Bændablaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 19. september 2000 Verkefnið Skjólskógar á Vestfjörðum aö fara af stað: „Bændur hala sýnt verk- efninu mikinn áhuga" - segir Sæmundur Þorvaldsson, Iramkvæmdastjóri Shjólskóga Landshlutabundin skógræktarverkefni eru nú að fara af stað víða um land og er eitt þeirra Skjólskógar á Vestfjörðum. Fjármunir þessa verkefnis verða einkum nýttir til þess að greiða kostnað við framkvæmdir, gera rekstraráætlanir, annast verkkennslu og leiðbeiningar, sjá um aðföng, og hafa eftirlit með framkvæmdum. Stefnt verður að skógrækt á 5% af flatarmáli láglendis á næstu 40 árum en það eru um 28 þús. hektarar. Núverandi birkiskógar þekja tæp 4% láglendis eða rúmlega 20 þús. hektara. Sæmundur Þorvaldsson fram- kvæmdastjóri verkefnisins segir að bændur hafi sýnt þessu verk- efni mikinn áhuga. „Þeir hafa verið mjög jákvæðir og við höfum nú fengið á skrá yfir 80 jarðeig- endur, langflesta bændur. Enn fleiri hafa síðan sýnt áhuga á þessu verkefni þannig að við búumst við að fjöldinn eigi eftir að aukast töluvert enda eru á Vestfjörðum 630 skráð lögbýli.“ Sæmundur telur aðstæður til skógræktar á Vestfjörðum yfirleitt góðar. „Það hafa verið þjóðsögur í gangi um að Vestfirðirnir séu of harðbýlt svæði fyrir skógrækt en svo er alls ekki. Það getur hins vegar verið mismunandi hvaða trjátegundir henta best fyrir hvaða svæði. Það vantar reyndar tilfinn- anlega rannsóknir á því sviði.“ Þátttaka í verkefninu fer þann- ig fram að bændur sækja um þátt- töku skriflega og senda til verk- efnisins. Ef umsóknin verður samþykkt heimsækja starfsmenn verkefnisins jörðina og gera úttekt og grófa áætlun. Ari fyrir upphaf framkvæmda verður síðan gerð nákvæm ræktunaráætlun. Þegar framkvæmd hefst er gerður samningur milli Skjólskóga og þátttökujarðar m.a. um umfang og framkvæmdahraða. Bóndinn þarf m.a. að sækja fræðslunámskeið með verkþjálfun áður en til fram- kvæmda kemur, auk þess sem hann heldur skráningu á fram- kvæmdum í samræmi við áætlun jarðarinnar. Fyrirfram er búist við að aðal- svæði samfelldrar skógræktar (fjölnytjaskógar) verði innanvert ísafjarðardjúp, vesturhluti Aust- ur-Barðastrandasýslu, Barðaströnd, Tálknafjörður og skjólgóðir dalir eða firðir á öðrum svæðum. A svæðum þar sem hefðbundinn búskapur er hvað mestur verður aðallega urn að ræða skjólbelti, beitarskóga, skjólskóga til að fást við verstu vindstrengi og svokallaða vernd- arskóga. Með þeim er átt við skógrækt til að endurheimta og varðveita jarðveg í hlíðum og á uppblásturssvæðum. Endurheimt náttúrulegra birkiskóga verður að mestu leyti stunduð á svæðum þar sem sauðfjárbeit er orðin lítil sem engin. Þýsku básamotturnar frá Gúmmívinnslunni má nota jafnt undir hesta, kýr, svín og fleiri dýr. Eigum á lager 100, 110 og 120 cm breiðar mottur í ýmsum lengdum, einnig dregla og mottur í kerrur og pallbíla. Sendum um land allt! ...., Kynntu þér málið Sími 461 2600 Fax 461 2196 Gúmmívinnslan hf. Réttarhvammi 1 • Akureyri Heimasíða: www.gv.is Mikið úrval Vredestein landbúnaðardekkja ridgestone fólks-, jeppa og vörubifreiðadekkja LIlIjjJjíJJVJjJjJljJlJjJ jjJJjJjJJj* Höfum einnig tii söiu: VJL) £3 J j UiJJ JiiiljjJ - ii'JU í) líli

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.