingu hjá íslandspósti um miðjan júlí. Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst Árgangurinn kostar kr. 3.800 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.800. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 - Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) - Beinn sími ritstjóra: 563 0375 - Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason - Beinn Blaðamaður: Hallgrímur Indriöason. - Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. - Netfang: bbl@bondi.is - Umbrot: Prentsnið - Prentun: ísafoldarprentsmiðja - Nr. 119-ISSN 1025-5621 Rafræn útgáfa Ársskýrsla Rannsóknastofnun- ar landbúnaðarins nær til tveggja ára í senn og er nú í fyrsta skipti gefin út bæði sem prentuð útgáfa og rafræn. Rafræna útgáfu er að finna á vefsíðu stofnunarinnar www.rala.is/arsskyrsla/ Verðskrána fyrst! „Núna er það orðið að veruleika það sem við óttuðumst hvað mest. Sláturleyfishafarnir virða ekki viðmiðunarverð LS !!!!! Verðlagning á dilkakjöti er frjáls svo við getum ekkert í því gert sem slíku. En það er eitt sem við getum gert og það hljóta sauðfjárbændur um allt land að sameinast um næsta haust, þar sem það er orðið of seint núna: við neitum að gefa sláturloforð fyrr en sláturleyfishafarnir hafa gefið út verðskrá! Þau vinnubrögð sem nú eru viðhöfð að biðja um sláturloforð áður en verðskráin er gefin út er algerlega fyrir neðan allar hellur, fyrst sláturleyfishafarnir halda sig ekki við viðmiðunarverðið. Þeir verða að gefa verðskrána fyrr út!“, segir í nýútkomnu fréttabréfi sauðfjárbænda í Skagafirði. Ævarr hættir sem framkvæmdastjóri BSE Á dögunum lét Ævarr Hjartarson af störfum hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar sem framkvæmdastjóri. Gert er ráð fyrir að Ævarr verði áfram í störfum hjá BSE og vinni að ákveðnum verkefnum. Við starfinu tók Vignir Sigurðsson. Hann hefur starfað hjá BSE um skeið en var áður framkvæmdastjóri Fóðuriðjunnar í Vallhólma í Skagafirði. Fjósbyggingar Á morgun, miðvikudaginn 20. september kl. 13:30, verður haldinn fundur á Selfossi um fjósbyggingar. Fram kemur í Fréttabréfi Búnaðarsambands Suðurlands að ætlunin sé að koma á fót „hópi bænda sem eru að hugleiða breytingar eða nýbyggingu fjósa. Hugmyndin er að menn læri hver af öðrum og fái til sín aðra aðila til skrafs og ráðagerða, jafnt bændur sem nýlega hafa byggt sem og aðra ráðgefjandi aðila. Alls hafa rúmlega 30 manns skráð sig í hópinn nú þegar.“ Hægt er að skrá sig í hópinn með einu símtali við starfsmenn Búnaðarsambands Suðurlands. Frestur til að skila umsóknum um sölu á greiðslumarki í sauðfé BÍ minnir á að frestur til að skila umsóknum um sölu á greiðslumarki í sauðfé á þessu ári rennur út 15. október n.k. Umsóknum skal skilað á skrifstofur búnaðarsam- bandanna, sjá auglýsingu framkvæmdanefndar búvörusamninga frá 9. júní sl.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.