Bændablaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 19.09.2000, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 19. september 2000 BÆNDABLAÐIÐ 9 Eflrlil meO dýrum og dVravernd hér i landi Hún skal fá eintak og skrifa strax til viðkomandi dýraeiganda og krefjast úrbóta áður en gefinn frestur er liðinn. Héraðsdýralæknir og búnaðarsamband fá einnig afrit. Þeim ber að vera í viðbragðsstöðu og fylgjast með eftir atvikum. Ein- faldast er að hafa sjálfkalkandi eyðublöð. Undirritaður hefur gert slík eyðublöð, sem sveitarstjómir, búfjáreftirlitsmenn og dýralæknar geta fengið. Greina þarf ástæðu þess sem aflaga fór. Huga þarf að fóðurgæðum og magni sem gefið hefur verið. Stundum þarf að taka fóðursýni til efnagreiningar. At- Eftirlitið: I síðasta Bændablaði vakti ég at- hygli á því að meðferð á dýrum er langt frá því að vera nógu góð hér á landi. Ég nefni í þessari grein, að eftirlitsaðilar geti komið þessum málum í mun betra horf en nú er. Eftirlitsaðilar eru þeir sem sérstökum skyldum hafa að gegna varðandi meðferð á dýrum. Það eru búfjáreftirlitsmenn sveit- arfélaganna (áður forðagæslu- menn) og þar með sveitarstjómir, trúnaðarmenn búnaðarsambanda, héraðsdýralæknar og aðrir dýralæknar, dýraverndarráð og síðast en ekki síst lögregla og lögreglustjórar (sýslumenn). Ég leyfi mér því að setja fram nokkrar ábendingar til þeirra hvað þetta varðar. Ábendingar til eftirlitsaðila. Takið allar ábendingar um dýra- verndarmál alvarlega, munnlegar sem skriflegar. Vísið engum frá en hlutist til um að öll mál séu rannsökuð strax. Virðið ósk manna um nafnleynd. Minnist þess, að þegar ábending berst til ykkar eru menn oft búnir að liggja undir íllu umtali um skeið, stundum að ósekju. Þeirra vegna þarf að bregðast við strax. Tafarlaus af- skipti eru nauðsyn, el' ílla er farið með dýr. Eftirlitsaðilar ættu að hafa samráð sín í milli. Þeir bera ábyrgð á vanlíðan dýra, ef þeir sinna ekki ákalli um athugun. Ekki má taka tillit til andmæla manna eða óbeitar á eftirliti þar sem ástæða er til úrbóta. Tillögur verður að sjálfsögðu að setja fram af fullri kurteisi en ósveigjanlegri festu þar sem svo er ástatt og fylgja eftir málum sem lög framast leyfa. Fylgið nákvæmlega, lið fyrir lið, settum lögum og reglum. Mörg mál hafa ónýst og dýraníðsla haldið áfram, þar sem eftirlitsaðil- ar og aðrir hafa ekki kunnað til verka. Leitið aðstoðar við málsmeðferð, ef þörf krefur. Námskeið fyrir eftirlitsmenn yrðu án efa til mikilla bóta. Skrifleg skýrsla er grundvallar- atriði. I eftirlitsferð eða við annað tilefni hjá búfjáreftirlitsmanni, dýralækni eða öðrum eftirlitsaðila, er sjálfsagt að skrásetja það sem máli skiptir. Skilja skal eftir á bænum, leiðbeiningar og fyrirmæli um hvað gera ber. Skritíeg skýrsla er grundvallaratriði. Málið er þá Um áramótin nœstu taka gildi ákvœði um fullnœgjandi skjól og skýlijyrir hross að vetri. Því máli þurfa ráðunautar búnaðarsambanda, búfjáreftirlitsmenn, sveitarstjórnir, héraðsdýralceknar og lögregla aðfylgja eftir í haust. Vísað er til hliðstœðra reglna, sem í gildi eru um hverja dýrategund: hross, nautgripi og sauðfé. Sveitarstjómir œttu að athuga, hvort ekki er rétt að skylda alla landeigendur í sveitinni, sem taka hross eða aðrar dýrategundir í hag- agöngu í haust, þótt ekki sé um eyðibýli að rœða, að tilkynna umfjölda, aldur dýra og eigendur fyrirfram og aðstöðu til dýrahalds þannig að hœgt sé að auðvelda eftirlit og afstýra slysum eins og þeim sem urðu s. I. vetur. komið af stað og stöðvast ekki fyrr en niðurstaða er fengin, ef rétt er staðið að öllu. Segja skal mönnum hvaða frest þeir fái til úrbóta, ef ekki þarf að láta til skarar skríða strax. Taka skal afrit af því, sem skilið er eftir á staðnum og af- henda næsta yfirmanni. Hann er þá orðinn ábyrgur fyrir framhaldinu. Sveitarstjóm ber mesta ábyrgð. huga þarf brynningaraðstöðu fyrir fénað á húsi og einnig möguleika útifénaðar á að komast í ómengað vatn. Líta skal eftir líðan dýranna og þrifum og skrásetja veikindi, vanhöld og dauðsföll. Spyrjast skal fyrir um ormalyfsgjöf og aflúsun þar sem ástæða er til. Þá þarf einnig að huga að klauf- og hófsnyrtingu. Taka þarf eftir og lýsa hreinleika dýranna, bleytu í húsum og við hús o.fl. Athugið það, að þrengsli, léleg loftræsting og óhreinlæti kynda undir smitsjúkdóma og kvilla. Taka þarf á skepnum, sem skera sig úr og gefa úrtaki af hópnum holdastig, jafnvel vigta, ef unnt er. Þær tölur eru til samanburðar við seinni skoðun. Dragið ekki að skoða, að fresti loknum. Eftirfylgni er nauðsynleg. Lýsa þarf skriflega ástandi eða reynslu eftirlitsaðila af dýrahaldi eins og það var í vetrarlok og sum- arbyrjun á bæjum þar sem mál hafa ekki verið í lagi svo að það liggi fyrir svart á hvítu, þegar nýtt haust byrjar. Það gefur fyllri mynd af ástandinu að hafa hliðsjón af þrifum, þyngd og fjölda sláturfénaðar frá viðkomandi bæ. Hefja skal eftirlit strax að hausti og með vitund umráðamanna á þes- sum bæjum. Það eykur líkur á úrbótum. Eigandi hag- agöngufénaðar á eyðibýli, sem búsettur er utan sveitarinnar, skal tilnefna ábyrgðarmann samþykkt- an af sveitarstjóm áður en fénaður kemur á landið. Þetta vita ekki all- ar sveitarstjómir eða fylgja eftir, þrátt fyrir ítarlega kynningu. Þeir sem taka búfé í hagagöngu á sínu landi ættu að tilkynna sveitarstjóm um eigendur, fjölda og aldur gripa fyrirfram. Sveitarstjóm þarf ásamt búfjáreftirlitsmanni að fylgjast með þeim sem það gera ekki og meta, bæði fyrir hagabeit heima á bæjum og á eyðibýlum, hvort um- hirða og eftirlit yrði fullnægjandi eða trúverðugt með hliðsjón af mannafla, vegasambandi og færð í misjöfnum veðrum að vetri. Hún þarf að meta fjölda gripa miðað við stærð landsins, beitarskilyrði, hólfaskiptingu, birgðir og gæði fóðurs eða áform um fóðuröflun, húsakost, skjól eða skýli, orma- og lúsameðferð. Hún ætti að koma í veg fyrir ofsetningu í land, ófullnægjandi húsakost og fyrir- sjáanlega vonda eða ófullnægjandi aðbúð og umhirðu. Sveitarstjórnir geta fengið aðstoð við slíkt mat ut- anfrá. Þess ber að minnast að sveitarstjórnir hafa heimild til að banna dýrahald á ákveðnum stöðum og þær ættu að nota heim- ildina oftar en gert hefur verið. Skylt er að setja upp fullnœgjandi skýli í sumar og haust fyrir beit- arfénað. Um áramótin næstu taka gildi ákvæði um fullnægjandi skjól og skýli fyrir hross að vetri. Því máli þurfa ráðunautar búnaðarsam- banda, búljáreftirlitsmenn, sveitar- stjómir, héraðsdýralæknar og lögregla að fylgja eftir í haust. Vísað er til hliðstæðra reglna, sem í gildi eru um hverja dýrategund: hross, nautgripi og sauðfé. Sveitar- stjómir ættu að athuga, hvort ekki er rétt að skylda alla landeigendur í sveitinni, sem taka hross eða aðrar dýrategundir í hagagöngu í haust, þótt ekki sé um eyðibýli að ræða, að tilkynna um Qölda, aldur dýra og eigendur fyrirfram og aðstöðu til dýrahalds þannig að hægt sé að auðvelda eftirlit og afstýra slysum eins og þeim sem urðu s.l. vetur. Þeir sem vilja að breyting verði til batnaðar, hvar í stétt sem þeir standa, verða að láta eftiiiitsaðila vita um það sem bæta þarf. Þögn er aumingjaskapur eða sama og samþykki. Keldum, ágúst 2000, Sigurður Sigurðarson dýralœknir. VISTFORELDRAR í SVEITUM Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri í samvinnu við Barnaverndarstofu stendur fyrir námskeiði fyrir vistforeldra í sveitum, 23.-24. október á Hvanneyri. Námskeiðið er ætlað þeim sem hyggjast taka börn í tímabundið fóstur lengur en 6 mánuði, og hafa þegar sótt um meðmæli Barnaverndarstofu sem hæfir fósturforeidrar. Mikilvægt er að báðir fósturforeldrar mæti. Skráning hjá Landbúnaðarháskólanum til 9. október í síma 437 0000. Góff fyrír grípahús Steypugrindur G.SKAPTASON S CO. TUNGUHÁLS 5 • REYKJ/W/ÍK SÍMI 577 2770

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.