Bændablaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 19. seplember 2000 Framlag SS gerði okkur Ueift ef) breyte eg skofla rekilr búsins Á bænum Kálfholti í Asahreppi búa þau Isleifur Jónasson og Sigríður Arndís Þórðardóttir ásamt eins árs dóttur sinni, Vilborgu Maríu. Kálfholt er sauðfjárbú en þau eru með rösklega óOOfjár. Jörðin er um 750 hektarar - allt gróið land - en um 90 hektarar eru rœktað land. ísleifur tók við jörðinni afforeldrum sínum Jónasi Jónssyni og Sigrúnu ísleifsdóttur vorið 1997. íKálfholti eru grindahús fyrir um 400fjár og hús á taði sem gœtu tekið tœplega 600 kindur. Taðhúsin vorufyrir einum og hálfum áratug refaskálar. Meirihluti fjárstofnsins í Kálfholti er kollóttur og sagði ísleifur að hann hefði alltaf kunnað betur við kollótta féð. Þá er þess að geta að í Kálfholti er einnig stunduð hrossarœkt og hefur ísleifur sjálfur tamið og sýnt hross þaðan. Hvernig gengur rekstur búsins? „Við skulum segja að þetta gangi en launin eru ekki í samræmi við vinnuframlagið. Ég efast ekki um að ég gæti fengið betri laun annars staðar en hvað sem því líður þá gef ég mér að reksturinn sé auðveldari hér en þar sem fé er færra. Fjöldi fjar hjá okkur gerir það að verkum að við náum fram hagræðingu sem minni bú geta varla gert, en ég tel að það hljóti að vera afar erfitt að lifa af hreinum sauðfjárbúskap með 200 til 300 kindur. Veltan er lítil og það má ekkert útaf bregða." - Hvernig hagar þú slátrun? „Ég hef lagt fyrstu lömbin inn í byrjun ágúst. Yfirleilt hafa þetta verið um 100 lömb. Eins og aðrir hef ég lagt inn lömb í sláturhús á hefðbundnum tíma á haustin en auk þess fyrir jól og páska. Að þessu sinn hef ég í hyggju að leggja inn stærri hluta en áður í nóvember og desember. Þetta er sama þróun og sjá má hjá mörgum bændum - þeir leggja áherslu á að senda lömb í slátrun frá ágúst og fram í miðjan desember. Þetta er af hinu góða en með þessu móti get- um við útvegað ferskt kjöt mun lengur. Það að geta boðið ferskt kjöt æ stærri hluta ársins er mik- ilvægur þáttur í að viðhalda markaðsstöðu lambakjötsins“ - Er ekki re'tt að hluti aflömbunum fer heint af afrétti í sláturhús? „Jú, það er rétt. Hluti af þeim lömbum sem við náum í á afréttinn kemur aldrei heim heldur er farið með þau beint á sláturhúsið. Þetta hefur tíðkast lengi enda er þetta mjög þægilegt fyrirkomulag." - Beitir þú lömbunum á grœn- fóður? „Já, það geri ég. Kálið gefst þar best. Ég tel það mikilvægan þátt að geta haldið lömbunum í góðum bata frameftir hausti og þar gegnir kálið mikilvægu hlutverki." - Hvað ferðu með stóran liluta fjárins á afrétt? „Ég er að keyra á afrétt um 250 ær en hinar eru hér í heimalöndum. Afrétturinn er afar góður og gæti borið margfaldan þann fjölda sem á hann er rekinn.“ - Bœndablaðið greindi frá því í fyrra að Sláturfélag Suðurlands hefði veitt ykkur þróunarstyrk. „Þessi samningur er til þriggja ára og hljóðar styrkurinn upp á þrjár milljónir króna yfir samn- ingstímann. Þar skuldbind ég mig til að koma með ákveðinn lágmarksfjölda dilka í slátrun að vetrinum bæði fyrir jól og páska. Af þessu hlýst óhjákvæmilega tals- verður kostnaður en við þurfum þá að fóðra lömbin fram eftir vetri. Þar kemur styrkurinn til og gerir okkur kleift að þróa þessa frarn- leiðslu. Það verður til dæmis fróðlegt að fylgjast með þeim lömbum, sem eru í tilrauninni hjá Emmu og Önnu Margréti, og verða látin lifa fram á nýtt ár. Vcl er fylgst með rekstri búisins og þar eru að verki Bændasamtökin og Búnaðarsamband Suðurlands. Við fáum rekstrarráðgjöf og leitað er leiða til að hagræða. - Hvernig fóðrar þú annars lömbin sem fœrð eru til slátrunar eftir áramót? „Jú, ég reyni að gefa þeim úrvals- hey og fóðurbæti cn það segir sig sjálft að slíkt er dýrt. Verð fyrir kjötkílóið er ekki hærra en svo að bóndinn finnur fijótt fyrir því ef eitthvað fer úrskeiðis í fóðrun.“ - Ertu eingöngu með gimbrar í þessum liópi? „Nei, bæði gimbrar og hrúta. Hrútana hef ég gelt snemma á , .4 ,-r * •; • y . .iÆBt .'i'" *•L: s • haustin en geldingin hefur ekki áhrif á framför þeirra á þeim tíma. - Hvernig metur þú þetta framtak SS tljósi reynslunnar? „Það var nauðsynlegt að lengja sláturtímann, og markaðurinn vill fá ferskt kjöt lengra fram á vetur- inn. Framlag SS gerði það kleift að brcyta og skoða rekstur búsins og vonandi náum við betri árangri. Þeirri reynslu sem hér fæst verður líka miðlað áfram til annarra.“ - Hvernig gengur að selja taminn hross um þessar mundir? „Markaðurinn fyrir hross er að breytast. Fyrir nokkrum árum var auðvelt að selja þæg, töltgeng hross en nú sitja menn uppi með þau. Asóknin er meiri í bestu hrossin.“ I ± O Kálfholti er verið að gera tilraun a 80 kindum. Það er lokaverkefni Önnu Margrétar Jónsdóttur, nemanda við landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, unnið undir leiðsögn Emmu Eyþórsdóttur á RALA og felst í því að seinka burðartíma. „Við slepptum 40 ám óbornum út um leið og komu grös en jafn stór samanburðarhópur bar á venjuleg- um sauðburðartíma. Tilraunahópurinn var búinn að ganga úti í sex vikur áður ærnar fóru að bera,“ sagði ísleifur og bætti því við að þetta væri fjárbúskapur með gamla laginu, „nú fór maður ríðandi til kinda. Þær fóru að bera viku af júní og þær síðustu báru í byrjun júlí - og all- ar báru þær úti. Annað fé hér bar á húsi. En sem sagt þá var verið að skoða frjósemi ánna og hvernig þessum lömbum reiddi af. Niðurstöður eru ekki komnar en mér sýnist þetta ganga nokkuð vel. Fjósemi var ágæt. Tiigang- urinn er að skoða hvort slík seinkun burðartíma geti átt við fyrir lömb sem ætlunin er að slátra að vetrinum. Meta á hagkvæmni þessara tveggja framleiðslu- kerfa við slíka framleiðslu.“ A hefðbundnum sauðburði bera allar ær á húsi og eru fóðraðar inni fyrstu dagana eftir burð. 10 dráttarvélar af sttmu gerð Heiðar Kristjánsson bóndi á Hæli í Torfalækjarhreppi á 10 gangfærar Massey-Ferguson dráttarvélar. Aðspurður hverju þetta sætti segist Heiðar halda upp á þessa tegund þó að hann hafi átt tvær vélar af annarri tegund í búskapartíð sinni. Fyrstu MF-vél á búinu keypti faðir Heiðars, Kristján Bencdikts- son, árið 1958, síðan kaupir Heiðar fyrstu vél sína, nýja MF-vél, árið 1965 og aðra nýja keypti hann árið 1988. Hinar hefur hann keypt notaðar á löngum tíma, að gainni sínu eins og hann segir, og síðustu tvær á liðnu ári, 1999. Allar eru vélarnar gangfærar og vel við haldnar. Heiðar segist dytta að þeim sjálfur og niála þær ef á þeim sér. Þó eru þær ekki all- ar notaðar en til reiðu ef það t.d. vantaði skyndilega varahlut, en reyndar eru hlutar af tveimur vélum til viðbótar til á bænum, sem hafa farið í varahluti. í flotanum eru eftirtaldar vélar: 7 vélar MF-35 og 35X, árgerðir 1958-1963. Ein v él MF-65, árgerð 1962. Á stærri myndinni má sjá níu MF-dráttarvélar á Hæli með ökumönnum. Myndin ertekin í júní 1999. (Ljósm. Bragi Ein vél MF-390. árgerð 1988. Þór Jósefsson). Á innfelldu myndinni er nýjasta MF-vélin á Hæli, keypt á árinu 1999. (Ljósm. Kristín Jónsdóttir, í Ein vé» v»'-' ; á Vtð‘>< ágú§t.1.999). ..................

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.